Morgunblaðið - 05.06.1993, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
39
Minning
Gyða Sólrún Leós-
dóttir, Keflavík
Fædd 9. janúar 1950
Dáin 29. maí 1993
Deyr fé,
deyja frær.dur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Ur Hávamálum.)
Þegar ég kom heim á hvítasunnu-
dag úr stuttu ferðalagi barst mér
sú fregn að frænka mín, Gyða Sól-
rún, hefði verið burt kölluð úr þess-
um heimi kvöldið áður. Hún andað-
ist í Borgarspítalanum eftir fimm
daga legu. Áður voru ferðirnar bún-
ar að vera nokkuð tíðar á umrætt
sjúkrahús.
Mig setti hljóða og minningarnar
hrönnuðust upp í huga mér. Mæður
okkar voru hálfsystur, samfeðra.
Afi okkar var Jóhannes Jakobsson
frá Finnmörk í Miðfirði, orðlagður
dugnaðarforkur.
Sólrún fæddist á Akureyri og
ólst þar upp í innbænum. Foreldrar
hennar eru Gyða Jóhannesdóttir og
Leó Guðmundsson, dugnaðar- og
sómafólk. Þau Gyða og Leó áttu
fjóra drengi saman áður en Sólrún
fæddist. Hún kom eins og sólar-
geisli inn í líf fjölskyldunnar. Ljós
og björt og brosmilt barn, þannig
man ég svo vel eftir henni. Síðan
bættust þrjú börn í hópinn. Var
ærið að starfa á svo stóru og mann-
mörgu heimili. Sólrún var ekki ýkja
há í loftinu þegar hún fór að taka
til hendinni og hjálpaði til við allt
sem aldur og geta leyfðu og vel
það. Snemma kom dugnaður henn-
ar og myndarskapur í ljós. Var
henni oft líkt við afa okkar. Það
var sama að hveiju hún gekk, sam-
viskusemin og kappið var í fyrir-
rúmi. Hún var mjög myndarleg við
allar hannyrðir, saumaði heil ósköp
bæði fatnað og útsaum, pijónaði
og heklaði. Eins var hún lagin við
matargerð.
í lífi Sólrúnar, eins og svo margra
annarra, skiptust á skin og skúrir.
Ung að árum kynnist hún Halldóri
Ármannssyni. Þau eignuðust tvö
börn, Ásu Dóru, sem er gift og
búsett í Keflavík, hennar maður er
Skjöldur Skjaldarson og eiga þau
tvo drengi sem voru í miklu uppá-
haldi hjá ömmu sinni; og Pétur,
hann er ógiftur og barnlaus, býr
hjá fósturforeldrum sínum, Ástu og
Benedikt, bróður Sólrúnar á Akur-
eyri. Síðar eignaðist Sólrún Halldór
Halldórsson sem er búsettur í Kefla-
vík, giftur Guðrúnu S. Eiríksdóttur.
Árið 1975 steig Sólrún mikið gæfu-
spor er hún giftist Steinari Þórhalls-
syni skipstjóra, miklum öðlings-
manni. Þau bjuggu í Keflavík og
eignuðust eina dóttur, Ingu Lóu,
hún verður 18 ára á jóladag. Inga
Lóa dvaldist sem skiptinemi í
Bandaríkjunum síðastliðna níu
mánuði og var rétt ókomin heim
er móðir hennar andaðist. Steinar
andaðist 19. febrúar 1989 eftir löng
og erfið veikindi.
Sólrún vann alltaf mikið utan
sem innan heimilis. Lengst af vann
hún í fiskvinnu hjá Heimi hf. og
Útvegsmiðstöðinni. í tvö sumur
vann hún í mötuneyti íslenskra
aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli.
Hún réðst til starfa í eldhús á Hlé-
vangi, dvalarheimili aldraðra í
Keflavík, í mars 1992 og vann þar
þangað til í nóvember, þá þrotin
að kröftum og oft sárþjáð. En Sól-
rún bar ekki tilfinningar sínar á
torg, hún kvartaði ekki. Hún var
skorin upp við btjósklosi í nóvem-
ber, en batinn vildi ekki koma. Eft-
ir ótal rannsóknir kom illkynja sjúk-
dómur í ljós. Var það í desember.
Um jólin dvaldist hún á Borgarspít-
alanum. Sambýlismaður hennar,
Guðbjörn Haffjörð Jónsson, stóð
eins og klettur við hlið hennar í
þessu stríði. Jú, stríð var það, þó
að aldrei heyrði ég minnst á upp-
gjöf. Hún var svo dugleg og bjart-
sýn.
Guðbjörn var hennar stoð og
stytta og reyndist henni einstaklega
vel. Börn Sólrúnar, ættingjar og
vinir, allir vildu gleðja hana. Hún
hafði gefið þeim svo ótal margt
sjálf. Við sem unnum með henni á
Hlévangi þökkum góð kynni og
ágætt en alltof stutt samstarf. Við
Sigurbjörg S. Sigurð-
ardóttír — Minning
Ég kynntist Sigurbjörgu fyrir sex
árum. Það sem mér fannst einkenna
Sigurbjörgu var hversu heilsteyptur
persónuleiki hún var. Hún var af
gamla skólanum ef svo má að orði
komast. Hún nýtti alla hluti eins
vel og hún gat og var því mjög
nægjusöm kona. Sigurbjörg var
mikill sjúklingur og bjó ein, en aldr-
ei kvartaði hún um verki eða reyndi
að koma áhyggjum sínum yfir á
aðra. Hún ætlaðist aldrei til neins
af neinum, en var sífellt í því hlut-
verki að veita öðrum góð ráð og
hlýju. Hún hirti ekki mikið um efnis-
leg gæði, heldur átti hún óendan-
lega mikið af andlegum gæðum.
Þegar einhvern okkar úr fjöl-
skyldunni bar að garði voru móttök-
urnaT ekki af verri endanum.
Rjómapönnukökur eða vöfflur eða
eitthvert góðgætið sem hún átti gaf
hún okkur.
Það sem tengdi okkur Sigur-
björgu svo náið saman var að við
höfðum sama áhugamál, enda þótt
nokkur ár skildi okkur að. Það
furðulega við hana var að manni
fannst hún aldrei gömul. Hún var
saumakona að atvinnu og fylgdist
því náið með öllu sem var á döfinni
í tískuheiminum. Hún vissi bókstaf-
lega allt um saumaskap og hand-
bragð hennar var mjög gott. Það
sem ég hef það að atvinnu að stúd-
era snið þurftum við oft að spjalla
saman. Hún saumaði á mig og dótt-
ur mína. Það má eiginlega segja
að hún hafi saumað fram á hinsta
dag. Hún skilaði síðasta kjólnum á
laugardeginum 22. maí.
Ég óska henni alls hins besta á
þeirri eilífðarbraut sem hún er lögð
af stað á. Við sem sitjum hér eftir
á þessari jörð munum minnast þess-
arar góðu konu um ókomna tíð.
Guð blessi hana og alla hennar
nánustu.
Anna Gunnarsdóttir.
Hún amma er farin. Minningin
er um ömmu, þegar hún klæddi litla
stelpu í rauðan flauelskjól sem
skreyttur var hvítum blúndum frá
toppi til táar, sem hún hafði saum-
að, því það gat amma. Það var eins
og i þræði þeim sem fór um hendur
hennar væru töfrar. Þær voru ófáar
stundirnar sem hægt var að sitja
við saumavélina hjá henni og sjá
hvað allt lék ljúflega í höndum
hennar og hvað allt var fallegt.
Já, Söknuðurinn er sár, en minn-
ingin varir um allar þær stundir og
daga í Hólmgarðinum hjá ömmu,
sem tók öllu svo vel og gerði aldrei
veður útaf hlutunum.
Hún var staðföst og nýtin, og
aldrei heyrði ég hana kvarta. Já,
minningin lifir í hjartanu, eins og
þegar ég, stúlkan í rauða kjólnum,
leit í spelgilinn og sá kjólinn sem
amma saumaði.
Minninginn um Sigurbjörgu
ömmu verður geymd í þeirri tilfinn-
ingu. Guð geymi hana.
