Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 16

Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1993 Stj óniarfoi'maður SVR fellur á frammistöðuprófi eftir Jónas Engilbertsson Málefni SVR hafa verið ofarlega á baugi að undanförnu. Tilefnið er boðaðar breytingar á SVR í hlutafé- lag. Þegar halla tók degi hinn sjö- unda júní sl. fór starfsmönnum SVR að berast með leigubílum boðskapur um þetta efni. Sumum bárust ekki tíðindin fyrr en liðið var á nótt og hlutu þau því nafngiftina Næturtíð- indi. Þau höfðu að geyma greinar- gerð eða skýrslu sem er óundirrituð en meðfylgjandi var bréf undirritað af borgarstjóra og stjórnarformanni SVR, Sveini Andra Sveinssyni. Ámælisverð vinnubrögð Á þessu stigi er rétt að fram komi að starfsmenn gera athuga- semd við vinnubrögðin sem viðhöfð hafa verið í máli þessu. Ekki verður annað séð en að tímasetningin sé úthugsuð til að koma starfsmönn- um í opna skjöldu. Má í því sam- bandi benda á að boðskapurinn var sendur út sjö dögum eftir að fjöru- tíu prósent af starfsmönnum voru komin í sumarfrí. Það er því ofar okkar skilningi hvers vegna ekki MÓTORVINDINGAR og aðrar rafvélaviðgerðir á vel búnu verkstæði. RAFLAGNAÞJÓNUSTA í skipum, verksmiðjum og hjá einstaklingum. VANIR MENN vönduð vinna, áratuga reynsla. Reynið viðskiptin. Vatnagörðum 10 • Reykjavík •S 685854 / 685855 • Fax: 689974 var hægt að kynna málið áður en sumarfrí hófust. Þetta finnst okkur harla undarleg vinnubrögð. Og ekki verður sagt að þau séu lýðræðisleg eða drengileg. Það má benda á að fyrstu kynn- ingarfundir fóru fram strax daginn eftir þannig að starfsmenn höfðu bara nóttina til að setja sig inn í málið. Augljóst er að það er of knappur tími til að setja sig inn í jafn flókið og viðamikið mál og hér er á ferðinni. Þá er auk þess ljóst að girt er fyrir að starfsmenn geti borið sig saman og haft með sér eðlilegt samráð. Þá var fulltrúum starfsmanna ekkert kynnt málið sérstaklega og ber að átelja það sérstaklega. Hér er því á ferðinni einstaklega ólýðræðisleg vinnu- brögð sem sýna hroka og lítilsvirð- ingu í garð starfsmanna. Eftir kynningarfundina með starfsmönnum er það eitt ljóst að þeir hafa vakið fleiri spurningar en þeir hafa svarað þrátt fyrir fullyrð- ingar Sveins Andra Sveinssonar um hið gagnstæða. Rétt er að fram komi að Sveinn Andri er með lög- fræðipróf úr skóla við Suðurgötu í Reykjavík sem vill kenna sig við vísindi og menntir og vönduð vinnu- brögð. Um þessa greinargerð er það hins vegar að segja að hún er full af órökstuddum fullyrðingum, klisj- um og mótsögnum og er alveg fá- dæma illa unnin. Ula farið með almannafé? Ef Sveinn Andri Sveinsson er höfundur skýrslunnar þá vekur það spurningar um kennslugæði Suður- götuskólans. I rauninni væri þá rökrétt að lýsa eftir rannsókn á kennslugæðum við Háskóla íslands því þá væri augljóst að þar á bæ væri almannafé á glæ kastað. Reyndar er eitt af fáu sem taka má undir í margnefndri greinargerð hvatning um „að nýta almannafé enn betur“. Lektor við Háskólann sagði mér að eina gagnið sem hafa mætti af greinargerðinni væri að nota hana sem dæmi um óvönduð vinnubrögð. Á einum stað í plagginu segir: „I hlutafélögum verða stjórnendur að standa sig og er umbunað eftir því. Starfsmenn verða að gera slíkt hið sama.