Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
49
Hvalveiðar og vísindi
Frá Sigurði H. Jóhannssyni:
Tvö nýleg atvik hafa orðið mér
nokkurt umhugsunarefni. Annað er
hin furðulega hugmynd sem birtist
í Morgunblaðinu nýverið eftir við-
mælanda, að Þorsteinn Pálsson,
sjávarútvegsráðherra, hafí hugsan-
lega gerst sekur um landráð fýrir
að móðga forseta Bandaríkjanna.
Þorsteinn Pálsson er viðurkennt
prúðmenni sem er manna ólíkleg-
astur til að valda hneyksli, enda
voru þessi ummæli hans, í léttum
dúr, alveg meinlaus. Hörundsvið-
kvæmni forseta Bandaríkjanna er
merkileg, ekki síst þegar hann eða
hans maður er búinn að stórmóðga
íslensku og norsku þjóðina með
hótunum sem ekki er sæmandi
menningarþjóð að viðhafa. Hitt var
hugmynd Sigurðar Gizurarsonar
um að fara að vinna með Green-
peace. Sem sagt „getir þú ekki sigr-
að óvininn gakktu í lið með hon-
um“. Athyglisvert, en kannski að á
því séu fleiri hliðar.
Greenpeace, undir stjórn fárra
manna, hefur nokkuð sérstakt við-
horf til náttúruverndar svo ekki sé
meira sagt. Þau hafa séð leið til
að afla fjár með því að treysta á
fákunnáttu fólks og afla sér stuðn-
ings þar. Þeir fundu út að best
væri að ráðast á garðinn þar sem
hann er lægstur. Seli og smærri
hvalategundir þekkja margir í dýra-
görðum, þar eru þeir vinsælir, einn-
ig í barnasögum. Veiði á þessum
dýrum var aðallega stunduð af litl-
um og lítilsmegandi þjóðum sér til
viðurværis. Þarna sáu þeir að lítilla
vama var að vænta svo þeir byij-
uðu á selnum, sem þó var ekki í
útrýmingarhættu, og tqkst svo vel
að þeir lögðu í rúst á skömmum
tíma lífsbjörg fátæks fólks en
öfluðu ógrynni fjár meðal efnaðs
en fákunnandi fólks, einkum í
Bandaríkjunum. Hvað snerti hval-
veiðar skipti nokkuð öðru máli.
Hvalveiðiþjóðir og vísindamenn
töldu að þær veiðar yrði að stunda
af varfærni til að valda ekki skaða
og voru nokkuð sammála að hætta
veiðum nema vísindarpenn teldu
það óhætt. Nú hafa rannsóknir vís-
indamanna leitt í ljós að óhætt er
að veiða að vissu marki. Green-
peace hafði reynt að þetta var gull-
náma fyrir þá. Þeir voru orðnir svo
fjársterkir að þeir gátu keypt nóg
af sjónvarpsstöðvum til að flytja
sinn áróður og þeir höfðu efni á
að afla sér búnaðar til að gera
spennumyndir, sem sjónvarpsstöðv-
arnar eru auðvitað fúsar til að sýna.
Þeir sýndu myndir af mönnum að
skjóta hvali en þeir sýndu ekki rán-
hvali rífa aðra hvali í tætlur, drepa
kálfana þeirra, seli o.fl.
Greenpeace tókst meira að segja
að leika fákunnandi efnafólk, eink-
um í Bandaríkjunum, svo grátt að
greiða samtökunum stórfé með
„ættleiðingu hvala!!!“ og lofuðu því
að þeir skyldu láta það vita hverju
sinni hvar fóstri væri nú staddur
og að sjá um að hlú að honum. Svo
er nú það. Greenpeace greiðir at-
vinnuleysingjum og alls konar fólki
fáeina dollara fyrir að standa með
mótmælaspjöld fyrir utan verslanir
og veitingastaði. Hvað veit það fólk
um hvali? Náttúruverndarsamtök
telja fákunnandi fólk á að senda
mönnum, tengdum hvalveiðum, níð-
bréf og fyrir hvert bréf sem þetta
fólk sendir greiðir það 10 dollara
til samtakanna sem bjóðast tii þess
að koma til hjálpar gegn djöfsa.
