Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 39
Umferðin MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 39 ■*-- > Aulaskapur - Olöghlýðni Frá Sveini Ólafssyni: Aftanáakstur er margfalt al- gengari á íslandi en í nágranna- löndunum, þrisvar sinnum er sagt. Þetta kostar margan heilsuna, sem er ekki bara slæmt, heldur ótækt. Það hefir líka kostað margan lífíð, sem er alvarlegra, auk gífurlegs fjárhagstjóns á ökutækjum, en slíkt kemur fram hinum háu tryggingar- iðgjöldum hér. Hvað veldur? Mörg dæmi eru um að t.d. í hálku lenda margir bílar í árekstrarkös, í strollu. í fréttum í vetur voru a.m.k. sjö bílar í slíkri árekstrarkös í Árt- únsbrekkunni svo dæmi sé nefnt. Af hveiju? Jú! Skoðum t.d. hvernig ökumenn á íslandi bera sig að. Á ökuljósum safnast bílar saman í kippur. Svo kemur grænt ljós. Allir reyna að taka af stað eins hratt og mögulegt er: ekki óeðlilegt, því auðvitað verður umferðin að ganga greitt. Hinsvegar virðast allir vera á þeirri skoðun að til að komast nógu fljótt leiðar sinnar þurfi að aka helst alveg ofan í skottinu á næsta bíl og bílalestir eru almennt í strollu milli ljósa, t.d. á Reykjanes- braut á leið í eða úr Hafnarfirði. Menn gefa sér ekki tóm til að mynda eðlilegt og öruggt bil milli bíla, a.m.k. 10-15 bíllengdir. Ef eitthvað ber útaf hjá t.d. fremsta bíl, þá er ekkert ráðrúm til neins. Dæmið úr hálkunni er þarna slá- andi. Þar fer næsti bíll aftan á þann sem stoppaði og enginn ræður við neitt. Oft hefur undirritaður reynt að gefa næsta bíl á eftir viðvörun á stíga nokkrum sinnum létt og stutt á bremsupedalann svo bremsuljósið að aftan blikki. Sjá má í aftursjár- speglinum að bílstjórinn fyrir aftan verður þess var. En fæstir virðast samt skilja svona aðvörun eða lengja bilið. Þeir bara hrökkva við og svo er bilið áfram jafn stutt: 3-5 bíllengdir, eins og þeir haldi, að þetta sé „della“ eða fyrirtekt í þeim á undan. Svona háttarlag í akstri verður ekki flokkað undir neitt ann- að en aulaskap og skilningsleysi á öryggi í umferðinni. Þetta er ekki aðeins öryggi fyrir þá sem á undan eru líka fyrir hina, sem aka rétt ofan í öðrum. Og þeir sem þetta iðka eru meginþorri ökumanna á íslandi því miður. Þá er ólöghlýðnin. Almennt verð- ur að reyna að aka eins hratt og leyfilegt er. Þetta dugar samt ekki til, því þótt haldið sé 10 km. yfir hámarkshraða, þ.e. 70 eða 90 km., úti á vegum þá er enginn friður, engin jöfn keyrsla, þar sem lögleg- um hraða er haldið og bilið haft öryggt milli bíla. Nei! Menn bara aka fram úr og hika ekki að bijóta reglurnar um hámarkshraða, troða sér aftur inn í röðina og ef gott bil er komið fylla og stytta bilið á ný. Tillitssemi er engin, einungis asi og kapp, menn bægslast fram fyrir oft til að vera nokkrum bíllengdum á undan. Og oft þegar keyrt er framúr er svo bleyta eða pollar í hjólförum og þá guggugu vatninu eða krapslabbi gusað yfir næsta bíl og sá ökumaður nánast blindaður. Þetta er illskilj anlegt hátterni og verður vart flokkað undir annað en ómenningu. Það versta er að af þessu tvennu: of litlu bili milli bíla og skefjalausum framúrakstri á of