Morgunblaðið - 30.06.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
h
Nýsköpun at-
vinnulífs á Islandi
eftir Jón Hjaltalín
Magnússon
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum undanfarið, þá er talið að
skapa þurfi um 20.000 ný störf
hérlendis fram til aldmóta til að
ekki verði þá ríkjandi atvinnuleysi.
Hver aldursárgangur unglinga
telur um 4.200 manns. Ef um 80%
þeirra vilja vinnu, samsvarar það
árlegri fjölgun 3.300 nýrra starfs-
krafta út á vinnumarkaðinn. Vegna
aldurs má áætla að árlega láti um
1000 manns af störfum og losnar
þannig um samsvarandi fjölda
starfa. Því mætti halda að aðeins
þurfí að skapa um 2.300 ný störf
árlega til að jafnvægi sé á fram-
boði og eftirspum á vinnumarkaðn-
um. Reynsla undanfarinna ára seg-
ir okkur hins vegar, að reikna þurfí
með verulegri fækkun starfa í hefð-
bundnum atvinnugreinum þjóðar-
innar eða vegna erfíðleika og gjald-
þrota ýmissa fyrirtækja, svo og
vegna samdráttar í tæknivæddum
þjónustufyrirtækjum og hjá opin-
benim aðilum. Þessi fækkun starfa
samsvarar því að árlega bætist við
á vinnumarkaðinn um 700 - 1.000
áhugasamir starfskraftar, sem leita
sér að nýju starfí. Því lætur nærri
að skapa þurfí að meðaltali um
3.000 ný störf árlega eða samtals
rúmlega tuttugu þúsund ný störf á
sjö ára tímabili frá 1994 fram til
aldamóta.
Lögmál vinnumarkaðarins
Öll störf í þjóðfélaginu eru mikil-
væg. Öll njótum við á einhvern
hátt aðstoðar, þjónustu og fram-
leiðslu fjölmargra fyrirtækja og
sérfræðinga. Til að bæta almenn
lífskjör í landinu segir lögmál vinnu-
markaðarins samt, að þjóðhagslega
sé mestur hagnaðurinn af því að
skapa eins mörg störf og mögulegt
er í gjaldeyrisskapandi útflutnings-
greinum og ferðaþjónustu. Að sjálf-
sögðu gildir sama lögmál með því
að auka hlut innlendra aðila í sam-
keppni við innflutning á gjaldeyris-
krefjandi vörum og þjónustu. Al-
mennt er talið að hvert og eitt starf
í slíkum gjaldeyrisskapandi og
gjaldeyrissparandi starfsgreinum
skapi, allt eftir byggðarlögum, fjár-
hagslegar forsendur fyrir um fjögur
til fímm önnur störf í ýmsum þjón-
ustugreinum, t.d. opinber störf,
verslun, fármála- og auglýsinga-
þjónustu, lögfræði- og endurskoð-
unarþjónustu, prentun, hárgreiðslu,
veitingaþjónustu o.s.frv., o.s.frv.
Við aukið fjármagn í umferð
eykst jafnframt þörfín fyrir at-
vinnuhúsnæði og einstaklingar
verða áhugasamari um að stækka
við sig húsnæði og um leið skapast
fleiri störf hjá byggingaverktökum.
Skapa þarf 4.000 ný störf í
gj aldeyrisskapandi
atvinnugreinum
Til að skapa þessi 20.000 nýju
störf hérlendis fram til aldamóta
þarf því raunverulega eins og áður
er getið, aðeins að skapa samtals
um 4.000 ný störf í gjaldeyrisskap-
andi útflutningsgreinu'm eða gjald-
eyrissparandi fyrirtækjum á tíma-
bilinú fram til aldamóta til að hjólin
fari að snúast aftur á fullri ferð
hérlendis og skapa næg atvinnu-
tækifæri fyrir alla. Hin 16.000
störfin koma næstum af sjálfu sér,
þegar fjármagnið eykst í umferð
hjá fyrirtækjum og einstaklingum
og þörfin fyrir ýmsa þjónustu og
viðskipti milli aðila eykst, eins og
lýst er hér að framan.
Því þarf raunv.erulega aðeins að
skapa 600 ný störf árlega í þessum
útflutnings- og ferðaþjónustugrein-
um til að skapa fjárhagslegan
grundvöll fyrir hin 2.400 störfín í
þjónustugreinunum. Þetta er alveg
mögulegt. Að sjálfsögðu væri já-
kvætt að fá eitt álver fyrir 600
starfsmenn einhvem tímann á tíma-
bilinu, en samt er öruggara að
stefna markvisst að því að um 50
ný og starfandi fyrirtæki um land
allt fjölgi árlega störfum hjá sér,
hvert og eitt um 10-20 manns.
