Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
29
Hljómsveitin Sljórnin.
■ HLJÓMS VEITIN Stjórnin
hefur nú hafið tónleika- og dan-
sleikjaferð sína. um landið og lék í
Miðgarði, Skagafirði, á föstu-
dagskvöldið og leikur í Ýdölum,
Aðaldal, í kvöld. Eftir helgina kem-
ur út ný geislaplata Stjórnarinnar,
Rigg, sem er fjórða breiðskífa
hljómsveitarinnar. 11. júní nk. leik-
ur Stjórnin í Þotunni í Keflavík,
12. júní Njálsbúð, 16. júní 1929,
Akureyri, 18. og 19. júní í Vala-
skjálf, Egilsstöðum, 25. júní í Ing-
hóli, Selfossi, og 26. júní Höfn,
Hornarfirði. Stjórnin skipa þau
Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar
Örvarsson, Friðrik Karlsson, Jó-
hann Asmundsson og Halldór
Hauksson. Hljóðmaður er Ingvar
Jónsson, ljósameistari Helgi Krist-
jánsson og yfirriggari Magnús
Rögnvaldsson.
■ Á SJÓMANNADAGINN 6.
júní verður sala og sýning á handa-
vinnu vistfólks á Hrafnistuheimil-
unum í Reykjavík og Hafnarfirði
frá kl. 13-17. Á sýningunni í
Reykjavík verður m.a. sýnd tó-
vinna. Einnig verður kaffisala frá
kl. 14.30-17 og rennur ágóðinn til
velferðarmála vistfólksins. Á
Hrafnistu í Reykjavík verður
ágóðanum varið til kaupa á messu-
skrúða.
(Fréttatilkynning)
♦ ♦ ♦
Norrænt mót
sálarrann-
sóknafélaga
SAMTÖK norrænna sálarrann-
sókna- og spiritistafélaga halda
mót í Danmörku í ágúst næst-
komandi. Yfirskrift mótsins er
„spíritisminn á nýrri öld“ og
munu fjórir íslenskir miðlar
starfa þar.
íslendingar hafa tekið þátt í
starfi Nordisk spiritualist union frá
því árið 1976 og er Guðmundur
Einarsson verkfræðingur nú for-
maður samtakanna.
Mótið í Danmörku verður haldið
dagana 20. til 24. ágúst í sumarbúð-
um dönsku verkalýðshreyfingarinn-
ar í Karrebæksminde sem er um
150 km fyrir sunnan Kaupmanna-
höfn. Þangað koma miðlar og fyrir-
lesarar frá öllum Norðurlöndunum
og Jose Stevens frá Bandaríkjun-
um, segir \ frétt frá Sálarrann-
sóknafélagi íslands.
-----»-» ♦
Ljósmyndir
á Bíldudal
LJÓSMYNDASÝNINGIN Lífið í
landinu verður í Samkomuhúsinu
á Bíldudal á sjómannadaginn.
Slysavarnadeild kvenna sér að
vanda um kaffisamsæti í Sam-
komuhúsinu þennan dag.
Á ljósmyndasýningunni eru 28
myndir og myndraðir sem verðlaun-
aðar voru í ljósmyndasamkeppni
Okkar manna, félags fréttaritara
Morgunblaðsins. Nokkrar myndanna
eru frá Bíldudal. Þá eru á sýning-
unni myndir sem tengjast sjómanns-
starfínu.
Rússar sækja í
gamlar Lödur
Sjómenn hafa verið staðnir að því
að aka ölvaðir á óskráðum bílum
UMFJÖLLUN um kaup rússneskra togarasjómanna á gömlum
Lada-bifreiðum í fjölmiðlum hérlendis virtist hafa farið fyrir
brjóstið á stýrimanni og skipstjóra rússnesks togara sem lá
við landfestar á Ægisgarði í gær. Þegar blaðamann og ljós-
myndara bar að garði hótaði stýrimaðurinn þeim að sælya
byssu og skjóta á þá ef þeir hefðu sig ekki á brott. Þá var
verið að skipa um borð fjölda Lada-bifreiða og mikill handa-
gangur í öskjunni á bryggjunni.
