Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JUNI 1993
Niðurfærsluleiðir
og nýjar tekjulindir
eftir Ingólf Arnarson
í fjölmiðlum hefur verið mikið
rætt um hagræðingu í sjávarútveg-
inum, umræðan hefur að mestu ein-
skorðast við að slá saman magn-
þrota fyrirtækjum. Oftast verður
afrakstur slíkra sameininga tak-
markaður. Framleiðsla í sjávarút-
vegi er í flestum tilfellum vinnu-
krefjandi og takmarkar það hugs-
anlegan ávinning stórrekstrar-
forms. Ef 100 manns þarf til að
vinna 4.000 tonn af fiski þarf 200
manns til þess að vinna 8.000 tonn.
Erfítt er að selja og fá sæmilegt
verð fyrir frystihús á landsbyggð-
inni. Ef tveimur húsum er slegið
saman losnar hið nýja fyrirtæki
sjaldnast við fjárhagsskuldbinding-
ar með sölu eigna. Með sameiningu
sparast lítillega í rekstrarkostnaði
og eitthvað í stjórnunarkostnaði en
sparnaðurinn er í flestum tilfellum
aðeins örfá prósent af heildarkostn-
aði og mun ekki hafa úrslitaþýðingu
fyrir reksturinn.
Við sameiningu fyrirtækja verður
mestur ávinningur þegar hægt er
að færa kvóta af t.d. tveimur skip-
um yfir á eitt, að því tilskildu að
eitthvað fáist fyrir það skip sem
verður kvótalaust. Ef lítið sem ekk-
ert fæst fyrir skipið er arðsemin
hverfandi, því breytilegur kostnað-
ur við að halda einu skipi úti í eitt
PHILCO
Þvottavélar
á verði
sem allir
ráða við!
Þær nota
HEITT OG KALT vatn
- spara tíma og rafmagn
•Fjöldi þvottakerfa eftir
þínu vali
•Sérstakt ullarþvottakerfi
•Fjölþætt hitastilling
•Sparnaöarrofi
•Stilling fyrir hálfa hleöslu
Verð 42.000,-
39.900f " Stgr.
Verð 52.500,-
49.875,m Stgr.
CI)
JUL s
if U munXlAn
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 . FAX 69 15 55
ár er ekki mikið lægri en útgjöldin
við að halda tveim skipum úti í sex
mánuði. Það er því ekki líklegt að
framtíðarlausn á vanda sjávarút-
vegsins liggi í að sameina fyrir-
tæki. Benda má á að þessi lausn
var reynd af miklum myndarskap
á Nýfundnalandi en með miður
góðum árangri. Ennfremur hefur
það sýnt sig í Norður-Noregi, að
arðsemi fyrirtækja í sjávarútvegi
þarf ekki að vera í réttu hlutfalli
við stærð þeirra. Stóru fyrirtækin
fara jafnt á hausinn sem þau litlu
þegar kreppir að.
Að leyta leiða sem geta aukið
hagkvæmni í sjávarútvegi er ekki
ný bóla, hvort sem það kallast hag-
ræðing, minnkun kostnaðarþátta
eða eitthvað annað. Útgerðarmenn
og fiskverkendur hafa alla tíð lagt
kapp á hagkvæmni í rekstri innan
þess ramma sem stjórnvöld hafa
skapað. Vandamál sjávarútvegs
hefur verið og er, að „ramminn"
sem stjórnvöld hafa skapað sjávar-
útvegi og öðrum atvinnugreinum
hefur verið skakkur, eins og ég
benti á í fyrstu grein minni. Það
sem sjávarútvegur þarf á að halda
er ekki fyrst og fremst svokölluð
hagræðing fyrirtælga heldur rót-
tækar breytingar á þeim ramma
sem stjórnvöld skapa rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækj a.
Fjárfestingar erlendis
í sjávarútvegi
Það hefur verið bent á að ein
leið til aukinnar arðsemi í sjávarút-
vegi sé að stofna og reka fyrirtæki
erlendis. Eflaust má auka umsvif
íslensks sjávarútvegs með þeim
hætti, en sú leið er ekki auðfarin,
þar sem hún er bæði tíma- og fjár-
magnsfrek. Einnig má fastlega bú-
ast við að afstaða almennings í
öðrum löndum sé svipuð til umsvifa
útlendinga í sjávarútvegi og afstaða
almennings á íslandi. Þessi almenna
afstaða kemur hvað skýrast í ljós
í fiskveiðilöggjöf Bandaríkjanna,
sem var mótuð með það fyrir augum
að koma fiskveiðum í Norðaustur-
Kyrrahafi í hendur Bandaríkja-
manna sjálfra. Samkvæmt þeirri
löggjöf hafa bandarískir þegnar
fyrsta rétt til veiðanna, samvinnu-
fyrirtæki í eigu bandarískra þegna
og útlendinga annan, og útlend fyr-
iræki þann þriðja. Þessi þrískipting
er dæmigerð fyrir þær hugmyndir
sem ríkja um þátttöku útlendinga
í sjávarútvegi hjá mörgum þjóðum.
