Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
15
Öldran og öldrunarþjónusta
eftir Björn
Þórleifsson
Með batnandi heilbrigðisþjónustu,
minnkandi fátækt og aukinni fræðslu
fór öldruðum að fjölga í byijun þess-
arar aldar. Við það fóru augu fræði-
manna að beinast að öldrun sem
rannsóknarefni og öldrunarfræðin
varð til sem fræðigrein. Alþjóðlegt
heiti hennar er „gerontologi", fengið
að láni úr grísku. (Geron = öldung-
ur, logi = fræði.) Fram að þeim tíma
er talið að litlar breytingar hafí orið
á áliti almennings á öldruninni, allt
frá þeim tíma að Rómveijinn Publius
Terentius Afer (f. 195 F.Kr.) skrif-
aði í leikriti sínu „Phormio", að ellin
væri sjúkdómur í sjálfu sér (Senectus
ipsa est morbus) Ludvig Holberg (f.
1684) skrifaði í einni bóka sinna, að
ellin væri höfn alls hins illa. (Senect-
us omnium malorum portus est).
Fram á okkar daga þekkjum við þá
skoðun að ellin sé ein allsheijar eymd
og sjúkdómar, þannig að segja má
að eymdarsjónarmiðið hafí verið ríkj-
andi gagnvart ellinni í a.m.k. 2000
ár.
í dag getum við sagt sem svo, að
fullyrðingar þeirra Terentiusar Afer
og Holbergs hafi verið fordómar, þar
sem þeim hafi verið varpað fram án
þekkingar á raunveruleikanum. En
auðvitað hafa þeir miðað við þá þekk-
ingu sem aðgengileg var á þeirra
dögum.
Óldrunarfræðin er vissulega ung
fræðigrein. Sem dæmi má nefna að
við norræna háskóla er aðeins eitt
prófessorsembætti í öldrunarfræð-
um, en slíkt embætti var stofnað í
Lundi í Svíþjóð á sl. hausti. Annars
staðar á Norðurlöndum er kennsla á
háskólastigi í öldrunarfræðum lítil
og óskipuleg. í Svíþjóð og Noregi
eru til öldrunarfræðastofnanir, sem
sinna rannsóknum. Norska stofnunin
gefur út tímaritið „Aldring og eldre“
(Öldrun og aldraðir). I Danmörku er
til öldrunarfræðafélag sem gefur út
tímaritið „Gerontologi og samfund"
(Öldrunarfræðin og samfélagið).
Fjölþætt fræðigrein
Eitt af því sem e.t.v. gerir öldrun-
arfræðina óaðgengilega til bæði
kennslu og náms, er hve mörgum
þáttum hún er ofín úr. í danska
séð hvaða 10 til viðbótar hinum
11 gætu búið í þjónustuíbúð og
ennþá síður ef um leið verður störf-
um fækkað í umönnunarþjónustu.
En þetta fellur að hugmyndinni
um að fá getumeiri einstaklinga á
staðinn.
Að lokum þetta
Öllu starfsfólki Sólheima var
sagt upp um sl. mánaðamót. í
dag, 27. júní, hafa aðeins örfáir
verið endurráðnir nú síðustu daga.
Þó hafa ýmsir þeirra aðeins 6 vikna
uppsagnarfrest og þar af eru
nokkrir komnir í sumarfrí. Þessar
uppsagnir valda mikilli óvissu,
bæði hjá starfsmönnum og heimil-
ismönnum. Engar raunhæfar
ástæður hafa verið gefnar fyrir
þessari aðgerð. Það hefur kallað
fram sterk viðbrögð hjá starfs-
fólki. Þá rifjast upp ýmsir aðrir
neikvæðir þættir í fyrri samskipt-
um stjómar og starfsfólks og þá
einkum ákvarðanir og tilskipanir
sem snerta meðferðarstarf beint
og óbeint, ákvarðanir teknar án
undangenginnar umræðu hvað þá
í samráði við starfsfólk. Þó að for-
maður framkvæmdastjórnar hafi
verið í stjórn heimilisins sl. 15 ár
finnst fólki á vettvangi gæta skiln-
ingsskorts á innra starfi og að það
síðan bitni á skjólstæðingunum,
heimilismönnunum sjálfum. Von-
andi verður hægt að opna augu
þeirra sem ráða ferðinni svo að
þeir finni aftur hugsjón frumheij-
ans og beini kröftum sínum að því
að aðstoða þá sem mest eru þurf-
andi fyrir aðstoð.
