Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
13
Hvar er samgönguráðherra
höfuðborgarsvæðisins?
eftir Gest Ólafsson
Undanfarin ár hefur samgöngu-
kostnaður hér á landi aukist mjög
mikið og nú er svo komið að venju-
leg fjölskylda ver allt að því fjórð-
ungi tekna sinna í samgöngur. Þetta
er mjög hár kostnaðarliður og sér-
staklega á þetta við um höfuðborgar-
svæðið, þar sem menn þurfa oft að
ferðast fleiri kílómetra í og úr vinnu
og geta ekki gengið eins og víða er
hægt í litlum bæjum. Þegar vel árar
og næg atvinna er og allir hafa nóga
peninga handa á milli velta menn
þessum hlutum ef til vill ekki mikið
fyrir sér. Þegar harðnar í ári og at-
vinnuleysi eykst og fólk þarf að spara
er ekki nema von að menn fari að
horfa á þennan kostnaðarlið og velta
því því fyrir sér hvort hann sé í raun
og veru óhjákvæmilegur. Þegar við
bætast hugmyndir um einkavæðingu
almenningsflutninga er ekki við öðru
að búast en að allir þeir sem eiga
engan annan ferðamáta vísan verði
uggandi um sinn hag. Þau sam-
göngukjör sem fólk nýtur, eða mögu-
leikar manna til þess að komast leið-
ar sinnar í vinnu, verslun, útivist,
félagsstörf og hvers konar þjónustu
eru nefnilega orðin mjög mikilvægur
hluti af lífskjörum hvers einstaklings.
Fyrir 50 árum bjuggu flestir íbúar
höfuðborgarsvæðisins á rúmlega 300
hektara landsvæði, að mestu í
Reykjavík, innan Hringbrautar og í
Hafnarfírði. Nú nær þéttbýli á höfuð-
borgarsvæðinu yfir um tuttugu sinn-
um stærra landsvæði, en íbúarnir eru
bara rösklega þrisvar sinnum fleiri.
Ein afleiðing þessarar útþenslu hefur
verið gífurleg aukning umferðar,
enda hefur byggð, samgöngukerfi
og þjónustukerfi á þessu svæði engan
veginn verið byggð upp á samræmd-
an hátt til þess að draga úr nauðsyn
á umferð. Úndanfama áratugi hefur
hvert sveitarfélag fyrir sig verið að
reyna að bjargast eftir bestu getu í
þessum efnum, þótt höfuðborgar-
svæðið sé fyrir löngu orðið eitt við-
skipta-, verslunar- og þjónustusvæði.
A ágætu málþingi sem Borgar-
skipulag Reykjavíkur hélt um miðjan
maí sl. kom m.a. fram að umferð
hér á höfuðborgarsvæðinu er mun
meiri en í álíka stóram norrænum
borgum. Þessi samgöngukostnaður á
höfuðborgarsvæðinu er nú áætlaður
27 milljarðar á ári (þ.e. eingöngu
rekstur þílaflotans - heimild FÍB).
Þessi kostnaður hefur greinilega
farið úr böndunum hjá okkur eins
og svo margt annað - og það sem
verra er - þar sem þetta svæði er
óðum að verða að einni samfelldri
heild er það ekki á færi nokkurs eins
sveitarfélags að gera hér veralega
bragarbót. Einstök sveitarfélög geta
að vísu reynt að tryggja að atvinna
verði fyrir hendi nálægt íbúðahverf-
um og að fólk komist auðveldlega
til atvinnu og þjónustu með strætis-
I Uppsölum í Svíþjóð er 40% dýrara að veita sömu strætisvagnaþjón-
ustu og í Lundi vegna þess að þar var tekið fullt tillit til almenningssam-
gangna í skipulagi bæjarins. (Heimild: Trafik i nordisk tatort.)
vögnum. Mesta ávinnings er þó að
vænta með samræmdu skipulagi og
uppbyggingu þessa svæðis í heild.