Til þess að ná tökum á fiskveiðun-
um er komið á fót samvinnu við
erlenda aðila sem hafa þekkingu
og fjármagn. Markmið viðkomandi
lands er að yfirfæra þessa þekkingu
yfir í sitt eigið þjóðfélag, þannig
að erlendi aðilinn verði með tíman-
um óþarfur.
Til þess að taka þátt í sam-
keppni af þessu tagi þurfa íslensk
fyrirtæki að hafa fjármagn. Með
fáum undantekningum fyrirfinnst
slíkt fjármagn ekki í íslenskum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum. í fæstum til-
fellum er nóg að leggja fram gömul
skip og tæki. Áhættan í slíkum
verkefnum er mikil, jafnvel þó mið-
að sé við fjárfestingar í sjávarút-
vegi innanlands, og þarf því ávöxt-
unarkrafan að vera há. í flestum
ríkjum eru í gildi takmarkanir á
flutningi fjármagns úr landi og
gæti því tekið langan tíma að yfir-
færa hugsanlegan gróða til íslands.
Athafr.lr íslendinga erlendis munu
því ekki bæta stöðu íslensks sjávar-
útvegs að neinu marki. Vandamálin
eru áfram til staðar og hverfa ekki
þó sumum takist að hlaupa frá
þeim.
Aflamark eða sóknarmark
(tímagildi)
í bandarísku sjónvarpi eru marg-
ir sérkennilegir skemmtiþættir og
fékk einn þeirra athygli mína
óskipta. í þættinum kepptu banda-
rískar húsmæður um að fylla inn-
kaupakörfur af vörum úr hillum
nýlenduvöruverslunar. Til þessarar
íþróttar fengu þær fimm mínútur.
Þegar sá tími var liðinn var talið
upp úr körfunum og vann sú hús-
móðir sem týnt hafði mesta verð-
mæti samanlagt úr hillum verslun-
arinnar. í þessum leik eru húsmæð-
umar á „sóknarmarki" líkt og fiski-
skip sem hafa afmarkaðan tíma til
þess að veiða það sem þau áorka.
Ef reglunum í þessum þáttum yrði
breytt á þann veg að húsmæðurnar
fengju rýmri, tímat.d. klukkustund,
Samstarf um markviss-
ara félagsstarf eldri
borgara í Kópavogi
SKIPULAG málefna aldraðra í Kópavogi hefur tekið breytingum í
þá veru að aldraðir verði virkari þátttakendur í málefnum sem þá
varða, hvort sem um er að ræða félagsstarf eða hagsmunamál af
einhveiju tagi, að sögn Aðalbjargar Lútersdóttur, yfirmanns öldrun-
ardeildar hjá Félagsmálastofnun Kópavogs.
Aðalbjörg sagði að samstarf við
Félag eldri borgara í bænum yrði
aukið til muna og að undimefnd
félagsmálaráðs yrði ætlað að vera
stefnumarkandi við rekstur nýja
félagsheimilisins Gjábakka. Sagði
hún að umsjón félagsstarfsins
myndi hvíla á herðum eldri borgara
sjálfra.
Áður hefðu þrír aðilar skipulagt
starfsemi fyrir aldraða í bænum,
sitt í hvoru lagi, þ.e. Kópavogskaup-
staður, félagsskapurinn Hana-nú
og Félag eldri borgara. Nú hafi
þessi félög hafið samstarf til þess
að gera starfsemina markvissari og
í framhaldi af því hafí verið stofnað-
ur óformlegur samstarfshópur sem
í eiga sæti þrír fulltrúar eldri kyn-
slóðarinnar og tveir fulltrúar frá
bænum.
Tilgangurinn er sá, að sögn Aðal-
bjargar, að fá aldraða til að sýna
frumkvæði og standa sjálfa að
skipuiagningu starfsemi fyrir þenn-
an aldurshóp. Hugmyndin sé að
reyna að hamla gegn því að öldruð-
um fínnist þeir á einhvern hátt úr
leik eða að þeir setjist í helgan stein
er þeir komast á eftirlaunaaldur.
Nú hafí ný félagsmiðstöð fyrir aldr-
aða verið tekin í notkun, félags-
heimilið Gjábakki, og þar muni aldr-
aðir fá inni með starfsemi sína í
samstarfi við forstöðumann.
Jóhanna Arnórsdóttir formaður
Félags eldri borgara í Kópavogi
sagði ánægjulegt að fá nýtt hús-
næði á borð við Gjábakka og sagði
félagsmenn þakkláta bænum fyrir
þetta framtak. Með þessu móti
mætti koma fólkinu saman og
styrkja starfsemina.
Kristinn Hjartarson, sem er for-
maður skemmtinefndar, sagði
starfsemina mundu miðast við fé-
lagsvist, bingó og opið hús þegar
óskað væri eftir því. Einnig stæði
til að skipuleggja ferðalög í sam-
vinnu við Hana-nú hópinn sem jafn-
framt hefði aðstöðu í Gjábakka.