Blaðamanni og ljósmyndara varð
að sjálfsögðu hverft við og leituðu
fulltingis tollvarða sem vöktuðu
athafnalífið við togarann úr bíl sín-
um. Þeir töldu víst að engin alvara
hefði búið að baki hótuninni, en
engu að síður hlýtur það að teljast
alvarlegur hlutur þegar útlendir
sjómenn hóta með þessum hætti
íslenskum ríkisborgurum sem eru
að gegna sínu starfi.
Starfsmaður Stálsmiðjunnar hf.,
sem ekki vildi láta nafns síns get-
ið, varð á vegi tíðindamanna, og
tjáði þeim að hann hefði orðið vitni
að því að sjómenn á þessum sama
togara hefðu í fýrrakvöld ekið um
á hafnarbakkanum og hefði hann
ekki séð betur en þeir væru ölvað-
ir. Einn þeirra hefði reyndar mátt
þakka forsjóninni fyrir að aka ekki
fram af hafnarbakkanum.
Aðalvarðstjóri lögreglunnar í
Reykjavík kvaðst ekki hafa haft
afskipti af rússneskum togarasjó-
mönnum í þetta sinn, en lögreglan
hefði áður þurft að skipta sér af
málum vegna þeirra. Þeir hafa, að
sögn lögreglu, verið teknir ölvaðir
oftar en einu sinni við akstur á
óskráðum bílum og jafnvel á götum
borgarinnar. Lögreglan vaktar
hafnarsvæðið eins og önnur svæði
borgarinnar en leggur enga sér-
staka áherslu á löggæslu við rúss-
neska togara. Aðalvarðstjóri sagði
að engar af þeim sögum um við-
skipti með Lada sem seljendur fá
greitt fyrir í áfengi hafí verið stað-
festar. Lögreglan hefur farið um
borð í rússneska togara vegna
gruns um viðskipti af þessum toga.
Morgunblaðið hefur fregnað að
rússneskir togarasjómenn leiti uppi
gamlar Lödur í borginni og geri
tilboð í þær.
Með Lada í takinu
LADA-bíIar voru í röðum á hafnarbakkanum á Ægisgarði og
hróp og köll bárust frá rússneskum sjómönnum sem höfðu fest
kaup á bilunum. Mikill skortur er á varahlutum í þessa rússnesku
bíla í heimalandinu og heyrst hefur að ein framrúða jafngildi
mánaðarlaunum verkamanns í Rússlandi.
Alþjóðleg friðar- og umhverfisverndarsamtök vilja halda stórtónleika á íslandi
Tina Turner með friðar-
boðskap í Laugardalshöll?
NÝSTOFNUÐ alþjóðleg friðar- og umhverfisvemdarsamtök
sem kalla sig United World Foundation hafa óskað eftir því
við borgaryfirvöld að fá Laugardalshöllina leigða til tónleika-
halds 17. júlí nk. Samtökin stefna að því að 16 heimsþekktir
skemmtikraftar komi fram á tónleikunum og hafa sex þegar
lýst yfir áhuga á að taka þátt í þeim. Samtökin hyggjast sjón-
varpa frá tónleikunum um allan heim í gegnum gervihnött
og hafa sex stórar sjónvarpsstöðvar lýst yfir áhuga á þessu
máli.
Aðstandendur samtakanna hafa
einnig átt viðræður við forsvars-
menn hjá Ríkisútvarpinu Sjónvarpi
um tæknilega hlið málsins. Þeir
skemmtikraftar sem hafa lýst
áhuga á að koma fram á tónleikun-
um eru Chris De Burgh, Chris
Rea, Status Quo, Cliff ÍRichard,
Sinnita og Paul Young. Samtökin
ætla einnig að reyna að fá Tinu
Turner og Michael Jackson til að
koma fram á tónleikunum.
