Morgunblaðið - 30.06.1993, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
Norrænu barnabókaverðlaunin
Bjame Reuter
verðlaunaður
eftir Sigrún Klöru
Hannesdóttur
Norrænu barnabókaverðlaunin,
Den Nordiske Bornebogspris, verða
afhent síðar í dag af forseta Is-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur, á ráð-
stefnu Norræna skólasafnvarðafé-
lagsins. Verðlaunahafinn að þessu
sinnni er danski rithöfundurinn
Bjarne Reuter en eins og menn
muna fékk Guðrún Helgadóttir verð-
launin á síðastliðnu ári.
Bjarne Reuter er vel þekktur
bæði í heimalandi sínu og víðar.
Hann er fæddur 1950 og er kennari
að mennt en hefur nú um nokkurt
skeið helgað sig algerlega ritstörf-
um. Bjarne hefur skrifað jöfnum
höndum fyrir börn og fullorðna og
einnig hefur hann spreytt sig á
ýmis konar ritformi. Eftir hann
liggja auk skáldsagna leikrit, kvik-
myndahandrit, útvarps- og sjón-
'varpsþættir og sönglagatextar.
Fyrsta bók hans, Kidnapping
(1975), er skopstæling á leynilög-
reglusögu og fjallar um léttgeggjaða
fjölskyldu. Það sem einkennir rit-
störf Bjarne Reuter eru óvenjuleg
tök á viðfangsefnunum. í sumum
verkum hans kemur fram einhvers
konar þjóðfélagsleg ádeila en efnis-
meðferð er slík að eftir stendur lífs-
gleði og hlátur þótt allir fínni þá
alvöru sem undir býr.
Sagt er að dómnefnd hafí haft til
hliðsjónar við val á verðlaunahöfundi
bækur hans um Buster. Sögurnar
um Buster Orego (1983) Mortensen
Veröld Busters (1982) og Kysstu
stjörnurnar (1983) eru íslenskum
lesendum að góðu kunnar og voru
þýddar snilldarlega af Ólafi Hauki
Símonarsyni. Má geta þess hér að
fyrir þýðingu sína á Veröld Busters
fékk Olafur Haukur verðlaun Fræðs-
luráðs Reykjavíkur árið 1983 fyrir
bestu þýðingu á barnabók.
Sögurnar um Buster eru óvenju-
legar sögur um strák sem allar form-
úlur segja að eigi við félagsleg
vandamál að stríða. Faðir hans er
atvinnulaus töframaður sem drekkur
út matarpeningana og lemur börnin
sín. Ingeborg systir hans er hölt og
annar fóturinn styttri en hinn og
börnunum er strítt óspart. Umgjörð-
in er dæmigjörð fyrir vandamála-
sögu en í höndum Reuters verður
sagan að ljúfsárri skemmtisögu þar
sem lesandinn skilur og finnur til
samkenndar fremur en fordæming-
ar. Sagan er öll sögð frá sjónarhóli
Busters sem er staðráðinn í að verða
töframaður eins og hann á ætt til.
Hann notar töfrabrögð sín í tíma
og ótíma. Stundum bera þau tilætl-
aðan árangur en stundum hafa þau
þveröfug áhrif þegar þau eru ekki
framkvæmd á réttum stað eins og
t.d. fyrir framan skólastjórann.
Sagan af Buster er spennandi en
um leið vekjandi og í átökunum er
ekki um það að ræða að sigra eða
vera sigraður, heldur að halda áfram
að reyna að gleðjast yfir því sem
bjart er-í tilverunni. Svolítið dæmi
er hér tekið sem sýnir stíl Bjarne
Reuters og snilldarþýðingu ðlafs.
Stóri-Lars, sextán ára rumur á
skellinöðru, hefur strítt Ingeborg og
til að hefna sín á honum hefur Bust-
er sett sykur í bensíntankinn á hjól-
inu. Þetta kallar að sjálfsögðu á
grimmilega refsingu. Þegar fundum
þeirra ber saman veit lesandinn að
þarna verður neytt aflsmunar og í
þeirri viðureign mun Buster eiga litla
von. En Buster á sér leynivopn und-
ir töframannsskikkjunni — gervi-
handlegg!
