Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
3
Olli banaslysi undir áhrifum kannabis
Dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi
Bílar á gömlu
gengi vinsælir
NOKKUR bílaumboð seldu í gær
bíla á „gamla genginu", þ.e. verð
þeirra hafði ekki verið hækkað
eftir gengislækkun. Þar á meðal
voru Ingvar Helgason og Bílaum-
boðið og að sögn forsvarsmanna
umboðanna var mikil eftirspurn
eftir bilum áður en verð þeirra
hækkaði.
Að sögn Friðriks Sturlaugssonar
sölustjóra hjá Bílaumboðinu hækkar
verð á þeirra vinsælasta bíl, Renault
19, eftir verðbreytingu um 8% eða
um 103 þúsund krónur vegna gengis-
lækkunarinnar. „Það hefur verið það
vel tekið í verðstöðvun okkar að við
erum að hugsa um að framlengja
hana út vikuna. Verðstöðvunin skilar
sér beint í aukinni sölu.“
ESAB
= HEÐlNN =
TRAUSTAR VÖRUR
OG ÞJÓNUSTA VIÐ
ÍSLENSKAN
FISKIÐNAÐ OG
SJÁVARÚTVEG
DANFOSS HÁÞRÝSTIVÖKVAKERFI Drifbúnaöurfyrir
spil o.fl. • Radial stimpildælur • Vökvamótorar.
ESAB ALLT TIL RAFSUÐU Vélar • Vír • Fylgihlutir.
MONO OG FLYGT DÆLUR Fiskidælur • Slógdælur.
INTERROLL / JOKI FÆRIBAN DAMÓTORAR.
MONO flýgt
INTERROLL
joKi
I þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega
faglegar upplýsingar - hafið samband
MAÐUR sem varð valdur að banaslysi er hann ók bifreið gegn rauðu
tjósi á Sæbraut í Reykjavík 11. mai 1992 var í gær dæmdur í Héraðs-
dómi Reykjaness í 60 daga skilorðsbundið varðhald. Auk þess var
hann sviptur ökuréttindum í tvö ár og dæmdur til greiðslu sakar-
kostnaðar. Maðurinn viðurkenndi að hafa neytt kannabisefna
skömmu áður en slysið varð.
Maðurinn var ákærður fyrir að
aka bifreið undir slíkum áhrifum
kannabisefna að hann hefði verið
ófær um að stjórna henni örugg-
lega. Sannað þótti að hann hefði
ekið bifreiðinni á allt að 80 km
hraða á klukkustund inn á gatna-
mót við Holtaveg þrátt fyrir að rauð
ljós loguðu á götuvitum fyrir akst-
urstefnu hans. Þar rakst hann á
kennslubifreið með þeim afleiðing-
um að ökuneminn, ung stúlka, lést
af áverkum sem hún hlaut við slys-
ið.
Sannanir skorti
Maðurinn neitaði því að hafa
ekið undir slíkum áhrifum kannab-
isefna að hann hefði verið ófær um
að stjórna bifreiðinni. Fram kemur
í dómnum að sést hafði til ferða
ákærða og fieiri manna í hrauni
skammt frá Hrafnistu í Hafnar-
firði. Þar hafí þeir sótt eitthvað í
gjótu og skömmu síðar sást að reyk
lagði út um opinn glugga á bifreið
ákærða. Lögregla fann síðar hass-
pípu í gjótu á þessum stað og hafði
sýnilega verið nýbúið að reykja úr
henni. Ákærði játti því í yfirheyrsl-
um að hafa reykt leifar af hassi
skömmu fyrir slysið en kvaðst ekki
hafa verið undir áhrifum af efninu
áhrifa þegar hann gaf skýrslu hjá
lögreglu þann dag.
í dóminum segir að fullnægjandi
sönnunargögn skorti um það hvort
ákærði hafi verið undir slíkúm
áhrifum kannabisefna að hann hafi
ekki verið fær um að stjórna bifreið-
inni örugglega.
Ákærði var dæmdur til 60 daga
varðhalds en fullnustu refsingar er
frestað og hún fellur niður að liðn-
um tveimur árum haldi ákærði al-
mennt skilorð. Þá var hann dæmdur
til greiðslu 70 þúsund kr. sektar,
sviptur ökuréttindum í tvö ár og
dæmdur til að greiða sakarkostnað
og málsvarnarlaun. Dóminn kvað
upp Sigurður Hallur Stefánsson
héraðsdómari.
