Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 44
 Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVANnALMENNAR MORG UNBLADIÐ, Ki SlMI 691100, SÍMBi JGLAN 1 103 REYKJAVÍK 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Rækjuskipið Sunna landar á Nýfundnalandi Með 176tonná fjórtán dögoim RÆKJUSKIPIÐ Sunna landaði 176 tonnum af rækju í hafnarbænum Argentia á Nýfundnalandi í vikunni eftir 14 daga úthald á Flæmska hattinum, svæði utan 200 mílna lögsögunnar við Nýfundnaland. Sunna er í eigu Þormóðs ramma á Siglufirði og að sögn Róberts Guðfinnssonar framkvæmdastjóra Þormóðs ramma var aflaverðmæt- ið um 35 milljónir króna. Af þessum afla Sunnu munu 110 tonn fara á markað í Japan og Frakklandi en 60 tonn af iðnaðar- rækju verða send til íslands og unnin í verksmiðju Þormóðs ramma á Siglufirði. Róbert segir að Sunna fari aftur á veiðar á Flæmska hatt- inum og muni landa öðru sinni í Nýfundnalandi en muni síðan sigla Mývatn Andarvarp betra en síðustu ár Björk, Mývatnssveit. ANDARVARP hér við Mývatn er nú betra en verið hefur síð- ustu ár. Dæmi eru um að feng- ist hafi næstum 1.000 egg í göngu, en ekki er þó tekinn nema hluti úr hveiju hreiðri. Talið er að hrafninn hafi gerst mjög ágengur í varplöndum og sums staðar hirt flest egg, enda sjást þar víða eggjakopp- ar. í einni varpeyjunni voru nýlega taldir 40 hrafnar og þó var búið að skjóta fast að 200 hröfnum hér við vatnið undan- farna mánuði. Mikið rykmý er nú víða við Mývatn. Þá er einnig hinn illræmdi mývargur farinn að angra menn og skepnur. Allvíða sjást kalblettir í túnum. Silungsveiði hefur verið frekar treg að undanförnu í Mývatni. Þó er silungurinn talinn þokkalega feitur. Margir óttast að silungs- stofninn í vatninu sé nú í algeru lágmarki og verði því að grípa til frekari friðunar. Kristján með afla úr þarnæstu veiðiferð til íslands. Fá ekki leyfi fyrir Arnarnesið Að sögn Róberts hefur Þormóður rammi áhuga á að senda annað skip, Arnarnesið, á veiðar á Flæmska hattinn, en þetta skip var tekið úr rekstri á móti kaupum Vinnslustöðvarinnar á Guðmundu Torfadóttur. Hins vegar fær Þor- móður rammi ekki að skrá Amar- nesið undir íslenskum fána á þessar veiðar og losna þannig við tolla inn á EB-markaði. „Þetta strandar á því reglugerðarákvæði að ef Arnar- nesið fer úr landi nú má ekki flytja það inn í landið aftur þar sem það er eldra en 12 ára gamalt," segir Róbert. „Við erum alveg sammála því að úrelda eigi skip á móti hveiju nýju skipi en hins vegar fínnst okk- ur undarlegt að ekki megi nýta gömlu skipin undir íslenskum fána á erlendum miðum.“ Aðspurður um hvað Þormóður rammi hyggst gera í þeirri stöðu segir Róbert að til greina komi að stofna dótturfyrirtæki á Kýpur og skrá Amarnesið þar og gera það þá hugsanlega út með erlendri áhöfn. Laxveiðm að glæðast LAXVEIÐIN suðvestanlands er að glæðast síðustu daga eftir mjög rólega byijun í vor. Að sögn Jóns G. Borgþórssonar framkvænulastjóra Stanga- veiðifélags Reykjavíkur hefur veiðin í Norðurá tekið kipp síð- ustu tvo daga og aflinn úr Ell- iðaánum hefur einnig glæðst verulega á sama tíma. I Laxá i Kjós hafa veiðst 35 laxar á siðustu tveimur dögum. Samkvæmt upplýsingum úr veiðihúsinu við Norðurá er greini- lega góð ganga af laxi í ánni nú. Á síðustu tveimur dögum hafa veiðst yfir 30 laxar í ánni og er heildarveiðin þá komin yfir 300 laxa. Mest er um 3-5 punda lax í ánni nú. I Laxá í Kjós er mjög góð veiði enda veiddust þar 15 laxar á þriðjudag og 20 komu á land fyrri- partinn í gærdag. Ásgeir Heiðar í veiðihúsinu við Kjós segir að góð ganga sé í ánni nú og ugglaust hægt að veiða meira ef mikið vatn torveldaði ekki veiðamar í augnablikinu. Með veiðinni í gær- dag em yfír 100 laxar komnir á land úr Laxá í Kjós. 66 á land úr Elliðaám Jón G. Borgþórsson segir að veiðin í Elliðaá'num, þar sem þessi mynd var tekin í gærkveldi, hafí loksins tekið kipp í gærdag eftir mjög rólega byijun. Alls komu 10 laxar á land þar í gærdag og heildarveiðin þá komin í 66 laxa. Að sögn Jóns hefur 141 lax farið hjá teljaranum í ánni. Úthafskarfaaflinn stefnir í að tvöfaldast í ár miðað við í fyrra Aflaverðmætið er ríf- lega milljarður króna „Góð búbót í aflasamdrættinum,11 segir forsljóri Granda hf. Fleiri sumarstörf Morgunblaðið/Sverrir ÞÚSUNDIR skólafólks eru þegar komnir út á vinnumarkaðinn og enn er von á fleirum þvf borgarráð hefur samþykkt að veita 22 milljónum króna til að ráða skólafólk í 110 störf í 8 vikur, aðallega á vegum gatnamálastjóra og garðyrkjustjóra. Jafnframt hefur verið samþykkt að ráða skólafólk í 45 störf á vegum Hitaveitu Reykjavíkur og 15 störf á veg- um Rafmagnsveitu Reykjavíkur í sama tíma. GÓÐ aflabrögð hafa verið á úthafskarfan- um undanfarnar vikur og stefnir nú í að úthafskarfaaflinn í ár nemi tæplega 30 þúsund tonnum og verði meira en tvöfalt meiri en hann varð í fyrra er hann nam 14 þúsund tonnum. Bryiyólfur Bjarnason forstjóri Granda hf. segir að aflaverðmæt- ið í ár geti þannig numið yfir einum millj- arði króna. „Þetta er góð búbót í aflasam- drættinum,“ segir Bryiyólfur. Aðalveiðisvæðið á úthafskarfanum nú er um 600 mílur suður af Reykjanesi og eru sjö ís- lenskir togarar á veiðum þar þótt langt sé að fara eða um tveggja sólarhringa stím. Mikið er af togurum á þessu svæði, m.a. hinir þýsku togarar ÚA en þeir flaka karfann á Evrópu- markað. Brynjólfur segir að afli íslensku togar- ana fari að mestu á Japansmarkað en hlut- deild Granda hf. í heildaraflanum stefnir í að verða hátt í 4.000 tonn eða yfir 10%. Verð á Japansmarkaði viðkvæmt Hvað markaðsmálin varðar segir Brynjólfur að Japansmarkaður sé viðkæmur nú vegna mikils framboðs á karfa þangað frá öðrum þjóðum. „Frá því í febrúar á þessu ári hefur verð á unnum karfa á Japansmarkaði fallið um 10% og í dag er salan þar fremur þung,“ segir Brynjólfur. „En við teljum það áhættunn- ar virði að selja á þessum markaði." Verðið á unnum úthafskarfa á Japansmark- aði liggur nú á bilinu 40-50 krónur fyrir kg og miðað við það verð er aflaverðmæti tæp- lega 30.000 tonnum yfír einn milljarð króna. Að sögn Brynjólfs er mikill floti skipa frá mörgum löndum að veiðum á svæðinu 600 mílur suður af Reykjanesi og framboð af karfa frá þeim í Japan geri markaðinn þungan í vöfum. Metafli togara Granda Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Svavarssyni útgerðarstjóra Granda hf. stefnir í að metafli verði hjá togurum fyrirtækisins á þessu fískveiðiári og að þessi mikli afli náist m.a. með aukinni sókn á úthafskarfa og blá- löngu. Reiknað er með að afli togaranna nemi yfír 30.000 tonna og þar af nemi úthafskarfa- og blálönguaflinn um 5.000 tonnum. Af þess- um sökum er tímabundið gripið til þess ráðs að koma upp næturvöktum við hluta vinnslunn- ar. Sjá nánar Úr verinu bls. B2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.