Morgunblaðið - 16.06.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
33
Minning
Rósinkar Ingimar
Ingimundarson
Fæddur 22. september 1908
Dáinn 11. maí 1993
Hinn 1. júni 1993 fór fram frá
Fossvogskapellu bálför Rósinkars
Ingimars Ingimundarsonar. Ingi-
mar, eins og hann var alltaf kallað-
ur, var fæddur á Svarthamri, Súða-
víkuhreppi, ísafjarðarsýslu, 22.
september 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Sig-
ríður Þórðardóttir frá Læk í Sléttu-
hreppi og Ingimundur Þórðarson
frá Kletti Gufudalssveit.
Þau hjónin eignuðust átta börn,
eitt þeirra, Jóhannes, dó í bernsku
en hin komust öll til manns. Elst
þeirra systkina var Þorbjörg fædd
aldamótaárið 1900 á Kletti. Næstur
kemur Þórður fæddur 1905 á
Dvergarsteini, Súðavíkurhreppi og
svo Ingunn fædd í Minni-Hattardal
í sama hreppi. Nú er röðin komin
að Ingimari og næst á eftir honum
kemur Jóhanna, sem einnig er fædd
á Svarthamri 1911. Yngstu syst-
umar, Ingibjörg fædd 1915 og Þóra
fædd 1918, eru fæddar á Kletti í
Gufudalssveit.
Þórður afi Ingimars hafði kostað
son sinn Ingimund á landbúnaðar-
skólann í Ólafsdal og vildi láta hann
búa samtímis sér á Kletti, en ungu
hjónin vildu það ekki og þess vegna
leituðu þau svo stíft eftir jörð til
framtíðarábúðar.
Hér er komin skýringin á því
hvers vegna systkinin eru fædd
hvert á sínum bænum. Síðar þegar
Ingimundur hefur komið sér sæmi-
lega fyrir veikist faðir hans og hann
biður hann að koma heim að Kletti
og taka við jörðinni.
Árið 1920 er öll fjölskyldan nema
Þorbjörg, sem var farin suður, skráð
á Kletti í manntali frá þessum tíma.
Öll ólust systkinin upp við venju-
leg skilyrði barna á þessum tíma í
sveit og þóttu þau hin mannvænleg-
ustu. Nú eru þessi glæsilegu systk-
ini gengin yfir móðuna miklu sem
aðskilur líf og dauða og var Ingi-
mar síðastur í þeirri för.
Þegar Ingimar óx úr grasi var
hann talin dulur í framkomu og fór
gjaman einfömm. Gat hann átt það
til að dvelja langtímum saman út í
haga innan um búpeninginn og sagt
honum frá leyndarmálum sínum.
Kollaíjörður, þar sem bærinn
Klettur stendur, er umkringdur
fjöllum á þijá vegu og síðan taka
heiðarnar við. Þar uppi átti Ingimar
sínar ánægjustundir við að klifra
kletta eða að veiða fisk í vötnunum.
Árið 1922 flytja Ingimundur og
Sigríður með börnin til Hnífsdals
vegna vanheilsu Ingimundar. Hann
andast tveimur árum síðar úr
krabbameini. Sigríður kona hans
treystir sér ekki til að búa þar ein
með börnunum og fjölskyldan flyst
til Reykjavikur. Eldri systkinin þijú
höfðu þegar flust þangað og þau
yngri ekki nógu vaxin til að geta
hjálpað til að gagni við búskapinn.
Ingimar leigir sér herbergi i
borginni og ræður sig sem innan-
búðarmann í versluninni Geysi, en
Sigríður hefur leigt litla íbúð fyrir
sig og dætumar þijár. Ingimar er
nú um tvítugt í blóma lífsins og
mjög fríður sýnum. Ungu stúlkurn-
ar laðast að honum og hann nýtur
lfsins en fer dult með það.
Árið 1934 hættir Ingimar að
vinna í Geysi og ákveður að læra
framreiðslustörf. Hann fær pláss á
skipum Eimskipafélagsins og vinn-
ur hjá Eimskip allt þar til heims-
styrjöldin síðari skellur á.
