Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
Seglagerðin Ægir 80 ára
Unnið með gamla laginu
Sölvi Víglundsson, starfsmaður, og þeir Óli S.
Barðdal og Sigurður Gunnlaugsson, þáverandi
eigendur Seglagerðarinnar Ægis, við vinnu sína
í húsi fyrirtækisins við Ægisgötuna árið 1953.
SEGLAGERÐIN Ægir á áttatíu ára afmæli í dag, laugaraginn 5.
júní. Að sögn Óla Barðdal, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, var
Seglagerðin Ægir stofnuð þennan dag árið 1913 af Guðmundi Einars-
syni sjómanni, sem rak fyrirtækið einn fyrstu árin uppi á lofti í
Duus-húsi í miðbæ Reykjavíkur. Síðar keypti Sigurður Gunnlaugsson
skipstjóri sig inn í reksturinn. Guðmundur og Sigurður ráku síðan
fyrirtækið saman til ársins 1952, þar til afi Óla, Óli S. Barðdal,
keypti hlut Guðmundar og síðar hlut Sigurðar. Síðan þá hefur fyrir-
tækið verið í eigu fjölskyldunnar, og hjá því starfa nú um 15-20
manns.
Lengst framanaf fólst starfsemi
Seglagerðarinnar einkum í að þjón-
usta útgerðina með seglasaumi,
yfirbreiðslum yfir síldarbáta, og
fleiru. En samfara nýjungum í hrá-
efnum jukust möguleikar og fjöl-
breytni framleiðslunnar, meðal ann-
ars með framleiðslu tjalda frá árinu
1965.
Aukin umsvif í útivistarvörum
Er fyrirtækið flutti í núverandi
húsnæði sitt að Grandavegi í
Reykjavík hófst innflutningur á við-
legu- og öryggisbúnaði auk ýmis-
konar útivistarvara. Þá var verslun-
arrýmið endumýjað síðastliðið
haust til að sinna aukningu í sölu
og þjónustu á þessum vörum.
„Fyrir um tíu ámm keypti fyrir-
tækið húseignina hér við hliðina,
og þar er nú verkstæðið til húsa,“
sagði Óli. „Síðan hefur verið mikil
uppsveifla, og við höfum farið meira
yfir í útivistar- og ferðavörur. Það
má segja að fyrirtækið starfi nú í
tveimur deildum, annarsvegar verk-
smiðjan og hins vegar versiunin og
heildsalan."
Sérsaumur burðarásinn
í framleiðslunni
Óli sagði innlenda tjaldfram-
leiðslu fara sífellt minnkandi, en í
staðinn hefur Seglagerðin í auknum
mæli látið sauma tjöld fyrir sig er-
lendis. „Nú framleiðir verksmiðjan
hins vegar mest ýmiskonar segl,
yfirbreiðsjur og poka, auk sér-
saums. Á hveijum einasta degi
saurhum við eitthvað nýtt, og það
má segja að sérsaumurinn sé
burðarásinn í verksmiðjunni. Til
dæmis höfum við farið út í að fram-
leiða yfirbreiðslur fyrir gámabíla,
og vonandi fer notkun slíkra yfir-
breiðsina að ryðja sér meira rúms,“
sagði Óli.
120 fm íbúðir til sölu
Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru til sölu
íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta-
húsi, stórum svölum á móti suðri og bílskúr.
Örn ísebarn, byggingameistari,
sími 31104.
Suðurvangur Hafnarf.
3ja herbergja í nýlegu fjórbýli
Vorum að fá í sölu tæpl. 100 fm íb. á 2. hæð í nýl.
fjórb. (byggt '89). Góðar innr. Parket á gólfum. Sér-
þvottaherb. í íb. Mjög gott útsýni. Áhv. um 5 millj. í
hagstæðum langtímal. f. byggingarsj. m. 4,9% vöxt-
um. Laus fljótl.
EIGNASALAN, Ingólfsstræti 8,
símar 19540 og 19191.
911 9197H L^RUS Þ'VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJORI
bl I Vv b I 0 / v KRISTINN SIGURJÓNSS0N, HRL. löggiitur fasteignasau
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Verð frá kr. 5,3 millj.
Nokkrar 3ja og 4ra herb. íb. m.a. við: Stóragerði, Kleppsveg, Njáls-
götu, Hverfisgötu og Ásgarð. Nokkrar með miklum og góðum lánum.
