Morgunblaðið - 05.06.1993, Page 40
-MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAeUR -5vJÚNÍ-1993--------------------------------
t
GUNNAR ÓLAFSSON
verslunarmaður,
Gnoðarvogi 88,
Reykjavík,
lést 3. júní í Vífilsstaðaspítala.
Margrét Leósdóttir,
Laufey Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
RAGNHEIÐUR SVERRISDÓTTIR,
Breiðabliki,
Neskaupstað,
lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað 4. júní.
Sverrir Ásgeirsson, Kitty Óskarsdóttir,
Bergþóra Asgeirsdóttir, Samúel Andrésson,
Hjalti Ásgeirsson, Sesselja Eiriksdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
AGNAR EINARSSON,
Ásvallagötu 65,
sem lést 2. júní, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
11. júnf kl. 13.30.
Ólöf Björnsdóttir,
Ævar Agnarsson, Valgerður Hansdóttir,
Erna Agnarsdóttir, T ryggvi Jónsson,
Ragnar Agnarsson
og barnabörn.
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
JÓHÖNNU GUNNARSDÓTTUR,
Bólstaðarhlíð 58,
verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á að láta
Hjartavernd og Krabbameinsfélagið njóta þess.
Jónas Jónsson,
Gylfi Jónasson, Hulda Hauksdóttir,
Jón Halldór Jónasson, Guðrún G. Gröndal,
Þórir Jónasson,
Kristrún Ýr Gylfadóttir,
Össur Ingi Jónsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LIUA KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Dönustöðum,
Vallartröð 12,
sem andaðist 29. maí, verður kvödd í Kópavogskirkju mánudag-
inn 7. júní kl. 15. Jarðsett verður í heimagrafreit á Dönustöðum.
Viktoria Skúladóttir, Sigriður Skúladóttir,
Sólrún Skúladóttir, Ingibjörg Skúladóttir,
Guðrún Skúladóttir, Iða Brá Skúladóttir,
tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
“ +
Bróðir okkar, 1 SIGMUNDUR HALLDÓRSSON frá Hraungerði, Álftaveri, Stigahlíð 8,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 9. júní kl. 14.30.
Rannveig Halldórsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Guðbjörg Stella Halldórsdóttir, Hallgrimur Halldórsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIRÍÐAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR
frá Indriðastöðum
í Skorradal.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar A-6 á Borgarspítal-
anum og einnig starfsfólki lungnadeildar Vífilsstaðaspítala fyrir
góða umönnun á liðnum árum.
Hilmar Guðmundsson, Erla Ragnarsdóttir,
Gylfi Þór Sigurðsson,
Sveinn Sigurðsson, Inger Helgadóttir,
Guðlaug Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Daníel Friðrik Guð-
mundsson — Minning
Fæddur 23. desember 1909
Dáinn 29. maí 1993
í dag kveðjum við elskulegan afa
okkar sem lét í Sjúkrahúsi Suður-
lands eftir erfið veikindi, áttatíu
og þriggja ára gamall. Hann var
bóndi á Efra-Seli í Hrunamanna-
hreppi í hartnær 35 ár, en áður
hafði hann verið til sjós og stundað
ýmsa aðra vinnu.
Afi kvæntist hinn 24. október
árið 1936 ömmu okkar, Astríði
Guðmundsdóttur. Þau eiga fjögur
börn: Helga Erling, f. 1938, As-
dísi, f. 1940, og tvíburasystumar
Ástríði Guðnýju og Jóhönnu Sig-
ríði, f. 1948. Barnabömin era sex.
Afi starfaði mikið að félagsmálum
og var oddviti í mörg ár. Hann var
okkar besti vinur og ráðgjafí, hafði
gott lag á börnum, kunni frá mörgu
að segja, glettnin og gamansemin
vora aldrei langt undan.
