Morgunblaðið - 16.06.1993, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
Stef við náttúruna
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Fram til 20. júní sýnir ung
myndlistarkona, Ragnhildur
Ragnarsdóttir að nafni, allmargar
tréristur í svart-hvítu í sýningar-
salnum Stöðlakoti við Bókhlöðu-
stíg 5. Ragnhildur lauk námi úr
grafíkdeild MHÍ vorið 1989 og er
þetta fyrsta einkasýning hennar,
en hins vegar hefur hún tekið
þátt í nokkrum samsýningum og
m.a. á alþjóðlegri sýningu á litlum
grafíkverkum í Barcelona á sl. ári.
Það eru einmitt litlu stærðimar
sem eru gegnumgangandi á þess-
ari sýningu, hreinustu „míníatúr-
íur“ að segja má. En sjálfur mið-
illinn, þ.e. tréristan, er þó ekki
mjög vel fallin við gerð þessarar
sérstöku tegundar mynda, og
ætti t.d. tréstunga eða „xylograf-
ía“, eins og tæknin heitir á fag-
máli, mun betur við. Hvað „xylo-
grafíu“ snertir þá er tréstokkurinn
þykkari og viðurinn mun harðari
og þéttari, og verkfærin þar af
leiðandi beittari og oddhvassari.
Menn nota hér enda viðarins eða
plötur límdar saman af mörgum
smáum einingum af hörðum viði
t.d. „buksboom", þ.e. sortulyng-,
sviði.
Tréristan byggist yfirleitt á
þunnum og mjúkum viði svo sem
lindi- eða perutré, skorið að endi-
löngu, en seinna var harðari viður
notaður, t.d. ef tréð er skorið
þversum. Tæknin telst vera há-
þrykk eða eins konar lágmyndar-
þrykk, „relief“. Stundum eru enn
harðari efni notuð, t.d. málmur,
en einnig mýkri, eins og dúkur,
og þegar menn notast við slíka
tækni er það nefnt eftir því sem
við á hveiju sinni, málmrista eða
dúkskurður.
Það er einmitt hin sérstaka lág-
myndatækni í tréristunni sem
Ragnhildur Ragnarsdóttir hag-
nýtir sér við útfærslu mynda
sinna, sem eru líkast tilbrigðum
við eitt meginstef. Ragnhildur
virðist hafa heillast af áferð tækn-
innar og möguleikum hennar við
að framkalla stöðugt ný og ný
tilbrigði við sama stefíð, en þessi
aðferð sem hún beitir virkar þó
mjög einhæf.
Tréristan, sem lítur út fyrir að
vera svo einföld og einhæf í eðli
sínu, er þó einmitt viðurkenndur
erfiðasti grafíski miðillinn. Þá er
ekki átti við tæknina í sjálfu sér
heldur árangurinn, en það er jafn
auðvelt að ná þokkalegum árangri
og það er erfitt að ná afburða
árangri. Og svo lumar tréristan á
svo mörgum einföldum en mjög
hreinum tæknibrögðum, og það
er hreint lygilegt. En hér er ein-
mitt falinn styrkur hennar um
leið og hin beina og einfalda tján-
ing er í höndum hins ótvíræða
listamanns mjög öflugur miðill.
Norðmaðurinn Edvard Munch,
sem öðrum fremur endurreisti tré-
ristuna, náði mögnuðum áhrifum
á ótrúlega einfaldan hátt og gerði
listheiminn forviða, þegar plöt-
urnar voru sýndar ásamt þrykkj-
unum eftir dauða hans. Hann
skar, eða réttara handsagaði með
Ragnhildur Ragnarsdóttir
leikfangasög (!) hina tilfallandi
litafleti lausa hvern af öðrum og
setti svo saman aftur eftir inn-
förvun, svo að úr varð aftur heil
plata, líkt og samsettar einingar
i myndkotru (!) og síðan var ein-
ungis þrykkingin eftir.
Eg segi frá þessu hér vegna
þess að mér finnst mjög skorta á
að Ragnhildur notfæri sér mögu-
leika tréristunnar. Hún virðist
þvert á móti láta sér nægja eina
aðferð og þrengir sér þannig
tæknilega út í horn. Það er ekki
nóg að myndirnar séu snotrar
fyrir augað, því að þær verða
einnig að grípa skoðandann á ein-
hvern hátt og sannfæra hann um
að hér hafí átt sér stað nokkur
átök við miðilinn.