“ Þetta hefur vakið spurn- ingar sem Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformaður SVR, hefur ekki fengist til að svara og er hún þessi: Er það þinn skilningur Sveinn Andri að stjómendur SVR hafí ekki stað- ið sig? Er það þinn skilningur að starfsmenn SVR hafi ekki staðið sig? Hvað með þig sjálfan, er þetta ekki áfellisdómur á þín eigin verk? Er það ef til vill þinn skilningur að HQ7EIOCK GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GARÐVERKFÆRAÚRVAL HEKKKL.IPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRI □ DÖRS ÁRMÚLA11 Traktors- hrærivélar Verð: 149.400 kr. m/vsk. BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 67 24 44 TELEFAX 67 25 80 „Okkur er sagt að minna fjármagn eigi að renna til SVR, þjónust- an við borgarana eigi ekki að minnka, kjör starfsmanna eigi ekki að rýrna nema síður sé. í ljósi þessa hlýtur sú lykilspurning að vakna hvernig þetta fái stað- ist? Og ef menn telja þetta raunhæft, hvað komi í veg fyrir að þessi áform séu framkvæmd við núverandi aðstæð- ur?“ opinberir starfsmenn yfirhöfuð standi sig ekki í skólum, sjúkrahús- um og svo framvegis? Þessu óska ég eftir að þú svarir heiðarlega en farir ekki alltaf undan í flæmingi. Þá er enn ósvarað fjölda mikil- vægra spurninga. Til dæmis er enn ósvarað hvemig stéttarfélagsaðild starfsmanna verði háttað. Enn er ósvarað hver fari með samningsrétt væntanlegs hlutafélags. Enn er ósvarað hvar mörkin em á svoköll- uðu faglegu og rekstrarlegu mati og pólitískum sjónarmiðum. Enn er ósvarað hvort ekki er hægt að koma við skýmm markmiðum með núver- andi rekstrarformi. Enn er ósvarað hvort hlutafélagið verði selt að ein- hveiju eða öllu leyti síðar meir og hvað þá verði um réttindi starfs- manna. Enn er ósvarað hvort hluta- félagið komi til með að bjóða út einstaka þætti starfseminnar eða starfsemina alla þegar frá líður og hvað þá verður um starfsmenn. Hvað kemur í veg fyrir úrbætur? Svona má halda áfram óendan- lega. Þó er lykilspurningin þessi: Hvaða breytingar em það sem hægt er að ná fram með hlutafé- lagsformi sem ekki e^ hægt með núverandi rekstrarformi? Og hvers vegna í ósköpunum kemur Sveinn Andri ekki með tillögur um úrbæt- ur, það er jú einu sinni hann sem ber ábyrgð á þessu fyrirtæki sem stjórnarformaður þess. Öllum þess- um spurningum óska ég eftir að Sveinn Andri Sveinsson svari heið- arlega og ærlega. Okkur er sagt að minna fjármagn eigi að renna til SVR, þjónustan við borgarana eigi ekki að minnka, kjör starfsmanna eigi ekki að rýrna nema síður sé. I ljósi þessa hlýtur sú lykilspurning að vakna hvernig þetta fái staðist? Og ef menn telja þetta raunhæft, hvað komi í veg fyrir að þessi áform séu fram- kvæmd við núverandi aðstæður? Stéttaskipting — menning eftir Siglaug Brynleifsson Max Weber skrifar í „Agrarver- háltnisse im Attertum" að „föst búseta hafi hafist á Vesturlöndum (þ.e. Evrópu) með jarðrækt, akur- yrkju, sem höfuðgrein landbúnaðar með kvikljárræktinni. Hirðingjabú- skapur lagðist þar með niður. „Þessari breytingu fylgdi eignar- réttur á landi.“ Meðal Forn-Grikkja var fjölskyldan eða heimilið „oikia“ frumframleiðslueiningin og í róm- verskum rétti var.vald húsbóndanna skilgreint undir réttarstöðu „pater- familias" sem „postestas“ eða vald yfir bömum sínum og stjúpbörnum, barnabörnum og þrælum, „manus", eða vald yfir eiginkonu og konum sona sinna og „dominium", fullt vald yfir eigin eignum. En valdið var samofið trúarlegum þætti, heimilisguðirnir, „lares“, réðu og vernduðu allt það starf sem fór fram í hverri fjölskyldueiningu og voru samofnir og hvati lífsbaráttunnar. Trú, lög og framleiðsla voru ein heild, óaðskiljanlegir þættir. Rómarréttur varð mótandi allra laga um gjörvalla Evrópu og með kristnuninni urðu þessir samofnu þættir eignar, valds, laga og trúar grundvöllur