Morgunblaðið - 05.06.1993, Page 41

Morgunblaðið - 05.06.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993 41 kynnast því trausti sem Hruna- mannahreppur hafði í viðskiptum, nafnið eitt opnaði allar dyr til lána- viðskipta í fyrirtækjum vegna þess að allt sem framkvæmdastjóri þessa sveitarfélags hafði lofað stóð eins og stafur á bók. Þá var það mér ómetanlegt að leita til Daníels við úrlausnir verk- efna sem mér voru ókunn á þeim árum enda minni og eftirtekt Daní- els slík að engu var líkara en flett væri alfræðiorðabók er til hans var leitað varðandi sveitarstjórnarmál- efni. Oft varð ég að leita ráða og var Daníel alltaf jafn reiðubúinn að aðstoða og miðla mér af reynslu sinni. Færi ég honum alúðarþakkir fyrir. Daníel var mjög virtur meðal annarra sveitarstjórnarmanna, þóttu hans ráð ætíð góð þegar sveitarstjórnarmenn funduðu um málefni er vörðuðu sveitarfélögin í heild og samskipti þeirra við ríkis- valdið. Daníel var í forystu oddvita- nefndar Laugaráslæknishéraðs og í stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga um árabil. Auk þeirra starfa sem hér að framan er getið um var Daníel umboðsmaður skatt- stjóra Suðurlandsumdæmis í 27 ár frá 1964 til 1991. í því starfi kom samviskusemi og vinnusemi hans ekki hvað síst í ljós. Ég hef það eftir skattstjóra að í engu sveitarfé- lagi í hans umdæmi hafi verið eins góð skil á skattframtölum og með- an Daníel var umboðsmaður. Skýr- ingin er kannski einföld, hann gerði allmiklu meira en skipunarbréf hans gaf til kynna. Daníel tók til sín mikið af skýrslum nánast ógerð- um, kallaði eftir þeim upplýsingum sem til þurfti, reiknaði út fyrn- ingarskýrslur og gekk frá fram- tölum. Fyrir alla þessa þjónustu við framteljendur sem lauslega áætlað var mánaðarvinna á vetri tók hann aldrei krónu. Þá hafði hann fyrir reglu að heimsækja nokkra aldraða framt- eljendur og aðstoða þá við skýrslu- gerðina heima hjá þeim. Tel ég að fátítt muni vera að umboðsmenn leggi svo mikið á sig til að aðstoða sveitunga sína og halda skilum til síns yfirmanns í sem bestu lagi. Eins og fram er komið voru störf Daníels viðamikil og kröfðust mik- illar fjarveru frá heimili, það var því ómetanlegt að eiga dyggan lífs- förunaut. Eftirlifandi kona Daníels, Ástríður Guðmundsdóttir, ættuð úr Súgandafirði, stóð ávallt sem klettur við hlið manns síns og studdi hann með atorku og um- hyggju í erilsömu ævistarfi. Daníel og Ásta eignuðust fjögur börn; Helga, f. 1938, ógiftur, As- dísi, f. 1940, gift Siguijóni Guðröð- arsyni, og tvíburana Jóhönnu Sig- ríði, f. 1948, ekkja eftir Jón H. Kristófersson, og Ástríði Guðnýju, f. 1948, gift Halldóri Elís Guðna- syni. Helgi, Ásta Guðný og Halldór eru nú ábúendur á Efra Seli en Daníel og Ásta hafa búið í sínu húsi, en ekki rekið búskap síðan 1967. Fjölskyldan á Efra Seli hefur verið ákaflega samhent og börnin einstaklega natin við foreldra sína, ekki síst eftir að aldur færðist yfir og starfsorkan þvarr. Við sem áttum því láni að fagna að fá að starfa með Daníel að fé- lagsmálum, í hreppsnefnd og öðr- um stjórnum erum minnug þess að störf sín vann hann af hógværð og festu og metum hann mikils, ýmis mál voru erfið og viðkvæm og ekki öll auðleysanleg. Við munum líka skemmtilegar samverustundir með Daníel þegar tóm gafst til að leggja frá sér vinnu og slá á léttari strengi. Hann kunni ógrynni af sögum og hafði einstakt lag á að segja skemmtilega frá. Við slík tækifæri var Daníel hrókur alls fagnaðar. Færum við honum bestu þakkir fyrir samstarf- ið. Ásta, börnin ykkar og fjölskyldur þeirra. Við Hanna