Morgunblaðið - 05.06.1993, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
Á umhverfisdegi
eftirEið Guðnason
í vaxandi mæli hafa augu
manna lokist upp fyrir þeirri stað-
reynd, að umhverfísspilling er ört
vaxandi vá. Á æ fleiri sviðum
bregðast þjóðir heims nú við um-
hverfísvanda af ýmsu tagi og er
ekki seinna vænna því langan tíma
tekur að bæta fyrir brot liðinna
ára og alda, til dæmis að stöðva
eyðingu ózonlagsins og draga úr
gróðurhúsaáhrifum, sem leiða
munu til hækkunar hitastigs á
jörðinni með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum.
Frá því að Sameinuðu þjóðirnar
boðuðu til fyrstu umhverfísráð-
stefnunnar í Stokkhólmi í júní
1972 hefur 5. júní ár hvert verið
alþjóðlegur umhverfisdagur. í ár
er athyglinni beint að þeirri stað-
reynd að fátæktin er eitt helzta
umhverfísvandamál veraldarinnar.
Einkunnarorð dagsins eru: Fá-
tæktin og umhverfið: Rjúfum víta-
hringinn.
Þverstæðan: Fátækt — bruðl
Það er raunar ein mesta þver-
stæða vorra tíma að það er ekki
aðeins fátæktin í vanþróuðu lönd-
unum sem er umhverfísvandamál,
heldur og ekki síður velmegunar-
bruðlið í velþróuðu og vellríku lönd-
unum. Hvert bam sem lítur dags-
ins ljós í Evrópu gerir 25falt til-
kall til auðlinda jarðar miðað við
hvert barn sem fæðist á Indlandi.
Ef allar þjóðir notuðu pappír í jafn-
ríkum mæli og við Vesturlandabú-
ar væru skógar jarðar löngu uppr-
ættir. Við sem byggjum hin svo-
kölluðu iðnvæddu lönd notum 80%
allra auðlinda og orku í veröldinni
og erum þó ekki nema brot af íbúa-
tölu jarðar.
Fátæktin knýr fólk til þess að
ganga of nærri jörðinni og ef valið
stendur um það að éta útsæðið eða
deyja úr hungri þá borða menn
útsæðið í'trausti þess að þeim legg-
ist eitthvað til. Það þekkjum við.
Fáfræðin er fylgikona fátæktar-
innar. íbúum jarðar fjölgar nú um
jafna íbúatölu íslensku þjóðarinnar
eða um 260 þúsund manns á hveij-
um einasta sólarhring. Það fæðast
þijú börn á hverri sekúndu. íbúar
jarðar eru nú 5,3 milljarðar. Ef
heldur sem horfir verða íbúar jarð-
ar 9 milljarðar árið 2025, eftir
aðeins 32 ár. í fjölmörgum þróun-
arlöndum eiga konur að meðaltali
7 börn. Dæmi sanna að með nokk-
urri viðbótarskólagöngu, sem sam-
svaraði líklega grunnskóla hér,
lækkar þessi tala niður í þijú börn
á hveija konu. Aukin menntun
kvenna i þróunarlöndunum mundi
að auki hafa margvísleg önnur
áhrif til góðs bæði varðandi af-
komu og ástand umhverfis vegna
þess að konurnar í þessum löndum
stjórna í ríkum mæli daglegu lífi
og neyslu fjölskyldunnar.
Banvænt vatn
Fátæktinni og fáfræðinni fylgir
líka skortur á hreinlæti. 1200 millj-
ón manns í veröldinni hafa ekki
aðgang að hreinu drykkjarvatni. Á
degi hveijum deyja 25 þúsund
manns sem drukkið hafa mengað
vatn. Sumsstaðar í Afríku tekur
það konurnar tólf klukkustundir
að sækja vatn til heimilishalds.
Yfirleitt er vatnið óhreint. Vatns-
mengun er mesti mengunarvaldur
í veröldinni. Sú skoðun á vaxandi
fýlgi að fagna að fátæktin sé megi-
norsök fátæktarinnar. Þess vegna
snýst umræðan um umhverfismál
í mjög auknum mæli um það hvern-
ig og hve fljótt ríku löndin eigi að
koma hinum fátæku til hjálpar.