þjóðfélaga og samfé- laga, þar á meðal þess íslenska. Með kristninni víkkaði heimur mannsins um eilífðina. Menn lifðu í rauninrii í þessum heimi og áttu vísa vist í öðrum heimi, sem þeir miðuðu líf sitt við. Þetta var full- komin staðreynd allra fram að upp- lýsingaöld og alls þorra manna fram á 19. öld, ekki síst hér á landi, þar sem kirkjan, kristnunin, hafði e.t.v. meiri áhrif til siðmenningar en ann- ars staðar. Öll bókagerð íslendinga á miðöldum og fram á 18. öld var mótuð af menningaráhrifum kirkj- unnar. Kenningar kirkjunnar, vald landsdrottna og húsbænda og vald „orðsins", einkenndu sögu Islend- inga í 900 ár. Án skilnings á heims- mynd þjóðarinnar á þessum öldum verður engin saga skráð sem gæti nálgast „það sem gerðist" — sögu- skoðun er ekki sama og saga. Upp- eldi, ögun, refsingar voru háðar heimsmynd þeirra sem þá lifðu og viðhorfsins til atvinnuhátta. Bændasamfélög Evrópu voru þann- ig að 90% hverrar þjóðar unnu að landbúnaði meginhluta þessa tíma- bils. Veðurfar, óviss uppskera og aðsteðjandi áföll réðu framleiðslu- getunni — þjóðirnar reyndu að skrimta — íhaldssemi varð einkenni bændasamfélaga og að búa að sínu. Hin brýna nauðsyn einkenndi líf íslendinga. Sjálfsþurftarbúskapur var ráðandi hér með veiðiskap og einangrunin, m.a. með verslunar- '-komulaginu í tvö hundruð ár aðhaldi kirkjuvalds, olli því, að ..... á landi myndaðist aldrei í nein- um mæli niðurkoðnaður almúgi. Þrátt fyrir öll þau áföll og drepsótt- ir, sem grisjuðu þjóðina um þriðjung TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI Jónas Engilbertsson í greinargerðinni er mikið talað um yfirburði hlutafélagaformsins og verður ekki betur séð en höfund- urinn hafi oftrú ef ekki ofsatrú á hlutafélagsforminu. Nú skilst mér að á annað hundrað hlutafélaga hafi farið á hausinn á síðustu tveim- ur árum. Er það dæmi um yfir- burði hlutafélaga að dómi höfund- ar? Óska ég svara við þessu. Að lokum þetta. Mikið er lagt upp úr frammistöðu og frammi- stöðumati í skýrslunni þó ekki komi fram með hvaða hætti það eigi að fara fram. Þess vegna væri óskandi að Sveinn Andri Sveinsson væri ekki höfundur margtilvitnaðrar skýrslu. Þetta segi ég hans vegna og ekki síður okkar allra hinna hvort sem við störfum hjá SVR eða eigum SVR og viljum hafa þar stjórnarformann sem er vandur að virðingu sinni. Höfundur er vagnstjóri iyá SVR. Siglaugur Brynleifsson tvisvar á 18. öld og á 15. öld lifði þjóðin af „i sin Fattigdom og Roel- ighed“ eins og Bjarni Halldórsson á Þingeyrum skrifar Landsnefnd- inni á síðari hluta 18. aldar. Það er auðveit að tína saman dæmi um „réttarbófa og fals- presta“, lítt hæfa valdsmenn og daufa klerka, en hinir voru þó miklu fleiri sem fóru að lögum og þegar ástandið í þesum efnum í vissum sýslum á 17. öld var að „góðra manna áliti“ varhugavert, þá var réttarbótum Konungslaganna tekið fagnandi í Kópavogi. Átjánda öldin var öld rannsókna á þjóðarhag, tilraunum til nýbreytni í atvinnumálum og bættu ásig- komulagi skólahalds, en þetta varð einnig öld Stóru-bólu og Móðuharð- inda, kuldaskeiða og aukinnar fá- tæktar. En á þessari öld orti Egg- ert Ólafsson „Búnaðarbálk" og Jón Þorláksson þýddi „Messías“ Klop- stocks, „Tilraun um manninn" eftir Pope og „Paradísarmissi" Miltons. Hagkerfi „oikia“ hélst hér á landi meginhluta 19. aldar og það afl ásamt vestur-evrópskum forsend- um þess, kenningum kirkjunnar, kristninni, ,var grundvöllur íslenskr- ar sögu í 900 ár. Höfundur er rithöfundur. I V' i i I i I € t 1 4 H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.