Markviss stefnumótun
Það að skapa árlega 600 ný störf
í gjaldeyrisskapandi og gjaldeyris-
sparandi atvinnugreinum gerist að
sjálfsögðu ekki af sjálfu sér. Því
þurfa aðilar atvinnulífsins í sam-
vinnu við Alþingi að vinna áfram
markvisst að því að móta varanlega
„nýsköpunarstefnu íslensks at-
vinnulífs" og ákveða leiðir að sett-
um markmiðum. Að mínu áliti þarf
aðeins að bæta h'tillega starfsskil-
yrði íslenskra fyrirtækja til að hraða
eflingu þeirra: Það þarf að auka
möguleika þeirra á áhættufjár-
magni til að efla markaðssetningar-
og vöruþróunarstarfsemi. Fyrst og
fremst með jákvæðari skattalögg-
jöf, sem hvetur jafnt fyrirtæki og
einstaklinga til fjárfestingar í hluta-
bréfum fyrirtækja. Sérstaklega í
ungum, áhugaverðum og áhættu-
sömum fyrirtækjum. Einnig þarf
að heimila sjóðum atvinnulífsins og
bankastofnunum að veita fyrirtækj-
um svokölluð „áhættulán", með
veði í sjálfri markaðs- og fram-
leiðsluhugmyndinni, til að hraða
eflingu starfsemi þessara fyrir-
tækja, þannig að þau auki fyrr
markaðshlut sinn hérlendis og er-
lendis og þurfi þess vegna að bæta
við sig nýjum starfskröftum.
Samkeppni um starfskrafta
Telja verður að það sé bæði áhugi
og vilji til að minnka atvinnuleysi
hérlendis og hraða jákvæðri ný-
sköpun íslensks atvinnulífs. Helst
þannig að „offramboð“ verði á
áhugaverðum störfum. Því hefur
stundum verið haldið fram að ýms-
um hagsmunaaðilum í atvinnulífinu
standi stuggur af nýsköpun at-
vinnulífsins og eflingu framtíðar-
fyrirtækja, sem geta greitt há laun
með því að selja vörur sínar og þjón-
ustu á alþjóðlegum mörkuðum. Með
auknu framboði atvinnu í landinu,
þá hækka að sjálfsögðu almenn
Jón Hjaltalín Magnússon
„Því þarf raunverulega
aðeins að skapa 600 ný
störf árlega í þessum
útflutnings- og ferða-
þjónustugreinum til að
skapa fjárhagslegan
grundvöll fyrir hin
2.400 störfin í þjónustu-
greinunum.“
laun af sjálfu sér. Fyrirtæki, sem
ekki hafa nægilega snemma farið
inn á ný markaðssvið og eru stöðn-
uð, eiga við slíkar aðstæður erfítt
með að halda í gott starfsfólk og
greiða þeim samkeppnishæf laun.
Stjórnun vinnumarkaðaríns
Takist að skapa aftur þær „þægi-
legu aðstæður" hér, að ekkert'6é
atvinnuleysið, eins og var árið 1986
eftir mörg erfið ár þar á undan,
þá eiga ríki og bæjarfélög að sýna
hugrekki og fækka verulega störf-
um hjá sér í einstökum fyrirtækjum
og stofnunum til að halda jafnvægi
á vinnumarkaðnum og minnka um
leið opinber útgjöld. Öllum er ljóst,
að þetta má gera nokkuð sársauka-
laust, án þess að afköst eða þjón-
usta opinberra aðila skerðist veru-
lega.
