Morgunblaðið - 30.06.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
7
Viðbrögð útgerðarmanna og sjómanna við aðgerðum ríkissljórnarinnar
Gengisbreyting
tímabær og frek-
ari aðgerða þörf
- segja tveir útgerðarmenn
TVEIR útgerðarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær
töldu gengisbreytingar löngu tímabærar og ennfremur að
frekari aðgerða væri þörf. Þá segja útgerðarmenn að tilkynnt-
ur niðurskurður aflaheimilda þurfi ekki að koma á óvart.
Frekari aðgerða þörf
„Þessi niðurskurður aflaheim-
ilda hefur vofað yfir í langan tíma
og í sjálfu sér kemur hann ekki á
óvart,“ sagði Gunnar Ragnars,
framkvæmdastjóri Útgerðarfélags
Akureyringa. „Ég hef.sagt það í
heilt ár að aflasamdráttur hlyti
að kalla á aðgerðir en ég lít svo
á að þær séu ráðstafanir fyrir liðna
tíð því að undanförnu hafa orðið
miklar verðlækkanir á okkar vör-
um. Ég tel því að frekari aðgerða
sé þörf.“
Gunnar vildi taka það skýrt
fram að ekki kæmi annað til greina
en að úthlutað verði að fullu úr
Hagræðingarsjóði til að jafna
áhrifin yfir landið. „Það er ljóst
að einstakir landshlutar fara lang-
verst út úr niðurskurðinum og má
þar nefna Norðurland eystra sem
dæmi.“
Aðgerðir réttlætanlegar
Sveinn Ingólfsson, útgerðar-
stjóri Skagstrendings hf.," taldi
ákvörðun sjávarútvegsráðherra
um niðurskurð aflaheimilda löngu
Hörð viðbrögð sjómaima og smábátaeigenda
Ríkisstjórnin
gengnr of langt
í niðurskurði
Aflaheimildir á næsta fiskveiðiári skerðast verulega frá því sem þær eru í ár samkvæmt ákvöðrun
ríkisstj órnarinnar
tímabæran. „Ég sagði það í fyrra
þegar skýrsla Hafrannsóknar-
stofnunar birtist að eftir henni
ætti að fara nákvæmlega og ég
er enn þeirrar skoðunar. Okkur
hefði verið nær að draga saman
afla í fyrra.“ Aðspurður kvaðst
hann ekki vera viss hvort nógu
langt væri gengið í samdrætti afla.
„Ég held að við séum að taka svo
mikla áhættu að ítrasta mark verði
að taka á fiskifræðingum Ha-
frannsóknarstofnunar og sérstak-
lega á meðan við höfum ekki nein-
ar aðrar upplýsingar áreiðanlegri.
Ástandið er það slæmt að ekki er
öruggt að við náum upp í þann
kvóta sem okkur verður úthlutað
á næsta fiskveiðiári.“
Sveinn sagðist styðja gengisfell-
ingu ríkisstjórnarinnar en vill kalla
aðgerðir ríkisstjórnarinnar gengis-
leiðréttingu. „Þessi leiðrétting
hefði átt að koma fyrr og er löngu
tímabær." Hann ítrekaði jafn-
framt þær skoðanir sínar að ríkis-
stjórnin og Alþingi eigi að ganga
á undan í sparnaði. „Það eru ekki
bara fyrirtækin sem þurfa að end-
urskoða og spara heldur þarf að
ná meiri sparnaði í allri stjórn þjóð-
arinnar,“ sagði Sveinn að lokum.
Tekjumöguleikar rýrðir
verulega
Þorlaugur Pálsson hjá útgerðar-
félaginu Hrönn hf. á Ísafírði sagði
að niðurskurður á heildarafla án
nokkurra leiðréttinga þýddi um
500 tonna niðurskurð hjá þeim.
„Það sjá það allir að ef aðalfiskteg-
undin er skert um og yfir fjórðung
þá hefur það gífurleg áhrif á tekju-
möguleika fyrirtækisins,“ sagði
Þorlaugur. Hann sagði aðge'rðir
ríkisstjórnarinnar vega nokkuð
upp á móti niðurskurðinum en í
tilfelli skuldugustu fyrirtækjanna
kæmi gengisfellingin sér mjög illa.
í máli Þorlaugs kom fram að
aflaheimildir þessa fiskveiðiárs
væru hvergi nærri fullnýttar og
taldi hann líklegt að allur geymslu-
réttur fyrirtækisins yrði nýttur eða
um 400 tonn.
Heimtum ekki það sem
ekki er til
„Þessi niðurskurður á þorskafla
þarf ekkert að koma á óvart,“
sagði Jóhann K. Sigurðsson, út-
gerðarstjóri hjá Síldarvinnslunni á
Neskaupstað. „Það þýðir ekkert
að heimta það sem ekki er til og
veiði undanfarið staðfestir að ekki
er mikið um fisk í sjónum. Það
er mín skoðun að fara verði var-
lega enda sýnir reynslan að þorsk-
stofninn er ekki burðugur. Ég
deili því ekki á þessar ráðstafanir
ríkisstjórnarinnar,“ sagði Jóhann
að endingu.
