Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
PILUKAST / NORÐURLANDAMOTIÐ
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Meistararnir Guðjón Hauksson til vinstri og Friðrik Jakobsson.
ISHOKKI / URSLIT NHL
Montreal jafnaði
KORFUBOLTI
Oddaleik
þarf hjá
Seattle og
Phoenix
SEATTLE SuperSonics náði í
fyrrinótt að knýja fram sjöunda
leikinn í úrslitaviðureign vest-
urstrandarinnar í NBA-deild-
inni gegn Phoenix Suns, þegar
liðið sigraði á heimavelli sínum
118:102, og jaf naði þar með
metin 3:3.
Shawn Kemp gerði 22 stig fyrir
Seattle og tók 15 fráköst.
Ricky Pierce var stigahæstur
heimamanna með 27 stig, þar af
átján í fyrri hálfleik. Hjá Suns var
Kevin Johnson stigahæstur með 22
stig, og nýliðinn Oliver Miller gerði
14 stig, meðan Charles Barkley
skoraði aðeins 13 stig, 30 stigum
minna en í síðasta leik.
Leikmenn Seattle einbeittu sér
að því að halda Dan Majerle niðri,
en hann gerði átta þriggja stiga
körfur - úr tíu tilraunum - í síðasta
leik. Það tókst og gerði Majerle
aðeins eina þriggja stiga körfu í
leiknum í fyrrinótt, úr fjórum til-
raunum, og alls tólf stig í leiknum.
Síðasti leikur Seattle og Phoenix
verður á heimavelli þeirra síðar-
nefndu í nótt, og þá ræðst hvort
liðið það verður sem leikur til úr-
slita í NBA-deildinni.
Eric Desjardins var hetja Montreal
Canadiens í öðrum úrslitaleikn-
um gegn Los Angeles Kings, sem fór
fram í Montreal í fyrrinótt. Hann
gaf tóninn, jafnaði síðan 3:3 skömmu
fyrir leikslok og gerði útum leikinn
í framlengingunni. Fyrsta þrenna
hans á ferlinum. Kings sigraði í
fyrsta leiknum, en liðin mætast tvisv-
ar í Los Angeles um helgina.
Sigurmarkið kom þegar 51 sek-
únda var liðin af framlengingunni,
en jöfnunarmarkið, þegar ein mín.
og 13 sek. voru eftir af venjulegum
leiktíma. Skömmu áður hafði Jacques
Demers, þjálfari heimamanna, kvart-
að yfir kylfu Martys McSorleys, sagði
hana ólöglega. Dómaramir voru á
sama máli og McSorley var rekinn
útaf í tvær mínútur. Canadiens voru
því einum fleiri og Demers tók
áhættu, skildi markið eftir autt og
sendi markvörðinn í sóknina, en
dæmið gekk upp.
Barry Melrose, þjálfari Kings, við-
urkenndi brotið, en sagðist ekki hafa
mótmælt í sömu sporum. „Þetta var
mér að kenna. Ég átti að athuga
kylfumar, en gerði það ekki og okk-
ur var refsað fyrir.“ McSorley sagð-
ist ætla að gefa Demers kylfuna „en
það er fullt af ólöglegum kylfum hjá
báðum liðum.“
II
TOLVUNAM FYRIR10-15 ARA
FORSKOT Á FRAMTÍÐINA
Skráning í símum 69 77 69 og 69 77 00
Tölvuþekking
veitir unglingum
forskot við
skólanámið og
verðmætan
undirbúning fyrir
vinnu siðar meir.
Náminu er ætlaö
að vera fræðandi
og þroskandi og
ekki síst
skemmtilegt.
Dagskráin í sumar:
08,- 23. júní (fh. eða eh.)
28. júní - 9. júlí (fh. eða eh.)
09. - 20. égúst (fh. eða eh.)
Kennt er 5 daga vikunnar,
kl. 9-12 eða 13-16, alls 30 klst.
Verð aðeins kr. 12.900.
