Morgunblaðið - 16.06.1993, Page 32

Morgunblaðið - 16.06.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Minning Kjartan Þórólfsson vaktstjóri hjá SVR Fæddur 18. maí 1924 Dáinn 10. júní 1993 Þegar borgin var að vakna, fimmtudaginn 10. júní, sofnaði fað- ir minn og tengdafaðir, Kjartan Ó. Þórólfsson, hinsta sinn. Hann var aðeins 69 ára gamall en hafði skil- að góðu ævistarfi. Fyrir þremur vikum, nokkru áður en vitað var hve alvarlega veikur hann var, bað kona nokkur mig um segja sér hvað ég teldi einkenna hann sem persónu. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um, hann væri fyrst og fremst traustur og fóm- fús. Þegar grannt er skoðað teljum við að í þessum tveimur orðum fel- ist þeir bestu mannkostir sem í nokkrum manni geta leynst. Faðir minn var traustur, alltaf mátti leita til hans með allt það sem komið gat upp í daglegu lífi, smátt og stórt. Hann var fómfús og bar hag allra fyrir bijósti, jafnt hag fjöl- skyldu, vinnufélaga og annarra þótt óviðkomandi væm. í banalegunni talaði hann mikið um hörmungamar í fyrrum lýðveld- um Júgóslavíu. Það var honum líkt að bera hag fólksins þar fyrir brjösti þótt svona væri fyrir honum komið því kærleikurinn til handa sam- ferðamönnunum var óþijótandi. Góðir feður kenna bömum sínum margt sem að gagni getur komið í lífmu. Við höfum í farteskinu mörg góð ráð sem öll fela að einhveiju leyti í sér heiðarleika, traust og fómfysi og umhyggju fyrir náung- anum. Nú er það aðeins í okkar höndum að vinna úr þessum ráðum sem hann gaf okkur. Við höfum alla tíð notið þeirrar tryggðar og fómfysi sem einkenndu hann. Alla tíð var hann kletturinn sem við gátum reitt okkur á. Við heiðrum minningu hans best með því að elska og virða hvert annað. Sá máttur sem gefur öllu líf er ástin. Tsjú-Lí Guðni og Valka. Kjartan Þórólfsson vaktstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur lést í Borgarspítala 10. júní sl. eftir skamma en snarpa baráttu við krabbamein. Hinn 17. maí sl. fór hann heim undir lok sinnar vaktar mjög veik- ur, en fram að því vissu samstarfs- menn ekki um veikindi hans. Það var í samræmi við störf Kjartans hjá SVR allar götur síðan 1948 að ekki var slegið undan fyrr en full- reynt var. Störf hans einkenndust af ósérhlífni, aðgæslu og trúnaði við sitt verkefni. Stundum er sagt um menn að þeir séu „fyrirtækis- menn.“ Það átti við um Kjartan á þann hátt að hann vildi hag síns fyrirtækis sem bestan í hvívetna og hafði sem vaktstjóri mjög í huga velferð „sinna manna.“ Það er mikils virði fyrir þá sem yngri eru í starfi að fá góðar mót- tökur hjá þeim sem eldri eru og reyndari. Sá sem hér ritar þakkar Kjartani fyrir Qölmörg, stundum löng samtöl sem oft fóru fram að loknum mesta erli dagsins og þá ætíð um málefni SVR. Hann var ötull að fjalla um möguleika til að bæta og efla þjónustu við viðskipta- vini og svo að bæta allan hag starfs- manna. Hann þekkti breytilega tíma og mat mikils allt það fjöl- marga sem hefur áunnist, en hafði jafnhliða mikinn áhuga á því að vinna til framtíðar að bættri að- stöðu í hvívetna. Kynni okkur voru lítil utan vinnu, en engum duldist að þar fór mikill fjölskyldumaður sem mat hag og velferð sinna ofar öllu. Það leyndist ekki hve einlæga virðingu hann bar fyrir eiginkonu sinni, Stellu Guðna- dóttur. Það er mikils virði fyrir Strætis- vagna Reykjavíkur að hafa notið starfskrafta Kjartans svo langan tíma. Megi virðing ríkja um minningu hans. Hörður Gíslason. Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. Nei, hann blundar ekki og sefur ekki, hann, vörður ísraels. Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein né heldur tungiið um nætur. Drottinn mun vemda þig fýrir öllu illu, hann mun vemda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu, héðan í frá og að eilífu. (Sálm. 121, Helgigönguljóð.) Fallinn er frá einn af betri mönn- um sem ég hef kynnst um ævina. Ég ætla ekki að fara í neina ættar- tölu heldur að tala um okkur og okkar vinskap. Mig langar að minn- ast míns ástkæra fyrrverandi tengdaföður með nokkrum línum. Eg kynntist honum fyrst árið 1967 og var það byijunin á okkar vinarkynnum sem entust til dauða- dags hans. Framan af var hann mér eins og faðir, taldi í mig kjark þegar ég þurfti á því að halda og setti ofan í við mig þegar þurfti með, en hann gerði það á sinn góða og rólega hátt. Við áttum margar góðar stundir saman. Við fórum saman í veiðitúra og margar útilegumar og hef ég alltaf saknað þeirra eftir að slitnaði upp úr sambandi dóttur hans og mínu, en vinir vorum við eftir sem áður og töluðum oft saman um heima og geima og jafvel það sem okkur lá á hjarta, enda þótt enginn vissi um þetta tal okkar. Upp í hugann koma margar góð- ar stundir eins og t.d. flutningurinn á sumarbústað þeirra hjóna, sem ég sá um af því ég hafði rétta bíl- inn til þess. Ánægjan yfir að sjá bústaðinn rísa og verða að fallegu húsi. Ég hef ekki komið þangað síðan 1982, en ég vissi að þau hjón bæði dunduðu sér við að gera þetta land sem fallegast og ég varð þeirr- ar ánægju aðnjótandi að hjálpa honum við að girða landið. Eitt af því síðasta sem hann sagði við mig var að þakka mér fyrir og tjá mér hvað hann væri ánægður eftir öli þessi ár og að hann óskaði þess að ég gæti fengið að njóta þess að vera þar. Ég þakkaði honum inni- lega fyrir og sýndi hann mér þama í orði hversu góður hann var mér alltaf. Við vissum báðir að hveiju stefndi þegar ég heimsótti hann á spítalann, en ekki að það yrði svona fljótt. Ég þakka góðum guði fyrir að hann þurfti ekki að líða mikið. Minningin um góðan mann mun lifa með mér að eilífu. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þennan góða mann, en ég veit að hann er okkur nálægur. Stella mín, ég færi þér mína inni- legustu samúðarkveður og svo börnunum og barnabörnunum. Megi góður guð fylgja ykkur öllum. Pálmar Smári Gunnarsson. Hann pabbi er dáinn. Hvílíkur sársauki, hvflíkt órétt- læti allt í einu, nær enginn fyrir- vari. Hver er tilgangurinn? Fyrir þremur vikum var hann við góða heilsu í vinnu hjá SVR og allt lék í Iyndi. En þá kom höggið, hann fékk „pest“, en honum skánaði ekki. Síðan fer hann 25. maí á Borgar- spítalann til rannsóknar. Tveimur dögum síðar reið annað högg yfir, hann greindist með krabbamein. Læknamir og við fjölskyldan vomm vongóð um bata, en þá kom ennþá harðara högg, ekkert varð við neitt ráðið. Síðan algjört reiðarslag, hann var tekinn frá okkur, svo allt of fljótt. Það var svo ótal margt sem hann átti eftir að gera. Pabbi var mikill baráttumaður og barðist við sjúkdóm sinn eins og sönn hetja, en þurfti að lúta í lægra haldi og kvaddi með sannri reisn. Pabbi var mikill fiölskyldumaður og bar hag okkar allra fyrir bijósti. Þegar eitthvað bjátaði á varðandi samskipti í okkar fjölskyldu, þá var það hann sem ræddi málin með sín- um áherslum og reyndi að gera gott úr málunum eins og hægt var. Hann var staðfastur og heiðarlegur og vildi að við bömin hans og öll fjölskyldan væmm það einnig. Svona var hann alltaf að hugsa um aðra. Það var ekki nóg með að hann hafi vakað yfír velferð okkar, heldur starfsfélaga sinna líka. Það vom margir sem leituðu til hans með vandamál bæði stór og smá. Hann reyndi alltaf að leiðbeina öll- um inn á rétta braut. Ég á föður mínum margt að þakka þó að hann hafi ekki alltaf verið ánægður með mig og ég ekki alltaf með