Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 íiei/iáfifi ég viL etÁU. ■fianOL ai neinu. ékuLum fyrst Sbptústá. (jcSmyrxsUjrrL Með morgunkaffinu Hvernig hefur nýja skordýra- eitrið virkað? TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1993 Los Angetes Times Syndicate Ást er.. ánægð áhöfn Ekki hefur hann nú stækkað mikið síðan þú veiddir hann í fyrra. HÖGNl HRI KKVISI /' ,/lLPREI AÐ LATA KÖTTHAFA EINKAPyFZ." BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Bangsi Bolvíkinga Frú Þorbirni Magnússyni: Mig langar að biðja Morgunblað- ið að birta eftirfarandi, sem ég kalla smásögu: Bamsleg ánægjan leyndi sér ekki þegar skipstjórinn sá bangsann sinn hífðan slappan og slyttislegan í fiskiker á bryggjunni í Bolungarvík. Nú var skammt stórra högga á milli, hver skemmtunin rak aðra, í kvöld átti að sýna leikritið „Hafið“ og það voru frægir leikarar á bryggjunni sem hvöttu fólk til að koma, sannkölluð sirkusstemmn- ing. En það var hann sem átti þessa senu, hann var hetja dagsins, sá sem sjónvarpið vildi tala við. „Haf- ið“? Hlaut það ekki að fjalla um baráttu mannsins við grimma nátt- úruna? Hann ætlaði sko að mæta og láta taka eftir sér, skyldi hann mega hafa bangsann sinn með? Þessi túr var sá skemmtilegasti sem hann hafði lent í, þeir geta verið svo tilbreytingarlausir. ís- bjöminn hafði verið að sniglast kringum skipið, hann virtist þrekað- ur eftir sundið en það var samt heilmikið fútt eftir í honum, erfítt að koma snömnni um hálsinn á honum í sjónum, krafðist góðrar sjómennsku. Það var ógleymanleg sjón þegar þeir hífðu hann upp með skipshliðinni. Bjöminn lét öllum ill- um látum, var ekkert á því að láta hengja sig er óhætt að segja. Bátur- inn lék á reiðiskjálfi undan bylm- ingshöggunum á meðan hann var að kyrkjast. Lífsseigt kvikindi þessi hvítabjöm, augun í honum tútnuðu út, tungan lafði út úr kjaftinum og strákarnir flissuðu eins og kelling- ar. Hver gat líka varist brosi við að sjá þetta óargadýr svona bjarg- arlaust? Á leiðinni í land fór ein- hver að tala um náttúmvinasamtök- in eða hvað þau nú heita öll þessi samtök sem skilja ekki hverskonar hetjuskap þarf til að berjast við hafíð. Og hefði ekki björninn drep- ist fyrr eða síðar hvort sem hann á að heita friðaður eða ekki? Hefði það til dæmis haft eitthvað upp á sig að henda í hann nokkrum fisk- um og láta hann svo eiga sig engum til gagns? Það segir ekki múkk þetta nátt- úrulið þótt menn séu hengdir út um allan heim, eins og ég er nú mikið á móti því, en ætlar svo að kæra mann fyrir það eitt að bjarga verð- mætum úr sjó. Og það er heilmikill Frá Þórhalli Jósepssyni: „Það sem við ætlum að sýna ykkur núna er svo ógeðslegt, hrottalegt og grimmilegt að þið ættuð ekki að horfa á það, en við ætlum samt að sýna ykkur það.“ Einhvern veginn á þessa lund ætti formálinn að hljóða í fréttatím- um sjónvarpsstöðvanna, þegar fréttamennimir „vara við“ myndum sem boðaðar eru á skjáinn og verða hálf vandræðalegir um leið — skilj- anlega. Efnislega er það í rauninni þetta sem verið er að segja, með öðrum orðum. Síðan kom á skjáinn myndir — stundum með tilheyrandi skelfing- ar- og sársaukahljóðum — af lim- lestu og deyjandi fólki, barsmíðum, skothríð, ofbeldi af grófari tagi en sést í nokkurri leikinni bíómynd sem sjónvörpin treysta sér til að sýna. Þá upphefst vandræðagangurinn á heimilinum. Foreldrarnir reyna að ná til sjónvarpsins til þess að slökkva eða skipta um stöð áður en viðbjóðurinn birtist augum og eyrum bamanna. Ég hef það á tilfinningunni að þessi ósköp hafi ágerst í seinni tíð og satt best að segja finnst mér það orðið óþolandi að geta ekki peningur í svona ísbjarnarfeldi skaltu vita, þetta var flottur björn, margir búnir að bjóða í hann, menn em ekki svo blankir hér þrátt fýrir allt bankavælið að þeir eigi ekki hálfa milljón fyrir sjaldgæfum feldi af friðuðum hvítabirni. Auðvitað væri samt skemmtilegast að eiga skinnið sjálfur til minningar um afrekið, stórir strákar þurfa stóra bangsa, ekki satt! — maður fær ekki oft svona auðvelt tækifæri til að sanna karlmennsku sína. ÞORBJÖRN MAGNÚSSON horft á fréttimar lengur án þéss að eiga þennan ófögnuð yfirvofandi. Ég hef þau rök, að einungis sé verið „að segja fréttir" og það rétt- læti hvað sem er á skjánum. Hins vegar fæ ég ekki séð að gróft of- beldi sé á