Við teljum okkur rík að hafa
fengið að alast upp í samfélagi við
afa og ömmu, enda höfðu þau allt-
af tíma fýrir okkur. Á þeirra heim-
ili var mjög gestkvæmt og gott að
koma, þar dvöldust margir ungling-
ar í vinnu yfír sumarið og héldu
þeir tryggð við þau alla tíð. Afa
þótti gaman að fara með vísur og
kunni margar mjög skemmtilegar.
Sérstaklega fannst honum falleg
þessi vísa sem við látum fylgja hér
með:
Kvöldblíðan lognværa kyssir hvem reit,
komið er sumar og hýrt er í sveit.
Sól er að kveðja við bláfjallabrún,
brosa við aftanskin fagurgræn tún.
Seg mér, hvað indælla auga þitt leit
íslenska kvöldinu í fallegri sveit.
(Guðm. Guðmundsson)
Fjölskyldan vill færa starfsfólki
Sjúkrahúss Suðurlands hjartans
þakkir fyrir alla þá hlýju og góðu
umönnun sem það veitti honum í
veikindum hans.
Veri elskulegur afí okkar kært
kvaddur, hafí hann þökk fyrir allt.
Ömmu okkar óskum við Guðs bless-
unar um ókomin ár.
Birgir Þór Jónsson,
Kristín Ásta Jónsdóttir,
Daníel Halldórsson,
Halldóra Halldórsdóttir,
Barði Sigurjónsson,
Ásta Sigurjónsdóttir.
í dag kveðjum við Danna gamla
og þökkum kærlega fyrir sam-
fylgdina. Daníel Guðmundsson var
maður sem hafði skoðun á hlutun-
um og var ófeiminn við að láta
hana í ljós, hafði bein í nefínu, eins
og sagt er, en meiddi þó aldrei
neinn með því beini. Til þess var
hann of góður drengur. Aðalein-
kenni hans í umgengni við vini sína
var hlýleg stríðni, glettnisglampinn
var fljótur fram í augnkrókana og
það þurfti lítið til að kynda undir
þeirri glóð til að skelmissvipurinn
kviknaði á andlitinu öllu. En þetta
prakkaraandlit geislaði frá sér
hlýju, Danni gamli var enginn gár-
ungi, hann var maður sem þótti
vænt um fólk, sitt fólk og annað
fólk, maður sem börn og dýr
treystu af eðlisávísun, fullorðnir af
því hann brást þeim aldrei.
Helsti þátturinn í skapgerð Dan-
íels var kannski þrautseigjan. Hann
vissi hvað hann vildi og kom því í
verk sem hann ætlaði sér með fullri
forsjá og aðgát, eins og þegar hann
þokaði sér með göngugrindinni yfir
hlaðið seinustu árin til að komast
í heita pottinn á nýja bænum, hægt
og bítandi en án þess að detta,
hann var af kynslóð sem kunni
fótum sínum forráð og án þess
nokkurn tímann að gefast upp eða
æðrast. Þó er hætt við að ellin
hefði ráðið betur við hann en hún
gerði ef hann hefði ekki átt góða
að. Að því leyti uppskar hann eins
og hann sáði: Nú gat hann treyst
á þá sem áður treystu á hann.
Það verður tómlegra í sveitinni
og heiminum án Danna gamla, en
í rauninni vorum við heppin að fá
að hafa hann skeleggan og skarpan
næstum fram í andlátið og hann
var heppinn að þurfa aldrei að gef-
ast upp. í banalegunni sást hann
brosa yfír að geta sagt orðið já.
Kristín, Jón Hallur og Brynja.
í dag er til moldar borinn í
Hranakirkju Daníel Friðrik Guð-
mundsson frá Efra Seli, Hruna-
mannahreppi.
Daníel var fæddur á Hesti í
Önundarfirði 23. desember 1909
og var því á áttugasta og fjórða
aldursári er hann lést hinn 29.
maí. Daníel var ótrúlega em fram
til hins síðasta en í lok apríl fékk
hann áfall og átti ekki afturkvæmt
af sjúkrahúsi eftir það.