Á þessum árum kynnist Ingimar
ungri konu og eignaðist með henni
stúlkubarn. Hlaut hún nafnið Sig-
ríður Valgerður og var tekin í fóst-
ur hjá Árna Guðjónssyni, sem þá
bjó á jörðinni Kaupvangi við Eyja-
fjörð. Sigga litla, eins og hún var
nú alltaf kölluð, varð föður sínum
til mikils yndisauka og reyndi hann
að heimsækja hana eins oft og
færi gafst.
Sigríður giftist Olgeiri Möller
skrifstofumanni og eignuðust þau
fimm börn, þar af er eitt látið, en
barnabörnin eru sex.
Nú var stríðið skollið á í Evrópu
og Ingimar réð sig sem matsvein á
togara sem siglir með fisk til Eng-
lands Næstu ár, það er árin
1941-45, stundar hann sjó-
mennsku og byggir jafnhliða tvö
liús. Annað í Kópvogi og hitt við
Langholtsveg í Reykjavík. Ingimar
selur húsin jöfnum höndum og
stundar áfram sjóinn og aflar sér
fjár til að heija hótelrekstur á Hofs-
ósi. í fyllingu tímans leggur hann
af stað norður á stórum flutninga-
bíl hlöðnum varningi og undirbýr
opnun á hinu nýja gistihúsi. Gestum
og gangandi er boðið til veislu en
svo illa vill til að eldur læsir sig í
húsið og það brennur til kaldra
kola á skammri stundu. Þar með
lauk hótelhaldi Ingimars á Hofsósi
Hugmyndin um hótelrekstur
hvarf ekki þar með úr huga Ingi-
mars því skömmu síðar tók hann á
leigu hótel á Akranesi og rak það
um nokkurra ára skeið. Á Akranesi
kynnist Ingimar ungri konu, Gun-
hild Lindquist frá Finnlandi, og þau
ganga í hjónaband. Árið 1950 fæð-
ist þeim hjónum sonur sem skírður
var Bjarni Sigurður. Hjónin skilja
eftir skamma sambúð og Bjarni er
tekinn í fóstur af föðursystkinum
sínum en síðan liggur leiðin að
Axel Thorarensen,
Gjögri — Minning
Fæddur 24. október 1906
Dáinn 14. maí 1993
Það var einmitt föstudaginn 14.
maí, að við hjónin vorum um morg-
uninn að tala um að líklega kæmi
Axel í dag. Það hafði verið gott
veður undanfarna daga og við viss-
um að hann hefði verið á sjó, en
nú hafði veður spillst og ekki sjóveð-
ur, svo að það var líklegt að þeir
feðgar kæmu til að versla uppá
helgina. En Axel kom ekki í verslun
daginn þann. í hádeginu fréttum
við, að hann hefði látist um morgun-
inn. Mann setti hljóðan. Þó að Axel
væri orðinn gamall maður bar hann
ekki merki dauðans, en svo skammt
er þarna á milli. Þarna hafði fallið
dómur, sem ekki varð áfrýjað.
Eitthvert tóm varð eftir við þessa
frétt, því að það var ævinlega til-
breyting, þegar Axel kom. Það var
svo notalegt að staldra við um stund
og spjalla við hann. Hann hafði frá
mörgu að segja og samtalið var
alltaf blandað góðlátlegri glettni og
skildi eitthvað eftir, sem ekki
gleymdist strax, en nú var því lokið
og ekki þýddi um að sakast.
Axel Thorarensen var fæddur á
Gjögri 24. október 1906. Foreldrar
hans voru hjónin Jóhanna Sigrún
Guðmundsdóttir frá Kjós hér í
hreppi og í móðurætt var h'ann því
af hinni fjölmennu Pálsætt, sem
kennd er við Kaldbak, og Jakob
Jens Thorarensen, sem lengst af
var bóndi og sjómaður á Gjögri, en
var frá Kúvíkum. Föðurafi Axels
var Jakob Thorarensen, kaupmaður
við Reykjarfjarðarverslun (Kúvík-
ur). Föðurætt Axels má rekja til
eyfirskra embættismanna og m.a.
var Stefán Þórarinsson amtmaður
á Möðruvöllum langalangafi hans.
Axel var einn níu systkina, þar af
voru tvö hálfsystkini, og var Jakob
Thorarensen skáld hálfbróðir hans.
Öll eru þessi systkini nú látin, nema
yngsti bróðirinn, Karl.
Axel ólst upp á Gjögri_ og þar
ól hann allan sinn aldur. Á Gjögri
byggðu menn afkomu sína á sjávar-
útvegi og smávegis landnytjun,
enda er Gjögur fornfræg veiðistöð.