hann, þegar við höfðum ekki sömu skoðun á hlutunum, en hann reyndi allaf eins og hann gat að leiðbeina mér og mínum. Tveim- ur elstu bömum mínum, þeim Kjart- ani Halldóri og Önnu Rósu, hefur hann verið eins og besti faðir. Hann kenndi þeim báðum á bifreið og las þeim lífsreglumar varðandi umferð- armenninguna. Betri leiðbeinanda hefðu þau ekki getað fengið, ekki síst Kjartan Halldór eftir að hann hóf störf undir stjórn afa síns hjá SVR. Kjartan Halldór hefur verið meira og minna hjá ömmu sinni og afa síðastliðin tvö ár og umhyggjan fyrir honum hefur verið einstök. Þegar hann kom heim af vaktinni sinni var afi tilbúinn með afa-mjólk- urgrautinn eða eitthvað annað í svangan munn. Það lýsti sér best þegar pabbi var að tala um það við mig þegar hann var að heyja sína baráttu að hann langði svo til þess að komast heima af sjúkrahúsinu þegar nafni hans kæmi úr sum- arfríi sínu að norðan til þess að hlynna að honum, þegar hann færi aftur að vinna. Svona var hann allt- af að hugsa um aðra. Síðustu orðin Sveinn var einn hinna lands- frægu Hvilftarsystkina, bama þeirra Finns Finnssonar, bónda á Hvilft, og eiginkonu hans, Guðlaug- ar Sveinsdóttur. Tvíburabróðir hans, Jóhann, lést af slysförum 1973, samstúdent okkar Sveins frá MA. 1943. Og öðhngurinn Svein- bjöm, staðarhaldari í Skálholti, er einnig nýlega fallinn frá. Ég átti því láni að fagna að kynnast flestum þessara systkina á háskólaámnum, en öll höfðu þau, sem ég kynntist, nokkuð til síns ágætis svo af bar. Kær vinur og bekkjarbróðir er fallinn frá. Leiðir okkar lágu saman frá 4. bekk í Menntaskólanum á Akureyri, ég í máladeild, en hann í stærðfræðideild. Við urðum sam- stúdentar frá MA vorið 1943, fyrir 50 ámm. Við vomm saman við lög- fræðinám í háskóla, í vist á Stúd- entagarðinum og snæddum saman í mötuneytinu í Gamla Garði, tókum saman þátt í margþættu félagslífi stúdenta á þeim ámm, bæði í leik og starfi. Við tókum okkar kandi- datspróf í lögfræði vorið 1949. Eft- ir það skildu leiðir. Minn starfsvett- vangur varð í Vestmannaeyjum, en hans m.a. sem héraðsdómslögmað- ur í Reykjavík, bæjarstjóri á Akra- nesi og framkvæmdastjóri Fiski- málasjóðs í Reykjavík. í þessu lífi sagði hann við dóttur mína Önnu Rósu: „Vertu staðföst, þá fer allt vel.“ Þessi orð hans vom hennar veganesti út í lífið. Pabbi var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hinn 4. október 1947 kvæntist hann móður minni, Stellu Guðnadóttur, mætri konu sem stað- ið hefur við hlið hans í tæp 46 ár. Þau studdu hvort annað í blíðu og stríðu og bar hann mikla virðingu fyrir henni og hún fyrir honum alla tíð. Þau eignuðust íjögur böm: Rósu, Vigdísi, Guðna og Kjartan. Bamabömin em orðin níu, tvö stjúpafaböm og eitt bamabama- bam. Þau áttu líka sinn sælureit, sumarbústaðinn í Grímsnesinu og þar þótti þeim gott að vera saman og helst með sem flest af bömum sínum og ekki síst bamabömum. Nú þegar ég kveð föður minn í hinsta sinn er mér efst í huga þakk- læti, þakklæti fyrir að hafa fengið að vera dóttir hans og hafa fengið að vera samvistum við hann þó að oft hafi ég verið langt frá þeim fyrir norðan. Ég bið góðan guð að styrkja móður rfiína í hennar miklu sorg og bið að hann vaki yfir henni, hennar missir er svo mikill. Ég bið guð að styrkja okkur bömin hans, tengdabömin, bamabörain og bamabamabamið hans. Guð gefi að við verðum öll staðföst því að það var hans ósk. Ég kveð að sinni minn ástkæra föður með línunum sem ég setti á blað eftir að hann veiktist: Skólaárin eru mönnum, sem fær- ast ofar að ámm, kær í minning- unni. Þau vinbaönd, er þá tengd- ust, verða þvl sterkari með tíman- um. Fyrir okkur bekkjarfélagana er opið og ófyllt