Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 44

Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 44
-44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 UMSJÓN: ELÍN HILMARSDÓTTIR OG KRISTLAUG RÓS SIGURÐARDÓTTIR SAMVISKUSPURNINGIN Borðar þú morgnnmat? SNÆDIS 13 ÁRA „Já, á hverjum morgm TINNA 13ÁRA ,Ekki alltaf.“ MAGNEA 15ÁRA „Já, alltaf.“ GUÐMUNDUR - i 13ÁRA i „Já, á hverjum morgni.“ llllllillillHI i'l ■ HEIÐAR 15ÁRA „Já, á hverjum morgm : u GÍSLI 14ÁRA „Já, á hverjum morgni. KRISTOFER 14ÁRA „Já, alltaf.“ FRAMUNDAN 17. JÚNÍ Tórxleikar í Lækjargötu: kl. 16,30 Bubbi Morthens kl. 17.00 KK band kl. 17.40 Youkatan kl. 18.10 Synir Raspútíns kl. 18.30 Hlé kl. 20.00 Pelican kl. 21.00 GCD kl. 22.00 Pláhnetan kl. 23.00 SS Sól Félagsmiðstöðvar Ársel: Opið hús á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 20.00-23.00. Fellahellir: Opið hús á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20.00-23.00. Tónabær: Opið hús á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20.00-23.00. Þróttheimar: Opið hús á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 20.00-23.00. HVAR ERU ÞAU OG HVAÐ ERU ÞAU AÐ GERA? VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR ►Um 2.200 unglingar á aldrinum 13-15 ára eru í unglingavinnunni í sumar. ►Unglingar í yngri hóp (fædd 1979) vinna 4 tíma á dag og fá í Íaun 168 kr. á tímann. ►Unglingar í eldri hóp (fædd 1978) vinna 8 tíma á dag og fá í laun 190 kr. á tímann. ►Allir unglingar sem sækja um vinnu fá eitthvað að gera. Vinnan felst I: ►Viðhaldi á grunnskólalóðum, íþrótta- svæðum og öðrum opnum svæðum í eigu Reykjavíkurborgar. ►Aðstoð við umhirðu garða eldri borg- ara í Reykjavík. ►Gróðurvemd á svæðum utan borgar- marka, s.s. Heiðmörk, Nesjavöllum og Úlfljótsvatni. ►Árlega fara starfsmenn Vinnuskólans í eins dags náttúruskoðunarferð. ÞORHILDUR: „Það er svo rosalega margt sem mig langar að kaupa.“ EINARs „Launin fara jafnóðum nammi, vídeóspólur og svoleiðis." Við náðum tali af tveimur krökkum sem eru í ungl- ingavinnunni í sumar, Einari Baldvinssyni, 14 ára, og Þórhildi Sigurð- ardóttur, 13 ára. Hvernig er að vinna í unglingavinnunni? Einar: Það er allt í lagi llM-i'' ;t*G \ i 1 í p ,\G i að vinna við þetta en launin eru bara svo léleg, þetta er skítakaup. Ég fór í þessa vinnu vegna þess að ég fékk ekkert annað að gera. Ég er enn að sækja um önnur störf, meðal annars sem pikkaló á hótelum, en það gengur ekkert. Svo vinn ég líka í búðinni hjá pabba. Þórhildur: Þetta er nú bara fyrsti dagurinn minn og þetta er ekkert rosalega frábært eða svoleiðis, en al- veg ágætt. Það góða við þessa vinnu er að það eru svo margir að vinna með manni sem maður þekkir. Launin eru léleg en það er samt þægilegt að það er ekkert mál að fá þessa vinnu. Þú ræður hvort þú nennir að vinna eða ekki og getur þá bara gengið að þessu ef þú vilt. Ég hefði svosem alveg viljað fá eitt- hvað annað, en ég nennti ekki að reyna það, maður er svo lítill, maður fær ekk- ert betra að gera. Hvað gerið þið við launin? Einar: Ég eyði þeim jafn- óðum í nammi, vídeóspólur og svoleiðis. Þórhildur: Ég legg kannski eitthvað af þeim inn í banka en ég veit þó ekki ... það er svo rosalega margt sem mig langar að kaupa mér. Þetta venjulega dót sem alla langar í, föt og skó og svoleiðis. Langar að verða leikari Nafn: Æsa Bjarnadóttir. Heima: Reykjavík. Aldur: 15 ára. Skóli: Æfinga- og tilraunadeild Kennarahá- skóla Islands. Sumarstarf: Tónabær. Helstu áhuga- mál: Leiklist, tónlist, kvik- myndir, útivera, vinir mínir og svo er ég mikill bókaorm- ur Hvaða félagsmiðstöð stundar þú? Tónabæ Uppáhalds hljómsveit: Doors Uppáhalds kvikmynd: Do- ors-myndin auðvitað, Alive og My girl. Besta bókin: Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Ég myndi ekki vilja vera einhver ákveðin persóna, heldur bara tvítug stelpa, búin með skólann og fijáls. Hvernig er að vera ungl- ingur í dag? Það er svolítið erfitt. Unglingaímyndin er svo stöðluð. Þú kemur inn í búð og það er haft auga með þér. Þessi aldur er bófaaldur- inn. Það ber minna á þessu með stelpur en samt, manni er ekki treyst. Það er þá þannig að þegar þú hittir fólk sem treystir þér þá er það bara besta fólk í heimi. Auðvitað ætti það að vera sjálfsagt að unglingum sé treyst eins og öðrum. En það er samt rosalega gaman. Hveiju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Ég myndi vilja skipta um ríkisstjórn, stækka borgina og fá meiri stórborgarbrag hér. Síðan myndi ég vilja hafa áhrif á menntamál. Það er búið að skera svo mikið niður í skólamálum, t.d. í vali fyrir 10. bekk. Hvað er það skemmtileg- asta sem þú gerir? Að vera með vinum mín- um. Ég er ofboðslega heppin með vini. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að þurfa að svara fyrir það sem maður hefur af sér. Þó það sé auðvitað réttlátt. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verð- ur stór? Mig langar að verða leikari en ég er ekki viss um að ég komist í gegn um það. Svo hef ég líka mikinn áhuga fyrir líf- fræði, mig langar svolítið í örverufræði. Hvað gengur þú með í vösunum? Lykla, hálsbijóstsykur, minnismiða og nammibréf. Viltu segja eitthvað að lokum? Já, þetta er rosalega gott framtak hjá Morgunblaðinu að búa til pláss fyrir ungl- inga. Það er mjög sniðugt og nauðsynlegt að gert sé eitthvað fleira fyrir okkur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.