Morgunblaðið - 05.06.1993, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Afleiðing röskunar í hringrás hafanna
Samgönguráðuneyti
Hiti færi und-
ir frostmark
TALIÐ er hugsanlegt að aukinn hiti á norðurhveli jarðar
vegna gróðurhúsaáhrifa geti raskað hringrás hafanna og
þar með Golfstraumnum með þeim afleiðingum að 6-8 stig-
um kaldara yrði á stórum hluta Norður-Atlantshafs í ná-
grenni íslands. Það þýddi að meðalhiti á íslandi yrði vei
undir frostmarki. Þetta kemur fram í grein Trausta Jóns-
sonar veðurfræðings og Tómasar Jóhannessonar jöklafræð-
ings í Lesbók Morgunblaðsins í dag.
Trausti og Tómas segja frá kenn-
ingum bandaríska vísindamannsins
.^Broecker um heildarhringrás
heimshafanna og segja að hún geti
skýrt margt í umræðu um veður-
farsbreytingar. Hringrásin, sem
gengur undir nafninu Færibandið
meðal vísindamanna, leiðir til djúp-
sjávarmyndunar suður af Græn-
landi sem veitir Golfstraumnum
norður eftir, til íslands.
íslensku vísindamennirnir segja
að ef jafnvægisástandið í höfunum
raskist, til dæmis af völdum gróður-
húsaáhrifa, geti hafstraumar breyst
_ í árþúsundir með þeim afleiðingum
að meðalhitinn á íslandi færi vel
undir frostmarkið.
Gróður í Sahara
Trausti og Tómas nefna að eitt
sinn hafi verið gróður í Saharaeyði-
mörkinni og regnskógar Amazon-
svæðisins mun minni en nú. Telja
þeir líklegt að breytingar þar teng-
ist öðru ástandi í hringrás heims-
hafanna en nú ríkir og að í umræð-
unni um gróðurhúsaáhrifin sé nauð-
synlegt að taka tillit til hugsanlegra
breytinga á Færibandinu.
Sjá Lesbók, bls. 4-6: „Veður-
horfur á næstu öld“.
Halldór Blöndal samgönguráðherra
Útboð sjónvarps-
rása kemur tíl álita
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra telur koma til álita að
bjóða út sjónvarpsrásir á örbylgju, en alls hefur verið sótt um
64 slíkar rásir til útvarpsréttarnefndar á sama tíma og einungis
um 20 rásir eru til skiptanna. Áhugi umsækjenda beinist einkum
að því að nota rásirnar til endurvarps á erlendu gervihnattasjón-
'varpi, en einnig er Háskóli Islands meðal umsækjenda og hefur
hug á að nýta rásimar til kennslusjónvarps.
Útboðsleiðin hefur verið farin í
Bretlandi á þeirri forsendu að hér
sé um takmarkaða auðlind að ræða,
og við síðustu úthlutun þar missti
til að mynda Thames-sjónvarpsstöðin
rás þá sem stöðin hafði haft yfir að
ráða um árabil vegna þess að annar
umsækjandi bauð betur.
I samtali við Morgunblaðið segir
Halldór Blöndal að hann telji að út-
varpsréttamefnd eigi að gæta þess
almenna sjónarmiðs í þessu sam-
bandi að nægilegt svigrúm verði til
að hreint kennslusjónvarp geti þróast
hér á landi. „Á hinn bóginn er aðkal-
, .Jandi spuming hvemig skuli standa
að því að varpa beint sjónvarpsefni
sem viðkomandi leggur ekkert í.
Raunar sé ég enga réttláta reglu um
hvemig hægt sé að gera upp á milli
einstaklinga og félaga þegar kemur
Drukkiní
bfltúr með
,föðumum
FIMMTÁN ára stúlka ók bíl á
staur á Flugvallarvegi í Reykja-
vlk í fyrrinótt. Faðir hennar sat
í framsæti bílsins. Telpan er talin
hafa verið ölvuð við aksturinn,
auk þess að vera réttindalaus.
Hvorki hana né föður hennar
sakaði, að sögn lögreglu, en bíllinn
skemmdist nokkuð.
að þessu. Við erum að úthluta verð-
mætum og ég sé ekki annað en að
útboðsleið komi þar til álita.“
Sjá miðsíðu: „Kapphlaupið
um sjónvarpsrásirnar".
Morgunblaðið/Einar Falur
Forsetar við upphaf kvöldverðar
GESTIR í kvöldverðarboði forseta íslands til heiðurs Portúgalsfor-
seta á Hótel Sögu í gærkvöldi skörtuðu sínu fegursta. Við upp-
haf kvöldverðarins stilltu frú Vigdís Finnbogadóttir, dr. Mário
Soares og frú Maria Barroso Soares sér upp til myndatöku. Opin-
ber heimsókn Portúgalsforseta hófst í gærmorgun og henni lýkur
á morgun, sunnudag.
