Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 14

Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 14
14__________MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1993_ Loftskeytastöðin í Reykjavík 7 5 ára eftir Kormák Kjartansson Einangrun sjómanna rofin Hafið þið leitt hugann að því, hvaða áhrif það hefði á mannlífið í landinu, ef misstum rafmagnið til frambúðar? Næstum allir lifnaðar- hættir nútímamannsins byggjast á þessu sérstaka fyrirbæri „Raf- magni“. Þetta er undirstaðan að öllum þeim tækniframförum, sem átt hafa sér stað frá því að það var beislað (fundið upp). Án þess hefð- um við ekki þá lýsingu, síma, út- varp, sjónvarp, tölvur, heimilistæki, farartæki o.s.frv., sem við teljum sjálfsagðan hlut í dag, það felst mikill sannleikur í orðatiltækinu. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Bókstaflega allt fer úr skorðum og nútímamaðurinn veit varla sitt rjúkandi ráð ef raf- magnið fer af, þó ekki sé nema stuttan tíma. Þá helst koma upp hugrenningar hjá fólki um daglega lifnaðarhætti þess fólks, sem uppi var fyrir tíma rafmagnsins. Þótt bylting hafi orðið í lifnaðarháttum og samskiptum fólks á landi, með tilkomu rafmagns og síðar síma, var einangrun manna hvergi rofin á eins afgerandi hátt og með til- komu radíófjarskipta við skip, engir voru jafn einangraðir frá umheimin- um og einmitt sjómenn. Loftskeytastöðin í Reykjavík stofnuð Það er ekki tilgangurinn með þessum skrifum að rifja upp sögu loftskeytanna (radíófjarskiptanna). Það hefur þegar verið gert rækilega í blöðum og bókum samanb. bók Ólafs K. Bjömssonar „Loftskeyta- menn og fjarskiptin", útgefin 1987. Heldur til að minna á 75 ára af- mæli þeirrar fjarskiptastöðvar, sem hvað mestan þátt hefur átt í að ijúfa áðurnefnda einangrun sjómanna hér við land þ.e. Loftskeytastöðvar- innar í Reykjavík, öðru nafni Reykjavík Radio/TFA, en hún var opinberlega opnuð almenningi til fjarskipta við skip á þjóðhátíðar- daginn þann 17. júní árið 1918, og verður því 75 ára í sumar. Það yrði langt mál að rifja upp sögu stöðvar- innar yfir allan þennan tíma í einni blaðagrein, og verður því stiklað á stóru hvað varðar helstu ártöl og áfanga í sögu hennar. Árið 1918. Stöðin sem er í eigu Pósts og síma, var tekin í notkun í nýju húsnæði vestur á Melum. Auk afgreiðslubúnaðar voru sendar svokallaðir „neistasendar", viðtæki og loftnet staðsett þar, m.a. tvær 77 metra háar loftnetsstangir. Ifyrsta árið var loftskeytamaður aðeins einn. Afgreitt var á morse og eingöngu að degi til. Á árunum 1919-1921 fjölgaði loftskeytamönnum um þijá og 1921 er fyrsta árið sem bytjað er að ráði á skeytaafgreiðslu við skip, en af- greiðslan hafði áður að mestu farið fram í formi fréttaskeyta, af- greiðslu fyrir erlend sendiráð og aðstoðar vegna kapalslita. Það ár voru afgreidd 1392 skeyti. Til sam- anburðar voru afgreidd 227.407 skeyti og samtöl árið 1992. Á árunum 1926-1930 voru tekn- ir í notkun þrír nýir lampasendar, sem gátu unnið bæði á langbylgju, millibylgju og stuttbylgju og komu þeir í staðinn fyrir neistasendana sem fyrir voru. Árið 1938 þann 10. maí var opn- að talsamband við skip á millibylgju um talbrú á stöðinni, var þá hægt að afgreiða samtöl til og frá skipum um símakerfi í landi. Fyrsta árið voru afgreidd 3.497 samtöl. Til samanburðar voru af- greidd 59.379 samtöl árið 1986. Síðan hefur talsvert dregið úr þeim fjölda, einkum á metrabylgju (VHF), með tilkomu farsímans. Stríðsárin og árin eftir stríð Árið 1940 við hemám Breta þann 10. maí, var stöðin sett undir