Níðbréf, send norskum manni, sem
hefur engin afskipti af hvalveiðum
lengur, gaf hundruð þúsunda í aðra
hönd. Færeysku þjóðinni hafa bor-
ist þúsundir níðbréfa með þeim
hjartanlegu fyrirbænum að þjóðin
„megi farast í kjamorkusprengju
og brenna í helvíti". Þá býður
Greenpeace fyrirtækjum vemd og
meðmæli gegn umtalsverðum fyár-
hæðum, annars geti verr farið.
Hvað má kalla það? Bandaríkin
hafa valið þann kost að afneita
þekkingu og vísindum en styðja
heldur Greenpeace. Kannski hefðu
færri lögfræðingar verið skotnir á
Italíu ef þeir hefðu valið þann kost-
inn að ganga í lið með mafíunni?
Hvernig stendur á því að Green-
peace hefur óáreitt komist upp með
að valda því ógnartjóni sem þeir
hafa valdið í heiminum? Hvers
vegna sátu ráðamenn þjóða hjá
meðan þeir 'voru að eyðileggja lífs-
afkomu Inuita á norðurslóðum?
Líklega er ástæðan sú að ábyrg-
ir menn urðu of seinir til. Upphaf-
lega vom Greenpeace verndarsam-
tök og nutu samúðar fólks víða um
heim sem hafði áhyggjur af eyðingu
náttúrunnar og dýravemd. Svo
komust þessi samtök í hendur fárra
ósvífínna manna sem sáu gróðaveg
í því að spila á þá samúð og fylgi
sem verndarsamtökin höfðu áunnið
sér. Á þessu hafa menn ekki varað
sig. Veikgeðja og misvitrir stjórn-
málamenn hafa álitið auðveldari
leið til vinsælda að láta berast með
straumnum heldur en að hagnýta
þau vísindi sem fjöldinn virtist ekki
skilja.
Það er ekkert vafamál að ríkis-
stjórn okkar er á réttri leið. Sjávar-
útvegsráðherra vinnur af festu og
öryggi, enda styðst hann við þekk-
VELVAKANDI
HEIMILISAÐSTOÐ
ÞÝSK stúlka, Elke Horn, óskar
eftir að fá að dveljast á íslensku
heimili og aðstoða við heimilis-
störf. Hún getur byijað þann 1.
júlí og starfað um þriggja mán-
aða skeið. Áhugasamir em góð-
fúslega beðnir um að skrifa
henni og er heimilisfang hennar
eftirfarandi.
ELKE HORN, Pfaffephofene str.
2, D-8049 Kammersberg, Deutsc-
hland
TAPAÐ/FUNDIÐ
Fjallahjóli stolið
LÝST er eftir svörtu fjallahjóli
af Trek gerð og tegundarnafn
þess ritað grænum stöfum. Því
var stolið aðfaranótt 27. eða 28.
maí úr bakgarði við Bragagötu
27. Þeir sem kynnu að hafa upp-
lýsingar um hjólið em vinsam-
legast beðnir að hafa samband
í síma 23105 eftir klukkan 17.
Fundarlaunum er heitið.
Gleraugnahulstur hvarf
RAUÐBLEIKT gleraugnahulst-
ur hvarf úr hjólatösku þann 25.
maí sl. Hulstrið innihélt verðmæt
sjóngleraugu með brúnni um-
gjörð. Einnig má finna linsu-
hulstur í hulstrinu. Þeir sem
upplýsingar geta veitt em beðnir
um að hafa samband við Guð-
laugu Helgu í síma 625201 eða
626355 milli 14 og 18.