Úr vonlausri stöðu er Buster allt
í einu með pálmann í höndunum og
lesandinn getur ekki annað en hleg-
ið.
Sögur Bjarne Reuter eru mjög
myndríkar og því eðlilegt að þær
hafi verið kvikmyndaðar. Kidnapp-
ing og saga hans Tre engle og fem
lover (1977) voru báðar kvikmynd-
aðar. Sjónvarpsmyndir hafa verið
gerðar af sögunum um Buster og
Lítið hús í Hafnarfirði
Til sölu 54 fm múrhúðað timburhús við Austurgötu. 2 herb.,
eldhús, bað og geymsla. Trjágarður og gróðurhús. Verð 3,8 millj.
Árni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, sími 50764.
911 91 970 Þ' vald,marSS0N framkvæmdastjori
ím \ I JU't I 0 I v KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Frábært verð - frábært útsýni
Á 6. hæð í lyftuhúsi við Álftahóla. Stór og góð 4ra herb. íb. 110,1 fm
nettó. Sólsvalir. Góöur bilskúr 29,3 fm. Ágæt sameign. Verð aðeins
kr. 7,7 millj.
Endaíbúð við Safamýri - bílskúr
4ra herb. sólrík íbúð á 1. hæð vel umgengin. Tvennar svalir. Nýlega
mikið endurbætt sameign. Vinsæll staður. Einkasala.
Sérhæð við Bústaðaveg
Endurnýjuð 3ja herb. íbúð 81,8fm. Sérinng. Sérhiti. 40ára húsnæðis-
lán kr. 3,5 millj. Einkasala.
Glæsileg þjónustuíbúð
við Dalbraut 2ja herb. Sólsvalir. Geymsla í íbúðinni. Geymslu- og fönd-
urherb. í kj. 40 ára húsnlán kr. 3,2 millj. Verð aðeins kr. 6,5 millj.
Mikið endurbætt
4ra herb. íb. á 4. hæð skammt frá Dalbraut. Sólsvalir. Risherb. fylgir
með snyrtingu. Sameign mikið endurbætt. Laus fljótl.
Frábært útsýni - hagkvæm skipti
í suðurenda við Háaleitisbraut 5 herb. íb. á 4. hæð. Mikið endurn.
Bílskúr. Sameign nýendurbætt. Skipti möguleg á minni eign.
í Vesturborginni - hagkvæm skipti
Traustur kaupandi óskar eftir góðri 3ja herb. íb. í Vesturborginni.
Skipti mögul. á 5 herb. ágætri ib. skammt frá Háskólanum.
• • •
Fjöldi góðra eigna
í makaskiptum.
Teikn. á skrifstofu.
Opið á laugardaginn
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Bjarne Reuter
Billy August heffur stjórnað kvik-
myndinni Trú, von og kærleikur svo
eitthvað sé nefnt. Bjarne Reuter er
því vel að verðlaununum kominn
fyrir að hafa glatt og vakið til um-
hugsunar.
Norrænu barna-
bókaverðlaunin
Norrænu barnabókaverðlaunin
hafa verið veitt frá 1985 og eru að
því leyti ólík öðrum norrænum verð-
launum að það er norrænt félag sem
veitir þau en ekki einhver opinber
aðili á borð við Norðurlandaráð eða
Norrænu ráðherranefndina.
Norræna skólasafnvarðafélagið,
Nordisk skolebibliotekarforening,
samanstendur af félögum skóla-
safnakennara sem starfa í hverju
landi og er Félag skólasafnskennara
sá íslenski aðili sem á aðild að þess-
um norrænu samtökum. Til skýringa
má nefna að skólasafnskennarar eru
kennarar sem starfa í skólasöfnum.