miklum hraða, hafa hlotist mörg, sorgleg slys, sem hafa kostað bæði varanlegt heilsutjón og oft manns- líf fyrir utan allt fjárhagstjónið, eins og áður er nefnt. Það er m.a, af þessu, að dýrara er að aka bíl á íslandi en nauðsyn- legt er, færu menn varlegar. Ið- gjöldin, sem allir verða að greiða, byggjast á því hver tjónin eru. Það kostar þannig beina fjármuni, ef menn gæta ekki öryggis í umferð- inni. Ökumenn! Er ekki mál að nota aðgát og dómgreind og sýna for- sjálni í umferðinni? Það er öllum til góðs, sparar öllum peninga og varn- ar ástæðulausu heilsutjóni og jafn- vel fjörtjóni. Höfum bilið milli bíla nægilegt, það tryggir öryggið! Ver- um ekki alltaf að sperra okkur framúr og orsaka of stutt bil milli bíla það flýtir sjaldnast fyrir, skap- ar einungis hættu. Reynum að vera öðrum til fyrir- myndar og sýna aðgæslu og við- hafa tillitssemi í umferðinni. I stað þess að fólk sé á nálum, skilar slíkt sér í þægilegri og ánægjulegri akst- ursaðstæðum. SVEINN ÓLAFSSON, Furugrund 70, Kópavogi. Pennavinir Sautján ára þýskur piltur með áhuga á ferðalögum o.fl.: Martin Fries, Wilh. Leuschner Str. 23, 5800 Hagen 1, Germany. Frá Ghana skrifar 24 ára stúlka með áhuga á íþróttum, ferðalögum, sundi, bókalestri: Lilian Gifty Walker, P.O. Box 1292, Cape Coast, Ghana. Þýsk 24 ára stúlka með margvís- leg áhugamál: Birgit Traub, Froschbergstrasse 22, W-7122 Besigheim, Germany. Frá Gambíu skrifar 23 ára kenn- ari sem vill skrifast á við íslenskar stúlkur á svipuðum aldri: Babucar Jobe, Kunta Kinte Middle School, Brikama, Western Division, Gambia. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist, kvikmyndum, íþróttum o.fl. vill skrifast á við 12-19 ára stráka eða stelpur: Tomoko Kagami, 12-20 Kansozukacho, Neyagawa City, Osaka 572, Japan. Tuttugu og fimm ára Ghana- stúlka með áhuga á körfuknattleik, tennis, borðtennis, dans, safnar póstkortum: Nana Korsah, P.O. Box 1292, Oguaa City, Ghana. Frá Ástralíu skrifar 23 ára karl- maður sem dvaldist á íslandi í fyrra. Skrifar bréf sitt á tiltölulega góðri íslensku og vill skrifast á við íslend- inga annað hvort á ensku eða ís- lensku. Hefur áhuga á tónlist, körfuknattleik, ferðalögum, sögu, tungumálum o.fl.: Steven Bagshaw, 206 Park St., Fitzroy North, 3068, Australia. VELVAKANDI ÖRORKUMAT OG TRYGGINGAR Er maðkur í mysunni? í DV HINN 29. apríl sl. er grein eftir Sæmund Guðvinsson blaðamann um skattsvik tengd- um örorkumati trygginga- lækna. Þar kemur fram að læknarnir og tryggingafélögin eiga sameiginlegan hlut að máli í tugmilljóna skattsvika- málum. Þótt læknarnir taki opinber laun við störf sín, furðar grein- arhöfundurinn sig á því, að tryggingafélögin skuli að auki greiða leynilega fyrir örorku- matið. Það vekur umhugsun um heiðarleika og hæfni matsgerð- armannanna og spurningu um hvað tryggingafélögin eru að greiða fyrir í laumi. Þarf ekki að endurskoða ör- orkumat þessara valinkunnu manna? Hvemig er þessum matsaðgerðum háttað í dag. Einar Vilhjálmsson, Smáraflöt 10, Garðabæ. FYRIRSPURN TIL ÞJÓÐMINJAVARÐ- AR MATTHÍAS Þórðarson, fv. þjóðminjavörður, upplýsir í skýrslu sinni