Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 11
-t- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1993 11 Morgunblaðið/Þorkell Mauricio Marques sem þrumuguðinn í sýningu Kramhússins á Raca. og æft í þann mund að gestir gengu í salinn. Ekki hef ég trú á að Marques hafí haldið þessu við- bótaratriði í sýningunni, enda var það á skjön við allt annað. Eftir hlé kom stórkostlegur sólódans Mauricios Marques. Ró- legur, yfirvegaður og vel upp- byggður dans, sem var að sögn tákndans fyrir vatn, fullur af mýkt og dýrslegri spennu. Þarna kom greinilega fram, hve góður dansari Marques er og hve fullkomið vald hann hefur yfir hreyfingum sínum og dansi. Fjaður- magn hans og langar línur drógu einmitt fram þennan eðlislæga mun, sem er á svörtum döns- urum og hvítum. Síðast á efnis- skránni var Mauc- ulle, sem hefur einnig þróast sem dans útfrá bar- dögum. Hver dansari dansar með tvö prik, sem tákna skulu sveðj- ur. Hér var mikið afl og orka á ferð. Dansinn byggði á ákveðinni hrynj- andi, á sókn og vörn og því að ná höggstað á and- stæðingi sínum, rétt eins og geng- ur og gerist í bardögum. Dansar- arnir stóðu sig vel og hafa greini- lega numið töluvert af starfi sínu í danssmiðjunni í Kramhúsinu. Það er dönsurum nauðsyn að kynnast öllum straumum í dansinum, jafnt suður-amerískum og afrískum dönsum sem öðrum. Kramhúsið er í eðli sínu nokkurs konar gras- rót í dansinum og allir vita, að ekkert þrífst án góðrar grasrótar. 1 Bókmenntahátíð í Molde Víðkunnir höfundar frá mörgum löndum ALÞJÓÐLEGA bókmenntahá- tíðin í Molde í Noregi verður haldin 4. - 11. júlí. Hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar í Noregi. Upphaflega var gert ráð fyrir að hátíðin yrði haldin annað hvert ár, en að sögn framkvæmdasrjóra hátíðar- innar, Knut Odegárd skálds, þótti hátíðin í fyrra takast svo vel að ákveðið var að verða við óskum um að gera hátiðina að árlegum viðburði. Margir norskir höfundar og fyrirlesarar koma fram á bók- menntahátíðinni í Molde, meðal þeirraRolf Jacobsen og Herbjörg Wassmo. Fulltrúi íslands verður Matthías Johannessen og meðal annarra erlendra höfunda verða Bandaríkjamaðurinn Gore Vidal, Fay Weldon frá Englandi, Juliana Berlinguer frá ítalíu, Josef Michl frá Slóvakíu, Mateja Matevski frá Makedoníu, Justo Jorge Padr- ón frá Spáni, Antti Tuuri frá Finnlandi, Göran Tunström frá Svíþjóð, Vita Andersen frá Dan- mörku og Lydia Didriksen frá Færeyjum. Knut 0degárd sagði í samtali við blaðið að bókmenntahátíðin hefði þróast í þá átt að verða enn alþjóðlegri. Víðkunnir eriendir rithöfundar sæktu hátíðina heim og nokkrir af fremstu höfundum Norðurlanda væru meðal þátt- takenda. Málarinn Sigrid Undset Fyrirlestrar eru yfirleitt fyrri hluta dags, en á kvöldin eru dag- skrár með upplestri höfunda. 