Þetta var eitt meginviðfangsefni
umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Ríó fyrir ári síðan. Um
þetta voru líka umræður á fundi
framkvæmdaráðs Umhverfísstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna, UNEP,
um miðjan maí. Nýráðinn fram-
kvæmdastjóri UNEP Elizabeth
Dowdeswell frá Eanada, sem mikl-
ar vonir eru bundnar við, hefur
lagt sérstaka áherslu á, að nú þurfi
að finna viljann og verkfærin til
að uppræta fátæktina því getan
til að vinna það verk sé sannarlega
til staðar.
Eftirbátar annarra þjóða
Þrátt fýrir ýmsan efnahags-
vanda, lækkandi afurðaverð og
minnkandi afla úr sjó, erum við
íslendingar engu að síður meðal
þeirra þjóða heims, sem hafa hæst-
ar tekjur og best lífskjör. Við erum
hins v:gar ekki í hópi þeirra ríkja
sem leggja mest fram til þess að
uppræta fátækt í veröldinni eða til
að styðja fátækustu löndin til
sjálfsbjargar. Þar erum við eftir-
bátar annarra þjóða. Þannig greið-
um við árlega til Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna og verk-
efna á hennar vegum rúmlega
fimm þúsund Bandaríkjadali eða
Eiður Guðnason
*
„I baráttunni við fá-
tæktina og umhverfis-
vandann eru verkefnin
óþrjótandi.“
rétt á fjórða hundrað þúsund krón-
ur. Á sama tíma borga Svíar um
200 milljónir króna til Umhverfis-
stofnunarinnar og Danir, sem að
okkur slepptum greiða lægsta upp-
hæð Norðurlandaþjóðanna, borga
um 60 milljónir króna.
Þrátt fyrir ítrekaðar viljayfirlýs-
ingar hefur okkur íslendingum
gengið afar illa að standa við fög-
ur fyrirheit um aukna þróunarað-
stoð til að vinna gegn vesöld og
örbirgð í veröldinni. Við höfum
verið víðsfjarri því stefnumarki að
láta eitt prósent af vergri lands-
framleiðslu renna til þróunarhjálp-
ar. Árið 1991 var þetta hlutfall
hjá okkur aðeins 0,13 prósent af
vergri þjóðarframleiðslu. Milli ár-
anna 1992 og 1993 hækkuðu
framlög til þróunaraðstoðar mjög
verulega og stefnt er að því að þar
verði framhald á.
Stendur til bóta
í skýrslu umhverfisráðherra til
Alþingis í mars á þessu ári um
mótun stefnu í umhverfismálum
segir svo í kafla um þróunarað-
stoð: „Það er stefna ríkisstjórnar-
innar að þróunaraðstoð nemi ár-
lega fyrir næstu aldamót a.m.k.
0,4% af vergri þjóðarframleiðslu.
Þessu markmiði verður náð með
því að auka framlög um 20% ár
hvert. Áhersla verður lögð á að
miða þróunaraðstoð við kröfur
sjálfbærrar þróunar og til eflingar
þróunarsamvinnu á þeim sviðum
þar sem ísland hefur á að skipa
sérþekkingu og reynslu, svo sem
á sviði fískveiða og fiskvinnslu,
nýtingu jarðvarma og virkjun fall-
vatna og eftirliti með jarðskjálfta-
og eldvirkni. Ennfremur verður
lögð sérstök áhersla á að styðja
við aukna menntun og réttindi
kvenna.“.
Þetta eru í senn raunhæf og
skynsamleg markmið. í baráttunni
við fátæktina og umhverfísvand-
ann eru verkefnin óþijótandi og
þau eru bæði nær og fjær. í lönd-
um þriðja heimsins blasa við hörm-
ungar hungurs og fátæktar en nær
okkur, í mið- og austur-Evrópu,
sjáum við ijúkandi rústir kommún-
ismans, — mesta umhverfisslyss
gjörvallrar mannkynssögunnar. Til
að ijúfa þann margfalda vítahring
sem við nú erum í verðum við sem
byggjum velmegunarlöndin að búa
okkur undir það á komandi árum
að taka á okkur einhveija lífskjara-
skerðingu ef ekki á illa að fara
fyrir okkur og þessari einu jörð.
