Morgunblaðið - 05.06.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
9
Til leigu íSkeifunni
verslunar- eða lagerhúsnæði á jarðhæð/kjallara.
610 fm gólfflötur ásamt 250 fm milligólfi.
Gengið inn á milligólf frá götuhæð.
Upplýsingar í síma 686673.
25% afsláttur
afbaðinnréttingum í nokkra daga.
Mávainnréttingar,
Kænuvogi 42, sími 688727.
Sérsmíðum eldhús-, bað- og fataskápa.
Opiðídag kl. 10-17 ogá morgun kl. 14-16.
Trjáplöntur og runnar
Sértilboð á eftirtöldum tegundum: Gljámispill kr. 160, alaskavíðir,
brúnn og graenn, kr. 67, gljávíðir kr. 75, hansarós kr. 390, blátoppur
kr. 230, runnamura kr. 290, alparifs kr. 190.
25% afsláttur af öllum sígrænum plöntum svo sem furu og himalaya-
eini ásamt mjög fjölbreyttu úrvali annarra tegunda á hagstæðu verði.
Trjáplöntusalan Núpum, Ölfusi,
beygt til hægri við Hveragerði. Opið 10-21 alla daga.
Anna Gunnarsdóttir,
fatastílsfræðingur,
verður þér til aðstoðar í dag
milli kl. 10 og 14.
TESS
V NE
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14.
SJOMANNA
DAGURINN
í HAFNARFIRÐI
stendur fyrir Sjómannadagshóji
í Súlnasal Hótel Sögu á
Sjómannadaginn 6. júní.
Fordrykkur.
Veislukvöldverður.
Skemmtiatriði.
Er það satt sem þeir segja um landann.
Þórhallur "Laddi" Sigurðsson
Olafía Hrönn Jónsdóttir
Haraldur "Halli" Sigurðsson og
Hjálmar "ekkifréttamaður" Hjálmarsson.
Húsið opnað kl. 19.00.
Að loknu borðhaldi kl. 23.00
hefst opinn dansleikur með hinni
vinsœlu hljómsveit
Björgvins Halldórssonar.
Verð á dansleik kr. 850.-
-lofargóðu!
Metsölublad á hverjum degi!
Til er máluð mynd af Jörundi hundadagakonungi
á safni í Hilleröd í Danmörku.
Minnisvarði um Jörund
hundadagakonung
Skjöldur, tímarit um menningarmál, birtir
viðtal við dr. Sturlu Friðriksson, þar sem
m.a. er fjallað um þorpið Sturlu, sunnan
Genúa á Ítalíu, og rithöfundinn, skipstjór-
ann og landkönnuðinn Jörund hunda-
dagakonung. „Það er orðið mjög brýnt,“
segir Páll Skúlason, ritstjóri Skjaldar, „að
hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd að
reisa Jörundi minnisvarða á íslandi, því
ef til vill er konungdómur hans kveikjan
að því að Baldvin Einarsson og marg'ir
aðrir fóru að láta til sín taka og bera fram
nýjar hugmyndir."
Þorpið Sturla
sunnan Genúa
í viðtali við dr. Sturlu
Friðriksson, sem birt er
i menningarritinu Skildi,
segir m.a.:
„í starfi minu hef ég
þurft að fara oft utan og
setið mörg þing og ráð-
stefnur erlendis. Við
hjónin fórum einu sinni
sem oftar til Ítalíu þar
sem mér var kunngt um
að rétt sunnan við Genúa
er lítið þorp, sem heitir
Sturla. Eg komst að þvi,
að þorpið heitir þessu
nafni vegna þess að í
gegnum það rennur læk-
ur, sem heitir Sturla, og
við hann stóð gamalt
samnefnt klaustur. Þetta
virðist dáltíð annarlegt
nafn á erlendri grund og
mér datt í hug, hvort
Sturla Sighvatsson hefði
komið þangað í Rómar-
ferð sinni, þegar „hann
var leiddur berfættur á
millum ailra kirkna i
Rómaborg og ráðið fyrir
flestum höfuðkirkjum",
eins og segir í Sturlungu.