Inn í þetta umhverfi fæddist Axel,
og varð snemma þátttakandi í
brauðstriti forfeðra sinna, sem varð
honum drjúgt veganesti, því að á
þessu byggði hann afkomu sína til
dauðadags.
Um 1930 tók Axel upp sambúð
við frændkonu sína, Agnesi Guðríði
Gísladóttur, sem einnig var fædd
og uppalin á Gjögri. Stofnuðu þau
heimili á Gjögri, þar sem þau
bjuggu til æviloka. Þeim fæddust
níu börn, eitt lést í frumbernsku,
en einn sonur þeirra, Ölver, lést
fulltíða maður. Fimm dætur þeirra
eru fluttar úr byggðarlaginu, en
bræðurnir tveir, Ólafur og Jakob,
hafa haldið heimili á Gjögri með
foreldrum sínum.
Má nærri geta, að húsmóðirin
unga hefir mátt taka til hendinni
við umönnun barna og heimilis. Hún
lagði allt í sölurnar fýrir heimilið,
var dugleg og reyndi allt hvað hún
gat að halda fátæklegu heimilinu
þrifalegu. Eins margar húsmæður
á hennar reki, sem helguðu sig
heimilinu, heimti hún daglaun sín
að kvöldi við það eitt að sjá vöxt
og viðgang barnanna. Agnes reynd-
ist vanda sínum vaxin, um það bera
börnin gott vitni. Agnes lést fyrir
tæpu ári, farin að kröftum eftir að
hafa lokið farsælu ævistarfi.
Heimilisfaðirinn lá heldur ekki á
liði sínu og kom sér nú vel kunn-
átta kynslóðanna, veiðiskapurinn,
sem hann hafði ungur tileinkað sér.
Þó að fískimið við Gjögur væru
fengsæl og stutt að fara var sjó-
sóknin kaldsöm á opnum báti enda
bar Axel þess merki á gamalsaldri.
Hann varð veiðimaður af lífí og sál
og á veiðiskapnum framfleytti hann
fjölskyldunni. Hann varð snillingur
í að handleika byssuna og öngulinn.
Hann var sannur veiðimaður að því
leyti, að öll rányrkja var honum á
móti skapi og hana gagnrýndi hann
harðlega. Hann miðaði ekki byss-
unni til þess eins að sjá dýrið falla
eða vita hvort hann hitti. Hann
gerði það til að afla heimilinu mat-
ar og það var honum lífsnauðsyn,
enda færði byssan fjölskyldunni
margan málsverð.
Axel tók sér fleira fyrir hendur.
Um áraugaskeið var hann vitavörð-
ur við Gjögurvita. Tók við því af
föður sínum, eftir að hafa aðstoðað
hann við það í ellinni, og seinni
árin með aðstoð Jakobs sonar síns.
Þannig hefir starfið fylgt ættliðun-
um. Þá hefír hann einnig með að-
stoð Jakobs annast veðurathuganir
á Gjögri um tuttugu ára skeið. Þó
að Axel væri ekki víðförull um dag-
ana var hann orðinn landsþekktur
maður af viðtölum í blöðum og sjón-
varpi. Hann var veiðimaður af lífi
og sál. Hann hafði útlit veiðimanns-
ins, hann hafði frásagnargáfu og
frásagnargleði veiðimannsins. Frá-
sögn hans var ávallt sönn og öfga-
laus. Hann var fulltrúi liðins tíma
og það var ekki að ófyrirsynju, að
menn leituðu í „smiðju" til hans.
Líf Axels var ekki eingöngu
bundið veiðiskapnum, honum var
fleira til lista lagt. Hann var tónlist-
arunnandi og spilaði sjálfur lengst
af á harmoniku og munnhörpu.
Elsta dóttir hans, Jóhanna, minnist
þess frá því að hún var barn, að
þá klæddi hann sig uppá í góðviðri
á sunnudögum og fór út á bæjarhól-
inn og spilaði þar á harmoniku.
Börn og unglingar úr nágrenninu
komu og hlustuðu. Hann spilaði
einnig fyrir dansi á yngri árum.
Taflmður var hann ágætur og iðk-
aði það til dauðadags og sneri þar
oft á sér yngri menn.