Efling rannsókna- og
vöruþróunarstarfsemi
Til að viðhalda góðum lífskjörum
í landinu er nauðsynlegt að opinber-
ir aðilar og fyrirtæki styðji mun
meir við rannsókna- og vöruþróun-
arstarfsemi, sem skilar sér vonandi
eftir fímm til tíu ár, til að mæta
þá hugsanlegum auknum erfíðleik-
um í hefðbundnum atvinnugreinum
þjóðarinnar. Hafa skal í huga að
það er raunhæft að áætla að það
taki um 7-10 ár að koma áhuga-
verðu framleiðslufyrirtæki á lagg-
irnar. Það krefst mikillar vinnu,
góðrar skipulagningar, langs tíma,
mikils íjármagns og mikillar þolin-
mæði að þróa og efla nýjar atvinnu-
greinar og setja ný fyrirtæki á lagg-
irnar! /
Vilji er allt sem þarf
A undanfömum árum hefur nýj-
um áhugaverðum fyrirtækjum
fjölgað verulega hérlendis. Síðustu
sjö árin hafa t.d. verið skráð um
50 ný hugbúnaðar- og tölvufyrir-
tæki í Reykjavík. Einnig nokkur
áhugaverð matvæla- og ráðgjafa-
fyrirtæki. Flest þeirra eru enn fá-
menn enda starfsskilyrði þeirra ekki
þau bestu. Þó má fínna nokkur fyr-
irtæki, sem eru að eflast verulega
með aukinni sókn á erlenda mark-
aði.
Það er alveg ljóst að hægt er að
hraða eflingu þessara fyrirtækja og
markaðssetningu á vörum þeirra
og þjónustu erlendis og bæta stöðu
þeirra hér innanlands til að keppa
við innflutning. Til þess þarf aðeins
„stjómmálalegan" vilja til að hraða
eflingu nýsköpunar í íslensku at-
vinnulífi. Ekki er annað að heyra
hjá fulltrúum núverandi ríkisstjórn-
ar og aðilum atvinnulífsins að svo
sé, samanber nýgerða þjóðarsátt.
Þessi þróun nýsköpunar atvinnulífs-
ins til að bæta lífskjör okkar getur
gengið mun hraðar fyrir sig, ef
heildarfjármagni til langtímaefling-
ar atvinnulífsins í landinu, þ.e.a.s
til landbúnaðar, sjávarútvegs, vega-
gerðar, iðnaðar og ferðaþjónustu,
væri varið á skynsamlegri hátt en
gert hefur verið á undanförnum
áratugum!
Höfundur er verkfræðingur og
einn af skipuðum taismönnum
Verkfræðingafélags íslands á
sviði iðnaðar og þjónustu.
ft
ft
ft
ft
ft
ft
ú
í:
I
Um hvað snýst
deilan á Sólheimum?
eftir Svein
Kjartansson
Deila hefur risið milli stjómar
og starfsmanna á Sólheimum 5
Grímsnesi. En um hvað snýst mál-
ið? Hver er undirrót deilunnar? Af
umfjöllun fjölmiðla má skilja það
svo að ágreiningurinn snúist um
uppsagnir starfsfólks vegna skipu-
lagsbreytinga. En raunin er ekki
sú. Ég vil nú reyna að gera grein
fyrir því hér um hvað málið snýst.
Upphafleg hugsjón
stofnandans
Árið 1930 stofnaði Sesselja
Hreindís Sigmundsdóttir heimili á
Sólheimum í Grímsnesi fyrir mun-
aðarlaus og vanrækt böm og naut
til þess aðstoðar þjóðkirkjunnar og
Reykjavíkurbæjar. Árið 1934 var
samþykkt skipulagsskrá fyrir Sól-
heima og heimilið geft að sjálfs-
eignarstofnun á vegum þjóðkirkj-
unnar.
í bókinni „Mér leggst eitthvað
til. Saga Sesselju Sigmundsdóttur
og Sólheima" segir á bls. 7: „í
hljóði strengir hún heit. Hún ætlar
að vera skjól þeim sem minnst
mega sín og vetja lífí sínu og kröft-
um í þeirra þágu.“ Sesselja veitti
Sólheimaheimilinu forstöðu allt til
dauðadags 1974 og voru þá öll
„bömin“ uppkomin.
Breytt stefna
framkvæmdastjórnar
Nú hefur komið fram breytt
stefna stjómarinnar. Á aðalfundi
fulltrúarráðs Sólheima 25. apríl sl.
var samþykkt framkvæmdaáætlun
fyrir árin 1993 til 2000 og stefnu-
mörkun 1992 til 2017. Þar kemur
fram stefnubreyting á starfsemi á
Sólheimum. Sólheimar, þorp í
Grímsnesi, mun bjóða upp á fjöl-
breytta atvinnustarfsemi, gróðrar-
stöð, ylræktarstöð, verslun, tré-
smiðju og svo störf tengd þjónustu
við þroskahefta. Ennfremur er í
undirbúningi rekstur heilsuheimilis
og endurhæfíngarstöðvar fyrir al-
menna borgara sem nýútskrifaðir
eru af sjúkrahúsi. Engin stofn- eða
rekstrarkostnaðaráætlun um
heilsuheimili liggur fyrir.