Sýningunni er ágætlega fyrir
komið í hinu litla en innilega rými.
Píanósnillingnr
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónleikar píanósnillingsins
Leonidas Lipovetsky á listahátíð
í Hafnarfirði sl. mánudag munu
verða viðstöddum eftirminnilegir.
Á efnisskránni voru verk eftir
Mozart, Beethoven, Chopin og
Schumann. Tónleikamir hófust á
D-dúr sónötunni K. 311 eftir
Mozart. Þrátt fyrir nokkuð
óvenjulegan leikmáta, þar sem
útfærslan var mjög meitluð og
skýr og í heild kraftmikil, var leik-
ur Lipovetskys mjög sannfærandi
og _glæsilegur.
Opus 111 eftir Beethoven er
mikið skáldverk og þar var leikur
Lipovetskys oft sérlega áhrifa-
mikill og mótaður með sterkum
andstæðum. Inngangurinn var
málaður sterkum litum í styrk.
Aðalþátturinn, sem er sérlega
ástríðuþmnginn, var á köflum
nokkuð harður en samt vel leik-
inn. Síðasti kaflinn er „aríetta“
með fjórum tilbrigðum og coda
(eftirmála) og voru sum tilbrigðin
meistaralega vel leikin. Eftirmál-
inn endar á því að aríettu-stefið
er klætt í trillur, sem á að leika
undur veikt og þar vantaði þá
„himensku" upphafningu, er
margir telja sig skynja í þessu
stórbrotna skáldverki.
Eftir Chopin lék Lipovetsky
c-moll pólonesuna (op. 40, nr. 2)
og þar var hann nokkuð harðhent-
ur en sló á léttari strengi í nætur-
ljóði í E-dúr (op. 62, nr. 2) og
fjórum masúrkum op. 68.
Tónleikunum lauk með Fasch-
ingsschwank aus Wien, op. 26,
sem er ekki talið með bestu verk-
um Schumanns og er fyrsti
kaflinn mjög langur og t.d. mikið
um temtískar endurtekningar.
Þriðji (scherzino) og sérstaklega
sá fjórði (intermezzo) eru bestu
hlutar verksins, en sá síðasti, sem
er í sónötuformi og mjög erfiður,
Leonidas Lipovetsky
var aldeilis stórkostlega vel leik-
inn af Lipovetsky.
Eins og fyrr segir er leikstíll
Lipovetskys mjög ákveðinn, skýr
og hvassbrýndur en borinn upp
af sterkri tilfinningu fyrir formi,
sem þó er á köflum nokkuð ýkt,
en af slíkri tækni, sem aðeins
stórpíanistar ráða yfir.
Formrænar
vangaveltur
Myndlist
Bragi Asgeirsson
Sýningarsalurinn önnur hæð
á Laugavegi 37 kynnir út júní-
mánuð nokkur verk skoska
myndlistarmannsins Alan Jo-
hnston. Auk þess hefur sýning-
arsalurinn gefið út litla og lag-
lega bók um listamanninn, sem
einungis er þrykkt í 100 eintök-
um og er upphafstitill hennar
„Frá íjallinu til sléttunnar".
Hönnun bókarinnar hefur Birgir
Andrésson annast, Prentmynda-
stofan hf. sá um fílmuvinnu,
Bragi Halldórsson um umbrot,
og G. Ben prentstofa um prent-
un og bókband. Útgefandi er svo
P.B. Gallerie.
Sýningasalurinn hefur nokkra
sérstöðu hér í borg þar sem
hann er einungis opinn á mið-
vikudögum milli kl. 14 og 18,
og svo eftir samkomulagi, eins
og það heitir. Jafnframt kynnir
hann yfirleitt listamenn, sem
vinna á mjög afmörkuðu sviði
naumhyggju og hugmynda-
fræðilegrar listar. ÚEitt verka Alan Johnston.
Alan Johnston er hér engin
undantekning, en hann gengur víla slíkir ekki fyrir sér, sem er
út frá ákveðinni tegund flatar- eiginlega einkennandi fyrir þá,
málslegrar naumhyggju. Hér að afskrifa öll fyrri gildi og setja
áður fyrr hefði slík list fallið aðra listamenn út í kuldann.