Höfundur er umhverfisráðherra.
Ný hugsun um sjáv-
arútvegsstefnu
eftir Hannes Jónsson
Formenn nefndar til þess að
„móta heildstæða sjávarútvegs-
stefnu" hafa kynnt efni skýrslu
sinnar víða um land. Á vorfundum
þeirra kom greinilega í ljós, að svo
til enginn mælti með skýrslunni
nema höfundarnir. Flestir töldu
hana ónytjuplagg. Þingmeirihluti
fékkst heldur ekki fyrir sjávarút-
vegsstefnu þeirra. Sjávarútvegsráð-
herra tók því þá skynsamlegu
ákvörðun að stöðva málið í þinginu.
Hitt er þó ljóst, að flestir vilja
ekki búa við óbreytta sjávarútvegs-
stefnu. Einkum er mikill ágreining-
ur um gildandi kvótakerfi, sem heft-
ir athafnafrelsi margra útvegs-
manna og bátasjómanna; rýrir
möguleika á arðbærum rekstri; flyt-
ur vinnu úr landi út á sjó; og hefur
reynst byggðafjandsamlegt, af því
kvótinn er bundinn skipum og afía-
reynslu, ekki byggðarlögum. Auk
þess hefur kerfíð kallað fram brask
útvegsmanna með eign, sem þjóðin
á, ekki þeir.
Hagkvæmasta útgerðin?
Full þörf er á að endurmeta arð-
semi hinna ýmsu stærða báta, skipa
og veiðitækni. Onundur Ásgeirsson
hefur birt athyglisverðar greinar um
málið, síðast grein hér í blaðinu 11.
f.m. Þar leiðréttir hann m.a. rangar
tölur úr skýrslu tvíhöfða (töflu 8.2,
bls. 93) um arðsemi stærri og dýr-
ari skipa, af því að tvíhöfði reiknar
ekki með fjármagnskostnaði við arð-
semisútreikning, dregur því rangar
ályktanir og boðar blekkingar.
Gagnstætt því sem tvíhöfði held-
ur fram virðast þjóðhagslega hag-
stæðustu útgerðirnar vera smábáta-
útgerð, krókaveiðar og línu- og
netaveiðar. Stóru og dýru togararn-
ir virðast í kostnaði éta meira en
aflafé sitt, ef allt er tekið með í
reikninginn, m.a. fjármagnskostn-
aður.
Hér þarf því nýja hugsun til að
tryggja þjóðhagslega arðbæra fisk-
veiðistefnu og þjóðinni arð af eign
sinni: fískimiðunum. Jafnframt þarf
að byggja réttinn til útræðis og físk-
veiða á búsetu í byggðarlagi, ekki
eignarráðum yfir skuldsettum skip-
um.
Ný hugsun á gömlum grunni
í þessum efnum er nokkurn veg-
vísi að fínna í Grágás. Lög þjóðrík-
isins skilgreindu ekki fiskveiðimörk
eða landhelgi sem fjarlægð frá
ströndum. Greinilegt er þó, að ekki
var litið á sjóinn umhverfís ísland
sem sameign alls mannkyns sam-
kvæmt erfðavenju Rómarréttar.
Þær meginreglur giltu, að sjávarút-
vegsbóndinn átti fískveiðirétt, neta
og reka, á landi sínu og út frá því
að vissu dýpi. Þar fyrir utan var
„almenningur er fjórðungsmenn
eiga allir saman“. Énn utar var
„almenningshaf", sem allir Islend-
ingar áttu sameiginlega.
Ef við beitum nýrri hugsun gegn
kvótakerfínu, afnemum það og tök-
um upp nýtt með hliðsjón af vís-
bendingum Grágsásar, þá gæti hið
nýja kerfi í frumdrögum litið þannig
Út:
1. Smábátaútgerð, króka- og
línuveiði á bátum allt að 30 tonnum,
væri öllum fjórðungsmönnum fijáls
út að 4 mílum undan fjórðungnum.