Stjórnir þessara aðildarfélaga mega
tilnefna tvö verk frá hverju landi og
síðan er það þriggja manna nefnd
sem velur úr þeim verkum. Verð-
launin má veita fyrir eitt bókmennta-
verk eða fyrir framlag tl barnabók-
mennta almennt.
Ekki er að efa að það er mikil-
vægt fyrir norræna rithöfunda að
athygli sé vakin á verkum þeirra
með þessum hætti og nokkur gæða-
stimpill lagður á verk þeirra. Á þenn-
an hátt er val til þýðinga úr einu
tungumáli á annað auðveldað, en
að mínu mati eiga barnabókarithöf-
undar að eiga sín opinberu verðlaun
eins og aðrir rithöfundar með til-
heyrandi fjárveitingum og styrkjum
til greiðslu á þýðingum af samnorr-
ænum fjárveitingum.
Kraftur og hrynjandi
Ballett
Olafur Olafsson
Afró-Brasil-dansarar.
Danshöfundur og stjórnandi:
Mauricio Marques.
Dansarar: Höfundur og þátttak-
endur í danssmiðju.
Tónlist leikin á ásláttarhljóð-
færi.
Kramhúsið, Hafdís Árnadóttir.
Júní 1993
Það er nokkuð langt um liðið
slðan Kramhúsið hóf starfsemi
sína. Kramhúsið er dans- og leik-
smiðja, sem með reglulegu milli-
bili opnar dyr sínar og leyfir fólki
að líta á það, sem verið _er að fást
við hveiju sinni. Hafdís Árnadóttir
hefur stýrt starfseminni, sem oft
liggur á mörkum dans- og leiklist-
ar. Alltaf hefur þó hreyfing og
beiting líkamans í tjáningu verið
viðfangsefnið. Danssmiðjur, eins
og Kramhúsið, eru nauðsynlegur
þáttur í menningarlífi borgarinnar
og tækifæri til að reyna sig í sköp-
un og tjáningu.
Mauricio Marques frá Brasilíu
var gestur Kramhússins nú í vor.
Hann setti upp sýninguna RaQa
og dansaði ásamt nokkrum nem-
enda sinna. Mauricio Marwues
hefur starfað sem kennari í Brasil-
íu og Bandaríkjunum. Auk þess
hefur hann dansað víða, meðal
annars með Impulse Dance Comp-
any Adrian Hawkins í Boston.
Hann hefur líka starfað sem dans-
hönnuður fyrir karnivöl í Brasilíu
og Bandaríkjunum.
Sýningin RaQa einkennist af
brasilískri hrynjandi með sterku
afrísku ívafi. RaQa þýðir afl, eða
orka, sem er réttnefni á sýning-
una. Margir segja, að danslistin
eigi uppruna sinn að rekja til til-
beiðslu og trúariðkana. Fyrsti
hlutinn var einmitt byggður á goð-
sögnum. Þetta voru átta bænir,
eða áköll, hvert með sínar hreyf-
ingar og tákn. Dansinn var ein-
hæfur og táknrænn fyrir stríðs-
og veiðigoð, goð fegurðar o.s.frv.
Einföld og seiðmögnuð tilbeiðsla
er líka jafnan heilladrýgst. Næst
á efnisskránni var Capoeira, sem
rekja má allt til 16. aldar og er
danstjáningarform, sem sprottið
er úr baradagalist þræla, þó hæp-
ið sér að tala um bardagalist.
Capoeira-bardagarnir voru háðir
þannig, að þrælarnir héldu hnífum
á milli tánna og síðan var sparkað
og barist uppá líf og dauða. Hníf-
amir eru nú horfnir en eftir stend-
ur þetta dans- og tjáningarform,
sem reynir á fimi, úthald og hraða.
Þetta er sterkt atriði og vel gert.
Á sýningunni sem undirritaður sá
(sem ekki var frumsýning), kom
næst atriði, sem var algjör mistök.
