Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 Gunnar Kristinn Bergsteinsson Forsljóri Landhelgis- gæslu lætur af störfum GUNNAR Kristinn Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar lætur af störfum 1. september næstkomandi og hefur forseti Islands auglýst embættið laust til umsóknar. Fráfarandi forstjóri vonar að Landhelgisgæslunni hafi skilað fram á við undir sinni stjórn. Hann segist ætla að taka lífinu með ró eftir að hann hætt- ir og ekki skrifa æviminningar sínar. Gunnar verður sjötugur 29. ágúst næstkomandi og lætur af störfum 1. september. Gunnar varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1942. Sjóliðs- foringi frá Sjökrigsskolen í Noregi 1950 og NATO Defense College í Róm 1969. Hann var einnig í námi hjá dönsku sjómælingastofnuninni í Kaupmannahöfn 1955. Gunnar var stýrimaður hjá Skipa- útgerð ríkisins 1950-52. Sjómæl- ingamaður hjá Vitamálastofnun og fulltrúi hjá Landhelgisgæslunni 1952-69. Forstöðumaður sjómæl- inga íslands frá. 1970. Forstjóri Landhelgisgæslu íslands hefur hann verið frá 1981. Það kom fram í samtali við Morg- unblaðið að Gunnar Bergsteinsson taldi það ekki mikil tíðindi þótt hann kæmist á aldur og hefði lokið sínu verki. Gunnar sagðist vona að Land- helgisgæslunni hefði skilað svolítið fram á við heldur en aftur á bak undir sinni stjóm. Gunnar sagðist ætla að taka lífinu með ró eftir að hann iéti af störfum, a.m.k. til að byija með. Hann tók það fram að hann ætlaði ekki að skrifa æviminn- ingar sínar. Pundið hækkaði um 8,8% GENGISFELLING íslensku krónunnar um 7,5% Ieiðir til 8,1% meðaltalshækkunar á erlendum gjaldmiðlum. Geng- issveiflur gjaldmiðla yfir helg- ina leiddu þó til þess að heild- arhækkun gjaldmiðla frá föstudegi til þriðjudags nam fyrir Bandaríkjadal 8,7% og breskt pund 8,8%, svo dæmi séu tekin. Þegar íslenska krónan er felld um 7,5% miðað við erlenda gjald- miðla, verður hækkun þeirra miðað við íslensku krónuna 8,1%. Sem dæmi um hækkun fleiri gjaldmiðla má nefna að þýskt mark, ásamt norskri og danskri krónu hækkaði um 7,9%, og ECU (Evrópumynt) um 8%. Tryggingamálaráðherra kynnir breyttar reglur um atvinnuleysisbætur Launamenn utan stétt- arfélaga fá rétt til bóta Aukinn kostnaður vegna breytinganna áætlaður um 400 milljónir króna Kerfisbreytingar kynntar HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra kynnir breytt lög og reglur. F.v.: Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins, Margrét Tómasdóttir deildarstjóri hjá Atvinnuleysistrygg- ingarsjóði, Guðmundur Arni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Dögg Pálsdóttir skrifstofu- stjóri í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. LAUNAMENN utan stéttarfé- laga eiga rétt til atvinnuleysis- bóta eftir næstu mánaðamót. Sjálfstætt starfandi einyrkjar öðlast einnig þennan rétt 1. októ- ber nk. Atvinnulausir geta stytt eða losnað við hina árlegu 16 vikna bið milli bótatímabila. Þessar réttarbætur eru taldar kosta um 650 milljónir króna. Á móti koma aðrar breytingar sem spara um 245 _ milljónir króna. Guðmundur Árni Stefánsson heilbrigðis- og tryggingaráð- herra og talsmenn ráðuneytisins og Atvinniileysistryggingarsjóðs bentu þó á að þessar tölur væru mjög óvissar. Fjölmiðlum voru kynntar í gær reglugerðarbreytingar er varða