Lyklakippa fannst
KIPPA með húslyklum fannst á
Egilsgötu gegnt heilsugæslu-
stöðinni um hádegisbilið 3. júní
sl. Upplýsingar veitir Lúðvík í
síma 25204
GÆLUDÝR
Fjórir kettlingar
FJÓRIR tveggja mánaða kettl-
ingar fást gefins. Þrír þeirra eru
svartir og hvítir en sá fjórði brön-
dóttur. Upplýsingar fást í síma
812945.
Tveir kettlingar
TVEIR tíu vikna kettlingar fást
gefins hjá Ásrúnu. Þeir eru brön-
dóttir og vel vandir. Upplýsingar
I síma 54178.
ingu og vísindi ásamt reynslu sjó-
manna. Málið er ekki tapað. Með-
flytjendur em mestu menningar-
þjóðir heims. Það tekur tíma að
uppfræða lýð sem hefur verið af-
vegaleiddur. Það verður þó að gera,
ekki aðeins vegna hvalveiða, því
peningavandamál Greenpeace mun
fínna nýjar leiðir. Þeir hafa valið
sér að nýta sér vanþekkingu manns-
ins. Við höfum nokkuð góða hug-
mynd um hvar næsta árás verður
gerð.
Ef við „fljótum með straumnum"
(eins og það var orðað í útavarpsvið-
tali við Sigurð Gizurarson) lendum
við í vilpu.
SIGURÐUR H. JÓHANNSSON,
Æsufelli 6, Reykjavík.
Pennavinir
Frá Bandaríkjunum skrifar 41
árs karlmaður sem vill skrifast á
við 18-25 ára konur:
Thomas T. Evans, Jr.,
143205/04-320,
P.O.Box 488,
Burkeville, Va.,
23922 U.S.A.
Frá Þýskalandi skrifar 16 ára
stúlka með mikinn áhuga á íslensk-
um hestum:
Rebecca Wolf,
L-Herrmann Strasse 30,
0-1055 Berlin,
Germany.
Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka
með áhuga á ljósmyndun ogtónlist:
Tanya Riverson,
P.O. Box 124,
Cape Coast,
Ghana.
íslensk, 33 ára kona, búsett í
Svíþjóð sl. átta ár, segist hafa
áhgua á öllu milli himins og jarðar.
Gefur ekki upp nafn en bréf ættu
að komast til skila með eftirfarandi
utanáskrift:
“Stenbocken“,
Poste Restante,
55610 Jönköping,
Sverige.
LEIÐRETTINGAR
'i í *fi I Nýkomið Smart sumarjakkar og kápur með og án hettu. Fjölbreytt úrval. Verð frá kr. 7.900 1 Alltaf eitthvað nýtt á tilboðsslánni. Opið laugardaga til kl. 17.
\ovvfM5IÐ Laugavegi 21, sími 25580.
Viöskiptavinir athugið
Verslun okkar verður lokuó á laugardögum
í sumar frá 1. júní til 1. september.
BílavörubúÓin
FJÖÐRIN
Skeifunni 2, sími 812944.
Guðrún útskrif-
aðist elst allra
I myndatexta með grein um Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Prestabakka í
sérblaðinu Daglegu lífí sem birtist
föstudaginn 4. júní var rangt farið
með staðreyndir. Þar er Guðrún
sögð vera elsti nemandinn sem
stundað hefur nám við Háskóla ís-
lands. Hið rétta er að hún er elsta
konan sem lokið hefur prófí við
Háskólann en árið 1990 lauk hún
BA-prófí í mannfræði.
^SHEER
FNERGY
SOKKABUXUR
- Þunnar
- Fallegar á fæti
- Hæfilega glansandi
- Endingargóðar
Orkugjafinn frá Leggs,
sokkabuxur sem gefa daglangt
fótanudd.
Nú í nýjum umbúðum.
Islen.sk/////
Ameríska
KÆRA
JEIENA
150 uppseldar sýningar
151. syning miövikud. 9. júní kl.
152. syning timmtud. 10. junTIU. 20.00
- *■
IS
'V
M Ji. ÞJODLEIKHUSIÐ
4 simi 91-TT2tTo — Greiðslukorfa§>jónusta