Það var einskonar samba, sem
maður getur búist við að sjá hrófl-
að upp í tímahraki af þremur vin-
konum fyrir skemmtikvöld í fram-
haldsskóla. Enda var atriðið samið
NYJAR BÆKUR
Blóðskömm á
íslandi
Höfundur er bókmenntafræðing-
ur og hefur skrifað gagnrýni
fyrir Morgunblaðið.
Blóðskömm á íslandi 1270-
1870, doktorsritgerð Más Jónsson-
ar sagnfræðings er komin út. Þar
er rakin þróun á skilgreiningu
blóðskammar á Vesturlöndum frá
því snemma á miðöldum til okkar
daga.
Annað meginviðfangsefni bók-
arinnar eru viðurlög við blóð-
skömm. Allir dómar um blóð-
skömm sem þekktir eru á íslandi,
um eitt hundrað talsins, eru gaum-
gæfðir, en um 50 einstaklingar
voru teknir af lífi fyrir blóðskömm
á íslandi á 17. og 18. öld, karlar
höggnir á háls og konum drekkt.
Már Jónsson
blóðskammarmál
Snemma á 18.
öld var farið
að milda
dauðadóma í
ævilanga
refsivist og
síðar í enn
skemmri vist,
en dauðarefs-
ing var fyrst
afnumin með
lögum árið
1870.
í lokakafla
bókarinnar er
reynt að meta
frá sjónarhóli
FASTEIGN CR FRAMTID
FASTEIGNA
SVERRIR KRISTJANSSON LOGGIL TUR FASTEIGNASALI
SUDJRLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072
SÍMl 68 77 68
„PENTHOUSE“ VIÐ GAMLA BÆINN
Til sölu mjög glæsileg 68 fm 2ja herb. íbúð á 10. hæð í
mjög fallegu lyftuhúsi. Stórar svalir. íbúðin er í sérklassa
með stórkostlegu útsýni. Bílastæði. íbúðin er laus.
VOGAR - VATNSLEYSUSTRÖND
Til sölu mjög gott 136 fm einbýli á einni hæð ásamt 48
fm bílskúr. í húsinu eru m.a. 4-5 svefnherbergi, stofa og
fleira. Falleg og góð eign. Skipti æskileg á minni íbúð á
stór-Reykjavíkursvæðinu.
í SKEIFUNNI
Til sölu í smíðum ca 1065 fm hús sem skiptist í kjallara
sem er ca 250 fm með góðri innkeyrslu og stórum inn-
keyrsludyrum, ca 365 fm verslunar- og skrifstofuhæð, 2.
hæð er ca 347 fm og rishæð ca 112 fm. Húsið stendur
mjög vel og hefur sem slíkt mikið auglýsingagildi. Ferðafé-
lag Islands byggir húsið og á sambyggt hús. í þvf húsi
verður hægt að fá aðgang að tveimur fundarsölum. Eign-
in hentar því mjög vel undir ýmiss konar félagsstarfsemi
svo og verslun eða skrifstofur. Hægt er að selja húsið í
hlutum. Einkasala. Teikningar og nánari upplýsingar gefa
Sverrir eða Pálmi.
almennings og jafnvel sakborn-
inga. Niðurstaðan er sú að í vitund
fólks hafi hugmyndir um bann við
blóðskömm ekki verið jafn víðtæk-
ar og yfirvöld, guðfræðingar og
lögfræðingar vildu vera láta. 1
framhaldi af því er spurt hvort
ástæða sé til að banna nokkurn
skapaðan hlut í þessum efnum séu
báðir aðilar fullveðja og þvingun
ekki fyrir hendi.
Háskólaútgáfan gefur bókina
út. Doktorsvörn hefst í Odda
laugardaginn 3. júlí kl. 14.
. ___.™....1P
f HAFHAfcFIROI
4.-90. #ÚNÍ
1999
1 kvöld kl. 20.30. Tónleikar
í Kaplakrika. Nigel Kennedy,
fíðluleikari og hljómsveit hans.
Klúbbur Listahátiðar í Hafn-
arborg. Tríó Björns Thoroddsen
ásamt ýmsum söngvurum.
VZterkur og
k_/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
í
i
$
i
H