Morgunblaðið - 05.06.1993, Síða 51
I
KNATTSPYRNA
Atli Einarsson:
Ermjög
sáttur
„JÁ, ég er mjög sáttur," sagði
Átli Einarsson í samtali við
Morgunblaðið þegar niður-
staða gerðardómsins var borin
undir hann.
Aðspurður um hvers vegna hann
hefði valið Fram sagði Atli
að Fram væri áhugavert félag og
þar væri áhugaverður þjálfari. Atli
sagðist ekkert hafa heyrt frá Vík-
ingi og vissi ekki hver viðbrögð
félagsins yrðu. „Samningurinn var
dæmdur ógildur og því hlýt ég að
vera laus,“ sagði Atli.
B RÓSBERG Óttarsson, mark-
vörður Dalvíkinga, hefur skipt yfir
í Leiftur á Ólafsfirði sem leikur í
2. deild.
H GLENN Hoddle fyrrum leik-
maður með enska landsliðinu í
knattspymu, Tottenham og Món-
akó, tók við í gær sem fram-
kvæmdastjóri úrvalsdeildarliðsins
Chelsea eins og búist var við.
■ HODDLE stýrði og lék með liði
Swindon Town í vetur með ágæt-
um árangri, kom liðinu í ensku úr-
valsdeildina. Swindon tryggði sér
sætið með því að vinna Leicester
í úrslitaleik um úrvalsdeildarsætið
á Wembley sl. mánudag. Swindon
vann 4:3 og gerði Hoddle fýrsta
mark Swindon.
H JOHN Gorman þjálfari hjá
Swindon tekur líklega við stöðu
framkvæmdastjóra félagsins.
H HODDLE gerði þriggja ára
samning við Chelsea. Fastlega er
búist við að hann muni einnig leika
með liðinu. í samningnum er
ákvæði um, að ef Hoddle verði
ráðinn þjálfari enska landsliðsins,
sé hann laus allra mála hjá Chelsea.
■ ÚR VALSDEILDA RLIÐW
enska Ipswich Town keypti í gær
Paul Mason frá Aberdeen í Skot-
landi fýrir 39 milljónir ÍSK. Mason
er 29 ára gamall og lék með hol-
lenska liðinu Groningen áður en
hann gekk til liðs við Aberdeen.
■ SOUTHAMPTON keypti í gær
vamarmanninn Simon Charlton
frá Huddersfield, þar sem Ian
Ross, fyrrum þjálfari KR og Vals,
ræður ríkjum.
H VIV Anderson varnarmaður
hjá Sheffield Wednesday hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
Barnsley. Anderson, sem er 36
ára gamall, tók félaga sinn hjá
Wednesday, Danny Wilson með
sér til Barnsley og mun hann sjá
þar um þjálfun auk þess að leika
með félaginu.
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
GIGAiUIHUóBOM
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
líli
51
Gerðardómur dæmdi samninginn við Víking ógildan:
Atli Einarsson í Fram
SAMNINGUR Atla Einarssonar knattspyrnumanns við knatt-
spyrnufélagið Víking er samkvæmt niðurstöðu gerðardóms
sem fjallaði um málið ógildur frá upphafi, og er Atli, sem leik-
ið hefur með félaginu undanfarin ár, þvílaus allra mála hjá
félaginu. Knattspyrnufélagið Fram skilaði inn félagaskiptum
fyrir Atla úr Víkingi yfir í Fram á fimmtudagskvöldið en Víking-
ur á eftir að skrifa undir skiptin. Geir Þorsteinsson starfsmað-
ur KSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt reglum
KSÍ þyrftu Víkingar að skrifa undir ef leikmaðurinn væri skuld-
laus við félagið, en ef Atli hefði þegið greiðslur frá félaginu
á grundvelli samningsins sem nú er dæmdur ógildur, muni
félagið eflaust krefja hann um endurgreiðslu og því sé málinu
alls ekki lokið.
Forsvarsmenn Víkings vildu lít-
ið tjá sig um málið í gær,
en fulltrúi þeirra í gerðardómnum,
Jóhapnes Sævarsson, var í öllum
atriðum ósammála niðurstöðu
meirihlutans. Fulltrúi Atla í gerð-
ardómnum var Björgvin Þor-
steinsson og oddamaður skipaður
af dómstól KSÍ var Jón Gunnar
Zoega.