2. Neta- og línuveiði stærri báta
Hannes Jónsson
„Kerf ið er líka byggða-
vinsamlegt af því að nýt-
ing fiskimiðanna út að
50 mílum er bundin bú-
setu í fjórðungnum, sem
veiðisvæðið liggur að.
Kvótakerfið og kvóti
bundinn við skip er úr
sögunni. Veiðisókn er
bundin byggðarlaginu
og hana getur enginn
verslað með.“
væri öllum fjórðungsmönnum fijáls
á milli 4 og 50 mílna út frá fjórð-
ungnum.
3. Togveiðar ísfisktogara allt að
500 tonnum væru öllum landsmönn-
um fijálsar á svæði 50-200 mílur
umhverfís allt landið.
4. Stærri togurum, frystiskipum
og verksmiðjuskipum væri bannað
að veiða innan 200 mílna marka en
fijálst að veiða utan þeirra.
Kostir nýja kerfisins
Þessi nýja hugsun byggist á því
grundvallaratriði gildandi laga, að
þjóðin eigi fiskimiðin og að auðlind-
ir sjávar verði nýttar með það fyrir
augum, að þær skili sem mestu í
þjóðarbúið.
Kerfið er líka byggðavinsamlegt
af því að nýting fiskimiðanna út að
50 mílum er bundin búsetu í fjórð-
ungnum, sem veiðisvæðið liggur að.
Kvótakerfið og kvóti bundinn við
skip er úr sögunni. Veiðisókn er
bundin byggðarlaginu og hana get-
ur enginn verslað með.
Einnig tryggir þetta nýja kerfi
rekstrarhagkvæmni. í því felst sjálf-
virk hemlun á óarðbæra offjárfest-
ingu í of stórum skipum. Takmörk-
un athafnamöguleika stærri skipa
innan landhelginnar mundi sjálf-
krafa draga úr fjárfestingargleði
útvegsmanna í óarðbærum stórskip-
um sem gera yrði út á hið opna haf
utan efnahagslögsögunnar.
Til viðbótar kemur svo, að þetta
nýja kerfí yrði umhverfisvænt. Hin-
um stórtæku og oft skaðlegu veiðar-
færum stærri skipa, sem hafa veitt
upp að 3 mílum, yrði bægt frá
hrygningar- og uppeldisstöðvum á
grunnsævi og út fyrir 50 og 200
mílumar, en umhverfísvænar, arð-
bærar og atvinnuskapandi króka-,
línu- og netaveiðar báta og smærri
skipa stundaðar af fjórðungsmönn-
um einum undan ströndum byggð-
arlaga þeirra.
Lokaorð
Við framkvæmd þessa nýja kerfis
starfaði Hafrannsóknarstofnun eðli-
lega með hefðbundnum hætti. Hún
lokaði veiðisvæðum lengri eða
skemmri tíma og setti á banndaga
eftir ástandi fískistofna og hrygn-
ingar- og uppeldisstöðva o.s.frv.
Þetta kerfí gæti kallað á, að
bæði Hafrannsóknarstofnun og
Landhelgisgæslan þyrftu að dreifa
bækistöðvum sínum í fjórðunga
landsins. Það væri einnig byggða-
vinsamlegt og gæti orðið þjóðarbú-
inu hagkvæmt.
Þetta eru aðeins frumdrög, grófar
útlínur, nýrrar hugsunar um sjávar-
útvegsstefnu, byggð á gömlum
grunni Grágásar. Hugmyndina
þyrftu útvegsmann báta- og togara,
fískverkendur, fískifræðingar, full-
trúar Sambands sveitarfélaga og
Sjómannasambandsins að skoða
nánar og móta.
Opió hús i dag kl. 14.00
i Þribúóum, Hverfisgötu 42
Heitt kaffi á könnunni.
Tökum lagið og lærum
nýja kóra. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Opiwm nýja Kosentlml rnslun
á Laugaiegi 52
á mrn lamúegl ^
Veriú veHtomiii!
Laugavegi 52, sími 624244
lofflhjólp