Morgunblaðið - 05.06.1993, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUK 5. JÚNÍ 1993
„Eir þettcK. oJJLt sem. þu he-far cxÁ
segja. þer t'iL jorncur? "
Með
morgunkaffinu
Af því þú ert svo ánægður með
matinn hennar mömmu, ætla
ég að segja þér svolítið
skemmtilegt,.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Kerlingarfjöll
Frá Valgarð Briem:
VIÐ ERUM uppi í Kérlingarfjöll-
um. Sólin, sem í gær olli bruna á
nefi, enni og kinnum, er nú skýjum
hulin, það byijaði að rigna með
morgninum. Fyrst dropar á stangli
síðan þéttar gusur og nú sem hellt
sé úr bala. Lognið í morgun breytt-
ist í golu, storm og nú öskrandi rok.
Asgarðsá, þetta friðsemdar fljót,
æðir fram kolbrún og ógnandi.
Blákvísl, venjulega væð á öklastíg-
vélum, verður ófær öflugustu jepp-
um. Ófáir menn sjást á ferli milli
nípa og höfuðbóls með 45° halla
frá jörðu. Veður eins og Hannes
var að óska sér að fá á Kaldadal.
Það styttir upp og lægir. Sólin
brýst gegnum skýin og geislar
hennar þerra og verma brekkur
og gil.
Kallið kemur. Allir á skíði. Okk-
ur verður ljóst að skaparinn ákvað
hlé á skíðun þennan morgun til
þess að gefa andlitshúðinni færi á
að jafna sig, fótunum hvíld og
okkur tilefni til að ræðast við og
skiptast á skoðunum við skólafé-
lagana.
Þegar í brekkumar kemur blasir
enn ein orsökin við. Snjóinn sem
sól gærdagsins hafði brætt og
safnast hafði í hóla og ójöfnur,
hefur rigningin lamið saman og
þjappað svo að færið er nú á ný
óspillt og létt.
Þar gnæfir Snækollur við bláan
himininn og Mælifellshnjúkur flyt-
ur skagfirskar kveðjur suður Kjöl.
Þvílíkur unaður að fá að upplifa
íslenska fjallakyrrð á skíðum þegar
veðrið er þannig að ekki er þörf
fyrir önnur föt en sundskýlu og
skíðaskó.
Áður fyrr var þrekraun að ferð-
ast til Kerlingarfjalla. Nú er það
létt. Bættir vegir og brúaðar ár
og bílamir eins og á vængjum.
Til þess að njóta fegurðar ís-
lenskra öræfa er ekki nóg að þjóta
um þau á fleygiferð. Menn þurfa
að dveljast þar og anda að sér tign
fjallanna og víðáttu jökla og sanda.
Það er óvíða betra en í Kerlingar-
fjöllum.
VALGARÐ BRIEM
Sörlaskjóli 2, Reykjavík
Körfuboltahringnr
Frá Jóhanni Þór Hopkins.
ÞAÐ ER ekki á hveijum degi sem
gefst sérstakt tilefni til að þakka
góða þjónustu hjá því opinbera en
það virðist þó geta gerst.
En þannig er mál með vexti að
undirritaður, sem býr í Bökkunum
(Breiðholt 1), tók sig til fyrir
nokkrum dögum og smíðaði körfu-
boltastaur sem síðan var settur
upp á leiksvæði við Dvergabakka.
Það skipti náttúrlega engum tog-
um að fréttin af þessu framtaki
barst sem eldur um sinu um alla
Bakkana og streymdi að marg-
menni mikið til að leika körfu-
bolta. Undirritaður var að vonum
hissa á þessari ótrúlegu ásókn og
spurðist fyrir um ástæðuna fyrir
þessum mikla áhuga á þessari
sérstöku körfu. Kom þá í ljós að
þær kröfur sem fyrir voru í hverf-
inu voru allt of háar og þar að
auki allar í ólagi.
Sneri undirritaður sér því til
Breiðholtsstöðvar gatnamála-
stjóra og ræddi þar við Hörð Ein-
arsson varðandi ónýtu körfurnar.
Tók Hörður þessari málaleitan
mjög vel og lofaði úrbótum og viti
menn, strax um morguninn fundu
starfsmenn hans sér tíma til að
mæta á staðinn og gera kröfumar
klárar.