Axel, eins og fleiri á hans aldri,
mundi tímana tvenna. Þegar hann
var unglingur og frameftir öldinni
var iðandi mannlíf á Gjögri. Hann
var áhorfandi að fólksfækkun þar,
sem kom í kjölfar breyttra atvinnu-
hátta og minnkandi atvinnu í
byggðarlaginu. Axel gaf sig ekki
að því. Hann hélt ótrauður áfram
við sitt, seinni árin með aðstoð Jak-
obs sonar síns, og honum átti hann
umfram allt að þakka að geta unað
glaður við sitt til endadægurs.
Á gamals aldri bar hann merki
vosbúðarinnar, hendurnar voru
hnýttar, fæturnir bognir, en þó var
hann hraustur og bar aldurinn vel.
Það féll aldrei niður róður hjá Ax-
el. Daginn fyrir andlát sitt reri hann
tvisvar. Hann var að leggja netin,
vorið var búið að vera erfitt, en nú
voru góðviðrisdagar. Hann reiknaði
með að grásleppan væri að ganga
á miðin og þá amaði ekkert að.
Grásleppan gekk ekki á miðin, en
Axel hefði tekið því með jafnaðar-
geði. Það var eðli hins sanna veiði-
manns að þekkja öll tilbrigði náttúr-
unnar.
Axel var jarðsettur frá Ámes-
kirkju laugardaginn 22. maí að við-
stöddum fjölmennum hópi afkom-
enda og sveitunga. Við kvöddum
þennan vin okkar með virðingu og
þökk og við fundum glöggt, þegar
við stóðum yfír moldum hans, að
þarna var genginn fulltrúi liðins
tíma og hér voru þáttaskil. Við
fundum líka að hér var genginn
maður, sem ekkert var að vanbún-
aði, börnin uppkomin og lífsföru-
nauturinn farinn á undan honum.
Blessuð sé minning Axels á
Gjögri. Við hjónin og börn okkar
sendum börnum hans og öðrum
vandamönnum innilegustu samúð-
arkveðjur.
Gunnsteinn Gíslason,
Norðurfirði.
Haraldur Sigurðs-
son — Minning
Fæddur 11. október 1909
Dáinn 3. júní 1993
Mig langar hér með örfáum
orðum að kveðja hann Halla
frænda minn. Hann var sá besti
frændi sem ég hef átt. Hann var
alltaf í góðu skapi og dekraði mik-
ið við okkur krakkana. Þegar við
komum í heimsókn til hans dró
hann fram ís og alls kyns góð-
gæti og horfði svo með ánægju-
svip á okkur á meðan veitingarnar
hurfu í ótrúlegu magni ofan í gráð-
ugan krakkaskarann. Þegar ég
varð eldri fækkaði heldur ferðun-
um til Halla frænda, en það var
þá bara ennþá meira gaman að
heyra frá honum. Hann fylgdist
líka alltaf með hvernig gengi og
mun áreiðanlega halda því áfram.
Þó að ég vissi að hann væri
orðinn slappur átti ég samt aldrei
von á að hann færi svona fljótt
frá okkur. Það er kannski eigin-
girni hjá mér að óska þess að
hafa Halla frænda hjá mér ennþá,
en svo er það nú samt. í huga
mínum á ég þó minningar um
yndislega góðan kall sem enginn
getur tekið frá mér.
Elsku Halli frændi, megi allar
góðar vættir geyma sálu þína.
Halla Sigrún.
LEGSTEINAR
MmsteíM?
720 Borgarfirði eystra,
sími 97-29977, fax 97-29877
Brekku í Skagafirði. Á Brekku dvel-
ur Bjarni um tíma hjá hjónunum
Herfríði og Óskari Magnússyni.
Til að geta verið í nálægð sonar .
síns ræður Ingimar sig sem kjötiðn-
aðarmann hjá Kaupfélaginu á
Sauðarkróki og heimsækir soninn.
eins oft og hann getur. Hann íhug-
ar nú í alvöru að búa syni sínum
og sjálfum sér varanlegt heimili og
með það fyrir augum kaupir hann
íbúð í Reykjavík og ræður til sín
ráðskonu, Sigríði Sigurðardóttur að
nafni.