nokkum hátt réttlætan- legra undir yfirskini frétta heldur en í leiknum bíómyndum. Sé á ann- að borð skaðlegt að sýna það — eins og rannsóknir gefa til kynna — getur varla skipt máli hvort of- beldið er sýnt í fréttum eða undir öðrum formerkjum. Ég hlýt að skora á forsvarsmenn sjónvarpsstöðvanna að þeir sjái til þess, að fréttir í aðalfréttatímunum séu sýningarhæft efni. Ég verð þess var — þó ekki án undantekn- inga — að sjónvarpsstöðvamar reyna að sýna hið grófara efni seint á kvöldin þegar um er að ræða kvikmyndir a.m.k. Ef nauðsynlegt er talið að varpa yfir landslýð fréttamyndum, sem þið „varið við“ að fólk horfi á vegna viðbjóðs í myndunum, blessaðir sendið þetta þá út eftir miðnætti. Þeir sem hafa áhuga á að njóta efnisins munu örugglega vaka eftir því ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON, fv. kennari og blaðamaður, starfar nú í Stjórnarráði íslands. stýrimaður, Mjóstræti 2, Reykjavík „...varavið ...“ Víkverji skrifar Fjölskyldugarðurinn í Laugardal í Reykjavík var opnaður al- menningi nú síðastliðinn laugardag og þegar á fyrsta opnunardegi kom á daginn hversu brýn þörf hefur verið á að höfuðborgin byði upp á útivistar- og tómstundastað fýrir alla fjölskylduna, því að sögn for- ráðamanna garðsins komu á milli 10 og 12 þúsund manns í garðinn þennan fyrsta opnunardag. Víkverji var ásamt bömum sínum meðal gesta Fjölskyldugarðsins þennan dag og kom á daginn að allir ijöl- skyldumeðlimir, hvort sem vom þeir yngri eða eldri, vom afar ánægðir með hvernig til hefur tek- ist. Garðurinn er fallega hannaður, leiktækin sem boðið er upp á höfða til breiðs aldurshóps og kalla raun- ar sum hver fram barnið í þeim sem eldri eru og tenging garðsins við Húsdýragarðinn fjölgar þeim val- kostum sem gestir Laugardalsins hafa til dægrastyttingar. Þá telur Víkveiji til fyrirmyndar að borgin skuli standa fyrir því að útbúa þá grillaðstöðu sem fyrir hendi er, á jafnmyndarlegan hátt og gert hefur verið. Heilu fjölskyldurnar geta á góðum dögum sótt Fjölskyldugarð- inn heim, komið með nesti með sér, útigrillað í góðvirðinu og notið þess að fara í raunverulega lautar- ferð. Þeir sem ekki era svo forsjál- ir að taka með sér nesti geta þá einfaldlega keypt á grillið í söluskál- anum sem er í garðinum, en óneit- anlega verður útgerðin umtalsvert dýrari ef sá kostur er valinn. Vík- veiji er ekki í nokkrum vafa um að Fjölskyldugarðurinn á eftir að stuðla að því að æ fleiri Reykvíking- ar og gestir þeirra sæki Laugardal- inn heim í ríkara mæli en hingað til. xxx ó er alltaf ákveðinn hópur manna, sem vill sem minnst sækja í það sem tilbúið er af mann- anna höndum, eins og öll aðstaðan í Laugardal óneitanlega er, hvort sem um er að ræða Húsdýragarð- inn, Grasagarðinn, Fjölskyldugarð- inn, skautasvellið, sundlaugina eða íþróttaaðstöðuna. Þeir sem þannig eru þenkjandi þurfa þó engan veg- inn að örvænta, því náttúruperlur til útivistar em ekki svo langt und- an, jafnvel ekki fyrir höfuðborg- arbúa. Nægir í þeim efnum að nefna Elliðaárdalinn, sem er afar vinsæll útivistarstaður, hvort sem er meðal göngumanna, hjólreiðarmanna eða skokkara. Sömuleiðis tekur ekki nema örfáar mínútur að renna upp í Heiðmörk, þar sem gönguleiðir eru mjög skemmtilegar og útsýni til fjalla hreint dásamlegt, þegar vel viðrar. Þar er einnig hægt að eyða heilu dögunum í lautarferð með fjölskyldunni, grilla úti, liggja í leti, eða leggja nokkra kílómetra að baki í heilsubótargöngu. xxx Yfirleitt hefur Víkverji ferðast með innanlandsflugi Flug- leiða, þegar hann hefur þurft að bregða sér landshluta á milli, og líkað hreint ágætlega, einkum eftir að Flugleiðir fengu nýju vélamar í innanlandsflugið. í síðustu viku fór Víkveiji til Vestfjarða og þá með íslandsflugi. Skemmst er frá því að segja að Víkvetja líkaði hreint afbragðsvel við íslandsflug, flug- kostinn, Dornier 228, og þá ekki síst við lipurlega þjónustuna sem flugfélagið virðist ástunda. Það er notalegt að koma í litlu afgreiðsluna hjá íslandsflugi á Reykjavíkurflug- velli og mæta brosandi og elskulegu afgreiðslufólki, sem býður manni upp á kaffisopa, á meðan beðið er eftir því að komast að. Slíkt boð virðist koma frá hjartanu og það kostar ekkert að þiggja kaffisop- ann, sem var meira að segja hreint afbragðsgóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.