Ingólfur Arnarson
„Með sameiningu spar-
ast lítillega í rekstrar-
kostnaði og eitthvað í
stjórnunarkostnaði en
sparnaðurinn er í flest-
um tilfellum aðeins örfá
prósent af heildar-
kostnaði og mun ekki
hafa úrslitaþýðingu
fyrir reksturinn.“
til þess að tína í körfurnar mundi
hegðun þeirra breytast. Þær hefðu
tíma til að bera saman stærð og
verð á vörunum með það fyrir aug-
um að hámarka verðmæti þess sem
kæmist fyrir í körfunni. Þær eru á
„aflamarki". Ef vörunum yrði dreift
um svæði sem væri hundraðfalt
stærra mundu húsmæðurnar hafa
lítinn tíma til þess að gera verðsam-
anburð vegna þess að megnið af
tímanum færi í að ferðast á milli
hillna. Þær mundu haga sér líkt og
í fyrsta dæminu, þ.e.a.s. eins og
þær væru á „sóknarmarki". Svip-
uðu ástandi lýsti togaraskipstjóri
einn ágætlega í blaðaviðtali í fyrra.
Skipstjórinn sem stjórnaði skipi með
aflamarki átti í erfiðleikum með að
físka upp í kvótann vegna afla-
tregðu. Hann lýsti ástandinu þannig
að það væri eins og að vera á gamla
sóknarmarkinu. Af framansögðu er
ljóst að hugtök eins og aflamark
og sóknarmark eru afstæð, þau eru
háð tíma. Gerandinn, húsmóðirin
eða fiskiskipið, breytir um atferli
þegar tímaramma til þess að fram-
kvæma viðkomandi athöfn er
breytt. Á þennan hátt öðlast tíminn
eigið gildi, tímagildi. Ef tími til
þess að framkvæma einhverja at-
höfn er rúmur þá er gildi tímans
lágt. Ef tíminn er knappur verður
tímagildið hærra. Þegar gildi
tímans hækkar, fækkar þeim mögu-
leikum sem við höfum til þess að
hámarka afrakstur athafnanna.
Togari sem hefur rúman tíma til
þess að fiska upp í kvóta (afla-
mark) hefur nægan tíma til þess
að athuga hinar ýmsu leiðir til þess
að auka verðmæti aflans. Fyrir tog-
ara sem hefur hátt tímagildi (er
knappur á tíma) mun það í fæstum
tilfellum borga sig að eyða dýrmæt-
um tíma í að auka aflaverðmæti.
Tímagildi hefur verið notað sem
stjórntæki í íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum í áratugi þó svo
að aðferðinni hafi ekki verið gefið
nafn. Vegna náttúrulegra sveiflna
í veiðum er nær útilokað að skipu-
leggja jafnt aðstreymi hráefnis.
Þannig finnst venjulega í móttöku
frystihúsa (eða togara) annaðhvort
of lítið eða of mikið magn af fiski
miðað við vinnslugetu. Tökum
dæmi um frystihús sem er að fram-
leiða vinnukrefjandi gæðapakkn-
ingu (tekur langan tíma að vinna)
þar sem mikið er af fiski í móttök-
unni. Stjórnendur sjá fram á, að
ef vinnslan fer fram sem horfir
skemmist hluti af fiskinum sem
þeir eru búnir að borga fyrir. Þetta
hækkar tímagildið, þar sem hver
mínúta sem líður þýðir meiri eyði-
leggingu á hráefni. Stjórnendur
bregðast við með því að vinna afurð-
ir sem ganga hraðar í gegnum
vinnslulínurnar. Reglan er sú að
afurðir sem eru fljótunnar eru ódýr-
ari söluvara en þær vörur sem krefj-
ast meiri vinnslu og tíma (það eru
allnokkrar undantekningar á
þessu). Hátt tímagildi stuðlar þess
vegna að lægra heildarframleiðslu-
verðmæti fyrirtækisins.
Niðurstaðan verður því sú að ef
það er pólítískur vilji stjómvalda
að stuðla að aukinni verðmætasköp-
un í sjávarútvegi, eiga þau að leggja
áherslu á þau atriði sem lækka
tímagildi. Ein leiðin er að setja á
svokallað aflamark en það eitt út
af fyrir sig er engin trygging fyrir
lækkun tímagildis. Fiskveiðistjórn-
un og löggjöf verða að taka tillit
til þeirra fjölmörgu þátta sem
ákvarða tímagildi ef tryggja á að
sjávarútvegurinn hámarki verð-
mæti þess afla sem að landi kemur.
Höfundur hefur undanfarin ár
stundað rannsóknir og kennslu í
sjávarútvegi viðnorska og
bandaríska háskóla og er að ijúka
við doktorsritgerð í hagfræði.
Vorhátíð
SVIPMYND frá Vorhátíð Félags eldri borgara í Kópavogi.
Vígsla
FRÁ vígslu nýja félagsheimilisins Gjábakka. Hér má sjá Arnór Páls-
son forseta bæjarstjórnar og Sigurð Geirdal bajarstjóra.