Á uppvaxtarárum sínum og allt
fram til 1942 stundaði Daníel sjó-
mennsku en fór þá að vinna í landi,
þá fljótlega lenti hann í mjög alvar-
legu vinnuslysi sem leiddi til þess
að hann missti mjög mátt í öðrum
fæti og varð að búa við þá fötlun
alla ævi.
í Hrunamannahrepp fluttist
Daníel 1945 og gerðist bóndi að
Efra Seli, bjó hann myndarbúi til
ársins 1967, en þá tóku við búinu
sonur hans, dóttir og tengdasonur.
Félagsmál vora honum alla tíð
hugleikin og tók hann virkan þátt
í þeim, fyrst félagsmálum bænda-
stéttarinnar og síðan félagsmálum
bændastéttarinnar og síðan
sveitarstjómarmálum. Hafði hann
ákveðnar skoðanir á hverju máli
og lét þær koma fram í umræðum,
enda fylgdi hann þeim einarðlega
eftir og þurfti sterk rök til að breyta
skoðunum hans.
Daníel var því snemma falin for-
ysta í hinum ýmsu félögum og í
hreppsnefnd Hrunamannahrepps
var hann kosinn 1962, sat hann í
henni í 20 ár þar af sem oddviti í
16 ár frá 1966 til 1982. Þau ár sem
Daníel var oddviti voru mikil upp-
gangsár í Hranamannahreppi.
Þéttbýli var sem óðast að myndast
á Flúðum, garðyrkjustöðvar risu,
iðnaðarmenn settust að og byggðu
verkstæði, sveitarfélagið breyttist
úr hreinu bændasamfélagi í blöndu
af dreifbýli og þéttbýli. Nýr skóli
var byggður, leiguíbúðir fyrir kenn-
ara og einnig almennar leiguíbúðir
fyrir kennara og einnig almennar
leiguíbúðir því að aukinn iðnaður
kallaði á fleiri vinnandi hendur.
Að mörgu var að hyggja, byggja
varð götur, leggja holræsi og skipu-
leggja ný byggingarsvæði, keypt
var land undir nýjar lóðir. Þá var
ekki hvað minnst verkefni að leggja
hitaveitu í hin nýju hverfí, svo og
að útvega kalt neysluvatn.
Að öllum þessum verkefnum
vann Daníel af dugnaði og atorku
og er með ólíkindum hve framsýnn
og stórhuga hann var við uppbygg-
ingu þéttbýliskjarnans. Skildi hann
flestum mönnum betur hve mikill
styrkur það er fyrir hvert sveitarfé-
lag að þéttbýli myndist og sambúð
við dreifbýli sé sem best.
Daníel gætti þess vel að láta
umsvifin á Flúðum ekki bitna á
öðrum íbúum sveitarinnar, beitti
hann sér fyrir uppbyggingu sýslu-
vega á sveitabæi svo og úrbótum
á þjóðvegakerfinu í heild. Afréttar-
málin voru tekin föstum tökum,
vegslóðar lagðir og hús byggð, þá
var einnig lagður grunnur að land-
græðslu á afréttinum.
Hér er aðeins minnst á örfá at-
riði sem unnið var að í oddvitatíð
Daníels, stóð ekki til að hafa langa
upptalningu enda væri slíkt ekki í
hans anda en í öllum þeim störfum
sem honum var trúað fyrir sýndi
hann einstaka samviskusemi, hans
verklag var að geyma það ekki til
morguns sem hægt var að gera í
dag.
Sá sem þessar línur ritar skilur
kannski öðram fremur hversu mik-
ilsvert er að opinber störf séu þann-
ig unnin að virðing myndist milli
samskiptaaðila.
Þegar ég tók við starfi Daníels
1982 var skemmtileg reynsla að
Fjöldi mynda, sem birst hafa með minningargreinum í Morgunblaöinu
á árum 1979-1991, er enn ósóttur. Þeir sem eiga ósóttar myndir eru
vinsamlegast beönir aö vitja þeirra fyrir 1. júlí næstkomandi,
þar sem ekki eru tök á aö geyma þær lengur.
Upplýsingar veittar í síma 69 11 35.
Kringlunni 1.