Samningurinn barst sex dög-
um of seint
Niðurstaða meirihlutans bygg-
ist á því að samningnum, sem
Atli gerði við Víking, var ekki
skilað inn á skrifstofu KSÍ innan
þeirra tímamarka sem gefin eru
upp í reglum sambandsins. í 7.
grein reglugerðar KSÍ um stöðu
félaga og leikmanna segir að félag
sem gerir samning við leikmann
skuli senda stjóm KSÍ afrit af
undirrituðu staðalformi samnings
til skráningar, innan mánaðar frá
undirritun. Samningurinn var
dagsettur 8. janúar 1992, en barst
skrifstofu KSÍ 16. febrúar 1992,
sex dögum of seint. Meirihlutinn
lýsti samninginn ógildan frá upp-
hafi á þessum grundvelli, og var
því ekkert fjallað um efni hans.
Trúi ekki að Víkingur haldi
áfram að spyrna við fótum
Björgvin Þorsteinsson lögmað-
ur Atla og fulitrúi hans í gerðar-
dómnum sagði að niðurstaðan
væri skýr og aðilar yrðu að hlíta
henni. Hann sagðist ekki trúa að
Víkingur stæði í vegi fyrir félaga-
skiptum Atla þegar niðurstaða í
þessu máli lægi fyrir. „Ég trúi
því ekki að þeir ætli að halda
áfram við spyma við fótum,"
sagði Björgvin í samtali við Morg-
unblaðið.
Halldór Jónsson formaður
knattspyrnudeildar Fram stað-
festi í samtali við Morgunblaðið
að Fram hefði skrifað undir félag-
skiptin, en ekki hefði verið gengið
frá samningi við Atla. Hann sagði
að þeir myndu mjög fljótlega óska
eftir staðfestingu knattspyrnu-
deildar Víkings á félagaskiptun-
um.
Morgunblaðið/Einar Falur
Magnús Gylfason skýtur hér að marki Grindvíkinga í leiknum í gærkvöldi
án þess að vamarmaður Grindvíkinga komi við vömum.
Dauft í Garðabæ
Stjaman og Grindavík gerðu
jafntefli, 1:1, í 2. deild á
heimavelli þeirra fyrrnefndu í gær-
kvöldi. Leikurinn
Stefán var baráttuleikur og
Eiríksson heldur leiðinlegur,
skrifar 0g úrslitin eftir at-
vikum sanngjörn, þó
Stjaman hafi sótt meira í leiknum
og fengið nokkur dauðafæri.
Grindvíkingar skomðu fyrsta
mark leiksins á 7. mínútu. Páll
Bjömsson gerði það laglega eftir
snarpa skyndisókn og laglega^
stungusendingu sem splundraði
vörn Stjömunnar. Jón Þórðarson
jafnaði síðan með glæsilegu skoti
úr þröngu færi á 27. mínútu. Síð-
ari hálfleikur var dapur.
„Við vomm ekki að spila eins og
við gerum best,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson fyrirliði og langbesti mað-
ur Stjörnunnar í leiknum. Þorsteinn
Bjarnason markvörður var bestur
Grindvíkinga.
Létt í Mjóddinni
IR-ingar áttu ekki í miklum
vandræðum með Þróttara frá
Neskaupstað í Mjóddinni í
gærkvöldi. ÍR sigraði 5:0 en
fyrirstaðan var of lítil til að
segja Breiðhyltinga á siglingu.
Fjör hjá BlogKAá Isafirdi
Bí og KA gerðu jafntefli, 1:1, í
nokkuð fjömgum leik á
ísafirði í gærkvöldi. Heimamenn
sóttu meira í fyrri hálfleik án þess
að skapa sér teljandi færi, en síðari
hálfleikur var mun opnari. Mark
ísfírðinga kom á 79. mínútu en þá
tók Gunnar Björgvinsson auka-
spymu sem hafnaði beint á kollinum
á Emi Torfasyni sem afgreiddi
knöttinn laglega í netið. Heima-
menn bökkuðu eftir markið og
pressuðu KA-menn stíft og upp-
skám mark á síðustu mínútunni,
og var þar Halldór Kristinsson að
verki eftir sendingu Ormarrs Örl-
ygssonar. Ormarr og Pétur Óskars-
son vom bestir í liði KA en hjá BÍ
þeir Trausti Hrafnsson og Gunnar
Björgvinsson.
RúnarJónatansson
Heimamenn sóttu af krafti und-
an vindi en mörkin létu á sér
standa. Norðfirðingar áttu líka færi
■■■■■■ og þráuðust við, allt
Stefán þar til á 25. mínútu
Stefánsson þegar Bragi Björns-
skrifar son skoraði fyrir ÍR
úr vítaspymu eftir
brot á Kjartani KjartansSyni. Kjart-
an skoraði sjálfur sjö mínútum síðar
og Þorri Ólafsson kom ÍR í 3:0 með
skalla í lok fyrri hálfleiks.