Eins og komið hefur fram í umræð-
um um Hvalfjarðargöng er lækkun
samgöngukostnaðar hér á landi nú
ein arðbærasta fjárfesting sem okkur
stendur til boða. Ef hægt væri að
minnka ofangreindan samgöngu-
kostnað um þótt ekki væri nema 10%
er þarna kominn árlegur sparnaður
upp á hátt í þrjá milljarða á ári eða
jafngildi um 40.000 tonna af þorski
árlega, eins og þau leggja sig á inn-
lendum markaði þessa dagana.
í flestum vestrænum löndum lítur
ríkisvaldið á það sem hluta af starfs-
sviði sínu að tryggja íbúum þéttbýlis
ekki síður en dreifbýlis ákveðin sam-
göngukjör eða samgönguþjónustu, á
„Ef hægt væri að
minnka ofangreindan
samgöngukostnað um
þótt ekki væri nema
10% er þarna kominn
árlegur sparnaður upp
á hátt í þrjá milljarða á
ári eða jafngildi um
40.000 tonna af þorski
árlega, eins og þau
leggja sig á innlendum
markaði þessa dag-
ana.“
sama hátt og fólki er tryggður að-
gangur að heilsugæslu og menntun
á hóflegu verði. Það er ekki nóg fyr-
ir fólk að eiga kost á atvinnu eða
þjónustu einhvers staðar víðs fjarri
heimilum sínum ef það kemst ekki
þangað í strætisvagni, eða ef mikill
hluti af tekjum þess fer í samgöngu-
kostnað. Auðveldar og ódýrar sam-
göngur eru hluti af mannréttindum
í nútíma þjóðfélagi.
Undanfarna áratugi hefur hið ís-
Athugasemdir við
grein borgarsljóra
eftir Sjöfn
Ingólfsdóttur
Borgarptjórinn í Reykjavík, Mark-
ús Öm Antonsson, ritar grein í Morg-
unblaðið sl. miðvikudag, þar sem
hann talar um að viðbrögð sumra
starfsmanna SVR einkennist af mis-
skilningi um grundvallaratriði og
aðrir séu einfaldlega á móti öllum
breytingum og reki málið út frá
hagsmunasjónarmiðum forystu
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar og þar ráði ferðinni óttinn
við að missa félagsgjöld starfsmanna
til annarra stéttarfélaga.
Rétt er að minna á, að í stjórn
St.Rv. sitja 11 lýðræðislega kjörnir
fulltrúar frá jafnmörgum starfshóp-
um/stofnunum borgarinnar. Þessir
aðilar starfa samkvæmt lögum fé-
lagsins þar sem m.a. kemur fram í
fyrstu grein um tilgang félagsins:
a) að fara með fyrirsvar þeirra starfs-
manna, sem það hefur samningsum-
boð fyrir og aðrar ákvarðanir af
„Þrátt fyrir þetta erindi
og önnur svipaðs efnis
hefur ekkert formlegt
samráð verið haft við
forystu félagsins um
fyrirhugaðar breyting-
ar á rekstri SVR.“
hendi starfsmanna b) að gæta hags-
muna félaga sinna launalega, félags-
lega og faglega, t.d. um starfskjör,
eftirlaun og önnur réttindi, sem og
skyldur.
Þá er ennfremur sjálfsagt að rifja
upp, lesendum til glöggvunar, erindi
það sem St.Rv. sendi Borgarráði sl.
haust; Að undanförnu 'hafa birst
fréttir í fjölmiðlum um hugsanlega
einkavæðingu eða breytt rekstrarfyr-
irkomulag á ýmsum stofnunum og
fyrirtækjum borgarinnar.
Starfsmannafélag Reykjavíkur-
borgar óskar hér með eftir viðræðum
við borgaryfírvöld um þau áform,
sem kunna að vera uppi. Æskilegt
er að slíkar viðræður fari fram með-
an málin eru á framstigi, m.a. af
eftirgreindum ástæðum: Óheppilegt
er að starfsmenn fái fréttir í fjölmiðl-
um, sem oft á tíðum era harlá óljós-
ar eða byggðar á getgátum, um
breytingar á rekstrarformi, sem geta
varðað réttindi og starfskjör starfs-
manna.