um Þjóðminja- safnið að um áramótin 1913-14 hafi verið um 4.000 myntir og minnispeningar í Þjóðminja- safni. Fimmtíu árum síðar upplýsir Kristján Eldjárn, fv. Þjóðminja- vörður, í bók sinni, 100 ár í Þjóðminjasafni, að myntir og minnispeningar væru um 5.000 í Þjóðminjasafni. Hversu margar myntir og minnispeningar eru í dag, árið 1993, í Þjóðminjasafni. Og hvernig skiptast þessar myntir eftir löndum. Virðingarfyllst, Sigiirjón Sigurðsson. TAPAÐ/FUNDIÐ Ullarsjal tapaðist RÚSTRAUTT stórt ullarsjal tapaðist í Leifsstöð þann 3. júní sl. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 691324 eða 683836. Filofax tapaðist SVART filofax tapaðist í Lækjargötu sl. föstudagskvöld. í möppunni voru ekki önnur verðmæti en ökuskírteini og ómissandi heimilisföng. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 2Í052. Týnt hjól BLÁTT Icefox-fjallahjól (drengja) með svörtu stýri hvarf frá Bergstaðastræti 50a sl. föstudag. Hafi einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 20318. Hjól í óskilum LITIÐ rautt barnahjól var skilið eftir í garði við Skólavörðustíg sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 11595. GÆLUDÝR Kettlingar í heimilisleit TVÆR átta vikna læður vantar gott heimili. Önnur er svört, hin svört og hvít. Þær eru kassavanar og skemmtilegar og hafa fengið gott uppeldi hjá mömmu sinni. Upplýsingar í síma 39121. Kettlingar í heimilisleit FALLEGIR kassavanir kettl- ingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 654105 eft- ir kl. 17. Kettlingur í heimilisleit LÆÐA, 10 vikna, fæst gefins á gott heimili. Kassavön. Upp- lýsingar í síma 28747. Innilegar þakkir til allra þeirra, er glöddu mig á 90 ára afmœli mínu, þann 19. júni sl., með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Bestu kveðjur. Kristinn Jónsson, Ártúni 6, Hellu. r Þegar halda á skemmtilega veislu fomaHai i.| málið! Auk 200-800 m2risatjaldanna bjóöum við nú upp á stórskemmtileg 36, 54 og 162 m2samkomutjöld, sem leigjendur reisa auðveldlega sjálfir. TJALDALEIGA Upplýsingar og pantanir KOLAPORTSINS ísíma 625030. 20-60 %AFSLATTUR Raftækjaverslun Heklu býður til 3ja daga rýmingarsölu frá 30. júní til 2. júlí. LEC KÆLI- SKÁPUR 85 CM. Verð áður kr. 34.015 VERf> NÚ KR. 25.511 CE ÞVOTTAVÉL F. 8.5 KC ÞVOTT Verð áöur kr. 117.140 VERf> NÚ KR. 76.141 HOTPOINT ÞVOTTAVÉL 500-1000 SN. Verð áður kr. 60.780 VERÐ NÚ KR. 44.687 HOTPOINT UPPÞVOTTA- VÉL (5LIM LINC) Verð áður kr. 59.700 VERf> NÚ KR. 41.832 DJ Ú PSTEI Kl NC ARPOTTU R Verðáðurkr. 10.315 VERf> NÚ KR. 7.221 KENWOOD ÁVAXTA- PRESSA Verð áður kr. 9.812 VERf> NÚ KR. 6.861 KENWOOD BLANDARI Verð áður kr. 5.244 VERÐ NÚ KR. 3.670 KENWOOD HRAÐSUÐU- KETILL Verð áöur kr. 4.605 VERÐ NÚ KR. 3.223 KENWOOD MATVINNSLUVÉL Verðáðurkr. 16.485 VERf> NÚ KR. 11.539 SWATCH SÍMI Verð áður kr. 5.490 VERf> NÚ KR. 2.143 Einnig eru í boði úrval annara rafmagnstækja á lágmarksverði s.s ofnar, helluborð, ísskápar, rafmagnshnífar og frönsku iamparnir frá LeDauphin Norm TÆKiFjmm má vm&um LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500/695550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.