skarð við skyndi- legt fráfall Sveins. Hann var okkar inspector. Hann var sjálfkjörinn forystumaður, er haldið var upp á afmæli brautskráningar okkar frá MA 1943 og enn við undirbúning við 50 ára afmælið 17. júní næst- Mig langar til að skrifa örfá orð til vinkonu minnar, Brynhildar Jónsdóttur. Brynhildur mín! Það em aðeins tveir mánuðir síðan við ákváðum að vera vinkonur, og sú vinátta átti að standa til dauða. Þú ætlaðir að heimsækja mig í ágúst. Við ráðum víst ekíri okkar dauðdaga, en ég mun alltaf geyma minninguna um þig i hjarta mér og muna hlátur þinn síðustu tvö Manstu eitt andartak? Manstu mitt fótatak, þegar ég lítið bam þú ég við tvö varst mér svo kær ó, pabbi minn? Með þakklæti fyrir allt. Við hitt- umst aftur. Megi pabbi minn hvíla í guðs friði. dóttir Vigdís. Við fráfall Kjartans Þórólfssonar er okkur efst í huga þakklæti og tregi. Þakklæti fyrir það óeigin- gjama starf sem hann vann fyrir félagið okkar, tregi yfir því að hann skuli vera horfinn úr hópnum, þakk- læti fyrir hans fölskvalausu vináttu. Á ámnum fyrir 1985 er ungir menn tóku svokallað meirapróf gátu þeir sem það vildu einnig feng- ið heimild til að kenna öðmm bif- reiðaakstur. Allt frá þeirri stundu er Kjartan öðlaðist þessi réttindi fyrir tugum ára var starfsvettvang- ur hans bifreiðaakstur og öku- kennsla. Lengst af starfaði Kjartan hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og hin seinustu ár sem vaktstjóri. Kjartan hafði sérstakan áhuga á öllu því sem tengdist umferð og umferðaröryggi. Lét hann þau mál sérstaklega til sín taka jafnt sem starfsmaður SVR og félagi í Öku- kennarafélagi íslands. Hann tók sæti í stjóm félagsins árið 1979 og gegndi þar fjölmörgum trúnaðar- störfum. Sat hann m.a. í umferðar- nefnd Reykjavíkur um árabil. Á þeim vettvangi fékk hann tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Sjónarmiðum sem lutu að bættu gatnakerfi og umferðarör- yggi. Kjartan var tillögugóður og lá sjaldnast á skoðunum sínum. Allur hans málflutningur var ná- kvæmur og rökfastur. Hann var gagnrýninn, en allir þeir sem með Kjartani unnu treystu heiðarleika hans og trúmennsku. Kjartan vann störf sín smá og stór af einstakri prúðmennsku og tillitssemi við sam- ferðafólk sitt. Það á vel við að segja um Kjartan að hann var drengur góður. Á kveðjustundu stöndum við fé- lagar í Ökukennararfélagi íslands allir í þakkarskuld við Kjartan Þór- ólfsson. Um leið og honum eru þökkuð fómfús störf sendum við konu hans, Stellu, bömum, fjöl- skyldum þeirra og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Guð blessi minningu Kjartans Þórólfssonar. Félagar í Ökukennarafé- lagi Islands. komandi. Þótt við bekkjarsystkin þykjumst sæmilega fær í flestan sjó, varð það alttaf Sveinn, sem skipulagði og hafði fomstu um framkvæmdir - allt sem sjálfsagð- an hlut. Sveinn var þeim hæfileikum búinn, að aðrir sóttust eftir hans forsjá. Hann var hrókur alls fagnað- ar á gleðimótum, en innilegur og háttvís, heiðarlegur og hreinn og beinn við hvem sem hann skipti. Fyrir mér er það stórkostlegt í minningunni að hafa notið vináttu og samvista við Svein á skólaáran- um og með honum sjáum við bekkj- arsystkinin á bak styrkum hlekk I okkar félagsskap og kærum vini. Við Steinunn vottum Herdísi og fjölskyldu innilega samúð. Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður. kvöldin sem við áttum samleið. Vertu sæl, kæra vina. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Foreldrum, systkinum og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu samúð. Helga Dís. Minning Sveinn Fjnnsson frá Hvilft í Önundarfirði Brynhildur Jóns- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.