í Reykjavík bjuggu þau Sigríður,
sem nú er nýlátin, og Ingimar um
árabil og Bjarni með þeim í góðu
yfirlæti. Bjarni giftist síðan Her-
borgu Haraldsdóttir frá Hafnarfirði
og eignaðist með henni tvö börn,
pilt og stúlku. Árið 1974 kaupir
Ingimar nýja íbúð við Arahóla og -
fjölskyldan flyst þangað. Ingimar
vinnur hjá Afurðasölu Sambandsins
á þessum tíma og allt þar til hann
fær heilablóðfall og lamast hægra
megin. Hann fékk fljótlega inni á
Hrafnistu í Reykjavík og bjó þar í
fímmtán ár eða þar til hann lést
11. maí síðastliðinn.
Eins og áður er getið var Ingi-
mar dulur en ljúfur í samskiptum
sínum við annað fólk; hafði þó sínar
skoðanir á mönnum og málefnum
og gat staðið fastur fyrir ef því var
að skipta. Hann var frændrækinn
og með afbrigðum örlátur maður.
Vildi hann helst alltaf vera gefa
eitthvað frá sér og nutum við þess
sem vorum honum tengd á margvís-'
legan hátt.
Nú að leiðarlokum vil ég, sem
þessar línur rita, þakka Ingimari
fyrir samferðina með þeirri vissu
að minningin um góðan dreng mun
lengi lifa. Ég votta ættingum og
vinum Ingimars mína dýpstu sam-
úð.
Gísli Kristjánsson.
HÁRIÐ
Aðeins fóar hórsnyrtivörur innihalda hrein
nóttúruefni einvörðungu. ROSMARIN HÁR-
VÖRURNAR fró Weleda eru af þessum
fóu. Rósmarin SHAMPO, Rósmarin OLÍU-
NÆRINGARBAÐ og Rómarin HÁRVATN
gera ótrúlega hluti fyrir þreytt hór,
slappt hór, þunnt hór, hórlos, flösu og
þurrkubletti. Á skró hjó okkur er fjöldi
fólks, sem hefur fengið bót meina sinna.
Venjulegt hór, fallegt og heilbrigt verður
enn fallegra við notkun Rósmarin hórvar-
anna. NÆSTU DAGA GEFUM VIÐ 35%
AFSLÁTT AF 500 g' hórvatnsflöskunum.
APPELSÍNIIHÖÐ
ARNIKU nuddolían, sem ekki ó sinn líka
í baróttunni við gigt og vöðvabólgu,
kalda fætur o.fl. vinnur einnig ó „APPEL-
SINUHÚÐ" og ýmsum ólíka húðvandomól-
um ó örskömmum tíma.
TANNKREM
SALT-tannkremið fró Weleda örvar sjólf-
hreinsun tanna og styrkir tannhold og
slímhúð. Tannkremið inniheldur einungis
nóttúruleg efni svo sem kísil, nóttúrulegt
flúor og snefilefni sjóvarvatnsins, sem
samkvæmt nýjustu rannsóknum (þekkt
þó fró nldaöðli) virkar fróbærlega vel
gegn tannsteini, tannskemmdum og
munnholdsbólgum.
10% kynningarafslóttur næstu daga.
Kíktu inn.
NOVASONIC
Vegna sérlega hagstæðra innkaupa tekst
okkur að lækka verðið ó novasonic gigt-
artækinu N0VAF0N um 25%. Tækið
hefur tvívegis hlotið gullverðlaun ó
læknaþingum. Hönnuður tækisins er vís-
indamaðurinn prófessor dr. med. E. Schli-
ephake. Tækið reynist einnig vel í barótt-
unni við elli kerlingu og hrukkurnar ósamt
möndlumaska og olíu, sem við gefum
25% afslótt af næstu daga.
Weledo vöruraar fóst f: Þumolinu (einkaumboó), '
Heilsuhúsinu, Rokorost. Suóurlondsbraut 10 og Hofn-
orstræti 5, Sjúkrost. Silju, Hótel Örk, Heilsubúóinni
Hveragerði, Hórskerostofu Sveinlougor Neskaupstaó,
ismóli og versl. Morín Egilstöóum, Loufinu Hollorm-
staó, Heilsurækt Sólrúnor Djúpovogi, Vollorkoti Loug-
um, Ninju Vestmonnaeyjum, Hofnorfjoróaropóteki
og í opótekum úti ó londi.
ÞUMALÍNA
Leifsgötu 32, s. 12136.