At- vinnuleysistryggingarsjóð. Þessar breytingar eru gerðar í framhaldi þess að í byijun maí samþykkti Alþingi breytingar á lögum um at- vinnuleysistryggingar. Gildistaka þeirra réttarbóta er miðuð við 1. júlí annars vegar og 1. október hins vegar. Hægt að stytta 16 vikna biðtímann Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra greindi frá helstu megin- breytingum. Þeim sem rétt hefðu til bóta myndi fjölga. Hin áður stranga túlkun um aðild að stéttar- félögum væri afnumin í áföngum. Um næstu mánaðamót myndu launamenn utan stéttarfélaga njóta bótaréttar og frá 1. október myndu sjálfstætt starfandi einyrkjar einnig koma inn í kerfið. Heilbrigðisráðherra taldi það og mikilvæga réttarbót að atvinnu- Iausum gæfíst hér eftir kostur á því að stytta eða fella niður hinn árlega sextán vikna biðtíma milli bótatímabila, að uppfylltum til- teknum skilyrðum. Þátttöku í at- vinnuátaki sveitarfélaga eða þátt- töku í námskeiðum. Ráðherra sagði góða samvinnu hafa tekist við margnefnda aðila vinnumarkaðar- ins um þessar kerfísbreytingar. Tryggingamálaráðherra benti á að jafnframt því sem réttur manna væri aukinn væri þrengt eða hert að í nokkrum atriðum, s.s. um af- leiðingar þess að hafna atvinnutil- boði, um mat á læknisvottorðum o.fl. Einnig væri gert ráð fyrir sam- ræmingu og breytingum á verklagi við úthlutun bóta. Meðal þess sem hin nýja reglu- gerð kveður á um er að atvinnulaus maður sem hafnar atvinnutilboði fellur _af bótum í 8 vikur. Sé at- vinnutilboði hafnað í annað sinn fellur hlutaðeigandi af bótum þang- að til hann hefur unnið í samfellt 6 vikur eftir að hann missti bóta- réttinn. Biðtími eftir bótum vegna atvinnuleysis í kjölfar eigin upp- sagnar er lengdur úr 6 vikum í 8 vikur. Læknisvottorð eitt sér mun ekki lengur duga atvinnulausum sem hafnar atvinnutilboði. Fram- vegis verður það á valdi úthlutunar- nefnda hveiju sinni að meta höfnun á atvinnutilboði vegna læknisvott- orðs. Réttur til atvinnuleysisbóta stofnast frá fyrsta degi atvinnuleys- is nema meðaltekjur síðustu sex mánuði fyrir skráningu hafí verið hærri en sem nemur tvöföldum at- vinnuleysisbótum á mánuði eða kr. 92.776, þá frestast réttur til at- vinnuleysisbóta um ákveðinn daga- fjölda. Og einnig má þess geta að eftirleiðis er skýrt ákveðið að grunnlífeyrir elli- og örorkustyrkur skal dragast frá atvinnuleysisbót- um. Tryggingamálaráðherra lagði áherslu á að vinnubrögð úthlutunar- nefnda yrðu með samræmdum hætti en um 120 úthlutunamefndir eru starfandi á landinu og það kom einnig fram að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur mælst til þess við stjórn Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs að sérstök úthlutn- unamefnd sjái um úthlutun at- vinnuleysisbóta til þeirra sem væm utan stéttarfélaga. Kostnaður Það er áætlað að útgjöld At- vinnuleysistryggingarsjóðs muni aukast um 410 milljónir vegna þess- ara kerfisbreytinga. Áætlað er að vegna fymkaðs bótaréttar sem leið- ir til ijölgimar bótaþega munu út- gjöld aukast um 540 milljónir króna. Vegna annarra ákvæða sem rýmka bótarétt er talið að útgjöld sjóðsins aukist um 115 milljónir. Er hér aðallega um að ræða út- gjaldaauka vegna styttingar eða niðurfellingu á 16 vikna biðtíman- um milli bótatímabila. Hins vegar minnka útgjöld um 225 