Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 Vsk. er lagður á alla útgáfu og fjölmiðla 1. júlí FÉLAG íslenskra bókaútgefenda hefur beint þeim tilmælum til félaga sinna að hækka verð á bókum um 14% þann 1. júlí þegar 14% virðisaukaskattur, sem útgefendum bóka, blaða og tímarita svo og RÚV og Stöð 2 er gert að innheimta, leggst á íslenskt bóka- og fjölmiðlaefni. Tímarit munu hækka mismun- andi mikið og t.d. hefur Fróði hf. ákveðið að hækka öll tíma- rit sín um 3% en Samútgáfan hækkar þau mismunandi mikið. Afnotagjald hjá Ríkisútvarpinu mun hækka úr 1.754 kr. í 2.000 kr. og sagði Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins, að skatturinn myndi þyngja lausafjár- stöðu stofnunarinnar. Hann sagði að stofnunin þyrfti að skila skattin- um reglulega og þegar afnota- gjöldin innheimtust ekki leiðréttist það ekki fyrr en síðar. Áskriftar- gjald Stöðvar 2 mun hækka úr 2690 kr. í 3067 kr. að sögn Öldu Hjartardóttur, þjónustustjóra Stöðvar 2. Tímarit hækka mismikið Halldóra Viktorsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fróða hf., sagði að fyrirtækið myndi að mestu leyti taka á sig skattinn sjálft. Hækkun- in á tímaritunum yrði um 3% á hvert þeirra. Hún sagði að tímarit Fróða hf. væru í það mikilli sam- keppni við erlend tímarit að mikil hækkun á þeim myndi ekki borga sig en Fróði gefur meðal annars út tímaritin Fijálsa verslun, bama- blaðið ABC, Mannlíf og Nýtt líf. Halldóra sagði að ekki væri búið að áætla hversu mikið tap yrði vegna skattsins. Samútgáfan ætlar að hækka tímarit sín mismunandi mikið. Tímaritin Bleikt og blátt og Samú- el munu hækka um 8% en Vikan mun hækka um 14%. Flest önnur tímarit hjá Samútgáfunni hækka ekki. Vsk. á dagblöð hækkar áskriftin úr 700 kr. í 798 kr. Lausblaðaverð Pressunnar verður 260 kr. í stað 230 kr. Hrólf- ur Örlygsson, dreifingarstjóri hjá Tímanum sagði að endanleg ákvörðun um verð hefði ekki verið tekin hjá þeim. Bókaverð hækkar einnig Vilborg Harðardóttir, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda sagði að félagið hefði beint þeim tilmælum til fé- lagsmanna að hækka íslenskar bækur, sem næmi skattinum. Hún segir að málið sé flókið að því leyti að bækur séu mikið til seldar í umboðssölu og liggi því oft í búðunum i marga mánuði. Reikn- ingar fyrir bókunum séu yfirleitt ekki gefnir út fyrr en salan er gerð upp. Það verði því ákveðið vandamál hvenær skattinum eigi að skila. Verksmiðjan flutt GOSDRYKKJAVERKSMIÐJA Gosan hf. hefur verið seld í heilu lagi til St. Pétursborgar í Rússlandi. Myndin sýnir þegar hluta af vatns- hreinsibúnaði verksmiðjunnar var komið fyrir á bíl. Heiðmörk Fellaþarf lerkilund FELLA þarf stóran hluta lerkilunds á hálfs hektara svæði í Vífilsstaðahlíð þar sem hann er illa farinn eftir Douglasátu, sem að sögn Vignis Sigurðssonar, um- sjónarmanns Skógræktarfé- lags Reykjavíkur í Heið- mörk, er sveppur sem étur sig inn í trén og drepur þau. Fyrst bar á þessu í fyrra og var lundurinn þá grisjaður, en plágan gerði síðan aftur vart við sig 1 vor. Vignir sagði að lerki ætti mjög erfitt uppdráttar á suð- vesturlandi, sem væri ekki heppilegasta búsvæðið fyrir þessa trjátegund. „Ef svona plágur koma upp er tegundin illa í stakk búin til að veijast þeim. Þetta heijar meira og verður frekar áber- andi hjá okkur suðvestanlands heldur en annars staðar á land- inu, en þetta hefur ekki gert vart við sig í þessum mæli á öðrum svæðum hér um slóðir að því er ég best veit til. Þessi sveppur hefur komið upp ann- ars staðar á landinu, og til dæmis hefur aðeins borið á honum austur á Héraði. Vaxt- arsvæðin þar eru heppilegri og því þrífast plöntumar þar bet- ur, þannig að þær standa betur af sér svona plágur," sagði Vignir. Gosdrykkjaverksmiðja seld í heilu lagi til Rússlands Hópur Islendinga fer með og verður í Rússlandi í allt að því eitt ár PHARMACO hf. hefur selt bresku fjárfestingarfyrirtæki gos- drykkjaverksmiðju Gosan hf. og mun verksmiðjan verða sett upp í St. Pétursborg í Rússlandi. Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Gosan hf., segir að með þessari sölu sé bundinn endir á þátttöku Pharmaco í íslenskum gosdrykkjamarkaði. Björgólf- ur segir að hér sé ekki bara um að ræða sölu á framleiðslutækj- um heldur einnig á hugviti og öllum skrifstofubúnaði. Atta starfsmenn frá Gosan hf. fara til St. Pétursborgar og munu sumir vera þar í allt að eitt ár. Söluverð verksmiðjunnar var ekki gefið upp. Mánaðaráskrift að Morgunblað- inu verður óbreytt 1.200 kr. en að auki verður innheimtur 14% vsk. þ.e. 168 krónur þannig að áskrif- andinn greiðir samtals 1368 kr. Lausblaðaverð Morgunblaðsins verður óbreytt 110 krónur en að auki verður innheimtur 14% vsk. þannig að kaupandi greiðir 125 krónur. Vegna innheimtu virðisauka- skattsins verður lausblaðaverð DV 130 kr. virka daga í stað 115 kr. og 170 kr. um helgar í stað 150 kr. Mánaðaráskrift DV verður samtals 1368 kr. í stað 1200 kr. Alþýðublaðið hefur ákveðið að hækka ekki útsöluverð blaðsins næstu þijá mánuðina en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Mánaðaráskrift að Pressunni mun hækka úr 750 kr. í 855 kr. en ef greitt er með greiðslukortum Pharmaco var um áramótin skipt í tvö sjálfstæð fyrirtæki, Pharmaco annars vegar og Delta hins vegar. Víkingbrugg á Akureyri er í eigu Delta þannig að salan hefur ekki áhrif á starfsemina fyrir norðan. Fleira selt en verksmiðjan „ Við erum að selja meira en verk- smiðjuna því við seljum framleiðslu- vélamar, skrifstofuna, tölvubúnað- inn og hugvitið. Við seljum líka uppsetningu og stjórnun og þjálfun rússneskra starfsmanna. Það munu verða frá okkur átta manns í St. Pétursborg í allt að eitt ár,“ segir Björgólfur. Björgólfur segir að þegar verk- smiðjan verði tilbúin í St. Péturs- borg þá muni hún framleiða og markaðssetja gosdrykki í Rússlandi fyrir enska fyrirtækið Britvic en Björgólfur segir að það sé leiðandi á gosdrykkjamarkaðnum í Bret- landi. Britvic framleiðir meðal ann- ars Pepsi fyrir Bretlandsmarkað og Tango, sem er vinsælasti ávaxta- drykkurinn á þeim markaði að sögn Björgólfs. Rússarnir aðstoðaðir Meðal þeirra átta sem fara til Rússlands til að aðstoða við rekstur- inn, þar til þarlendir geta tekið við honum verða menn í stöður verk- smiðjustjóra, framkvæmdastjóra og markaðs- og sölustjóra. „Við erum mjög ánægðir með það verð, sem við fengum fyrir verksmiðjuna og stjómunarsamn- inginn," sagði Björgólfur en undir- búningurinn að gerð þessa samn- ings hefur staðið yfir síðustu sex mánuði. Aðdragandinn að þessari sölu er sala Gosan hf. á framleiðslu- rétti sínum til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. að sögn Björgólfs. Iranusson. Vestmannaeyjar í dag Atvinnuleysisbœtur____________ Reglur um atvinnuleysisbætur hafa verið rýmkaðar og ná nú einnig til þeirra sem standa utan stéttarfé- -laga. 16 Afsögn Attalis Tvígreiddur flugmiði til Tókýó mun hafa fyllt mælinn. 20 Georgíumaöurinn_______________ Georgíumaðurinn svokallaði sem heillaði íslendinga er nú kominn heim. 32 Leiðari_______________________ Ryðjum nýsköpun braut. 22 ' _ '/'."fy. -l'.J'ýly Q Úr verínu ► Aflaverðmæti togara jókst fyrsta þriðjung ársins - Stefnir í metafla hjá togurum Granda - Halios-verkefnið kynnt - Reglu- gerð um leyfllegan fískafla Myndasögur ► Drátthagi blýanturinn - Mynd- ir ungra listamanna - Pennavinir - Ljóð ungra höfunda - Brandarar - Skemmtilegar þrautir - Náttúru- dagbók ----» ♦ ♦..— Istak eitt undir kostn- aðaráætlun BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði ístaks hf. vegna byrj- unarframkvæmda dælu- og hreinsistöðvar við Mýrargötu. Is- tak bauð 24.911.025 kr. eða 78.68% af kostnaðaráætlun í verk- ið. Tilboð annarra sem buðu voru yfir kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun Innkaupastofn- unar hljóðaði upp á 31.661.000 kr. Hæsta tilboðið kom frá Loftorku og var 33.977.500 kr eða 107,32% ef miðað er við kostnaðaráætlun. Næstur kom Völur með 32.917.500 kr. eða 103,97% miðað við kostnað- aráætlun. Varð undir skurðgröfu og beið bana BANASLYS varð í Vestmannaeyj- um á mánudagsmorgun er stór skurðgrafa valt þannig að stjórn- andi hennar varð undir henni. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Að sögn lögreglunnar í Vest- mannaeyjum var slysið tilkynnt laust fyrir klukkan hálf ellefu. Gröfumað- urinn var að störfum á tækinu sunn- an til í Eldfellinu við að dreifa mold yfir vikursvæði. Svo virðist sem hann hafi af einhveijum ástæðum misst stjórn á gröfunni með fyrrgreindum afleiðingum. Maðurinn hét Jón Trausti Úran- usson, fæddur 19. júní 1952. Hann var ókvæntur og barnlaus. l 1 ■ t ' e 8 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.