NÝHERJI
SKAFTAHLÍO 24 - SÍMI 69 77 00
AUtaf skrefi á undan
ISLANDSMOTIÐ
2. D EIL D
• •
KOPAVOGSVOLLUR
- AÐALLEIKVANGUR
Breiðablik - Þróttur R.
í dag kl. 14.00
BYKO
Mætum öll!
Friðrik og Guð-
jón meistarar
ÍSLENDINGAR urðu um síð-
ustu helgi Norðurlandameist-
arar i parakeppni í pílukasti, á
Norðurtandamótinu sem lauk í
Helsinki í Finnlandi á mánu-
daginn. Það voru þeir Guðjón
Hauksson íslandsmeistari og
Friðrik Jakobsson sem náðu
þessum frábæra árangri, sigr-
uðu Mogens Ranum og Allan
Jensen frá Danmörku örugg-
lega í úrslitaleiknum. Guðjón
náði líka ágætum árangri f ein-
menningskeppninni, varð í5.
til 8. sæti af 40 keppendum.
Arangur Guðjóns og Friðriks í
parakeppninni er besti árang-
ur íslendinga á erlendri grund í
pílukasti. Guðjón hefur áður náð
5. til 8. sæti í einmenningskeppni
á Norðurlandamóti. Guðjón sagði í
samtali við Morgunblaðið að þeir
hefðu ekki átt von á því að standa
uppi sem sigurvegarar í keppninni,
en þeir hefðu æft vel fyrir mótið
og verið vel undirbúnir.
Yfirburðir Guðjóns og Friðriks í
úrslitaleiknum gegn Dönum voru
miklir, en þeir sigruðu 4:1. „Við
áttum mjög góðan úrslitaleik, vor-
um nokkuð stressaðir fyrir leikinn,
en þegar í hann var komið gekk
allt upp og við náðum fljótt að brjóta
þá niður,“ sagði Guðjón. Hann sagði
að Danir og Svíar stæðu framarlega
í pílukasti á alþjóðlegum vettvangi
og Finnar hefðu staðið sig vel á
Evrópumótinu.
Þekkjum hvom annan mjög vel
Guðjón Hauksson varð íslands-
meistari í pílukasti fyrir skömmu
annað árið í röð. Hann og Friðrik
Jakobsson vinna báðir í hlaðdeild-
inni á Keflavíkurflugvelli og þar
æfa þeir einnig. „Við höfum unnið
þarna saman í fimm ár og þekkjum
hvorn annan mjög vel,“ sagði Guð-
jón. Aðspurður sagðist hann lítið
hafa æft í vetur, en tekið góða syrpu
í vor fyrir íslandsmeistaramótið.
„Miðað við spilamennskuna á Norð-
urlandamótinu er árangurinn mjög
góður. Það væri gaman að fylgja
þessu eftir og fara á stærri mót,
aðallega til að sjá hvar við erum
staddir á alþjóðlegum mælikvarða,"
sagði Guðjón.
Fjórða sæti í liðakeppninni
íslendingar náðu ijórða sæti í
liðakeppninni, fengu 96 stig. Danir
unnu þá keppni örugglega, fengu
193 stig. Norðmenn urðu í öðru
sæti með 154 stig og Svíar í þriðja
með 112 stig. Per Skau frá Dan-
mörku varð Norðurlandameistari í
einmenning eftir að hafa sigrað
Magnús Garis frá Svíþjóð.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Clough til Liverpool
Enski landsliðsmaðurinn Nigel
Clough,sem leikið hefur með
Nottingham Forest, skrifaði í gær
undir samning við Liverpool. Gra-
eme Souness framkvæmdastjóri Liv-
erpool sagðist sjá fyrir sér að Clough
yrði í svipaðri stöðu og Kenny Dalgl-
ish var þegar hann lék með félag-
inu, bæði í því að skora mörk og
skapa marktækifæri.