eftir- lit hemámsliðsins og allt talsam- band við skip lagt niður frá og með 3. júlí. Á stríðsárunum tók stöðin virkan þátt í hernaðar- og björgun- araðgerðum bandamanna á Norður- Atlantshafi og viðskiptin að mestu leyti við herskip þeirra. Árið 1945, að stríði loknu, var millibylgju-talsamband við skip opnað að nýju þann 15. október. Arið 1950 hófust stuttbylgju-talvið- skipti við skip með fjarskiptabúnaði „Talsambandsins við útlönd" og við- töku um viðtæki Fjarskiptastöðvar- innar í Gufunesi. Stöðin flyst í Gufunes Árið 1963 flutti stöðin með starf- semi sína í húsnæði Fjarskipta- stöðvarinnar í Gufunesi. Var það að hluta til tilkomið vegna öryggis flugumferðar við Reykjavíkurflug- völl, kröfu Háskólans til meira land- rýmis og hagkvæmnissjónarmiða vð að sameina þá þjónustu á einum stað, sem heyrir undir strandar- stöðvaþjónustu, en hluti þeirrar þjónustu hafði áður farið fram í Gufunesi. Við bættist nú fjarskipta- þjónusta á millibylgju við bíla og ýmsa fjallaskála svokölluð „Land- farstöðvaþjónusta", undir heitinu Gufunesradíó. Mikil aukning var á næstu árum í þeirri þjónustu fram til ársins 1965. Á því tímabili fjölg- aði afgreiðslunni úr 4.500 í 9.790 yfir árið og 1.159 bifreiðar voru skráðar með talstöðvar í árslok árið 1965. Síðan hefur jafnt og þétt dregið úr almennri afgreiðslu í þeirri þjónustu og hún nú að mestu leyti í formi öryggishlustvörslu og afgreiðslu, einkum fyrir farartæki sem stödd eru á hálendi landsins þ.e. Gufunesstöðin eins og hún er kölluð er, ennþá eina stöðin sem hefur útbreiðslusvæði yfir allt land- ið og á Farsíminn ennþá talsvert langt í land með því að ná því, sem stendur eru 1.000 bílar skráðir með svokallaðar „Gufunesstöðvar" og 23 fastastöðvar eru skráðar vítt og breitt um landið. Við flutning stöðv- arinnar í Gufunes var nú sendum á Rjúpnahæð og Suðurnesi v/Sel- tjarnarnes fjarstýrt frá stöðinni og hafði hún nú aðgang að viðtökuloft- netum á staðnum. Sendastöðin í Rjúpnahæð er aðal-sendastöð stöðvarinnar og öllum stuttbylgju- sendum stöðvarinnar fjarstýrt þar frá Gufunesi auk fleiri millibylgju- og langbylgjusenda. Stöðin fjar- stýrir einnig sendum og viðtækjum fyrir millibylgju- og langbylgjuaf- greiðslu víða um landið, bæði í sjó- farstöðva- og landfarstöðvaþjón- ustunni. Ýmis þjónusta stöðvarinnar Eins og flestir vita er höfuðhlut- verk stöðvarinnar eins og annarra strandarstöðva, sem annast almenn viðskipti við farstöðvar að vera tengiliiður milli sjófarenda og fólks í landi auk þess að annast öryggis- og neyðarafgreiðslu í sjófarstöðva- og landfarstöðvaþjónustunni. Þessi afgreiðsla fer fram í nánu sam- starfi við björgunaraðila, svo sem SVFÍ, Landhelgisgæslu og Flug- björgunarmiðstöðina á Reykjavík- urflugvelli. Hefur sú samvinna yfir- leitt verið farsæl og átt þátt í björg- un ótal mannslífa í gegnum árin. Auk þessarar þjónustu sér stöðin um reglulegar útsendingar á veður- fregnum, ís- og stormviðvörunum, og öðrum aðvörunum til sjófarenda, bæði á tali, morse og með radíófjar- ritun (Navtex). Fréttaútvarpi Ríkis- útvarpsins er ennfremur útvarpað um stuttbylgjusenda stöðvarinnar, fimm sinnum á sólarhring til skipa og íslendinga erlendis bæði í Evr- ópu og Norður-Ameríku. Umtalsverður hluti af afgreiðslu stöðvarinnar er viðtaka skyldutil- kynninga íslenskra skipa til „Til- kynningaskyldunnar", sem er í umsjá SVFI og staðsett er í húsi Slysavarnafélagsins við Granda- garð. Ótal fleira mætti telja upp varðandi þá þjónustu, sem stöðin veitir, en þetta látið nægja að sinni. Tæknibreytingar og