Morgunblaðið/PPJ
Sauðfjárflutningar á Breiðafirði
Flateyingar fluttu fyrir skömmu sauðfé sitt úr eynni á fastalandið til sumargöngu þar. Að venju eru
notaðir mótorbátar við flutningana. Féð var sett um borð í tvo báta í Vesturbúðavör í Flatey og siglt
með það til Þorskafjarðar. Þetta þykir ætíð viðburður á Breiðaíjarðareyjum.
Allt að 80% fiska í þorsk-
afla smábáta eru of smáir
þegar slysið varð. Blóðsýni var tek-
ið úr hinum ákærða daginn eftir
slysið og í skýrslu rannsóknastofu
Háskóla íslands segir að öruggt sé
að sá sem sýnið var tekið úr hafi
neytt kannabis. Ákærði viðurkenndi
jafnframt að hafa fundið til vímu-
Kjarvalsverk
á hálfa milljón
OLÍUMÁLVERK á striga eftir
Jóhannes Kjarval var í síðustu
viku selt á uppboði hjá Sotheby’s
í Lundúnum fyrir 5 þúsund pund
eða um 500 þúsund islenskar krón-
ur. Verkið er meðalstórt, heitir
Sumar og sýnir mosa og hraun
að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur,
fulltrúa Sotheby’s á íslandi. Nafn
kaupanda myndarinnar var ekki
gefið upp.
„Vissulega eru þetta ánægjuleg
tíðindi. Samt er best að fólk geri sér
ekki of miklar vonir, þótt það sé
mikill áfangi að selja íslenskt mál-
verk í gegnum stórt alþjóðlegt upp-
boðsfyrirtæki. íslensk myndlist er að
mestu ókunn á hinum alþjóðlega
listaverkamarkaði og þar af leiðandi
er varla hægt að búast við því að
útlendingar standi í biðröðum erlend-
is til að kaupa íslenska myndlist,“
sagði Sigríður.
ALGENGT er að hátt hlutfall fiska í þorskafla smábáta, allt
að 80%, sé undir 55 sentimetra viðmiðunarmörkum, sam-
kvæmt nýrri athugun eftirlitsmanna Fiskistofu. Beitt er
skyndilokunum á veiðisvæðum, þar sem meira en 25% þorskaf-
lans eru undir þessum viðmiðunarmörkum. Þessar niðurstöð-
ur koma á óvart að sögn Guðna Þorsteinssonar fiskifræð-
ings, þar sem hefð er fyrir því að lítið sé um smáfisk í afla
smábátanna og þeir hafa ekki verið háðir skyndilokunum.
Athugun Fiskistofu var fram-
kvæmd á síðastliðnum þremur vik-
um, í mörgum sjávarplássum um
allt land. Að sögn Guðna er hlut-
fall fiska undir viðmiðunarmörk-
um mjög mismunandi, bæði eftir
bátum og stöðum. Þannig er fiskur
Þingeyringa til dæmis stærri en
trillusjómanna á nálægum stöðum.
„Það hefur frá fornu fari verið
talið að handfærabátarnir gætu
sleppt undirmálsfiski lifandi í sjó-
inn og við höfum ekki verið að
angra þá með skyndilokunum,
enda er kannski erfitt að vera að
senda þá langt út á haf,“ sagði
Guðni. Hann sagði að ástæðan
fyrir því hvað niðurstöðurnar væru
mismunandi eftir bátum væri
sennilega að hluta til sú að vanir
sjómenn kynnu að forðast bletti
með smáum fiski. í reglugerð
segði að trillusjómönnum bæri að
sleppa öllum þorskfiskum undir
50 sentimetrum, ef hann væri
þesslegur að geta lifað, en henni
hefði ekki verið framfylgt.
Verðmunur hefur minnkað
„Verðmunur á stórum fiski og
smáum hefur minnkað. Það hefur
leitt til þess að menn passa sig
ekki á smáfiskinum og landa hon-
um, eins smáum og hægt er að
fá eitthvert verð fyrir,“ sagði
Guðni. „Þetta er kannski gott að
því leyti að ekki er verið að henda
fiski dauðum í sjóinn, heldur fer
allt á vigtina og er nýtt. Hins veg-
ar er ekkert sem hvetur menn til
að fara frekar í stórfiskinn."
Guðni sagði að nú væri rætt
um að draga úr veiðum krókabáta
á næsta fiskveiðiári og þeir fengju
ekki að veiða ótakmarkað á út-
haldstímanum. „Þá minnkar
vandamálið sjálfsagt eitthvað,"
sagði hann.