Höfundur er fyrrverandi
forstöðumaður á Sólheimum.
4
I
t
AR ALDRAÐRA
í EVRÓPU 1993
„Með þessari grein er
m.a. verið að reyna að
benda á: — að öldruðum
muni fjölga töluvert á
komandi árum og ára-
tugrim, — að sú fjölgun
muni kalla á aukna
þjónustu, — að aukin
þjónusta krefjist fleiri
starfsmanna — að
starfsfólk þurfi meiri
fræðslu um viðfangs-
efni sín.“
öldrunarfræðafélaginu hefur stjómin
svokallað fagráð sér til aðstoðar. í
því ráði eru fulltrúar 33 fræðigreina
og starfsstétta sem tengjast öldrun
og öldrunarþjónustu. Heilbrigðis-
stéttir eru áberandi í ráðinu, en
ásamt félagsfræði og sálfræði hefur
læknisfræðin átti dijúgan þátt í þró-
un öldrunarfræðinnar. Með tilliti til
þess að aukin tíðni sjúkdóma fylgir
hækkandi aldri (þótt ellin sé ekki
sjúkdómur í sjálfu sér) er einnig eðli-
legt að heilbrigðisstéttirnar komi
sterkar inn í greinina. En stöðugt
fleiri fræðigreinar eru að tengjast
öldrunarfræðinni. Guðfræðingar
Loftnet og
rafhlöður
fyrir
þráðlausa
sima
velta fyrir sér hvaða áhrif aldur hafí
á trúarlíf fólks. Sagnfræðingar hafa
skoðað sérstaklega hvemig staða
aldraðra hafi verið gegnum söguna.
T.d. hafa menn velt fyrir sér hvernig
vistarbandið á íslandi hafí virkað
fyrir þá sem ekki áttu jarðir sjálfir
og vegna öldrunar gátu ekki sinnt
vinnumennsku. Hvernig hefur „þjóð
í hlekkjum hugarfarsins“ sinnt þörf-
um sinna öldruðu einstaklinga? Þá
hafa tölfræðingar og hagfræðingar
þeir sem spá í mannfjöldaþróun velt
fyrir sér hvemig fjölgunarsprenging-
in, sem minnst var á hér í upphafi,
muni hafa áhrif á þjóðarhag. Mun
samtímis fækka einstaklingum sem
em í atvinnu og halda þar með uppi
framfærslu hinna sem ekki starfa?
Mun börnum og unglingum fækka á
sama tíma, þannig að fjöldi þeirra
sem framfæra þarf verði í svipuðu
hlutfalli og verið hefur? Þannig
mætti lengi telja hvemig hinir ýmsu
fræðimenn koma inn á svið sem
tengjast öldrunarfræði. En þótt
fræðigreinin sé fjölþætt og e.t.v.
óaðgengileg þess vegna, þá er hún
til og með hennar aðstoð er hægt
að koma í veg fyrir að fólk hafi skoð-
un þeirra Holbergs og Terentiusar á
ellinni.
Þekkingin kæfir fordómana
Sem betur fer hefur mikil framþró-
un orðið í öldrunarþjónustunni á síð-
ustu ámm, þótt e.t.v. skorti nokkuð
á að allir séu samstiga í uppbygging-
unni. Með vaxandi fjölda þeirra sem
starfa með öldruðum eða fyrir þá
eykst svo þörfín fyrir fræðslu á sviði
öldmnarfræði. Örlítið er byijað að
koma til móts við þá þörf. Endur-
menntunarstofnun Háskóla Islands
hefur haldið tvö námskeið í grein-
inni. Öðm lauk í apríl sl. en hið fyrra
var haldið á vommánuðum sl. ár.
Ármúlaskóli er farinn að bjóða sjúkr-
aliðum sérstaka fræðslu í umönnun
aldraðra. Háskólinn á Akureyri hefur
stofnað prófessorsembætti í öldmn-
arhjúkmn. Allt þetta sýnir að áhug-
inn er að aukast. Enn skortir þó á
samvinnu og samráð við aðgerðirnar.
Samræmd könnun á þekkingu
starfsfólks í öldmnarþjónustu á öldr-
un og öldmðum var gerð í 3 norræn-
um bæjum í janúar og febrúar sl.
