Morgunblaðið - 27.06.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 27.06.1993, Síða 1
72 SIÐUR B/C 142. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 27. JÚNÍ1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fá ekki að tilbiðja hnullung’ TRÚBOÐAR baptista hafa nú hafist handa við að snúa ættbálki „steinaldar- manna“ á Papúa Nýju-Gíneu til krist- innar trúar. Ættbálkurinn, sem nefnist Liawep og telur 79 manns, fannst fyrir tilviljun fyrir mánuði síðan og er talið að hann hafi aldrei áður komist í snert- ingu við siðmenningu. Tungumál ætt- bálksins er talið gjörólíkt þeim 700 tungumálum sem þegar hafa fundist í Nýju-Gíneu og urðu því öll samskipti við fólkið, sem lifir hálfgerðu steinald- arlífi, að fara fram á táknmáli. í ljós kom að fólkið tilbiður steinhnullung, sem svipar til höfuðs í útliti, og ber hann ávallt með sér þegar það flytur sig um set í frumskóginum. Trúboðar hafa nú hafist handa við að reisa kirkju handa fólkinu og einnig kynna því ýmsar dásemdir siðmenningarinnar s.s. sykur, salt og te. Bill Clinton villhitta hálfbróður BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræddi á föstudag í gegnum síma við mann sem segist vera hálfbróðir hans. Urðu þeir ásáttir um að reyna að hittast einhvern timann bráðlega. í yfirlýsingu frá skrif- stofu forsetans segir að Clinton hafi rætt við manninn, Henry Ritzenthaler, í um fimmtán minútur. Ritzhenthaler skaut fyrst upp kollinum síðastliðinn sunnudag og lýsti því yfir að hann teldi að hann og forsetinn ættu sameiginleg- an föður Bruni hjá Nínu Simone BANDARÍSKA söngkonan Nína Sim- one var flutt á sjúkrahús í borginni Aix-en-Provence með brunasár eftir að kviknaði í einbýlishúsi hennar í bænum Bouc-el-air aðfaranótt laugardagsins. Að sögn lögreglu eru meiðsli Simone, sem er fimmtug að aldri, ekki alvarleg en lífverði söngkonunnar tókst að bjarga henni úr brunanum. Húsið brann hins vegar til grunna. Evrópskur utanríkisráðherra í viðtölum við norsk blöð Morgunblaðið/Jóhann óli Hilmarsson LISTFLUG VIÐ TJÖRNINA EB hefur þegar af- skrifað norska aðild Osló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. „EVRÓPUBANDALAGIÐ hefur misst trúna á það að Norðmenn verði aðilar að bandalaginu," segir einn utanríkisráðherra EB í viðtali við norska blaðið Aftenposten. Ráðherrann, sem af skiljanlegum ástæðum vill ekki láta nafngreina sig, segir fyrst og fremst tvær ástæður liggja að baki því að aðild Norðmanna sé afskrifuð áður en aðildarviðræður eru komnar á fullt skrið. í fyrsta lagi hin mikla EB-andstaða í Noregi og í öðru lagi andstaða margra EB-ríkja við útvíkkun bandalagsins. Að mati ráðherrans er andstaðan í Nor- egi gegn aðild það megn að litlar líkur séu á að hægt verði að sannfæra Norðmenn um ágæti aðildar. Bandalagið hafi líka ekki mikið að bjóða sem geti snúið almenn- ingsálitinu við. Á hinn bóginn séu skiptar skoðanir innan EB um hvort rétt sé að veita Norðmönnum, Svíum, Finnum og Austurríkismönnum aðild að bandalaginu. í raun séu einungis Bretar, Þjóðveijar, Danir og Hollendingar því fylgjandi, segir heimildarmaður Aftenposten. Þessi ummæli EB-utanríkisráðherrans, sem einnig var greint frá í Dagens Nær- ingsliv, hafa vakið hörð viðbrögð norsku ríkisstjórnarinnar. Bjöm Tore Godal, við- skiptaráðherra, var greinilega mjög pirrað- ur þegar hann ræddi við blaðamenn og krafðist hann þess að ráðherraráð EB vís- aði staðhæfingum hins nafnlausa ráðherra þegar í stað á bug. „Þessi ummæli eru ekki í samræmi við þá tilfinningu sem við höfum í ljósi fyrstu aðildarviðræðnanna við bandalagið,“ sagði Godal og bætti við að það væri opinber stefna EB að banda- lagið æskti eftir aðild Norðmanna. Ef marka má orð EB-ráðherrans er það ríkjandi skoðun innan bandalagsins að jafnvel þó að Norðmenn fengju hagstæða samninga varðandi sjávarútveg og land- búnað myndi það ekki duga til að snúa almenningsálitinu við. Aftenposten segir að þetta sé í fyrsta skipti sem háttsettur stjórnmálamaður frá Evrópubandalaginu greini umbúðalaust frá þessari skoðun. Það sé ekki síst at- hyglisvert í ljósi þess að ráðherrann hafí af fyrra bragði sett sig í samband við fjöl- miðla og lýst sig reiðubúinn til að í við- tali greina frá sjónarmiðum sínum varð- andi EB og Noreg. MILLJARÐUR A MÁNUÐI lóyc/z/z/o HAFIÐ ER LÍFID OG DAUÐINN FLOKKSVELDI æ RIDAR TIL FALLS 14 B Á TOPPINN FYRIR TILVIUUN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.