vottum ykkur samúð okkar við fráfall Daníels, en gott er að eiga Ijúfar minningar um góðan fjölskylduföður og virtan borgara. Loftur Þorsteinsson, Haukholtum, Valgerður Elísabet Hallgrímsdóttir frá Húsavík — Minning Fædd 8. október 1900 Dáin 24. mars 1993 Á skilnaðarstund leita margskonar hugsanir og minningar fram, einnig um tilgang og tilveru okkar hér í heimi. Æviferill hvers og eins er breytilegur eins og manneskjurnar eru margar. Forsjónin spinnur sína þræði, sem hveijum og einum er svo ætlað að vinna úr, hvernig svo sem aðstæður annars eru. Mér hefur stundum fundist, að mannsævinni mætti líkja við tré, sem á vormorgni lífsins býr sig undir komu sumars- ins, að springa út og standa með allaufgaða krónuna um stund, uns laufskrúðið byijar að fölna á haust- kveldi ævinnar og að lokum falla til jarðar í bylnum stóra seinast. Nú hefur lífstré Valgerðar fellt síðasta fölnaða laufið. Ævin er á enda, langri og oft og tíðum strangri lífsgöngu er lokið. Valgerður var fædd aldamótaárið og var því 92 ára þegar hún lést. Sú sem þetta ritar minnist hennar frá heimaslóðum á Húsavík og var að alast þar upp. í mínum huga var Valgerður afskap- lega mild og hlédræg kona, glaðleg og fríð ásýndum. Þegar hún var ung lærði hún til hjúkrunar, hjá Stein- grími Matthíassyni, lækni á Akur- eyri, um eins árs skeið og lagði mörgum líkn með þraut í áratugi. Það eru ófá heimilin sem hún veitti styrk í veikindum og breytti sorg og kvíða í von um betri tíma og bjart- sýni og trú á að allt myndi fara vel. Þar sem gott fólk fer, þar eru guðs vegir. Sjálf fór þó Valgerður ekki var- hluta af heilsubilun. Frekar ung að árum fékk hún berkla. í þá daga var berklaveikin í flestum tilfellum hálf- gerður dauðadómur, en sem betur fer voru sumir sem náðu bærilegri heilsu á ný, og það gerði Valgerður. Nærri má geta að það hefur verið erfítt fyrir ungu konuna að yfirgefa heimilið og fara frá eiginmanni og þremur ungum dætrum, óvissan um bata hefur að vonum gert aðskilnað- inn ennþá þungbærari. En þessi reynsla hennar hefur trúlega gefið henni gleggri innsýn í hagi þeirra sem hún þurfti að hjúkra. Þegar heim kom fór hún aftur að vinna við hjúkrun, meðal annars á Sjúkrahúsi Húsavíkur, þar sem hún vann um árabil, eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Hjá Valgerði og Steingrími manni hennar var oft margt í heimili og marga munna að metta. Má nærri geta að það hefur oft verið þröngt í búi, ekki síst á kreppuárunum, þeg- ar litla eða jafnvel enga vinnu var að fá tímunum saman. Einna best man ég eftir Valgerði, eftir að hún og Steingrímur fluttust í Gömlu Húsavík. Þar leið henni vel og undi hún hag sínum við að fegra um- hverfi sitt, bæði úti og inni. Á þeim árum var það ekki aðalatriðið í lifnað- arháttum fólks að hafa allt marm- ara- og mahonylagt, frá gólfi til lofts, en Valgerður var mikil húsmóðir, innanstokks var allt hreint og fágað og alveg einstaklega vel hirt. Heimil- ið var hlýlegt og notalegt að setjast við borðið við gluggann og horfa suður yfir bæinn þegar gott var veð- ur og yfir spegilsléttan flóann til Víkurfjalla. Á meðan setið var yfir kaffibolla og steiktu brauði var dáðst að útsýninu og kyrrðinni allt í kring. Ég fór oft í gönguferð með börnin mín lítil alla leið sunnan úr Hjarðar- holti og upp í Húsavík á góðviðris- degi. Það þótti í þá daga þó nokkur spölur. Og þótt húsið væri fullt af barnabörnum, þá var ekkert mál að taka á móti fleiri. Það sannaðist þar máltækið góða, að þar sem hjarta- rúm er þar er líka húsrúm. En nú er gamli Húsavíkurbærinn horfmn og ég