Morgunblaðið - 16.06.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
15
in út fyrir útbreiðslusvæði hans.
Ódýr þjónusta
Samanburður á mínútugjaldi t.d.
fyrir íslenskt skip að tala hingað
til lands annars vegar um Reykja-
vík radíó og hins vegar um gervi-
hnött. Um Reykjávík radíó kostar
mínútan 37 kr. ef skipið er statt
utan 150 sjóm. frá landi. Um gervi-
hnött kostar mínútan 562,20 kr.
eða rúmlega 15 sinnum dýrari.
Gjöld fyrir radíó-símtöl til útlanda
um Reykjavík radíó hvert sem er í
heiminum eru frá 55,95 kr. til hæst
208.70 kr. mínútan, eftir því hvort
skipið er statt innan eða utan 150
sjóm. frá íslandi og hvort um er
að ræða dagtaxta eða næturtaxta,
en næturtaxtinn, sem gildir frá kl.
23 að kvöldi til kl. 8 að morgni,
er um 17% lægri en dagtaxtinn.
Kvaðning um Reykjavík radíó kost-
ar 27 kr. pr. símtal innanlands en
433.70 kr. um jarðstöðina Eik í
Noregi. Þess skal getið að stutt-
bylgjugjöld í Reykjavík radíó eru
þau lægstu í heimi. Öll ofangreind
gjöld eru fyrir utan virðisauka-
skatt. Af þessu má sjá að gervi-
hnattaþjónustan er langt frá því að
vera samkeppnisfær með samtöl
hvað verð snertir. Það er líka um-
hugsunarefni fyrir þjóðholla íslend-
inga að gjöldin fyrir gervihnatta-
þjónustuna fara að mestu leyti til
útlendinga.
Nýr afgreiðslusalur og
fjarskiptabúnaður
Á árinu 1987 var farið að huga
að endurnýjun á afgreiðslubúnaði
stöðvarinnar en hann var kominn
nokkuð til ára sinna. Sú endurnýjun
var með það í huga að setja hann
niður á sama stað og sá eldri var
á. Stuttu síðar kom ósk frá Reykja-
víkurborg um kaup á landi stöðvar-
innar í Gufunesi. Var síðan samið
við borgina um kaup á landinu að
undanskildum u.þ.b. 12 hekturum
í kringum stöðvarhúsið. Þetta hafði
í för með sér að flytja þurfti meiri-
hlutann af viðtökuloftnetum stöðv-
arinnar burt af stöðvarlóðinni. Að
lokum var ákveðið að endurnýja
bæði viðtækin og loftnetin, og
byggja nýja viðtökustöð að Þver-.
holti á Mýrum og fjarstýra bæði
viðtækjum og loftnetum þar frá
stöðinni í Gufunesi. Er þeirri fram-
kvæmd nú lokið. Jafnframt var
ákveðið að byggja nýjan afgreiðslu-
sal fyrir starfsemina í Gufunesi
bæði fyrir fjarskiptin við skipin og
fjarskiptin við Atlantsflugið. Hefur
sá salur nú nýlega verið tekinn i
notkun með nýjum afgreiðslu- og
fjarskiptabúnaði sem smíðaður var
í Noregi og hannaður með aðstoð
starfsmanna hér. Með nýjum full-
komnum fjarskiptabúnaði skapast
möguleikar á fjölbreyttari þjónustu
stöðvarinnar og frekari fjarstýr-
ingu..
Aukíð vægi öryggis- og
neyðarfjarskipta
í því nýja Alþjóða neyðar- og
öiyggiskerfi (GMDSS), sem hóf
göngu sína á sl. ári og verður end-
anlega lögleitt um aldamótin, gegna
strandstöðvar ákveðnu hlutverki og
mun Reykjavík radíó skipa sinn
sess á meðal þeirra. Á timum örra
tæknilegra breytinga og sjálfvirkni
hafa almenn viðskipti stöðvarinnar
dregist nokkuð saman, en önnur
fjarskipti og öryggisfjarskipti auk-
ist að miklum mun. Frá því að stöð-
in flutti með starfsemi sína í Gufu-
nes hefur afgreiðslumagn hennar
u.þ.b. sexfaldast en starfsmönnum
fjölgað úr 15 í 25, þar af 20 sem
stunda vaktavinnu.