Bæirnir vom Akureyri, Namsos í
Noregi og Östersund í Svíþjóð. Lagð-
ar vom 25 spumingar fyrir starfs-
fólk á þrenns konar vinnustöðum,
hjúkmnardeildum, heimaþjónustu og
á dvalarheimilum (þjónustuhúsnæði).
Fjöldi þeirra sem svömðu var 69 í
Namsos, 75 í Östersund og 90 á
Akureyri. Langt mál þyrfti til að
gera grein fyrir öllum niðurstöðum
þessarar könnunar, en eftirfarandi
skal tínt til:
Starfsfólkið á Akureyri svaraði að
meðaltali 13,6 spurningum rétt af
25. í Östersund var árangurinn örlít-
ið betri, 13,9, en í Namsos var meðal-
talið 15,1 svar rétt. Við nánari athug-
un kom í ljós að fræðsla í öldmnar-
fræðum hafði verið mest í Namsos,
þótt engan veginn væri hún talin
nægileg þar.
Starfsreynsla virtist skila sér í
meiri vitneskju um öldmn, en aðal-
lega þó um þau atriði sem fjalla um
afturför og hrömun. Þeir sem höfðu
starfað lengst með öldmðum og þeir
sem störfuðu á hjúkmnardeildum
höfðu neikvæðasta sýn á öldrun. Þá
hafði starfsfólkið í öllum löndum til-
hneigingu til að álíta aldraða miklu
fleiri og sjúkari en þeir em í raun
og vem. Sagnir um einmanaleika,
hræðslu og fleira lifír góðu lífi meðal
starfsmannanna og vart verður við
ýmsa lífseiga fordóma.
Sameiginleg niðurstaða þeirra sem
stóðu að könnuninni var sú, að þörf
fyrir fræðslu væri bersýnileg í þess-
um þremur sveitarfélögum. Ekki er
ástæða til að ætla að ástandið sé
mikið betra á öðmm stöðum. Kennslu
í öldrunarfræðum þarf að koma í
Björn Þórleifsson
auknum mæli inn í menntun þeirra
stétta sem sinna öldmnarþjónustu.
Sú spuming hefur einnig vaknað,
hvort nokkuð veiti af að fræða fram-
haldsskólanemendur, ogjafnvel efstu
bekki grannskóla eitthvað um efri
árin og hvað þeim fylgir. Þurfa ekki
allir að vita sitt af hverju um alla
hluta æviskeiðsins?
Lokaorð
Með þessari grein er m.a. verið
að reyna að benda á: — að öldruðum
muni ijölga töluvert á komandi áram
og áratugum, — að sú fjölgun muni
kalla á aukna þjónustu, — að aukin
þjónusta krefjist fleiri starfsmanna —
að starfsfólk þurfi meiri fræðslu um
viðfangsefni sín.
Þess sjást víða merki að menn séu
að búa sig undir að takast á við
þessi verkefni og geri sér grein fyrir
mikilvægi þeirra. En vert er að minna
á, að það getur verið gott að vera
samstíga, svo ekki sé stefnt í ólíkar
áttir. Samræmi þarf að vera í þjón-
ustu alls staðar á landinu og síðast
en ekki síst þarf almenn og aukin
fræðsla um öldrunarfræði að vera
með samræmdum hætti.
Höfundur er deildarstjóri
Oldrunardeildar Akureyrarbæjar.
Hverfisgötu 18,
gegnt Þjóðleikhúsinu,
101 Reykjavík, sími: 28636.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1977-2.fl. 10.09.93-10.09.94 kr. 979.936,70
1978-2.fl. 10.09.93-10.09.94 kr. 626.044,80
1979-2.fl. 15.09.93-15.09.94 kr. 408.114,90
INNLAUSNARVERÐ *)
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL Á KR. 10.000,00
1985-1 .fl.A 10.07.93-10.01.94 kr. 57.983,30
1985-1 .fl.B 10.07.93-10.01.94 kr. 32.624.30**)
1986-1 .fl.A 3 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 39.967,10
1986-1.fl.A 4 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 44.365,70
1986-1.fl.A 6 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 45.922,20
1986-1 .fl.B 10.07.93-10.01.94 kr. 24.061,60**)
1986-2.fl.A 4 ár 01.07.93-01.01.94 kr. 37.218,00
1986-2.fl.A 6 ár 01.07.93-01.01.94 kr. 38.446,80
1987-1 .fl.A 2 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 31.578,90
1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.93-10.01.94 kr. 31.578,90
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
**)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, júní 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS