Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 22

Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Forystuvandi breska íhaldsflokksins Hættuleg kynni RISAEÐLUR koma mikið við sögu í Eðlugarðinum, nýjustu mynd Stevens Spielbergs, og eru þær ekki allar gæfar, líkt og sjá má í þessu atriði myndarinnar. Eðlugarðurimi slær aðsóknarmet Los Angeles. Reuter. EÐLUGARÐURINN, nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Stevens Spielbergs, hefur slegið öll met hvað aðsókn varðar í Bandaríkjunum. Námu tekjur af miðasölu fyrstu sýningarhelgina 50,2 milfjónum dollara, jafnvirði 3,2 milljarða króna, en myndin er sýnd í 2.404 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum. Tekjurnar af Eðlugarðinum fyrstu sýningarhelgina eru 2,5 milljónum dollara hærri en mynd- inni Leðurblökumaðurinn snýr aftur sem átti fyrra metið. Hún var frumsýnd í fyrra og tekjur af fyrstu sýningarhelgi námu 47,7 milljónum dollara. Mikil eftirvænting hefur ríkt vegna Eðlugarðsins sem verður eina stórmyndin sem Universal kvikmyndafyrirtækið sendir frá sér á þessu ári. Aðrar myndir munu bera þess merki að litlu var til þeirra kostað miðað við Eðlu- garðinn sem kostaði 56 milljónir í framleiðslu, jafnvirði 3,6 millj- arða króna. Ný barnastjarna Þrettán ára ljóshærð stúlka, Ariana Richards, leikur stórt hlut- verk í Eðlugarðinum og er á góðri leið með að verða nýjasta bama- stjarna Bandaríkjanna. Þegar hef- ur verið hafin framleiðsla á brúð- um sem líkjast henni og í farvatn- inu eru ýmsir leikir og leikföng sem tengjast munu henni með einum hætti eða öðrum. Thatcher segir andstöðu við Major fráleita London. Reuter. MARGARET Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst því yfir að andstaða við John Major sem leiðtoga íhaldsflokks- ins sé fráleit — í bili. „Hann er rétti forsætisráðherrann, og hlýt- ur að leiða okkur til næstu kosninga. Við þurfum síst af öllu á annarri leiðtogakeppni að halda,“ var haft eftir Thatcher nýverið. Dalai Lama fagnað Vín. Reuter. DALAI Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta, var fagnað af stuðnings- mönnum sínum þegar hann mætti til Mannréttindaráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna í Vín í gær. Yfir- völd í Austurríki hafa hafnað við- leitni kínverskra yfirvalda til að lýsa Dalai Lama óvelkominn á ráðstefnuna, og sagt Dalai Lama velkominn í Austurríki. Vegna þrýstings frá kínverskum yfirvöldum var Tíbetanum upphaf- lega meinaður aðgangur að ráðstefn- unni. Í yfirlýsingu Kínverja sagði að nærvera Dalai Lama væri ekki ein- vörðungu andstæð tilgangi ráðstefn- unnar, heldur stangaðist einnig á við viðurkenningu austurrískra yfírvalda á að Tíbet væri óneitanlega kín- verskt landsvæði. Þrátt fyrir andstöðu Kínverja mun Dalai Lama, sem hlaut friðarverð- laun Nóbels árið 1989, ávarpa sam- komu á vegum ýmissa mannréttinda- samtaka. sem fram fer jafnhliða samkomu þjóðríkja. Bandaríkjamenn heita því að halda áfram hernaðaraðgerðum í Sómalíu Hlutverk pakístanskra fríð- argæsluliða endurskoðað Róm, Washingon. Reuter. Thatcher hefur enn mikil áhrif, og þótt hún hafi sjálf verið því fylgjandi að Major tæki við leið- togaembættinu af henni, þá hefur hún síðan verið lítt hrifin af störf- um leiðtogans og gagnrýnt stefnu hans harðlega, sérstaklega stuðn- ing hans við Maastricht-samkomu- lagið. Hinn nýi fjármálaráðherra Maj- ors, Kenneth Clarke, tók í gær í sama streng og Thatcher, og sagði að íhaldsmenn yrðu að hætta innanbúðarátökum og fylkja sér á bak við forsætisráðherrann. Stjómmálaskýrendur telja að Major sé „á skilorði“ eftir hörmu- legt gengi þá fjórtán mánuði sem liðnir eru síðan hann leiddi íhalds- flokkinn til fjórða kosningasigurs- ins í röð. Niðurstöður skoðana- könnunar sem gerð var á sunnu- dag sýna að einungis 16 af hundr- aði Breta eru ánægðir með frammistöðu forsætisráðherrans. Reuter Fluggarpar FRÖNSKU fluggarparnir sem reyna við hnattflugsmet við far- kost sinn. Myndin var tekin er þeir millilentu i Ahmedabad í ÍTALSKI varnarmálaráðherrann, Fabio Fabbri, fór þess á leit við yfírmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu í gær að pakistanskir hermenn yrðu leystir frá störf- um í Mogadishu. Stendur til að endurskoða hlutverk þeirra. Bandaríkjamenn hafa aukið við vopnastyrk sinn í landinu, með því að senda þangað fleiri árásar- og eftirlitsþyrlur, og hafa heitið því að halda áfram loftárásum gegn Mohammed Aideed, stríðsherra, eins lengi og nauðsyn krefur. Metflug'stilraun Koma við í Reykjavík ÞRÍR franskir flugmenn freista þess nú að fíjúga lítilli eins- hreyfils flugvél 37.000 kíló- metra leið umhverfis jörðina á innan við 80 klukkustundum. Reykjavík verður síðasti við- komustaður þeirra í hnattflug- inu og áætla þeir að millilenda hér aðfaranótt morgundagsins. „Metflugið gengur að óskum. Þeir voru hálfnaðir í gærmorgun er þeir komu til Nome í Alaska," sagði Guillaume de Guerre í upp- lýsingamiðstöð flugsins í París í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn de Guerre lögðu frönsku flugmennirnir upp frá Le Bourget flugvellinum í París á sunnudag, á fyrsta degi mikillar flugsýningar sem kennd er við borgina. Þangað áætla þeir að koma aftur á morgun, fimmtudag, Indlandi í fyrradag. og verður flugvélin til almenningi sýnis síðustu daga sýningarinnar. Viðkomustaðimir í hnattfluginu verða alls 16 og er Reykjavík sá síðasti. Dveljast þeir aðeins í hálfa klukkustund á hveijum stað, rétt til að taka eldsneyti og vistir. Til íslands kemur vélin frá Syðri Straumfirði á Grænlandi. Farkosturinn er ný frönsk eins- hreyfíls skrúfuþota, TBM-700, sem smíðuð er af frönsku flug- vélaverksmiðjunum SOCATA í Tarbes í Frakklandi. „Tilgangur flugsins er tvíþættur. Annars veg- ar er þetta í fyrsta sinn sem reynt er að ljúka hnattflugi á tilsettum tíma í svo lítilli flugvél. í öðru lagi yrði afrekið góð auglýsing fyrir þessa nýju flugvélartegund og vitnisburður um tæknilega kosti hennar," sagði De Guerre. Ætlun flugkappanna er að heildartími á lofti verði ekki meiri en 80 stundir og er viðmiðunin ákveðin með hliðsjón af ævintýr- um hins kunna franska rithöfund- ar Jules Veme. „Hann alls engin hetja, hann er í raun og veru þorpari,“ sagði tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, Joseph Snyder, um Aide- ed í gær. Snyder tjáði fréttamönn- um að Aideed væri greinilega ábyrgur fyrir morðunum á 23 pak- istönskum friðargæsluliðum í Mog- adishu 5. júní síðastliðinn Les Aspin, vamarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Aideed væri að reyna sveitir SÞ, sem hafa tekið við friðargæslu í Sómalíu, í von um að þær myndu pakka saman og halda heimleiðis. Aspin sagði viðbrögð vera nauð- synleg. „Bandaríkin hljótar skilyrð- islaust að veita SÞ stuðning og bregðast á tilhlýðilegan hátt við árásum Aideeds, vopnum hans, aðföngum og stuðningsmönnum,“ sagði Aspin. Alls eru nú tíu bandarískar árás- ar- og eftirlitsþyrlur í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, og auk þess fjórar þungvopnaðar fjögurra hreyfla árásarflugvéiar, sem hafa verið notaðar ásamt þyrlunum, til árása á sveitir Aideeds síðan á föstudagskvöld. Snyder sagði að Bandaríkjastjóm harmaði dauða 20 óbreyttra borgara sem pakist- anskir friðargæsluliðar skutu á sunnudaginn. Snyder vildi ekki tjá sig frekar um skotárásina, fyrr en SÞ og Pakistanar hefðu rannsakað atvikið. Fabbri, vamarmálaráð- herra Ítalíu, fundaði með yfír- mönnum SÞ í Sómalíu í gær, og var fullvissaður um að hlutverk pakistanskra friðargæsluliða yrði endurskoðað og því breytt til sam- ræmis við aðstæður. Aideed hefur sakað SÞ um þjóð- armorð í Sómalíu, og sagst ekki vera til viðræðu um frið fyrr en aðgerðum SÞ, sem væru siðlausar, linnti. DEMANTAHÚSIÐ Sími 679944 • Borgarkringlunni og Faxafeni • sími 811300 Tvær skartgripaverslanir sem hafa eitt besta úrval handsmíðaðra skartgripa úr gulugulli, hvítugulli og silfri með demöntum, perlum, eðalsteinum og íslenskum steinum, trúlofunar- og giftingarhingar, perlufestar og perluarmbönd. Verið velkomin. Gull- og silfursmiðirnir Stefán B. Stefánsson - Lára Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.