Stöðvarstjórar stöðvarinnar frá
upphafi hafa verið fjórir: Friðbjörn
Aðalsteinsson, Hallgrímur Matthí-
asson, Bjarni Gíslason og núverandi
stöðvarstjóri Stefán Arndal.
Það er vel við hæfi að stöðin
skuli á þessu þriðja aldarfjórðungs
afmæli sínu, hafa flutt í nýtt hús-
næði og öðlast nýjan tækjabúnað
sem verða formlega tekin í notkun
innan tíðar. Megi gæfan fylgja
henni og þeim sem þar starfa um
nútíð og framtíð.
Höfundur er deildarsijóri
Loftskeytastöðvarínnar í
Reykjavík.
Öðruvísi siðferði
eftir Orra Hauksson
Hávær umræða hefur átt sér stað
í háskólanum. Stór hluti stúdenta
vill ekki láta skylda sig til aðildar
að Stúdentaráði Háskóla íslands.
Þeir sem fara með stjóm Stúdenta-
ráðs sjá þó ekki ástæðu til að verða
við kröfu þessa hóps. Af einhveijum
ástæðum hugnast þeim ekki að
neinn eigi færi á að mennta sig,
sem ekki tilheyrir samtökum þeirra.
Helstu málsbætumar fýrir þessari
afstöðu sinni segja þeir þær að
„hafna beri hugmyndum frjáls-
hyggjumanna". Vissulega eiga
þessir menn hrós skilið fyrir óbeisl-
að hugmyndaflug og djarfar til-
raunir til að drepa umræðunni á
dreif. Ekki ætla ég þó að ergja mig
á þessum undarlega útúrsnúningi
og krefja þá betri svara, enda vart
sanngjarnt að heimta góð rök fyrir
vondum málstað. Hins vegar þykir
mér ekki óréttlátt að fara fram á
að þeir séu sjálfum sér samkvæmir.
Tvöfaldir í roðinu?
Ekki er langt síðan þessir ágætu
menn sendu Háskólaráði tóninn.
Þá mótmæltu þeir því að þar skyldu
menn ætla sér að taka gjald af stúd-
entum sem renna ætti til háskól-
ans. Háskólanám ætti að vera án
endurgjalds því annars væri ekki
lengur jafnrétti til náms, slíkt væri
mannréttindabrot. Þessir sömu for-
kólfar Stúdentaráðs sendu Háskóla-
ráði um leið aðra orðsendingu. Í
henni var beiðni um að taka af
hveijum stúdent ákveðið gjald sem
renna ætti til Stúdentaráðs. Gjaldið
er óendurkræft. Skilaboðin voru
sem sagt annars vegar þau að eng-
inn eigi að borga neitt til háskól-
ans, því þá sé jafnrétti til náms
skert. Hins vegar megi enginn
mennta sig án þess að greiða til
Stúdentaráðs, en því miður fylgdi
rökstuðningur ekki með.
Hvað kosta mannréttindi?
„Skattgreiðendur, sera
kosta menntunina, gera
það í þeirri trú að hún
sé öllum opin. Vilja þeir
láta útiloka þá frá námi
sem ekki ganga æðstu-
prestum Stúdentaráðs
á hönd?“
þeir sem minna mega sín eigi að
njóta góðs af. Að fátækari náms-
menn fái meiri þjónustu en sem
nemur gjaldinu til félagsins. Ég
leyfi mér mótmæla þessu. í fyrsta
lagi er mér sjálfum kunnugt um
námsfólk sem lítið hefur og nýtir
sér ekki þjónustu Stúdentaráðs.
Stór hópur fær flestar bækur að
láni, býr ekki í leiguhúsnæði og
tekur ekki lán hjá lánasjóðnum.
Þetta fólk er allavega stætt, bæði
fátækt og ríkt. Því er út í bláinn
að halda öðru fram en að sumir
fátækir námsmenn tapi á aðild að
Stúdentaráði. í öðru lagi er ég ekki
frá því að hver og einn hafi meira
vit á því hvar fjármunum hans er
best borgið en höfðingjarnir í Stúd-
entaráði, með fullri virðingu. Efna-
litlir námsmenn eru ekki síst með-
vitaðir um það hvað þeim er sjálfum
fyrir bestu fjárhagslega og geta því
ekki annað en hagnast á að fá að
ákveða sjálfir hvort þeir vilji vera
aðilar að Stúdentaráði. Og ef aðild-
in er jafn arðvænleg og gefið er í
skyn, hljóta þessir námsmenn þá
ekki að taka ákvörðun sem er for-
ystunni þóknanleg? í þriðja lagi er
ekki um neinn félagslegan jöfnuð
að ræða; það greiða allir jafnt. Stúd-
entaráð merkir nefnilega ekki
„styrkir frá þeim ríku til hinna fá-
tæku“. Þess vegna á ég bágt með
að botna í sanngirninni í því að
hinum efnaminni skuli meinaður
aðgangur að námi, nema þeir greiði
niður þjónustu sem er jafnt fyrir
þá sem eru betur stæðir.
