Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1993 33 í heimsókn hjá listamanninum Pyotr Shapiro. F.v.: Unnur Kristins- dóttir, Pyotr, Þóra Hallgrímsson og leikfimikennarinn Elísabet Guð- mundsdóttir. SAMHELDNI Leikfimihópurinn fór til Moskvu að komast ekki allir í leikfimi- hópinn Lellurnar og þær sem hafa áhuga þurfa að fá meðmæli einhverrar úr hópnum. Síðan er málið tekið fyrir og þótt undarlegt þyki er það viðkomandi til fram- dráttar að geta sungið og spilað á hljóðfæri. Einhver kann að velta því fyrir sér af hveiju þessar kröfur eru gerðar í leikfimihóp. Jú, skýr- ingin er sú, að Lellurnar eru í leik- fimi í Kramhúsinu og um hver jól heldur hópurinn danssýningu. Þær sauma sjálfar búningana og oftar en ekki er mikið lagt í þá. Kjarninn í hópnum hóf leikfimi fyrir 12 árum undir leiðsögn Jane Fonda — að vfsu ekki í eigin per- sónu heldur eftir myndbandi henn- ar. Þetta héldu þær út í eitt ár, en síðan leituðu þær til Elísabetar Guðmundsdóttur, sem þá kenndi hjá Eddu Scheving en flutti sig yfir í Kramhúsið, þar sem hún hefur kennt hópnum í 10 ár. Þrettán dagar í Rússlandi Þetta er samheldinn hópur sem fær ýmsar hugmyndir. Sú nýjasta sem þær létu verða af var að skreppa til Rússlands í byrjun júní, þar sem þær dvöldust í þrettán daga. Áður hafa þær farið til Bret- lands og Þýskalands. Sigríður Eyþórsdóttir lét bíða eftir sér. Þegar hún birtist loksins var hún í þessum búningi með fimm sölumenn á eftir sér sem vildu allir selja henni eins búninga. Það endaði með að festa kaup á þess- um og greiddi 20 dollara fyrir húfu og frakka. „Lellurnar“ saman komnar. F.v.: Dóra Hafsteinsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir beygir sig niður, Sigríður Eyþórsdóttir dansar, Elísabet Guðmundsdóttir, rétt sést í Þóru Hallgrímsson, Unnur Kristinsdóttir, Ragna Ragnars, sendiherrafrú i Moskvu, Sjöfn Guðmundsdóttir, Arnhildur Jónsdóttir, Heba Guðmundsdótt- ir, Kristín Jóhannsdóttir og Sig- ríður Harðardóttir. „Þetta var alveg óskaplega skemmtileg ferð,“ sagði Elísabet við Morgunblaðið. „Við skoðuðum söfn og kirkjur, sáum Bolshoj- og Kirov-ballettinn og fórum í leikhús svo að eitthvað sé nefnt. En við sáum líka fátækt með tilheyrandi betli, fólk standandi í röðum að reyna að selja eigulega hluti og aðrar ófagrar götulífsmyndir." Nokkrar heimsóttu listamanninn Pyotr Shapiro sem er að vinna að afsteypu af Halldóri Laxness og Thor Thors, en ein úr hópnum, Þóra Hallgrímsson, er systurdóttir Thors. Var hún fengin til að skoða afsteypuna og meta hvernig til hefði tekist. Elísabet segir að verðið á ferð- inni hafi komið á óvart. Þannig greiddu þær innan við 40 þúsund krónur fyrir flug til Moskvu í gegn- um Kaupmannahöfn. Rússnesk ferðaskrifstofa skipulagði ferðina og greiddu þær um 30 þúsund fyr- ir rútu á meðan á dvölinni stóð með leiðsögumönnum, mat í hádegi og á kvöldin, aðgöngugjald inn á söfn, ferð til Pétursborgar með næturlest ásamt gistingu á hóteli þar, mat í tvo daga ásamt leiðsögumanni og ferð í Kirov-ballettinn. INNLAUS VAXTAMIÐA V r 3NARVERÐ rERÐTRYGGÐRA INA RÍKISSJÓÐS .. B. 1986 fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra með vaxtamiðum í 1. fl.B 1986. ur frá og með 10. júlí n.k. greitt sem hér segir: SPARISKIRTE í 1.FL Hinn 10. júlí 1993 erfimmtándi spariskírteina ríkissjóðs Gegn framvísun vaxtamiða nr.15 verð Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4.812,30 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 3282 hinn 1. júlí 1993. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.15 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993. Reykjavík, 30. júní 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS aiuiiqilak. . OF NORWAX^ V sm /ÍARTILl í JÚLÍ ÍOÍ Sæng Hollofil 4 140x200 cm 6.40Ö 5.120 Sæng Hollofil 4 100x140 cm 2*606 2.880 Sæng Hollofil 4 80x100 cm 2*506 2.000 Sæng Hollofil 4 65x 80 cm U9ÖÚ 1.520 Koddi Hollofil 4 50x 70 cm 2SÚÓ 1.840 Koddi Fiberfill 40x 60 cm 1256 1.000 Koddi Fiberfill 35x 40 cm 2906 720 FALKINIM 1 SSutíddim Síöumúla 22, Suöurlandsbr. 8, s. 814670 Skólavöröust. 21a, sími 812244. Mjóddinni, sími 670100. sími 14050. Sælureitur fjðlskyldunnar! Heitu pottarnir frá Trefjum eru fyllilega sambærilegir við þá bestu erlendu, bæði bvað varðar verð og gæði. Þeir eru mótaðir úr akrýli, níðsterku plast- efni, það er hart sem gler og hita- og efnaþolið. Þá er auðvelt að þrífa og hægt er að fá laust lok eða létta og trausta öryggishlíf, sem dregin er yfir pottinn, þegar hann er ekki í notkun. Pottana má hafa frístandandi eða grafa þá í jörð og ýmis auka- búnaður er fáanlegur, svo sem loft- og vatnsnuddkerfi. Akrýlpottarnir frá Trefjum fást í ótal litaafbrigðum og 5 stærðum, sem rúma frá 4 - 12 manns. Það er auðvelt að láta drauminn rætast, því verðið er frá aðeins 69.875 krónum! Komið og skoðið pottana uppsetta í sýningarsal okkar, hringið eða skrifið og fáið sendan litprentaðan bækling og verðlista. Trefjar hf. Stapahrauni 7, Hafnarfirði, sími 5 10 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.