er ekki í vafa um, að Valgerður hefði kosið, eins og marg- ir aðrir, að gamli bærinn, heimilið hennar, hefði fengið nærgætnari meðferð en það að endingu fékk. Seinna á ævinni fluttist Valgerður í suðurbæinn og kom hún þá af og til í Hjarðarholt. Það var lærdómsríkt að hlusta á þær fullorðnu konurnar, Valgerði og móður mína, þegar þær voru að ræða málin. Þær áttu margt sameiginlegt og var með þeim traust og góð vinátta. Báðar höfðu þær átt við vanheilsu að stríða í áraraðir og þröngan fjárhag oft og tíðum og var eftirtektarvert hvað þeim var lagið að gera gott og, mikið úr litlum efniv- ið og útsjónarsamar að láta endast það litla sem þær höfðu á milli hand- anna. Mættum við sem yngri erum margt af því læra. Alla sína búskapartíð hafði Val- gerður yndi af handavinnu. Ef stund var aflögu var gripið í pijóna eða sauma og á seinni hluta ævinnar þegar fór að hægjast um hjá henni og brauðstritið ekki eins aðkallandi og áður fyrr, gat hún farið að sinna að nokkru ráði sínu áhugamáli, að hekla og pijóna dúka. Valgerður var einstaklega vönd að verki og hand- bragð hennar sérstaklega fallegt. Mann sinn missti Valgerður árið 1969. Síðustu árin hefur hún dvalist á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Þegar ég kom að heimsækja hana þangað, var hún ætíð sem áður fyrr jafn mild og hógvær og glöð yfir því að ég kom og heilsaði uppá hana. Við vorum þá að jafnaði fljótar að bregða okkur aftur í tímann og minnast góðra stunda. Góð kona og trúverðug er gengin. Ég vil þakka henni samfylgdina og þá ánægju og hjálp, sem hún veitti mér og foreldrum mínum á löngum æviferli. Aðstandendum hennar öllum votta ég innilega samúð. Guðrún Jóhannsdóttir frá Hjarðarholti. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reylqavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð + Bestu þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð við fráfall og vinarhug við andlát eiginmanns míns, ÁGÚSTU RAGNARS. JÓNS BECK BJARNASONAR. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Ragnars, Guðríður Eiríksdóttir, Karl Ragnars, Emilfa Jónsdóttir, Guðrún Ragnars, Jens B. Helgason. Guðrún Pétursdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför BJÖRNS SIGVALDASONAR áður bónda íBjarghusum. Jóhanna Björnsdóttir, Jón M. Ámundason, Þorvaldur Björnsson, Kolbrún Steingrímsdóttir, Hólmgeir Björnsson, Jónína Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kærar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar, FLOSA BJÖRNSSONAR. Systkinin á Kvískerjum. + Innilegar þakkir til al'lra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ANNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR Ijósmóður, Vorsabæjarhjáleigu. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ingimar Ottósson, Guðrún Guðmundsdóttir, Hilmar Fr. Guðjónsson, Katrín Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Þ. Jónsdóttir. barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför frænda okkar og bróður, SIGURÐAR GUNNARSSONAR, Bjargi, Vík i'Mýrdal. Systkinabörn og bróðir hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURHANS SNÆBJÖRNS SIGURHANSSONAR, Smáratúni 48, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- deildar Borgarspítalans og hjarta- og gjörgæsludeildar Landspítalans. Guðný Guðmundsdóttir, Hrafn Sigurhansson, Birna Elmres, Magni Sigurhansson, Guðrún H. Kristinsdóttir, Signý Sigurhansdóttir, Grétar Sigurðsson, Anna Dóra Sigurhansdóttir, Paul Erik Didrichsen, Guðný Sigurhansdóttir, Sigríður B. Sigurhansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.