SMÁBÁTAEIGENDUR halda því fram að ríkisstjórnin hafi
gengið of langt í niðurskurði með aðgerðum sínum um helg-
ina og telja að sér vegið. Það er mat Arthurs Bogasonar,
formanns Landssambands smábátaeigenda, að aðgerðirnar
bitni harðast á sjómönnum og eigendum smærri skipa og
báta. Sævar Magnússon, sjómaður á Ólafsvík, lýsti því yfir í
samtali við Morgunblaðið að ráðamönnum gangi það eitt til
að útrýma skipum sem séu minni en 100 tonn.
Bitnar hart á
smábátaeigendum
„Ég er mjög sleginn yfir þessum
aðgerðum,“ segir Arthur Bogason,
formaður Landssamtaka smábáta-
eigenda. „Það er því miður augljóst
að þær bitna langharðast á smá-
bátaeigendum og þar heggur enn í
sama knérunn þar sem smábátaeig-
endur hafa þegar þolað miklar
skerðingar. Ég harma það að ekki
hafi farið fram gagnrýnin umræða
um þau plögg Hafrannsóknastofn-
unar, sem eru lögð til grundvallar
þessum skerðingum."
Aðspurður kvaðst hann óttast að
aðgerðir ríkisstjórnarinnar leiði til
þess að sjómenn og smábátaeigend-
ur fyllist vonleysi en það hafí verið
nóg fyrir. „Það er tvennt ólíkt þeg-
ar skorinn er niður kvóti hjá ein-
staklingum eða þegar það gerist
hjá stórum öflugum útgerðarfélög-
um. Einstaklingar hafa miklu
minna svigrúm til aðgerða til að
sporna við samdrætti í rekstri.
Það er þó sem glæta í myrkrinu
að ríkisstjórnin hyggst nota Hag-
ræðingarsjóð til jöfnunar og að hún
viðurkenni að alvarlegt misrétti
hafi viðgengist í aflamarkskerfinu.
Að mínu mati hefði ekki verið
nein goðgá að leyfa sama heildar-
afla og í fyrra. Það dylst engum
að það er minna af fiski í sjónum
nú en áður og að við verðum að
fara varlega en með síðustu aðgerð-
um tel ég að ríkisstjórnin hafi geng-
ið allt of langt. Það þarf að rækta
mannlíf, ekki bara þorsklíf,“ sagði
Arthur Bogason að lokum.
Ástandið er mjög alvarlegt
Sævar Magnússon sjómaður á
Ólafsvík segir ástandið vera mjög
alvarlegt meðal sjómanna og út-
gerðarmanna smærri skipa og báta.
„Við á Jóni Guðmundssyni ÍS, sem
er 11 tonna bátur, höfum tapað
megninu af kvóta okkar eða um
80% kvótans á aðeins þremur árum.
Það hefur ekki komið nægilega
skýrt fram í fjölmiðlum hversu al-
varleg tekjuskerðing okkar er í raun
og veru. Fólk sem er í svipuðum
sporum og ég berst í bökkum og á
erfitt með að standa í skilum. Það
reynir aftur á móti að bjarga sér
meðal annars með því að leigja
kvóta. Ég efast ennfremur um að
hinir háu herrar eins og Þorsteinn
Pálsson þyldu 80% tekjuskerðingu."
Skipum undir 100
tonnum útrýmt
„Þetta ástand er satt að segja
orðið of skuggalegt. Það er hrein-
lega verið að útrýma öllum skipum
sem eru 100 tonn og smærri að
stærð. Það er hluti af þeirri stefnu
að reyna koma öllum veiðum á fáar
hendur. Sem dæmi um óréttlætið
er misskipting við úthlutanir úr
Hagræðingarsjóði. Þar er stórum
útgerðarfélögum, sem vart ráða við
kvóta, úthlutað fleiri hundruð tonn-
um á sama tíma og við fáum aðeins
úthlutað 8 þorskígildistonnum.“
Aðspurður um afleiðingar síðustu
aðgerða, sagði Sævar: „Þetta kost-
ar stríð, sjómenn munu hundsa
ákvarðanir ráðamanna. Þeir fara
ekkert að svipta allan flotann veiði-
leyfum sínum. Ég fyrir mitt leyti
get ekki virt svona ákvarðanir og
þá styðst ég við þá skoðun mína að
í sjónum sé miklu meiri fiskur en
hinir lærðu fískifræðingar vilja vera
láta,“ sagði Sævar að lokum.
Sunny Van
Sendibfll ársins 1993
á ótrúlega hagstæðu verði
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfði 2, 112 Reykjavík
P.O. Box 8036, Sími 674000
Enn og aftur hlýtur
Nissan viðurkenningu.
I þetta sinn var
Sunny Van kosinn
„sendibíll ársins 1993“.
Sunny Van er lipur og
einstaklega rúmgóður,
sendibíll með vökva og
veltistýri og 1600
rúmsentimetra vél
Farmrými 2,68 m3
Burðargeta 520 kg
Hurðarop aftan
br: l,20m h: 1,12 m.