milljónir vegna þrengingarákvæða, s.s. tekjutengds biðtíma eftir að komast á atvinnuleysisbætur. Um 20 millj- ónir sparast vegna lækkunar á þóknun til verkalýðsfélaga fyrir að annast greiðslu atvinnuleysisbóta. Heilbrigðis- og tryggingannálaráð- herra og talsmenn ráðuneytisins og Atvinnuleysistryggingarsjóðs lögðu þó áherslu á að þessar tölur væru óvissar, enda væru upplýsingar um atvinnuleysi þeirra sem verið hefðu utan stéttarfélaga mjög af skornum skammti. Það kom fram að hver svo sem útgjaldaaukinn yrði, þá er Atvinnu- leysistryggingasjóður mjög vanbú- inn til að mæta auknum útgjöldum. Margrét Tómasdóttir deildarstjóri hjá Atvinnuleysistryggingarsjóði upplýsti að sjóðnum væri ætlaðar 1.464 milljónir á fjárlögum en á fyrstu 5 mánuðum ársins hefðu 1.244 milljónir verið greiddar út. Hún og heilbrigðisráðherra sögðu að bótaþegar myndu fá greitt eftir sínum bótarétti en það væri ljóst að ríkið yrði að leggja til fé til þess að sjóðurinn gæti staðið við sínar skuldbindingar. 1 millj. safnað handa Stígamótum Vel þegin aðstoð MILLJÓNIN afhent. Fv. Björn Guðmundsson, Ásgeir Höskuldsson og Kjartan Mogensen frá Víðar ásamt Guðrúnu Jónsdóttur og Heið- veigu Ragnarsdóttur frá Stígamótum. LIONSKLÚBBURINN Víðar af- henti í gær Stígamótum, samtök- um kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi, eina milljón króna að gjöf en það er afrakstur söfnunar, sem klúbburinn hefur staðið fyrir. Peningamir munu verða nýttir til að bæta aðstöðu fyrir böra, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu of- beldi. Peningunum safnaði Lions- klúbburinn með því að safna göml- um hlutum, húsgögnum og fleiru og selja þá á markaðsdegi, sem var haldinn 13. júní sl. á Lækjar- torgi. „Við erum bæði snortnar og glað- ar yfír þessu framtaki og erum mjög þakklátar fyrir peningana en erum ekki síður ánægðar með þann hug sem fylgir þessari gjöf og hvemig að þessu var staðið á allan máta,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, félagsráð- gjafí og starfsmaður Stígamóta. Gekk framar vonum Kjartan Mogensen, formaður Víð- is, sagði að söfnun gamalla hluta hefði gengið framar vonum. Gengið hefði verið í fyrirtæki, sem hefðu gefið nýtanlega muni, auk þess sem mikið af fólki hafí hringt til að gefa hluti. Kjartan sagði að fjölmörg fyrir- tæki hefðu styrkt söfnunina, m.a. fjölmiðlar, sem auglýstu markaðs- daginn og að án aðstoðar Reykjavík- urborgar hefði átakið ekki verið mögulegt. Hann segir að mikill fjöldi fólks hafi komið niður á Lækjartorg á markaðsdaginn og allir hlutimir, sem söfnuðust hafí selst. Starfsemi þjóðgarðs- ins kom- in í gang STARFSEMI Þjóðgarðsins í Skaftafelli er komin í fullan gang. Tjaldsvæði hafa verið opnuð og landverðir eru komnir til starfa og hafa ásamt þjóðgarðsverði undirbúið tjaldsvæði og göngu- leiðir fyrir umferð sumarsins. Tveir hópar breskra sjálfboðaliða vinna hvor um sig 10 daga í sum- ar við lagfæringar á göngustígum og standa vonir til að þeir séu nú greiðfærari en áður. í siimar eins og endranær verður daglega boðið upp á styttri og lengri gönguferðir með landvörðum og þjóðgarðsverði og eru gestir þjóð- garðsins hvattir til að notfæra sér þær. Að auki verður boðið upp á þá nýjung að hafa barnastundir um helgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.