Hagsmunir stúdenta skipta
líka máli
Forystumenn Stúdentaráðs hafa
vindinn í fangið þessa dagana. Þeir
hafa nýlega afhjúpað pólitískt sið-
ferði sitt í málefnum Félagsstofnun-
ar stúdenta. Tvöfalt siðgæði þeirra
í gjaldtökumálum er lýðum ljóst.
Og allur fagurgalinn um fátækra-
hjálp virðist innantóm orð. Þeir eru
því ekki í sérlega heppilegri stöðu
þegar ræða á um bresti annarra
eða brot á stúdentum. Ef þeir hafa
raunverulegan hug á að ná árangri
út á við fýrir hönd umbjóðenda
Orri Hauksson
sinna, og ég neita að trúa öðru,
hljóta þeir að vilja skapa sér sem
skásta samningsstöðu. Ráðlegging
mín til þessara ágætu manna er
því að hætta skerðingu á réttindum
stúdenta og sneiða hjá hinum aug-
ljósu þversögnum í eigin málflutn-
ingi. Með umbótum í siðferðisefnum
heima fyrir er fremur von ávinninga
á öðrum vígstöðvum. Það hélt ég
líka að væri markmiðið.
Höfundur er oddviti Vöku, félags
lýðræðissinnaðra stúdenta, í
Stúdentaráði.
Weetabix $
HJARTANS
Það verður að gæta fýllstu sann-
girni og geta þess hér að gjaldið
til Stúdentaráðs er nokkuð minna
en það sem rennur til háskólans.
En athugum að vinir okkar i Stúd-
entaráði mótmæltu því að nokkuð
gjald skyldi renna til háskólans.
Nema það sé upphæðin sjálf sem
öllu skiptir? Þá er vart hugsanlegt
að skyldugjaldið sem þeir leggja á
sjálfir skerði réttindi neins, enda
um mikla prinsipp-menn að ræða.
Ég er aðeins áhugamaður um
mannréttindi og treysti mér því
ekki til að verðleggja þau nákvæm-
lega. Mér þætti þess vegna gaman
ef atvinnumenn í bransanum vildu
upplýsa hvenær byijað er að troða
mannréttindi fótum. Við 8.000
króna gjaldtöku? 7.000 kr.? Eða eru
það kannski 5.750 krónur?
Opinber þjónusta, með
skilyrðum
Hvers eðlis er þessi krafa, um
að enginn megi mennta sig nema
greiða til Stúdentaráðs? Hún snýst
um það að þjónusta sem skattgreið-
endur standa straum af skuli skil-
yrt með inngöngu í einhvern félags-
skap. Að einungis þeir sem styrki
viss samtök hafi rétt á þjón-
ustunni. Þetta er eins og ef enginn
mætti fara á slysavarðstofuna nema
ganga i Klúbb sjúkra og aðeins
þeir gætu tekið strætisvagninn sem
greiddu í Bandalag bíllausra. Skatt-
greiðendur, sem kosta menntunina,
gera það í þeirri trú að hún sé öllum
opin. Vilja þeir láta útiloka þá frá
námi sem ekki ganga æðstuprest-
um Stúdentaráðs á hönd?
Til „styrktar" fátækum
Yfirmenn Stúdentaráðs hafa svör
á reiðum höndum. Ástæðan fyrir
því að enginn má mennta sig nema
þeir sjálfir þiggi greiðslu, er jú sú
að hafna „frjálshyggju" og tryggja
„félagslegan jöfnuð“. Samkvæmt
því væri ekki óvarlegt að ætla að
1Heetabix
TREFJARIKT
ORKURÍKT
FITUSNAUTT
HOLLT...
MAL
og gott með
mjólk, súrmjól
AB mjólk
og jógúrt.
Einnig með sykri,
sultu og hunangi,
eða blandað
ferskum
og þurrkuðum
ávöxtum.