Sjá nánar um heimsóknina á bls. 22-23
Starfsemi
Framtíðcir-
ferða verði
rannsökuð
SAMGONGURAÐUNEYTIÐ
hefur óskað eftir að Rannsókn-
arlögregla ríkisins rannsaki
starfsemi Framtíðarferða sem
undanfarna mánuði hafa selt
fjölda íslendinga íbúðaréttindi
í hóteli í Portúgal.
Samkvæmt heimildum blaðsins
fór ráðuneytið fram á rannsóknina
þar sem kvartanir hafa borist
vegna þess að fyrirtækið hafí ekki
staðið við samninga. Þannig hafí
Domino do Sol í Portúgal ekki
fengið í hendur sinn hluta þeirra
samninga sem Framtíðarferðir
hafí gert við einstaklinga hér á
landi. Það fólk sem keypt hafi sér
íbúðaréttindi hafí þess vegna kom-
ið að lokuðum dyrum í Portúgal.
Börn á sjúkrahúsum
Umönnun-
arbætur
til foreldra
FORELDRAR barna sem dvelj-
ast á sjúkrahúsi vegna lífs-
hættulegs sjúkdóms og þarfn-
ast yfirsetu foreldris eða fram-
færenda geta nú sótt um
umönnunarbætur frá Trygg-
ingastofnun.
Ákvæði fyrri reglugerðar um
að barnið yrði að dvelja í heima-
húsi og sjúkdómur eða fötlun hefði
í för með sér tilfínnanleg útgjöld
gerði það að verkum að ekki var
unnt að sækja um greiðslur vegna
bama sem dvöldu á sjúkrahúsi.
Sjá bls. 17: Aukinn réttur
sjúkra barna.
Heildartap Sambands íslenskra samvinnufélaga 1,4 milljarðar í fyrra
Endurskoðendur með
fyrirvara í áritun sinni
ENDURSKOÐENDUR Sambandsins telja að framvinda
mála og óvissa hjá tveimur dótturfélögum kunni að skerða
möguleika þess til að standa í skilum með skuldbinding-
ar. I áritun í ársreikningi benda þeir á að sú staða kunni
að leiða til þess að annað mat en það sem notað er í
ársreikningum á eignum Sambandsins ætti betur við.
„Hér er m.a. átt við þá alkunnu staðreynd að söluverð
eigna er annað og lægra við þvingaða sölu þeirra heldur
en það sem fæst við frjálsa samningsgerð,“ sagði Geir
Geirsson endurskoðandi í umsögn sinni á aðalfundi Sam-
bandsins í gær. Heildartap Sambandsins á sl. ári nam
alls tæplega 1,4 milljörðum króna og vegur þar þyngst
um 670 milljóna tap dótturfélaganna.
Fram kom á
allt það fé sem
aðalfundinum að
Sambandið hefur
lagt til Jötuns og Miklagarðs er nú
tapað og mjög gengið á framlag
Sambandsins tii íslensks skinnaiðn-
aðar á Akureyri. Áætlað tap Mikla-
garðs á sl. ári er 472 milljónir, tap
Jötuns var 151 milljón og Islensks
skinnaiðnaðar 95 milljónir. Eigin-
fjárstaða Miklagarðs og Jötuns var
neikvæð um samtals 160 milljónir
um áramótin en eiginfjárstaða ís-
lensks skinnaiðnaðar rýmaði á sl.
ári um 44%.
Athugað með eignasölu
Að sögn Sigurðar Markússonar,
stjórnarformanns Sambandsins, er
nú beðið eftir endanlegu uppgjöri
fyrir Miklagarð og mun stjórnin
ráða ráðum sínum eftir það vegna
frekari sölu eigna. Hann sagðist
vona að sala á þeim einingum Mik-
lagarðs sem eftir eru, þ.e. verslun-
inni við Sund og rafbúðinni, skýrð-
ist á næstu tveimur vikum. Að-
spurður um möguleika á sölu á 45%
hlut Sambandsins í Goða og 83%
hlut í Prentsmiðjunni Eddu sagði
Sigurður að engar ákvarðanir hefðu
verið teknar þar um. „En auðvitað
hlýtur að koma að því að við lítum
á þær eignir sem eftir eru og athug-
um hvað við getum selt af þeim til
þess að halda ennþá áfram að
greiða skuldir."
Sjá bls. 20: „Heildartap Sam-
bandsins 1,4 milljarðar kr.“