Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1993
MANUEL
MENDIVE
Listahátíð í Haffnarfirði
Bragi Ásgeirsson
Listahátíð í Hafnarfirði í ár er
fyrst og fremst hátíð tónlistarinnar,
en sjónmenntir fá þó sinn skerf, sem
að'sjálfsögðu eykur á ijölbreytnina
og lætur alltaf eitthvað vera í gangi,
fækkar a.m.k. dauðum punktum.
í aðalsölum Hafnarborgar treður
upp með list sína í bókstaflegum
skilningi, málarinn, myndhöggvar-
inn og gjömingalistamaðurinn
Manuel Mcndive frá Kúbu (f. 1944).
Aðallega sýnir hann málverk en
einnig skúlptúra af margvíslegri
gerð; tré, járn og stein, auk mynd-
raðar úr grafíkmöppu. Inntakið er
dulúð og tilfínningahiti og sver sig
um sumt í ætt við afríska list, en
Mendive er ættaður þaðan, jafn-
framt einnig til mexíkanskrar nú-
tímalistar og vafalítið suður-amer-
ískrar listar. Gjaman leitar hann
til trúarlegrar kynngi vúdúhofanna.
List Mendive hefur verið skil-
greind á þá vegu, að lífið sé enginn
draumur heldur þró fyrir lagardýr
og vatnsjurtir og hann sjálfur sér-
vitringur sem lifi í umhverfi sínu
sem fiskur í vatni.
En líti maður raunsærri augum
á málin og þróun málaralistarinnar
á þessari öld svipar myndstíl hans
á stundum til hins nafnkennda
Wilfredo Lam frá Sagua le Grande
á Kúbu, sem býr og starfar í París,
Ítalíu og Kúbu, en svo er heldur
ekki útilokað að þeir leiti báðir til
sömu uppsprettu. Lam var í nánu
sambandi við súrrealistana í París
og flutti um skeið með kjama þeirra
til eyjunnar Martinique og seinna
Havana.
Það er líka óneitanlega dálítill
svipur af súrrealisma í myndverk-
um Mendive og myndefnin em af
svipuðum toga, dulin ófresk öfl,
skurðgoðafræði og framskóga-
stemmning, en útfærslan í aðalat-
Ljóðað á
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Flestir unnendur myndlistar
munu þekkja nafnið Asger Jorn,
enda telst hann einn nafnkennd-
asti Cobra-málarinn, ef ekki sá
þekktasti. En færri munu vita að
hann á dóttur, Súsönnu að nafni
(f. 1944), sem er skáldkona með
mikinn áhuga austurlenzkri ljóð-
list.
Hún mun allþekkt í föðurlandi
sínu og fyrir nokkrum árum sá
ég stóra myndskreytta grein á
forsíðu menningarblaðs Politiken,
með sýnishornum af þýðingum
hennar á japönskum ljóðum, og
vakti hún alveg sérstaka athygli
mína. Súsanna Jom er með há-
skólagráðu í japanskri og kín-
verskri ljóðlist frá Sorbonne í Par-
ís og Kyoto, þar sem hún stund-
aði nám á árunum 1967-1971.
Eftir það hefur hún skipt tíma
sínum milli Ameríku og Danmörku
en einnig dvalið árlangt í Kyoto
(1976) og verið við framhaldsnám
í bókmenntum við háskóla í
Massachuttes. Einnig farið í
námsferð til Kína 1986.
riðum giska ólík.
Myndheimur Mendive er mýkri
og mildari en Lam, og form hans
meira svífandi, jafnframt er hann
heitari í lit og stendur nær grasrót-
inni og hinni bernsku sýn á hlut-
ina. Einnig skilur á milli þeirra, að
Lam er hámenntaður á alþjóðlegum
granni í list sinni, en hann nam í
Barcelona og Madríd og kom til
Parísar svo snemma sem árið 1937,
og var um skeið í nánu sambandi
við sjálfan Picasso, en Mendive er
skólaður á heimaslóðum.
Ég verð annars að játa vanþekk-
ingu mína á kúbanskri list al-
mennt, enda hef ég aldrei komið
tilþessa heimshluta og hef því ekki
fengið tækifæri til að kynnast henni
í heild með eigin augum, sem er
eina raunhæfa viðmiðunin, því
reynsla mín segir að sýningar segi
sjaldnast allan sannleikann, ein-
ungis hluta hans.
Myndheimur Mendive kynnir
þannig allt í senn suður-amerískan
skaphita, blandaðan afrískum
áhrifum, framstæða sýn á hlutvera-
leikanum, trú á dulin öfl og sam-
rana manns og jurta- og dýraríkis-
ins og áhrif frá listastraumum ald-
arinnar. Fram kemur einnig, að
þeir sem aðhyllast þennan ófreska
myndheim hafa oftar en ekki eitt-
hvað sameiginlegt og þannig leiða
sumar fígúrarnar eitt augnablik
hugann að myndveröld íslensku
málaranna Jóns Baldvinssonar og
Þórðar Valdimarssonar (Kiko Korr-
iro).