0degárd gat þess.að meðal þess sem athygli hlyti að vekja væri sýning á 42 vatnslitamyndum eftir Sigrid Undset sem ekki hefðu verið sýndar áður. „Á yngri árum var henni ráðlagt að gera eitthvað annað en skrifa, verk þessa væntanlega Nóbelshöfund- ar þóttu ekki efnileg", sagði Knut Gdegárd Knut 0degárd, „og þá fór hún að mála í staðinn." Sterk bókmenntahefð í Molde Bókmenntahátíðin er eins og fyrr helguð minningu Björnstj- eme Björnson og kennd við hann. „Bókmenntahefðin er mjög sterk í Molde", sagði Knut 0degárd, „Ibsen bjó hér á tímabili og skrif- aði þá meðal annars Rosmers- holm og Fruen fra havet. Alex- ander Kielland var amtmaður hér og Björnson kom eins oft og hann gat, en hann bjó í nágrenn- inu. Hér hittust þeir allir þrír og borðuðu saman ríkulegar máltíð- ir og við ætlum að líkja eftir einni slíkri veislu." Knut 0degárd er nýkominn frá Orkneyjum þar sem hann las úr verkum sínum sem heiðursgestur á Hátíð heilags Magnúsar sem jafnan er haldin í júní og þykir viðburður á Bretlandseyjum. Listahátíð í Hafnarfirði Nigel Kennedy á tón- leikum í Kaplakrika NIGEL Kennedy leikur á loka- tónleikum Listahátíðar í Hafnar- firði í kvöld, miðvikudaginn 30. júní, kl. 20.30. Nigel Kennedy var nemandi Ye- hudi Manhuins og aðeins sjö ára gamall þegar hann fékk styrk til að nema við Tónlistarskóla Menu- hins og þar var hann til sextán ára aldurs. Hann fór í tónleikaferð með Stephane Grappelli þegar hann var fimmtán ára, en sautján ára gam- all hóf hann nám í Juilliard tónlist- arskólanum í New York. Hann hætti þar eftir tveggja ára nám til að taka fjölmörgum tilboðum um tónleikahald. Nigel Kennedy hefur valdið heil- miklum óróa í klassíska tónlistarlíf- inu í Bretlandi með klæðaburði sín- um og framkomu. Það hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum að hann skuli klæðast eins og pönkari eða rokkstjarna í stað þess að stíga á sviðið í kjólfötum eins og venja er til um klassíska tónlistarmenn og finnst sumum þetta „óþarfa rudda- skapur". Geisladiskar með leik hans selj- ast í milljónum eintaka og hann er sagður hafa fengið fleira fólk til að hlusta á klassíska tónlist en áður tiðkaðist. Um hann hefur einnig verið sagt að hann brjóti niður múrana milli klassískrar tónlistar og rokks. Sjálfur segist hann frekar vilja orða það svo, að hann sé ekki að reisa múra en ef hann sé að brjóta niður múrana þá sé það öllum horit. Á tónleikunum í Kaplakrika er um helmingur efnisskrárinnar hans eigin tónlist en hinn helmingurinn byggist á tónlist Jimi Hendrix. Kjarvalsstaðir Kennedy segir að þeir sem kunna að meta tónlist Vivaldis, Beetho- vens og Mozarts fái örugglega eitt- hvað við sitt hæfi, enda sækir hann tónlistarlegan bakgrunn sinn beint í smiðju gömlu meistaranna. Þeir sem kunna að meta tónlist Jimi Hendrix fái einnig eitthvað við sitt hæfi og má því búast við fjölbreytt- um og óvenjulegum tónleikum. Hljómsveit Nigels Kennedys. er skipuð átta tónlistarmönnum sem leika á fjögur rafmögnuð strengja- hljóðfæri, tvær fiðlur, lágfiðlu og selló, tvo kassagítara, bassa og trommur. Meðal þeirra sem leika með Kennedy eru sellóleikarinn Nigel Kennedy leikur á lokatón- leikum Listahátiðar í Hafnarfirði í kvöld. Caroline Dale, víóluleikarinn Bill Hawkes, gítarleikararnir John Eth- eridge og Sagat Guirey. MENNING/LISTIR