ágætlega inn í hina svonefndu Alan Johnston virðist hafa
strangflatalist, en nú eiga for- fundið sinn formræna grundvöll,
sendumar vísast að vera aðrar sem hann endurtekur á ýmsan
og formin segja nýja sögu. hátt. Er hér um að ræða mjög
Fyrir áratug eða svo, másegja dökkan ferhyrndan grunnflöt,
að tilraun hafi verið gerð til að sem hann opnar með eins konar
endurreisa strangflatalistina aflöngum ferhyrndum gluggum
undir nýjum formerkjum og og þá oftast tveimur eða þrem-
náðu t.d. hugmyndir Svisslend- ur. Dökki skugginn er jafnan
ingsins Helmut M. Federle, sem opinn og mjög lífrænn og er ljóst
hingað hafði komið og kennt við að áferðin hefur mikið að segja
MHÍ, um einfalda sértæka flata- í myndferlinu og jafnvel mætti
skipan á myndfleti, nokkurri ætla að gluggarnir á fletinum
útbreiðslu. Það sem greinir eigi að undirstrika það nákvæma
þessa tegund listar frá hinni vinnsluferli.
eldri er, að í fyrra fallinu voru Þetta formræna ferli hefur
menn öðru fremur að leita að hann gert að kennimarki sínu
formrænusamræmi,jafntísvart og vinnur það jafnvel á hús-
hvítu sem í lit, en nú er lögð gafla, eins og hann vildi segja:
jafn mikil, og jafnvel enn meiri „Alan Johnston hefur verið hér.“
áhersla, á hið hugmyndafræði- En þá er þessi iðja jafnframt
lega að baki. Að vísu þótti mönn- orðin að þeirri tegund vegg-
Um alveg nóg um alla fræðina krots, sem hefur hlotið nafnið
að baki strangflatalistarinnar og „graffiti". En það sem skilur
þá miklu þrúgandi, spekingslegu Johnston frá öðrum graffiti-
alvöru og trúarhita, sem iðkend- listamönnum er að hann vinnur
ur hennar voru margir haldnir. meira meðvitað, en eins og
Kannski hefur það lítið breyst kunnugt er einkennir graffiti-
nema þá að í dag er fræðikenn- listamenn hröð og opinská túlk-
ingin önnur, en hins vegar er un. Hjá Johnston er formið hins
trúarhitinn og sannfæringar- vegar kyrrt og óhagganlegt, eins
krafturinn hinn sami. Þannig og meitlað inn í húsgaflinn.
Karlakónnn Heimir
skemmtir Þingeyingnm
Húsavfk.
SKAGFIRSKI Karlakórinn
Heimir hefur á liðnu vori sung-
ið víða á Norðurlandi og er að
ljúka vortónleikum sínum með
söngför til Austurlands og
syngur þar á nokkrum stöðum.
Á leið sinni austur hafði kórinn
söngskemmtun að Breiðumýri í
Reykjadal fyrir troðfullu húsi og
við sérstaka hrifningu áheyrenda.
Kórinn varð að endurtaka mörg
lög og honum ekki hleypt af
söngpöllunum fyrr en hann hafði
sungið fjögur aukalög, þó að á
söngskránni hafi verið 16 lög. Þar
með sýndu Skagfírðingar að þeir
eru söngglaðir og ekki kostbærir
á að láta í sér heyra og að þeir
vildu uppfylla óskir áheyrenda.
Söngstjóri kórsins er nú Sólveig
S. Einarsdóttir, Varmalæk, og
hefur hún stjórnað kómum sl. ár
og náð mjög góðum tökum á þeim
karlahóp, 55 mönnum, sem kórinn
skipa. Það er ekki algengt að sjá
kvenmenn stjórna karlakórum en
Sólveig sýndi að hún er ekki síður
til þeirra verka fær en karlmenn
alrnennt og mörgum fremri.
Undirleikarar voru Thomas
Higgerson 'og Jón St. Gíslason.
Einsöngvarar Gísli, Pétur og Sig-
fús Péturssynir, Jón St. Gíslason
og Einar Halldórsson.
Það má segja að Skagfirðing-
arnir komu, sungu og sigruðu og
Þingeyingar vænta þess að fá að
sjá þá og heyra sem fyrst aftur.
- Fréttaritari
Sung-ið fyrir Þingeying-a
KARLAKÓRINN Heimir á söngskemmtun í Breiðumýri í Reykjadal.