Ein bestu kaup á markaðinum í dag. Nánari uppl. aðeins á skrifstofunni.
Góð eign á góðu verði
Einbýlishús ein haeð 130 fm á útsýnisstað við Háabarð Hf. Bílskúr
36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Eignaskipti möguleg.
Lyftuhús - bílskúr - frábært útsýni
Suðuríbúð stór og góð 4ra herb. 110,1 fm nettó í lyftuhúsi við Álfta-
hóla. Sólsvalir. Ágæt sameign. Stór og góður bílskúr. Verð aðeins kr.
7,7 millj.
Neðri hæð í tvíbýlishúsi
Á vinsælum stað á Seltjarnarnesi 4ra herb. neðri hæð 95 fm. Mikið
endurnýjuð. Sérinng. Góður bílskúr. Tilboð óskast.
Endaíbúð - sérþvottahús - bflskúr
Glæsileg 5 herb. íb. um 120 fm á 2. hæð við Stelkshóla. 3-4 svefn-
herb. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. í nágr. Verð aðeins kr. 8,5 millj.
Gott einbýlishús í Hveragerði
Vel byggt og vel með farið timburhús ein hæð um 120 fm. 4 svefn-
herb. Bílskúr með geymslu um 30 fm. Skipti möguleg á lítilli íbúð á
höfuðborgarsvæðinu.
Góðar eignir - hagkvæm skipti
Höfum á skrá nokkur góð raðhús, einbýlishús, sérhæðir og íbúðir sem
hægt er að fá með hagkvæmum makaskiptum. Teikningar og nánari
uppl. aðeins á skrifstofunni.
Sérstaklega óskast gott raðhús í Mosfellsbæ um 100 fm. Traustur
kaupandi.
Opið í da<
Teikningará
Almenna fast
var stofnuð 12 júlí 1944. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
ALMENNA
skrifstofunni.
eignasalan sf. rAbl tlb WAoAl AW
Morgunblaðið/Bjarni
______________________________fekisOsS ddd^D
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 695. þáttur
Þá eg heyri, minn herra,
hversu þú kvalinn vart,
gjörvöll vill gleðin þverra.
Galztu mín næsta hart,
því eg braut mikið og margt.
En þá mér guðspjöll greina
glöggt þitt sakleysið hreina,
hjartað fær huggun snart.
(Passíusálmar H.P. 25.5.)
Mikið og margt, sagði skáld-
ið skýra. Þessi lýsingarorð lenda
oft í nábýli, og veltur á ýmsu
hvort á undan stendur. Orð þessi
eru fjarska algeng og stigbreyt-
ast óreglulega sem öllum er eðli-
legt: margt - fleira - flest og
mikið - meira - mest. Ein-
hvern veginn finnst mér að lýs-
ingarorðið margur sé á undan-
haldi. Gæti ekki verið að fólk
hylltist til að segja „mikið af
fólki“ í staðinn fyrir margt fólk?
Einföld notkunarregla held ég
megi vera sú að mikið tákni
magn, en margt fjölda. Það
hendir margan manninn að
tala skakkt. Þetta finnst mér
betra heldur en „það hendir mik-
ið af mönnum að tala skakkt“.
Mig langar til þess að biðja fólk
að sniðganga ekki lýsingarorðið
margur. Það er auðvelt notkun-
ar. Þetta er hér sett á blað að
ósk Arnars Ágústssonar í Kópa-
vogi.
★
„Málfar þeirra sem starfa við
að flytja efni í Ríkisútvarpinu á
ekki að endurspegla allt málfar
samtímans, gott og miður gott.
Þeir sem sitja við hljóðnemann
eiga að vera okkur útvarpshlust-
endum til fyrirmyndar. Frétta-
menn, dagskrárgerðarmenn,
þulir og aðrir, sem láta í sér
heyra í útvarpi og sjónvarpi,
hafa nefnilega aðgang að einu
öflugasta málbótatæki sem
hugsast getur.
