Morgunblaðið - 16.06.1993, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
133. tbl. 81.árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólitískt neyðarástand í Azerbajdzhan
Uppreisnarlið
sækir til Baku
Moskvu, Róm. Reuter.
GEIDAR Alyev, fyrrum leiðtogi kommúnistaflokksins í Azerbajdz-
han, var í gær kjörinn þingforseti landsins. Hann sat lengi í
miðstjórn sovéska kommúnistaflokksins og var aðalritari hans í
Azerbajdzhan þar til hann var leystur frá störfum af Míkhaíl
Gorbatsjov Sovétforseta árið 1987. Mjög harðir bardagar hafa
verið háðir í Azerbajdzhan undanfarna daga milli stjórnarhersins
og uppreisnarmanna, sem sagðir eru sækja að höfuðborginni.
Pavarotti
þreyttur?
New York. The Daily Telegraph.
LÍKLEGT er, að Luciano Pa-
varotti, söngvarinn heims-
kunni, setjist brátt í helgan
stein að mestu. Er þetta haft
eftir vini hans en söngvarinn
sjálfur er á öðru máli.
„Mér fínnst
trúlegt, að
Pavarotti hætti
reglulegum
óperusöng eftir
eitt ár eða tvö
og haldi aðeins
konserta,"
sagði Herbert
Breslin en Pa-
varotti, sem er
57 ára að aldri, hefur lengi ver-
ið allt of feitur og þjáist af ýms-
um krankleika. „Eitt veit ég þó
fyrir víst og það er, að hann
vill ekki taka sig á og læra af
reynslunni. Pavarotti er að eld-
ast en kann ekki að taka á því.“
Pavarotti segir, að þetta eigi
ekki lengur við. Hann hafi lést
um 15 kíló og sé ekki lengur
jafn slæmur í hnjánum og áður.
„Ég er allt annar maður og stefni
að því eftir eitt eða tvö ár að
byija aftur á tennisleik."
Pavarotti
Uppreisnin gegn stjórninni
hófst fyrir tæpum tveimur vikum
í borginni Gyandzha í vesturhluta
landsins og eftir mannskæða bar-
daga, sem kostuðu 70 manns lífíð,
náðu uppreisnarmenn henni á sitt
vald. Uppreisnarmennirnir hafa
síðan haldið í átt að Baku, án
þess að mæta andstöðu en í gær
bárust fregnir af hörðum átökum
í um 120 km fjarlægð frá höfuð-
borginni.
Pólitískt upplausnarástand er í
landinu í kjölfar uppreisnarinnar
og er forseti landsins, Abulfaz
Elchibej, mjög óvinsæll, ekki síst
vegna slæms gengis azerskra
sveita í bardögum við Armena í
Nagorno-Karabakh. Alijev sagði í
þingræðu í gær að binda bæri
enda á átökin við Armena eins
fljótt og unnt væri.
Reuter
„Allt sem mannréttindi eru ekki“
HARIS Silajdzic, utanríkisráðherra Bosníu, fór með
mikinn reiðilestur á mannréttindaráðstefnunni í Vín í
gær og spurði hve lengi þjóðir heims ætluðu að sætta
sig við þjóðarmorð í landi hans. Sagði hann, að Bosn-
ía væri „allt sem mannréttindi eru ekki“ og „blóðugur
blettur“ á samvisku þjóðanna. Var síðar samþykkt
einróma að skora á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
að stöðva hryllinginn í Bosníu. Nýjustu fféttir af stríð-
inu í landinu eru þær, að Serbar og Króatar hafa
tekið höndum saman í sumum héruðum landsins gegn
múslimum. Hér eru Serbar í Konjig-héraði að flytja
fangna múslima aftur í hendur Króata.
Banda
tapaði
Blantyre. Reuter. The Daily Telegraph.
ÞRJÁTÍU ára einræði Hastings
Banda, mannsins sem sagður er
hafa stjórnað Malaví líkt og hann
ætti það sjálfur, er á enda. Lýð-
ræðissinnar báru sigurorð af
flokki „svarta hanans", flokki
stjómarinnar. Samkvæmt bráða-
birgðaúrslitum þjóðaratkvæða-
greiðslunnar, sem kynnt voru í
gær, þótti sýnt að flokkar lýðræð-
issinna hefðu hlotið um 70% fylgi.