Mér datt í hug að hann
hefði orðið blóðrisa á fót-
unum og einhver ítölsk
yngismær laugað fætur
hans í læknum, er síðan
hefur borið nafn hans.
En reyndar er þetta nafn
til þjá rómönskum mönn-
um, til dæmis sá ég í
Buenos Aires heila blað-
siðu í símaskránni með
þessu ættamafni, en þeir
gætu allir átt ættir að
rekja til þorpsins Sturlu
á Norður-Ítalíu."
Jönmdur er
þjóðsagnaper-
sóna í Tasm-
aníu
Síðar víkur viðmæl-
andinn að slóðum Jör-
undar hundadagakon-
ungs í Tasmaniu:
„Við héldum svo áfram
í suðurátt til Hobart,
syðstu borgar Tasmaníu.
Það var þangað sem Jör-
undur var sendur sem
fangi. Við fórum á þjóð-
skjalasafn bæjarins ein-
mitt til að forvitnast um
hvort þar væri ekki að
fimia eitthvað tengt Jör-
undi. Og það stóð heima.
Hann er þar heilmikil
þjóðsagnapersóna og
þama var fjöldi bréfa og
skjala eftir Jömnd og um
hann.
Jörundi var margt til
lista lagt. Hann var rit-
höfundur og ræðumaður,
skipstjómandi, land-
könnuður, lögreglusljóri
og leikritaskáld. Þegar
við fórum af safninu var
okkur sýnt húsið, sem
hann bjó i áður en hann
dó. Við tókum mynd af
húsinu og ætlúðum að
finna legstað hans, en
það tókst ekki, því búið
var að breyta kirkjugarð-
inum í Iystigarð ...“
„Hröfnunum
dönsku var
friðhelgað
Frón“
í viðtalinu er þann veg
að orði komizt um „kon-
ungdóm" Jörundar á ís-
landi:
„Mér var ekki kunnugt
um að þegar hann var
hér „hæstráðandi til sjós
og lands“ 29 ára gamall,
hafði hann áður komist
suður til Tasmaniu. Hann
gerðist ungur sjóliði á
brezku herskipi og sigldi
með þvi til Tasmaníu árið
1803. Þykir nyög merki-
legt þar syðra, að hann
er fyrstur til að skrifa
um Hobartsvæðið. Hann
lýsir aðbúnaði skipveija,
er þeir tjölduðu fyrstir
manna hjá víkinni, sem
borgin stendur nú við.
Þegar hann kom hing-
að á brezku verzlunar-
skipi 1809 vom engin við-
skipti við Danmörku af
hernaðarástæðum. Eng-
lendingar sendu hingað
skip með komvöm, en
fengu ekki verzlunar-
leyfi, enda þótt dönsk
skip kæmust ekki til
landsins með nauðþurft-
ir. Sennilega hefur Jör-
undur fengið hugsjón
sína um frelsi íslands,
þegar hann kom hingað
fyrr um vorið. Þetta
frelsi fór samt á annan
veg en hann ætlaði. Hann
varð að snúa aftur til
Englands og „hröfnunum
dönsku var friðhelgað
Frón“.“
SjómannadaguHnn
56. hóf sjómannadagsráös
á Hótel íslandi
6. júní 1993
FjölcJi glæsilegra skemmtiatriða prýða kvöldið:
RÍÓ TRÍÓ, Hjálmar Hjálmarsson,
Ómar Ragnarsson ásamt Hauki Heiðari.
Oagskrá:
Húsið opnað kl. 19.00
Guömundur Hallvarösson,
formaður sjómannadagsráðs, setur Kófið.
Kynnir kvöldsins verður Margrét Blöndal.
Þorsteinn Pálsson flytur Kátíðarræðu.
Kvöldverður:
Kariýtónuð rækjusúpa með laukívafj
Villikryddað lambafillet með kryddjurtasósu
Mok kaís með ávaxtasósu
#
Verð aðeins kr. d.100
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
leikur fyrir dansi til kl. 03.00
Miöa- og boröapantanir i síma 687111.
HOTfJj jrgJjAND