Eftir hlé áttu gestirnir nokkur
góð skot að marki, en heimamenn»
skomðu; fyrst Bragi úr þvögu inní
markteig Norðfirðinga og síðan
Heiðar Ómarsson af stuttu færi
eftir skyndisókn upp hægri kantinn.
Knattspyrnuúrslit
2. deild karla
Stjarnan - Grindavik______________....1:1
Jón Þórðarson (27.) - Páll Bjömsson (7.).
BÍ - KA ..........................„.1:1
Öm Torfason 79. - Halldór Kristinsson 90.
Tindastóll - Leiftur________________1:1
Þórður Gíslason (50.) - Páll Guðmundsson
(83.).
IR - Þróttur N......................5.-0
Bragi Bjömsson (25„ 51.), Kjartan Kjart-
ansson (32.), Þorri Ólafsson (44.), Heiðar
Ómarsson (76.).
3. deild karla
Víðir - Selfoss_____________________.2:0
Ólafur Róbertsson, Vilhjálmur Einarsson.
Dalvík - Haukar.....................2.-0
Bjöm Rafnsson 2.
HK - Völsungur......................3:1
Ejub Purisevic, Jóhann Ólafsson, Steindór
Elíson — Jónas Hallgrímsson.
Grótta - Skallagrímur..........„....1:3
Kristján Haraldsson - Finnur Thoriarius 2,
Vaidimar Sigurðsson.
4. deild karla
A-riðill:
Afturelding - Fjölnir...............3:3
Sumarliði Amason, Björgvin Friðriksson,
Börkur Ingvarsson (sjálfsmark) - Stefán
Aðaisteinsson, Vignir Arason, Guðmundur
Helgason
B-riðill:
Leiknir - Armann....____„.......„..„4:1
Njarðvík - Ægir................... 2:3
C-riðilI:
SM - Þrymur________________________ 4:0
D-riðUl:
Höttur - Valur Rf.................. 5:2
Grétar Eggertsson, Haraldur Klausen, Jón
Kjöinir Albertsson, Kári Hrafnkelsson,
Heimir Hallgrimsson - Agnar Arnþórsson,
Daníel Borgþórsson
Sindri - KSB................... „0:4
Huginn - Einherji...................1:6
Heppnin með Tindastóli
Barátta og harka em þau orð
sem fyrst koma upp í hugann
eftir leik Tindastóls og Leifturs á
Sauðárkróki í gær-
kvöldi, og orðið
heppni kemur senni-
lega upp í huga
margra heima-
manna. Leiftursmenn hefðu hæg-
lega getað gert út um leikinn fyrir
hlé. Tvisvar sinnum áttu þeir skot
í tréverkið og jafnoft björguðu
KristinnJens
Sigurþórsson
skrífar
frá Sauöárkróki
Tindastólsmenn á línu. Hinummeg-
in á veilinum átti Bjarki Pétursson
eitt hættulegasta færi leiksins, en
skot hans fór framhjá.
Strax í upphafí síðari hálfleiks
skoraði Þórður Gíslason fyrir Tinda-
stól eftir að hafa sýnt mikið harð-
fylgi. Leiftursmenn tóku þá til sinna
ráða og það sem eftir lifði leiks
sóttu þeir án afláts, en uppskám
aðeins eitt mark.
Tindastólsliðið var ekki svipur
hjá sjón, og kann skýringin að vera
sú að í liðið vantaði lykilmenn eins
og til dæmis þjálfarann Pétur Pét-
ursson, sem fékk ekki einu sinni
að vera liði sínu til halds og trausts
á bekknum.
Leiftursmenn vantaði herslu—
muninn til að innbyrða stigin þrjú,
en greinilegt er að liðið mun eiga
eftir að velgja andstæðingunum
undir uggum í sumar.
& Getraunadeildin
Sunnudagur 6. júní - KR-völlur kl. 20.00:
- VIKINGUR
KR-ingarfjölmennum í nýju stúkuna og styðjum okkar menn.
KR-klúbburinn hittist fyrir leik. Léttar veitingar.
Skráning í knattspyrnuskóla KR alla virka daga í síma 27181.
Illl FORMPRENT
Hverfisgotu 78, simar 25960 - 25566
VISA
ALEFLI