Þegar Forest féll í 1. deild var
Um helgina
Knattspyrna
LAUGARDAGUR
1. deild karla
Akureyrarv.: Þór - ÍA...........16
1. deild kvenna
KR-völlur: KR-ÞrótturN..........14
Stjömuv.: Stjaman - Valur.......14
Vestm.: ÍBV-UBK................14
Akureyrarv.: ÍBA-ÍA............14
2. deild karla
Kópavogsv.: UBK-ÞrótturR.......14
3. deild karla
Sandgerðisv.: Reynir S. - Magni.14
4. deild karla
Gervigrasv.: Léttir-Hamar..13.30
Hvolsv.: H.B. - VíkingurÓ......14
Gervigrasv.: Árvakur - Snæfell.17
Keflavíkurv.: Hafnir - Emir.....14
Laugav.: HSÞ-b-Hvöt.............14
Siglufjarðarv.: KS - Dagsbrún...14
SUNNUDAGUR
1. deild karla
KR-völiur: KR - Víkingur.......20
MÁNUDAGUR
1. deild karla
Keflavíkurv.: ÍBK - Fram.......20
Valsvöllur: Valur-ÍBV.........20
Kaplakriki: FH - Fylkir.......20
Tennis
Um helgina lýkur fyrsta stórmóti
sumarsins, Stórmóti Þróttar. Úrslita-
leikir f karla og kvennaflokki verða á
sunnudaginn, og hefjast úrslit í einliða-
leik kvenna kl. 13 og í einliðaleik karla
klukkan 14.
Tennisdeild Badmintonfélags Hafn-
arfjarðar mun taka í notkun nýja tenni-
svelli ( dag á Víðisstaðatúni. Svæðið
verður opnað kl. 14 fyrir almenning og
fólki gefíð kostur til að slá tennisbolta
undir leiðsögn. Vígsla fer fram kl. 16.
Þríþraut
Fyrsta þríþrautarkeppnin á árinu
verður við Reykjahlfð í Mývatnsveit f
dag kl. 10. Boðið verður upp á tvo
keppnisflokka, annarsvegar A-flokk þar
sem syntir verða 750 metrar, hjólaðir
20 km og hlaupnir 5 km, og hins vegar
U-flokkur þar sem sundið er 400 metr-
ar, hjólaðir verða 10 km og hlaupið er
2,5 km.
búist við því að Clough færi frá fé-
laginu sem og írski landsliðsmaður-
inn Roy Keane og Stuart Pearce,
sem verið hefur meiddur að undan-
förnu. Clough var sá fyrsti til að
ganga til liðs við nýtt félag, en Ke-
ane hefur bæði verið orðaður við lið
meistaranna í Manchestar United
og Blackburn Rovers, lið Kenny
Dalglish.
TENNIS
Courier og
Bruguera
í úrslit
Jim Courier frá Bandaríkjunum
og Spánveijinn Sergi Bruguera
mætast í úrslitum í einliðaleika
karla á Opna franska meistaramót-
inu á morgun. Courier sigraði Hol-
lendinginn Richard Krajicek 3:1 í
undanúrslitum í gær, en Bruguera
vann Úkraínumanninn Andrei
Medvedev í hinum undanúrslita-
leiknum, 3:0.
Jim Courier hefur sigrað sl. tvö
ár og á möguleika á því að vinna
þriðja árið í röð, en það hefur að-
eins einn tennismaður gert áður,
Svíinn Björn Borg.
Sigur Bruguera á Medvedev kom
nokkuð á óvart, en Medvedev sló
sjálfan Stefan Edberg út í átta
manna úrslitum. Brugurera þurfti
ekki mikið að hafa fyrir hlutunum
og vann 3:0, en Medvedev hafði til
þessa ávallt unnið Bruguera á stór-
mótum.
Courier, sem er númer tvö á
heimslistanum á eftir landa sínum
Pete Sampras, er mun líklegri til
að vinna en Bruguera. Þeir hafa
keppt fjórum sinnum og hefur Co-
urier alltaf unnið.
í dag leika Steffi Graf og Mary
Joe Fernandez til úrslita í kvenna-
flokki og búast flestir við sigri Graf,
þó ekki megi afskrifa Fernandez
sem komið hefur á óvart á mótinu
með frábærri spilamennsku.