Vegleg bók sem liggur frammi
hjá gæslumanni staðfestir að
Manuel Mendive er vel kynntur með
þessari sýningu, og að þessi fjöl-
hæfí Iistamaður hafi komið með
úrvals myndverk frá öllum geiram
listar sinnar.
Gjörningur
Ein hlið Manuels Mendive, sem
hann leggur mjög ríka áherslu á,
skúlptúr
Súsanna hefur gefið út margar
ljóðabækur, ævintýri, Ieikrit og
unnið að samvinnuverkefnum.
Nú hefur Sigurjónssafn gefíð
út bók með ljóðum á ensku sem
hún hefur ort undir áhrifum frá
skúlptúrverkum listamannsins og
ber hún nafnið Tracks in sand
(Spor í sandi), Poems to the
Sculptures of Siguijón Ólafsson,
og era ljóðin jafnframt þýdd yfir
á japönsku af Kazuko Shiraishi
(f. 1931 í Vancoucer, en hún flutt-
ist til Japan 7 ára gömul).
Bókin er í svipuðu broti og ár-
bækur safnsins, en þó ívið stærri
og stendur það að allri vinnslu
bókarinnar, en sjálfa prentunina
hefur Oddi hf. annast. Súsanna
hefur þekkt vel til Siguijóns, því
áður hefur hún haft þijú viðtöl
við nafnkennda menn í danskri
listmenningu, um kynni þeirra og
viðhorf til listamannsins, þá John
Galster myndhöggvara, Robert
Jacobsen myndhöggvara og Pierra
Liibecker listrýni. Birtust þau í
sýningarskrá í tilefni farandsýn-
ingar verka Siguijóns í Danmörku
1991.
Þetta er falleg, handhæg og
menningarleg bók í einföldu og
Manuel Mendive
er sérstakur gjörningur, sem ein-
kennist af mjög fijálslegri túlkun
afró/afrískra dansa við undirleik á
trommur og söng. Listamaðurinn
málar andlit þátttakendanna og lík-
ama, áður en þeir hef|'a dansinn og
telst gjörningurinn í heild sinni
framhald og stef við myndheim
hans.
Ásamt kyrrstæðum listaverkun-
um var Mendive sem sagt með 6
hreyfanleg í farteskinu og átti und-
irritaður kost á að upplifa framsýn-
Susanne Jorn.
traustu bandi, prýdd tug litmynda
og góð viðbót við önnur kynning-
arrit sem skara list Siguijóns 01-
afssonar. Auk þess er hún á ensku
og japönsku sem gerir hana eink-
um hentuga til gjafa til fjarlægra
heimshluta og er jafnframt góð
landkynning, en lakara er að ljóð-
in skuli ekki þýdd yfir á íslenzku.
Bókin er gefin út með stuðningi
bifreiðaumboðsins Heklu hf.
Alberto Guiterrez Chong
ingu danshópsins ásamt þeim
gjörningi meistarans síðast, að
teikna og mála með ýmsum tilfær- •
ingum, stóran aflangan furðufísk
ásamt kynjaverum á ljósan lérefts-
stranga.
íklæddir ýmsum litbrigðum, en
annars allsberir, hoppuðu og skopp-
uðu dansararnir á gólfinu í eitthvað
á aðra klukkustund og vöktu til-
burðir þeirra dijúga forvitni í upp-
hafí. Einkum hrifu karidansararnir
fyrir mikil tilþrif og höfðu að auki
ótvírætt vinninginn um líkamsfeg-
urð, sem má hafa komið einhveijum
hormónum á kreik hjá kvenþjóðinni
í yfirfullum salnum. Annars var
dansinn óskipulagður og einhæfur
og hreif ekki rýninn tiltakanlega
sem dansræn tjáning og ei heldur
sem sjónræn lifun né ósjálfráður
hrynjandi líkamshrejrfinga.
Qerendumir frömdu sem sagt
gjörning sinn af fingrum fram, en
annað tveggja hljóta þeir að hafa
verið illa upplagðir þetta kvöld eða
að þeir valda einfaldlega ekki hlut-
verki sínu. Að vísu var margt mynd-
rænt í dansinum, en það reyndist
ekki nóg og lætin í þeim urðu smám
saman þreytandi fyrir þá sem á
horfðu, og vora ýmsir fegnastir er
uppákomunni lauk. Sjálfur er rýnir-
inn mjög hrifinn af ámóta dansi
framstæðra þjóðflokka, en hér
skorti hinn upplifaða neista. Þar
að auki var erfítt að fylgjast með
dönsuranum vegna þess að þeir
voru ekki uppi á palli eða niðri í
þró, heldur á sjálfu gólfinu, og því
sáu einungis þeir sem sátu á
fremstu bekkjunum alla tilburðina.
Við þetta bættist að gjörningurinn
byijaði nær hálfri klukkustund eftir
auglýstum tíma.