fjarstýringar Árið 1967 voru tekin upp talvið- skipti við skip á metrabylgju (VHF). I dag fjarstýrir stöðin sendiviðtækj- um á metrabylgju á sjö stöðum við vestanvert landið auk stöðvarinnar í Gufunesi, þ.e. Hænuvík á Barða- strönd, Hellissandi, Stykkishólmi, Borgarlandi í Helgafelissveit, Fróð- árheiði, Rjúpnahæð og Þorbjarnar- felli við Grindavík. Á fimm þessara staða starfrækir stöðin sérstaka rás, Rás-09, vegna afgreiðslu á Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Almenn viðskipti á metrabylgjum hafa dregist mjög saman eftir til- komu farsímans, en á móti hefur komið gífurleg fjölgun á skyldutil- kynningum, sem órsakast að mestu af stækkun smábátaflotans. Af sömu ástæðu eru öryggis- og neyð- artilfelli orðin mun algengari á þessu tíðnisviði, sem stöðin þarf að hafa afskipti af. Á árinu 1978 tók gildi lögboðin breyting á stutt- bylgjuafgreiðslu stöðvarinnar við skip frá styrkmótun (AM) yfír í ein- hliðabandsmótun (USB). Hið sama átti sér stað hvað varðar milli- bylgjuafgreiðsluna þann 1. janúar 1982, sem hafði í för með sér ýms- ar breytingar á tækjum stöðvarinn- ar. Við þessa breytingu jókst mjög langdrag og gæði fjarskiptanna. Þann 28. júní 1983, hófust svokall- aðar „Navtex-útsendingar" frá stöðinni á 518 kHz. Þetta eru radíó- íjarritasendingar á veðurspám og ýmsum aðvörunum og tilkynning- um til sæfarenda. Sérstakt viðtæki er til viðtöku á þessum sendingum um borð í skipum, með blaðskrif- ara. Keðja strandarstöðva um allan heim sendir út á Navtex og verða viðtæki fyrir 'það lögboðin fyrir öll skip 300 brt. og stærri frá og með 1. ágúst 1993. Sent erút á ensku, en búið er að samþykkja sérstaka rás til útsendinga á þjóðtungum þeirra landa, sem strandarstöðvarn- ar tilheyra, sé þess óskað. 1. desem- ber 1989 tók Reykjavík radíó yfir strandarstöðina í Neskaupstað og er henni nú alfarið fjarstýrt frá Gufunesi. Þetta kom bæði til vegna manneklu þar og aukinnar tækni og öryggis með lagningu ljósleiðara um landið. Þetta er þróun, sem mun halda áfram og á sér stað um allan heim til hagræðingar, vegna minnk- andi almennra viðskipta hjá strand- arstöðvunum. T.d. verða eingöngu tvær strandarstöðvar starfræktar í Svíþjóð í lok þessa árs og tvær í Danmörku. Samkeppni við gervihnattaþjónustu Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir gervihnattabúnaði í skip (In- marsat), en hann kemur helst að gagni umfram venjulegan fjar- skiptabúnað fyrir skip, sem sigla að öllu jöfnu á fjarlægum höfum í mikilli fjarlægð frá næstu strandar- stöð, eða skip með mjög mikið við- skiptamagn, en venjuleg flutninga- skip með stuttbylgjustöð um borð sem sigla um heimshöfin hafa í raun enga þörf fyrir gervihnatta- stöð, enda ekki skylda að starf- rækja þær um borð í skipum, sam- kvæmt reglum Alþjóða-siglinga- málastofnunarinnar um öryggi á höfunum (GMDSS), sem ganga í gildi í áföngum fram til aldamóta. Skip sem sigla milli íslands og Vestur- eða Norður-Evrópu eða með ströndum Evrópu eru í stöðugu sambandi á millibylgju og síðan metrabylgju þegar nær dregur landi, og verða það um ófyrirsjáan- lega framtíð, það sem mælir á móti kaupum og notkun gervi- hnattastöðvar um borð í skipum er eftirfarandi: 1) Mikill stofnkostnað- ur, 2) há fjarskiptagjöld, 3) algjört sambandsleysi ef eitthvað kemur fyrir loftnet stöðvarinnar, 4) skip sem sigla norður fyrir u.þ.b. 70° norður eða suður fyrir 70° suður breiddar missa samband við gervi- hnöttinn, því þau eru þar með kom- 1 I I I I I I I I I I \ \ I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.