Biðraðir mynduðust snemma
morguns og sváfu sumir kjósenda
undir berum himni við kjörstaði
nóttina fyrir kjördag. Glatt var yfir
þátttakendum og að sögn umsjónar-
manna kjörstaða var mikil spenna
í loftinu enda var þetta fyrsta tæki-
færi margra til þess að segja hug
sinn um stjómskipan landsins án
þess að óttast frelsissviptingu.
Sjá bls. 23: „01íuluktin“ ber
sigurorð af „svarta hananum“
Jan Henry T. Olsen, sjávarutvegsráðherra Noregs, um hvalveiðarnar
„Miinum aldrei beygja
okkur fyrir hótunum“
Reuter
Dalal Lama í Vín
KÍNVERJUM mistókst í gær að koma í veg fyrir, að Dalai Lama, trúar-
leiðtogi Tíbeta, fengi að sækja Mannréttindaráðstefnuna í Vín en þeir
höfðu haft í óbeinum hótunum við þau ríki, sem dirfðust að hafa við
hann einhver samskipti. Kínverjar lögðu Tíbet undir sig með hervaldi
1950 og níu árum síðar flýði Dalai Lama til Indlands í kjölfar misheppn-
aðrar uppreisnar gegn yfirráðum Kínveija. Hann fékk friðarverðlaun
Nóbels 1989 vegna baráttu sinnar fyrir frelsi landsins. Dalai Lama er
hér að koma í ráðstefnumiðstöðina þar sem mannréttindaráðstefnan er
haldin og ætlaði hann að ávarpa fund ýmissa óopinberra samtaka.
Sjá „Dalai Lama ...“ á bls. 22.
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins.
NORSKU hvalbátarnir, 28 að tölu, lögðu úr höfn nú í vikunni
en slæmt veður hefur hingað til komið í veg fyrir veiðar. Evrópsk-
um fyrirtækjum, sem látið hafa undan þrýstingi grænfriðunga
og neita að kaupa norska vöru, hefur eitthvað fjölgað en norsk
yfirvöld gera lítið úr því og benda á, að sala á norskum laxi
hafi verið að aukast að undanförnu. Norski sjávarútvegsráðherr-
ann, Jan Henry T. Olsen, sagði í Tókýó í gær, að Norðmenn
myndu aldrei beygja sig fyrir hótunum eða þrýstingi.
Veiðisvæði hvalbátanna er gífur-
lega stórt, úti fyrir ströndum Norð-
ur-Noregs og í átt til Jan Mayens,
Svalbarða og Bjamareyjar, og segj-
ast hvalveiðimenn ekki óttast að
hugsanlegir hvalavinir muni finna
þá á miðunum. Af refsiaðgerðum
er það að frétta, að breska verslana-
keðjan „Iceland" hefur ákveðið að
fara að tiimælum grænfriðunga og
hætta að kaupa norska rækju og
áður hafa þijár verslanakeðjur í
Þýskalandi hætt að selja norskan
lax, ost og ákavíti. Eitthvað hefur
verið um svipaðar aðgerðir í Banda-
ríkjunum en það mun vera lítið.
Útflutningiu' Norðmanna
hefur verið að aukast
Grænfriðungar halda því fram,
að norskir útflytjendur hafi tapað
um 1,3 milljörðum kr. í Þýskalandi
og Bandaríkjunum vegna hvalveið-
anna en þó er það svo, að útflutn-
ingur til þessara
landa hefur auk-
ist það sem af
er árinu. Sala á
frosnum laxi í
Þýskalandi hef-
ur tvöfaldast og
aukist töluvert í
ferskum.
Jan Henry T.
Olsen, sjávarút-
vegsráðherra
Noregs, sagði í
Tókýó í Japan í
gær að Norð-
menn óttuðust ekki refsiaðgerðir
og myndu heldur aldrei beygja sig
fyrir hótunum og þrýstingi um-
hverfíssamtaka á borð við grænfrið-
unga. Kvaðst hann vona, að Japan-
ir sýndu samstöðu með þvi að kaupa
meira af norskum fiski en þeir hafa
þegar boðist til að kaupa allt hval-
kjöt sem þeir geta fengið.
Jan H.T. Olsen