Alberto Guiterrez Chong
Sverrissalur er undirlagður
myndverkum mexíkanska lista-
mannsins Aiberto Guiterres Chong
(f. 1951), sem af mörgum mun
talinn einn af eftirtektarverðustu
myndlistarmönnum þjóðar sinnar
af yngri kynslóð, eins og segir í
kynningu.
Það er og alveg rétt sem einnig
stendur í kynningarskrá, að þrátt
fyrir að verulega kveði við alþjóð-
legan tón í verkum hans, eru þar
tvímælalaust sterk og áberandi
áhrif frá sögu og menningu for-
feðra hans, Aztekanna. Myndverkin
eru nefnilega sérstæð blanda fornr-
ar suður-amerískrar byggingarlist-
ar og sjálfstæðra skúlptúrverka á
nútímavísu. Þannig vinnur hann á
mjög hugmyndafræðilegan hátt að
verkum sínum með ákveðið lands-
lag í huga og beitir óspart hvers
konar útreikningum og flatarmáls-
fræði líkt og Aztekarnir. Vinnu-
brögðin eru afar vönduð og hnitm-
iðuð og er meira en auðséð að hér
fer maður er kann vel tii verka sem
er styrkur hans og alveg rétt er
það enneigin, að hann útfærir verk
sin á stundum meira eins og verk-
fræðingur eða arkitekt heldur en
skapandi myndlistarmaður því að
þau hafa mjög sterkar byggingar-
fræðilegar skírskotanir.
Hins vegar varð ég ekki var við
neitt á sýningunni sem bendlað
geti listamanninn við fluxus hreyf-
inguna enda eru verk hans mjög
kyrrstæð og yfir þeim mörgum
„monumental" svipur, en engin
hreyfing eða flæði, sem eru einmitt
einkenni stefnunnar. Þá eru fluxus
verk ekki komin til að vera, en yfir
verkum Guiterrez, er einmitt svipur
hins trausta og varanlega.
Það er mikill fjöldi verka á stöpl-
um og auk þess myndir eða kannski
réttara sagt uppdrættir á veggjun-
um.
Markviss og klár vinnubrögðin
eru í senn virðingar- og athyglis-
verð, sömuleiðis hinar formrænu
lausnir, sem fela í sér sterka nánd
við nútíð sem fortíð. í hinum litla
sal er nokkuð þröngt um verkin og
mig granar að fá verk eftir þennan
snjalla listamann njóti sín mun bet-
ur innan um önnur og ólík verk á
samsýningu. En á þessum stað virk-
ar þetta sem full stór skammtur
þar sem formin eins og grípa hvert
í annað.
Allt um það stendur Manuel
Guiterrez Chong með sóma fyrir
sínu og er að mínu mati toppurinn
á myndlistarframlagi listahátíðar-
innar.
Það er helst að fínna að þessum
sýningum, sem afleitt er til frásagn-
ar, að nöfn myndanna era öll á
ensku og handhæga sýningarskrá
skortir. Greinargóðar upplýsingar
um listaverk og verk þeirra geta
nefnilega skipt sköpum um við-
brögð fólks.
Fyrirsjáanlegur fiskskortur á Eskifirði
TÍMABUNDNAR uppsagnir 60
starfsmanna hjá Hraðfrystihúsi
Eskifjarðar eru fyrirsjáanlegar.
Reikna má með að veiðiheimildir
fyrirtækisins endist ekki til ioka
kvótaársins sem eru mánaðamót-
in ágúst/september. Magnús
Bjamason framkvæmdastjóri
fyrirtækisins vonar að rekstrar-
stöðvun þurfi ekki að vara lengur
en hálfan mánuð.
Tveir skuttogarar landa á Eski-
firði, Hólmatindur og Hólmanes,
sem gert er út í samvinnu við Kaup-
félag Héraðsbúa á Reyðarfirði.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu
eru samanlagðar heimildir þessara
tveggja togara til veiða á botnfiski
á yfirstandandi fiskveiðiári 3.132
þorskígildislestir, þar af er u.þ.b.
helmingur til þorskveiða. Fjórðung-
ur þessa afla er unninn á Reyðar-
firði.
Fregnir hafa borist af því að
kvóti fyrirtækisins sé að ganga til
þurrðar. í samtali við Morgunblaðið
sagði framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar, Magnús
Bjarnason, að enn væri kvóti fyrir-
tækisins ekki búinn en óneitanlega
væri farið að ganga verulega á
hann. Hann vildi engu spá um það
hve lengi kvótinn myndi endast, en
ef fiskaðist eins og verið hefði þá
yrði að stöðva í einhvern tíma. Ef
til þess kæmi yrði líklega að segja
um 60 manns tímabundið upp störf-
um, bæði fiskverkunarkonum og
körlum. Magnús sagði ekki ákveðið
hvort eða hvenær vinnsla í fyrirtæk-
inu yrði stöðvuð en ef til þess kæmi
vonaði hann að stoppið varaði ekki
lengur en í hálfan mánuð.