Ríkisútvarpið er og hefur ver-
ið hlustendum og áhorfendum
til fyrirmyndar um málbeitingu,
í tvennum skilningi. Stefnt hefur
verið að því að vanda sem allra
best til máls í útvarpi og sjón-
varpi enda er málfar í Ríkisút-
varpinu oftar en ekki einkar
gott — þ.e. með öðrum orðum
fyrirmyndarmálfar, en þegar
sagt er að Ríkisútvarpið sé til
fyrirmyndar felur það líka í sér
í bókstaflegum skilningi að aðrir
taki sér það til fyrirmyndar. Rík-
isútvarpið hefur um áratuga
skeið mótað málfar okkar meira
og minna, hvort sem við höfum
orðið þess vör eða ekki.“
(Tungutak, ritstjóri Ari Páll
Kristinsson, febr. 1993.)
★
Þegar að vill heimur herða
og hjartað gerist ljóðaþyrst,
alltaf ÞYRNAR Þorsteins verða
það sem höndin grípur fyrst.
(Lárus Biöndal, f. 1905; langhenda.)
★
„Varnarleikurinn var allt í
lagi“. Þessa furðulegu setningu
mátti lesa í frásögn af handbolta
fyrir skemmstu. Vera má að
varnarleikurinn hafi verið allur
í lagi, enda er leikur karlkyns-
orð. Það kynni þó að hafa verið
nokkuð djörf fullyrðing, en ekki
skal það gert hér að umræðu-
efni. Umsjónarmaður undrast
hins vegar og hryggist við að
sjá þann ofboðslega sljóleika
gagnvart móðurmálinu sem birt-
ist í því að geta skrifað: „Varnar-
leikurinn var allt í lagi“. Það
hefði jafnvel verið skárra að sjá
þarna ómyndina „ókei“ sem nú
hefur lagt undir sig dijúgan
hluta heimsbyggðarinnar. Fylgir
þessu þó ömurleg málfátækt, því
að „ókei“ merkir ýmislegt, eftir
því í hvaða tóntegund menn
gubba því út úr sér.
í öðru blaði mátti lesa þessa
fyrirsögn: „Tjaldstæðið leigt út
af Birni Yngvasyni“. Hvað skyldi
þetta merkja?
★
„Þegar ég fyrir tveimur árum
tók að kenna æskulýð lands
míns byijunaratriði í latínu og
grísku á norðlenzka skólanum
og skýrði þar fyrir yngri nem-
öndum á móðurmálinu róm-
verska höfunda, Cicero, Terent-
ius, Virgilius, Horatius o.fl., þá
sannaðist á mér hið fornkveðna,
að vér lærum af því að kenna.
Því að þar sem oft varð að snúa
rómverskri ræðu á vort mál, og
voru máli hins vegar á latínu,
þá varð mér brátt ljós hin furðu-
lega fijósemi og glæsileiki móð-
urmálsins, er ég hafði ekki áður
veitt eftirtekt.
Því að vér gefum mörgu því
minni gaum, sem vér höfum
þegið af náttúrunni sjálfri, og
grennslumst ekki eftir orsökum
og rökum þess, sem frá blautu
barnsbeini hefir svo að kalla
verið oss innrætt með móður-
mjólkinni. Enda virðist það aug-
ljósast, sem eðlinu er inngróið.
En, er ég við þetta tækifæri
hafði tekið eftir hinum nákvæmu
og fögru beygingum orðanna,
hinni furðulegu fjölbreytni hugs-
ananna og loks hinum merkilega
krafti og ljóma orðbragðsins í
móðurmáli mínu, er virtist
standa hvorugri hinni tungunni
að baki að höfga og fegurð, þá
tók ég að furða mig ákaflega á
því, hvernig á því stæði, að eng-
inn hinna mörgu er sköruðu
fram úr að gáfum og lærdómi
og bæði áttu þessa tungu að
móðurmáli og voru ágætlega að
sér í henni, skyldu ei hafa ritað
neitt markvert um hana, þar sem
gnótt þessa efnis býður fram hið
víðáttumesta haf til að setja upp
segl, jafnt dómgreindar sem
hugvits, og ekkert ætti að vera
fýsilegra en að taka sér fyrir
hendur að skýra móðurmálið."
(Runólfur Jónsson
rektor, d. 1654.)
★
Birt án ábyrgðar: „Djöfull
er að sjá hvað við erum orðin
ensk,“ sagði maðurinn. „Fyrir-
tækið heitir Rí-fill,“ og bar eilin
fram rödduð eins og í Villi.
Hann var að minnsta kosti „for-
enskaður" sjálfur. Fyrirtækið
hét REFILL, rímar við trefill.