Myndlist Myndlistarsýn- ingu frá Hvíta- rússlandi að ljúka Um næstu helgi lýkur t MÍR-saln- um, Vatnsstíg 10, sýningu hvítrúss- neska listamannsins Arlens Kas- hkúrevitsj. Á sýningu þessari eru um 50 svartlistarmyndir, pennateikning- ar, steinþrykk og „au forte"-myndir, m.a. 13 tilbrigði við „Fást" eftir Goet- he, myndskreytingar við Ljóðaljóðin, Eddukvæði hin fornu og ljóð hvítrúss- neska skáldsins Janka Kupala, einnig myndaraðirnar „Borgarlífið" og „Umsátur". Þá eru á sýningunni gamlar myndir listamannsins við skáldsögu Halldórs Laxness „Atórrt- stöðina". Arlen Kashkúrevitsj hefur dvalist hér á landi updanfarnar vikur í boði Félagsins MÍR ásamt konu sinni, Ljúdmillu. Hún sýnir handprjónuð leikföng og blómakort á sýningu eiginmanns síns í MÍR-salnum. Sýningin á Vatnsstíg 10 er opin næstu virku daga kl. 17-18.30, en á laugardag 3. júlí og sunnudag 4. júlt kl. 14-18 og er þá lokið. Aðgangur er ókeypis. Síðasti sýningar- dagur hjá Björgu í Gallerí Úmbru Sýning Bjargar Atla í Gallerí Úmbru á Bern- höftstorfu lýkur í dag, miðvikudag. Á sýningunni, sem Björg kallar Svart á hvítu, eru 17 myndir málað- ar með svörtum ..... akrýllit á hvítan, Bjorg Atla. ^^ ^ Sýningin er opin frá kl. 13-18. Leitað að verkum Gunnlaugs Blöndals KJARVALSSTAÐIR munu standa fyrir yfirlitssýningu á verk- um Gunnlaugs Blöndal í haust á 100. ártíð listamannsins, en hann fæddist árið 1893 og lést 1962. Er þetta stærsta sýning á verkum-listamannsins sem haldin hefur verið sl. 30 ár. Þorri Hringsson, upplýsingafulltrúi Kjarvalsstaða, segir að stefnt sé að því að sýna 40-50 af merkustu verkum Gunn- laugs, en til að það megi takast verði að rekja slóð þeirra verka sem eru skrásett en ekki vitað um eigendur að. Gunnlaugur Blöndal „Ástæðan fyrir því að við höfum ekki yfírlitssýningu í tímaröð verk- anna er sú að við viljum reyna að sýna almenningi það besta sem Gunnlaugur málaði," segir Þorri, „en hann málaði gjarnan landslag, þjóðlífsmyndir, hafnarstemmning- ar og módel í n.k. seríum og við viljum sýna bestu útgáfuna af hverju myndefni." Að sögn Þorra vantar á annan tug verka til að það mark náist sem Kjarvalsstaðir setji sér varð- andi gæði og umfang sýningarinn- ar. „Við vitum af tilvist margra mynda hérlendis, t.d. þær myndir sem sýndar eru í bók þeirri sem Helgafell gaf út árið 1963, en getum ekki fundið eigendur þeirra. Stafar það bæði af því að önnur eða þriðja kynslóð erfmgja hefur eignast verkin, en einnig vegna þess að ör eigendaskipti hafa orð- ið á myndum Gunnlaugs síðustu áratugi og erfitt að rekja slóð þeirra til dagsins í dag." Kjarvalsstaðir biðja þá sem eiga myndir eftir Gunnlaug Blöndal, eða hafa vitneskju um verk hans, að hafa vinsamlega samband við safnið svo unnt sé að safna saman úrvali þeirra á yfirlitssýninguna í haust. STEINAR WMGE SKÓVERSLUN Herrasandalar Verðkr. 2.995 Stærðin 40-46 Lítur: Brúnn Ath.: Mjög breiðir og með góðu innleggi POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR Domus Medico, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.