Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 5 Annar skipstjóra björgimarbátsins Hannesar Þ. Hafstein í Sandgerði „Hefur tvímælalaust sannað ffildi sitt“ Kcflavík. ^ „BÁTURINN hefur tvímælalaust sannað g-ildi sitt og tilgang á þeim stutta tíma sem hann hefur verið hér. Síðustu daga hefur verið mikill erill og við erum búnir að fara 1 5 útköll á nokkrum dögum,“ sagði Kristinn Guðmundsson annar skipstjóranna á Hann- esi Þ. Hafstein, björgunarbáti Slysavarnafélags íslands sem stað- settur er í Sandgerði. Síðasta útkallið var aðfaranótt sunnudags og þá fór Hannes Þ. Hafstein til móts við togarann Jón Vídalín ÁR sem þurfti að koma slösuðum skipverja í land. Lagt var af stað um klukkan tvö og mættust skipin þrem tímum síðar um 40 sjómílur suðaustur af Sandgerði. Vel gekk að koma skipverjan- um, sem var slasaður á fæti, frá borði og var komið með hann til Sandgerðis um klukkan átta um morguninn. Lagt af stað í björgunarleiðangur HLUTI af áhöfninni við sama tækifæri, en að þessu sinni voru fleiri í áhöfn en venjulega þar sem tveir félagar í Sigurvon sem eru sér- þjálfaðir í skyndihjálp fóru með í þessa ferð. Björgunarskipið Hannes Þ. Haf- stein sem Slysavarnafélag íslands keypti frá Þýskalandi í vor er mannað af félögum í björgunar- sveitinni Sigurvon í Sandgerði og eru þeir allir sjálfboðaliðar, að vélstjóranum Ragnari _ Kristjáns- syni undanskildum. Áhöfnin er ■skipt á tvær vaktir, 5 til 7 manns á hvorri, og eru skipstjórarnir tveir, Kristinn og Aðalsteinn Guðnason. Þeir skiptast á að standa bakvaktina ásamt áhöfnum sínum. Kristinn starfar hjá Fisk- markaðinum hf. í Sandgerði og Aðalsteinn er starfsmaður hjá Sandgerðishöfn og hefur náðst samkomulag við vinnuveitendur þeirra um að þeir fái sig lausa úr vinnu þegar neyðartilfelli koma upp. Það sama á við um aðra áhafnarmeðlimi sem stunda hin margvíslegustu störf í Sandgerði, á Keflavíkurflugvelli og víðar á Suðurnesjum. Þeir björgunarsveit- armenn eru með eigið boðkerfi og eru fljótir að bregðast við þegar kallið kemur. I kringum þjóðhátíðardaginn kom mikil hrina og þá fór Kristinn og áhöfn hans í fjögur útköll á liðlega einum sólarhring. Þá sigldu þeir 70 sjómílur út af Reykjanesi með kafara til að skera úr skrúf- unni á togaranum Stefni ÍS sem hafði fengið trollið í skrúfuna og tók sú ferð 15 tíma. Kristinn sagði að Hannes Þ. Hafstein væri af- \ Morgunblaðið/Björn Blöndal Skipstjórinn KRISTINN Guðmundsson annar af tveim skipstjórunum á björg- unarskipinu Hannesi Þ. Hafstein að leggja af stað í leiðangurinn þegar hann ásamt félögum sínum sóttu slasaðan skipverja af togar- anum Jóni Vídalín ÁR 40 sjómílur suðaustur af Sandgerði. bragðsgott skip og þeir hefðu ekki lent í neinum erfiðleikum eða vandamálum með skipið. Kristinn sagði að við venjulegar aðstæður væri ganghraði bátsins um 12-14 sjómílur en í neyðartilfellum þegar aðalvélin væri keyrð yrði gang- hraðinn 18-20 mílur. Sigurvon á björgunarbátinn Sæbjörgu sem keyptur var frá Skotlandi og með tilkomu Hannesar Þ. Hafstein var hann lánaður björgunarsveitinni á Patreksfirði, en mikið er af smá- bátum út af Vestfjörðum á þessum árstíma. Björgunarsveitin Sigur- von í Sandgerði er elsta starfandi björgunarsveitin á landinu, var stofnuð 23. júní 1928 og á því 65 ára afmæli um þessar mundir. Formaður er Sigtryggur Pálsson og eru félagar um 25. - BB •« UR; Listin er fyrir alla! .1 Pvttáuu - GuöenJ, ™*r «.js- Stórdæsilegri Ustahátíð lýkur í kvöld Alþjóðlegu listahátíðinni í Hafnarfirði lýkur í kvöld. Tugþúsundir hátíðargesta hafa notið í Hafnarfirði fjölbreyttra listviðburða mörg hundruð listamanna, íslenskra sem erlendra. Ánægjulegur og viðburðarríkur mánuður er nú á enda. Stjóm Listahátíðarinnar vill nota tækifærið og þakka hátíðargestum og listamönnunum sjálfum fyrir þátttökuna. Bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði er einnig þakkaður mikilvægur skilningur á gildi listarinnar í daglegu lífi okkar allra. P V ALÞIÓÐLEC ^ LISTAHÁTIP I hafnarfirpi 4.-30. JUNI ■ ■■ LISTIN ERFYRIRALLA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.