Sigurbjörg G. Tracey.
biðjum Guð að sefa sorg og styrkja
foreldra, börn, barnabörn, systkini
og Guðbjörn.
Auður Guðvinsdóttir.
Að kvöldi laugardagsins 29. maí
lést Sólrún Leósdóttir í Borgarspít-
alanum aðeins 43 ára gömul. Þó
að við vissum um þann sjúkdóm sem
hún átti við að stríða þá áttum við
ekki von á að hann tæki hana svona
fljótt því að Sólrún var lífsglöð kona
sem lét ekki bilbug á sér finna og
var ávallt hress og kát.
Allt frá okkar fyrstu kynnum
þegar Sólrún og Bubbi hófu sambúð
fundum við að þarna var Bubbi
búinn að finna sér lífsförunaut sem
bjó honum og dóttur sinni fallegt
heimili. Það var sama hvað hún tók
sér fyrir hendur, allt lék í höndum
hennar. Tengdaforeldrum sínum
var hún einstaklega góð, kom ávallt
við þegar hún átti leið hjá og þá
oft færandi hendi. Ekki lét hún hjá
liggja að senda þeim laufabrauð um
jólin meðan hún lá sjálf veik í spítal-
anum.
í dag þegar við kveðjum Sólrúnu
og þökkum henni samfylgdina
sendum við þér, Bubbi minn, for-
eldrum, börnum og öðrum ástvin-
um, okkar dýpstu samúð.
Lát opnast harðlæst hús
míns hjarta, Drottinn minn,
svo hýsi’ eg hjartans fús
þar helgan anda þinn.
Lát friðmál frelsarans
þar föstum bústað ná
og orð og anda hans
mér ætíð búa hjá.
Þorgerður, Jón Hansson
og fjölskylda.
Okkur langar að minnast kærrar
vinkonu og samstarfsfélaga sem í
blóma lífsins er hrifin á brott. Stutt
er síðan Sólrún greindist með sjúk-
dóm þann sem hún barðist við af
þeirri hörku og ákveðni sem ein-
kenndi hennar persónu. Hún var
dugnaðarforkur til vinnu og ekki
var minni dugnaður í henni þó hún
væri í sælureitnum sínum í Þjórs-
árdal sem var henni einkar kær.
Við minnumst skemmtilegra
stunda er Sólrún dreif okkur í laufa-
brauðsgerð og var þá glatt á hjalla
og margt látið fjúka. Hún gerði sér
lítið fyrir og bakaði nokkrar smá-
kökuuppskriftir fyrir eina okkar
fyrir ein jólin og þetta fannst henni
nú ekki mikið mál.
Fyrir rúmum fjórum árum missti
hún, þá tæplega fertug, eiginmann
sinn, Steinar Þórhallsson, sem einn-
ig vann með okkur til margra ára.
I gegnum erfið og löng veikindi
hans stóð hún sem klettur við hlið
hans og lét aldrei á sér bilbug finna.
Fyrir þremur árum kynntist hún
sambýlismanni sínum, Guðbirni
Jónssyni, sem reyndist Sólrúnu og
börnum hennar einstaklega vel.
Mikili er missir Ingu Lóu dóttur
hennar sem nú hefur misst báða
foreldra sína með stuttu millibili.
Inga Lóa hafði ekki hitt móður sína
í tæpt ár þar sem hún dvaldist við
nám erlendis.
Við viljum að lokum senda okkar
innilegustu samúðarkveðjur til
Bubba, Ásu Dóru, Halldórs, Péturs,
Ingu Lóu, og annarra aðstandenda.
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því að
það, sem þér þykir vænst um í
fari hans, getur orðið þér ljósara
í fjarveru hans, eins og fjall-
göngumaður sér fjallið best af
sléttunni."
(Kahlil Gibran)
Vinkonur úr ÚM.
Hftgaegfc FLÍSAR
Stórhöi'ða 17, við GuIUnbrú,
sírni 67 48 44
GDAFLÍSARÁGÓÐUVIRÐI
11 ÍSíip”!::
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
FLÍSAR
I
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44