Höllin til reiðu
Júlíus Hafstein, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs, stað-
festi að aðstandendur samtakanna
og borgaryfirvöld hefðu átt fund
um þetta mál og óskað hefði verið
eftir leigu á Laugardalshöllinni 17.
júlí nk. „Hún er til reiðu á þeim
tíma og þeir fá hana, að því til-
skyldu að þeir standi skil á öllum
leigugjöldum og tryggingum og
öðru því sem til þarf,“ sagði Júl-
íus. Hann sagðist hvorki hafa séð
samninga við skemmtikrafta né
erlendar sjónvarpsstöðvar hjá
þessum aðilum. Hann kvaðst hafa
óskað eftir að fá að sjá þá og ver-
ið tjáð að ekkert væri því til fýrir-
stöðu þegar þeir hefðu fengið vil-
yrði fyrir því að hér yrði öll að-
staða fyrir hendi.
Júlíus sagðist ekki kannast við
þessi samtök og þau væru ekki
skráð nema þau hefðu verið skráð
á Islandi í gær.
Fox og RAI
Þær erlendu sjónvarpsstöðvar
sem hafa lýst yfir áhuga á tónleik-
unum eru Fox, sem sjónvarpa
myndi til Bandaríkjanna, Carlton
í Bretlandi, RTL Plus í Þýska-
landi, Ovidev TV á Spáni, Telfr-
ance í Frakkalandi og RAI á Ítalíu.
--------------» ♦ » -
■ HLJÓMS VEITIN Græni bíll-
inn hans Garðars leikur í kvöld á
dansleik í félagsheimilinu Baldurs-
hajga á Bíldudal. Húsið opnar kl.
23. Græni bíllinn hans Garðars er
sex ára gömul hljómsveit og hana
skipa: Þórarinn Hannesson,
söngvari, Viðar Ástvaldsson,
trymbill, Matthías Ágústsson, bas-
saleikari og Bjarni Þór gítarileik-
ari. Hljómsveitin mun koma víða
við á næstu mánuðum. Súðavík
verður heimsótt 26. júní, Þingeyri
3. júlí og Birkimelur 10. júlí.
Motocrosskeppandi á flugi
Motocross um helgina
FYRSTA íslandsmeistarakeppni
sumarsins í motocrossi verður hald-
in sunnudaginn 6. júní á svæði
Vélhjólaíþróttaklúbbsins við Sand-
skeið, ekið upp Bláfjallaveginn.
Keppnin hefst klukkan 14 og eru
allir helstu ökumenn landins skráð-
ir til keppni. Einnig verður keppt í
skellinöðruflokki.
Nýtt garðyrkjurit
ÚT er komið garðyrkjuritið Sum-
ar í Sigtúni í stóru broti, litprent-
að og 48 blaðsiður. Blaðið er
prentað í prentsmiðjunni Odda.
Blómaval gefur út.
I því má fínna margvíslegar
greinar og fróðleik sem tengist
sumri og sól. Svo sem rósir, blóma-
rækt, garðyrkju, trjárækt, hollustu-
vörur og útivist ýmiss konar.
Með útgáfu þessa sumarblaðs
bryddar Blómaval upp á nýjung í
starfsemi sinni og hefur fengið til
liðs við sig fjöldamörg fyrirtæki sem
kynna framleiðslu sína og vöru-
framboð á mjög upplýsandi máta.
Blaðinu verður dreift ókeypis til
viðskiptavina í verslun Blómavals
næstu daga, en viðskiptavinir úti á
landi geta fengið blaðið sent ef
þeir æskja þess.
(Fréttatilkynning)
Út er komið nýtt garðyrkjurit,
Sumar í Sigtúni.