Heimilismenn í samkeppni
á vinnumarkaði
Vinnustaðir Sólheima verða
byggðir upp sem sjálfstæð fyrir-
tæki þar sem starfí jafnt fatlaðir
sem ófatlaðir á frjálsum sam-
keppnismarkaði og heimilismönn-
um á að bjóðast vinna þar með
stuðningi frá þjónustumiðstöð.
Spyrja má hvort núverandi heimil-
ismenn á Sólheimum séu hæfir til
að taka þátt í samkeppni á vinnu-
markaði eða hvernig þeir geti stað-
ið sig við hliðina á fullfrískum í
vinnunni og svo hvort fyrirtæki
starfandi á Sólheimum geti frekar
en önnur slík boðið þessu fólki
vinnu á frjálsum vinnumarkaði?
Hugsjón frumheijans
sett til hliðar?
Frá því hefur verið skýrt á fund-
um framkvæmdastjórnar Sólheima
með starfsfólki að til að þessar
hugmyndir nái fram að ganga
þurfí að skipta um heimilisfólk á
Sólheimum. Fá þurfí getumeiri ein-
staklinga inn í stað þeirra getu-
mínni og fullorðnum verði komið
fyrir á elli- eða hjúkrunarheimilum.
Hér er sennilega það atriði sem
vekur hvað hörðust viðbrögð og
andúð varðandi framtíðarstefnu.
Deilumar snúast því um hug-
myndafræði um starf með þroska-
heftum og þá nýju stefnu sem
framkvæmdastjórn hefur boðað
varðandi aðbúnað og aðhlynningu
heimilisfólks á staðnum. Deilt er
um það hvort þeir sem hér búa
geti eða eigi að taka þátt í einka-
Sveinn Kjartansson
„Frá því hefur verið
skýrt á fundum fram-
kvæmdastjórnar Sól-
heima með starfsfólki,
að til að þessar hug-
myndir nái fram að
ganga þurfi að skipta
um heimilisfólk á Sól-
heimum.“
væðingu og almennri samkeppni á
vinnumarkaði. Deilt er um það
hvort hugsjón stofnandans um
„skjól þeim sem minnst mega sín“
í þjóðfélaginu skuli í heiðri höfð
eða ekki. Hvers á þetta fólk að
gjalda? Nokkur hópur er nú um
og yfír sextugt, með mjög ört
minnkandi starfsgetu en sumir
þeirra hafa átt hér heima allt frá
4 ára aldri. Hefði e.t.v. verið mann-
eskjulegra að ætla þeim eina heim-
iliseiningu í ellinu sem t.d. millistig
elli- og hjúkrunarheimilis? Hefur
hugsjón frumheijans verið sett til
hliðar fyrir hugmyndir um gróða-
vænlegri starfsemi?
Framkvæmdar þegar hafnar
Nú þegar eru aðgerðir hafnar.
Byrjað er að byggja heilsuheimili
og smíðastofu og verið er að inn-
rétta verslunarhúsnæði í gömlu
húsi. Ákveðið er að loka elstu nú-
verandi heimiliseiningu, Hverakoti,
til að rýma fyrir heilsuheimili, færa
fólk þaðan í önnur hús og fylla þar
með hveija lausa holu. Þetta er
gert m.a. í þeim tilgangi að fækka
starfsfólki í umönnunarþjónustu
og til að geta fjölgað stöðugildum
í atvinnustarfseminni en í Hvera-
koti eru fjögur stöðugildi.
Þjónustuíbúðir
í nóvember sl. fluttu 11 heimilis-
menn í þjónustuíbúðir og er það
mitt mat að þeir hafi fengið al-
gjöra lágmarksaðstoð fram til
þessa, þeir þarfnist aðstoðar áfram
og flestir muni þurfa hjálp alla tíð.
Þessir einstaklingar læra ekki at-
hafnir daglegs lífs eins og ungling-
urinn sem lærir fyrír bílprófíð.
Nám þeirra er byggt á sífelldum
endurtekningum og upprifjunum.
Nú er enn byijað að byggja þjón-
ustuíbúðir fyrir 10 einstaklinga.
Þangað verða einhveijir fluttir
e.t.v. á næsta ári en ekki verður
í
K
í:
l
I
I