Slíkt skapar óöryggi og er ekki
til þess fallið að greiða fyrir málefna-
legri umræðu. Markmiðin með einka-
væðingu eða annars konar form-
breytingum á rekstri borgarstofnana
hljóta að vera að bæta þjónustu,
gera hana markvissari og reksturinn
væntanlega ódýrari fyrir skattgreið-
endur.
Ef þessi markmið eiga að ná fram
að ganga, er nauðsynlegt að allar
hliðar mála séu rækilega gaumgæfð-
ar, áður en ráðist er í breytingar.
Starfsmenn borgarstofnana búa
yfir þekkingu, sem hvorki er rétt né
Gestur Ólafsson
lenska samgönguráðuneyti látið sig
samgöngumál höfuðborgarsvæðisins
litlu varða, þótt þar búi meira en
helmingur þjóðarinnar. Ennþá er
ekki til nein samræmd pólitísk
stefnumótun í samgöngumálum höf-
uðborgarsvæðisins. Á meðan sveitar-
stjórnarmenn á þessu svæði taka
heldur ekki af skarið og móta slíka
stefnu er ekki nema von að íbúar
þessa svæðis velti því fyrir sér hvort
ekki sé tími til kominn að ríkisvaldið
grípi hér inn í þróun mála og tryggi
íbúum þessa svæðis álíka samgöngu-
kjör og íbúar aðliggjandi landa eiga
við að búa. Því spyija nú æ fleiri
íbúar höfuðborgarsvæðisins - hvar
er samgönguráðherra þessa svæðis?
Höfundur er arkitekt og
skipulagsfræðingur.
Sjöfn Ingólfsdóttir
ráðlegt að ganga framhjá við endur-
skipulagningu fyrirtækja borgarinn-
ar.
Þrátt fyrir þetta erindi og önnur
svipaðs efnis hefur ekkert formlegt
samráð verið haft við forystu félags-
ins um fyrirhugaðar breytingar á
rekstri SVR, né þær óhjákvæmilegu
breytingar á kjöram starfsmanna,
sem hljóta að fylgja í kjölfarið.
Höfundur er fortnaður
starfsmannafélags
Reykja víkurborgar.
NÝUA BÍLAHÖLLIN FUNAHÖRÐA 1 S:672277
Toyota Corolla 1600 GLI, árg. '93, hvítur,
5 d. Ek. 7 þ. km. V. 1.320.000,- stgr.
Ath. skipti.
Nissan Sunny 1600
4 d., sjálfsk., ek. 32
stgr. Ath. skipti.
Hyundai Scoupe 1500 LSI, árg. ’92, hvítur,
V. 840.000,- 2 d., ek. 18 þ. km. V. 950.000,- stgr.
Ath. skipti.
Toyota Carmy GLI, árg. ’87, 4 d., sjálfsk.,
blár, ek. 72 þ. km. V. 850.000 stgr.
Ath. skipti.
Suzuki 1100 GSXR, árg. '88, rauður/svart-
ur, ek. 23 þ. km. V. 650.000.- Galli fylgir.
Topp hjól.
1 S:
Toyota 4runner, arg. 90, rauður, upphækk-
aður, 33" dekk, sóllúga. V. 2.090.000.-
Skipti - skuldabréf.
Fiat Uno 45S, árg. '91, rauður, vsk-bíll, ek.
28 þ. km. V. 550.000.-
MMC Pajero, árg. ’88, rauður, fallegur bíll,
ek. 102 þ. km. V. 1.150.000,- Skipti - skulda-
bréf.
Range Rover Vouge, árg. '87, grænsans.,
ek. 108 þ. km. V. 1.790.000,- Skipti.
YFIR ¥ OO BBLJXK A S
Subaru 1800 ST Turbo, árg. '88, rauður, *
álfelgur, fallegur bíll, ek. 78 þ. km. S
V. 900.000,- _________________________________
NUM