En þá var eftir málið varðandi
hæðina á körfunum og að ábend-
ingu Harðar sneri undirritaður sér
til Einars Bjarna á aðalskrifstofu
gatnamálastjóra með ósk um úr-
bætur. Hafí greinarhöfundur verið
hissa á viðbrögðum og efndum
Harðar þá kom Einar Bjami mér
svo sannarnlega á óvart. Ekki
aðeins var hann fús að taka tillit
til álits míns á málinu heldur bætti
um betur og bauð tvær nýjar körf-
ur á leikvöllinn í þeirri hæð sem
hentaði betur hinum yngri körfu-
boltaáhugamönnum.
Og nú aðeins tveim dögum síðar
hefur verið gert við skemmdu
körfurnar og hafin er vinna við
uppsetningu nýju karfanna.
Einar Bjarni og Hörður Einars-
sonar, þið eruð starfsstétt ykkar
til sóma og öðram borgarstarfs-
mönnum til fyrirmyndar. Undirrit-
aður þakkar ykkur fyrir hönd
barnanna í Bakkahverfi kærlega
fyrir.
JÓHANN ÞÓR HOPKINS,
Dvergabakka 30, Rvík.
I
4
í
$
í
i
í
4
i
Víkveiji skrifar
Fyrir allnokkru skrifaði Víkvetji
um þá bragðgóðu rjómaosta,
með alls konar kryddjurtum, sem á
markað væru komnir frá Mjólkur-
búi Flóamanna. Þá sagðist Víkveiji
hafa saknað þess að ekki fengist
ostur á borð við danskan ost, sem
seldur er undir merkinu „Pikant“ á
meginlandi Evrópu.
Víkveiji, sem gjarnan kaupir þá
nýju osta, sem á markað koma,
þótt ekki sé til annars en að
smakka, rakst á öskju frá Mjólkur-
búi Flóamanna með áletruninni
„Rjómaostur með lauk og blönduð-
um kryddjurtum“ og viti menn,
þegar smakkað var á ostinum var
þetta sami osturinn og sá danski
„Pikant", og ekki síðri en hann.
Víkveiji vill því hrósa ostagerðar-
mönnum mjólkurbúsins fyrir vör-
una og fullyrðir að þetta sé einhver
bezti ostur sem hann hefur smakk-
að úr annars ágætu úrvali íslenzkra
osta.
Foreldrasamtökin gefa út blað
eða fréttabréf, sem ber heiti
samtakanna. Þau era landssamtök
foreldrafélaga og áhugafólks um
málefni barna. Þetta blað barst inn
á borð Víkveija á dögunum og í
því er skýrsla stjórnar um starfíð
1992 til 1993. Þar segir í 9. kafla
undir fyrirsögninni „Nefndastarf“:
„Foreldrasamtökunum bauðst að
tilnefna fulltrúa í ýmsar nefndir,
bæði samstarfsverkefni félagasam-
taka og einnig nefndir á vegum
opinberra aðila. Vegna misskilnings
í félagsmálaráðuneytinu var sam-
tökunum ekki boðin aðild að nefnd
sem annars vegar á að sjá um fram-
kvæmd Árs fjölskyldunnar 1994 og
hins vegar um mótun fjölskyldu-
stefnu.
Starf nefndarinnar hefur hingað
til snúist fyrst og fremst um fjöl-
skylduárið, en samtökin geta tæp-
lega sætt sig við að eiga ekki aðild
að nefnd um mótun fjölskyldu-
stefnu, sérstaklega þar sem fjöldi
félagasamtaka á þar fulltrúa. Það
er því verkefnu næstu stjórnar að
þrýsta á um aðild Foreldrasamtak-
anna að þessari nefnd.“
Já, það er ekki að undra, að
menn í Foreldrasamtökunum séu
óánægðir, en jafnframt er undar-
legt að nauðsynlegt sé að þrýsta á
til þess að fá misskilning leiðréttan.
XXX
ópavogur heitir blað, sem gefið
er út í samnefndum bæ. I því
blaði gat að líta eftirfarandi klausu (
undir fyrirsögninni: Aldraðir í
Kópavogi: Hætt að sprauta gegn
infúensu.: ^
„I Félagsmálaráði Kópavogs hef-
ur komið fram sú hugmynd að
bærinn hætti að bjóða ellilífeyris- (
þegum ókeypis sprautun gegn inflú-
ensufaraldri. Ástæðan mun vera sú
að öldruðum fjölgar stöðugt í Kópa-
vogi og hið sama á við um inflú-
ensufaraldrana".