Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
Golden
retríever
sá besti
Dráttarvél feðganna á Ytra-Hóli varð alelda á örskömmum tíma
Vélin ónýt í upphafi sláttar
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Alelda á örskömmum tíma
HREIÐAR Hreiðarsson við vélina, en í baksýn sést heima að Tjarna-
gerði. Vélin varð alelda á örskömmum tíma á meðan hann hljóp að
bænum eftir vatni.
Sýning á ljósmyndum
SÝNING á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins hefur verið
sett upp í Hótel Ólafsfirði. Verða myndirnar þar til sýnis fram
eftir vikunni.
Ljósmyndasýningin Lífið í land-
inu með 28 verðlaunamyndum
úr ljósmyndasamkeppni fréttarit-
ara Morgunblaðsins hefur verið
á ferð um landið. undanfarna
mánuði. Á sýningunni eru nokkr-
ar myndir Svavars B. Magnús-
sonar ljósmyndara á Ólafsfirði.
Mótssvæðið
NÝTT mótssvæði Léttis, Hlíðarholtsvöllur, verður notað á íslands-
mótinu í hestaíþróttum.
Islandsmót í hesta-
íþróttum er haldið
á Hlíðarholtsvelli
ÍSLANDSMÓTIÐ í hestaíþróttum verður haldið á nýju keppn-
issvæði Léttis, Hlíðarholtsvelli, og stendur undirbúningur þess nú
sem hæst. Aðstaða á vellinum er hin ákjósanlegasta, en Iþrótta-
deild Léttis og Léttisfélagar hafa unnið hörðum höndum við völl-
inn að undanförnu.
íslandsmótið í hestaíþróttum
hefst fimmtudaginn 22. júlí næst-
komandi og stendur fram á sunnu-
dag, 25. júlí. Keppni hefst kl. 8
alla keppnisdagana, hindrunar-
stökk verður flutt á flötina fyrir
neðan Samkomuhúsið á laugar-
deginum og mun vafalaust vekja
Norrænt menningarnet heitir sýning
sem stendur yfir í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkjufram til 2. júlí
næstkomandi. Sýningin er opin frá
kl. 14-17 daglega, en þar má m.a.
flnna upplýsingar um norræna sjóði.
athygli þeirra sem leið eiga um,
en sýningar hestamanna á sam-
komuhússflötinni hafa ævinlega
laðað að marga áhorfendur. Um
kvöldið verður mikil grillveisla og
stórdansleikur í KA-húsinu. Mót-
iriu lýkur með gæðingaskeiði á
sunnudeginum, en verðlaunaaf-
hending verður kl. 16.30.
Keppendur verða að skrá þátt-
töku sína hjá íþróttadeild Léttis
eða félögum sem skila inn skrán-
ingu til mótshaldara, en frestur til
að skrá þátttöku rennur út föstu-
daginn 9. júlí kl. 18.
(Fréttatiikynning.)
HUNDASÝNING Hundaræktar-
félags Islands var haldin í
íþróttahöllinni á Akureyri fyrir
skömmu. Fjölmargir fylgdust
með sýningunni, sem tókst vel í
alla staði. Alls voru sýndir 120
hundar af 23 tegundum auk þess
sem keppt var í flokki sem nefn-
ist „ungir sýnendur", en þar
sýndu hunda ungmenni á aldrin-
um 10 til 16 ára. Dómari á sýn-
ingunni var Oivind Asp frá Nor-
egi.
Úrslit á sýningunni urðu þau að
í flokki hvolpa 6-9 mánaða varð
Spori, enskur setter, í fyrsta sæti,
ræktandi er Marta Gylfadóttir og
eigandi Hannes Blöndal. í öðru
sæti varð Nökkvi, Iabrador retriev-
er, ræktandi er Jón Bragason og
eigandi Danelíus Sigurðsson.
Þeir bestu
Besti hundur sýningarinnar var
valinn Mjærumhögda’s Amanda,
golden retriever, ræktandi er Greta-
Sofia Mjáerum og eigandi er Sús-
anna Poulsen. í öðru sæti var Jökla-
Jón Prímus, enskur springer spani-
el, ræktandi er Rúnar Halldórsson
og eigandi Guðbjörg Helgadóttir.
M. Labbi-Aron, labrador retriever,
varð í þriðja sæti, ræktandi er Stef-
án Gunnarsson og eigandi Guð-
steinn Eyjólfsson.
Besti ungi sýnandinn var valin
Ingibjörg Osk Þorvaldsdóttir með
M. Þóru Millý, golden retriever.
Voru að fara að hirða fyrsta heyið
Auðunn Benediktsson á Kópaskeri
„ÉG SÁ smá reyk leggja upp frá mælaborðinu, drap á vélinni og
hljóp heim að bæ til að sækja vatn, en ég var ekki kominn langt
þegar ég sá að vélin var alelda,“ sagði Hreiðar Hreiðarsson, en
hann var í gær að snúa í flekk við Tjarnagerði í Eyjafjarðarsveit
þegar sex ára gömul dráttarvél sem hann ók varð eldi að bráð.
Vélin er ónýt og kemur það sér afar illa þar sem þeir feðgar
Hreiðar og faðir hans Hreiðar Sigfússon á Ytra-Hóli voru að hefja
heyskap. Menn frá Vinnueftirliti ríkisins skoðuðu vélina í gær-
morgun. Talið er að kviknað hafi í út frá rafmagni.
„Veiðir“ ferðamenn þegar
rækjukvótinn er búinn
Hreiðar Hreiðarsson var einn á
túninu við Tjamagerði þegar at-
burðurinn varð um kl. 14 í gær-
dag, en fleira fólk bar að garði í
sama mund. Hann var á nýlegri
yfirbyggðri dráttarvél að snúa í
flekk við bæinn Tjamagerði, en
þar hefja þeir feðgar að jafnaði
slátt. Hreiðar var um það bil að
hætta þegar hann skyndilega sá
reyk leggja upp frá mælaborði
vélarinnar og þegar betur var að
gáð sá hann smá eld krauma niðri
í vélinni.
Ekki í hættu
Drap hann strax á dráttarvél-
inni og hljóp heim að bæ, sem er
skammt undan til að sækja vatn,
en þegar hann leit við sá hann að
vélin var alelda. Ekki liðu nema
örfáar sekúndur frá því Hreiðar
stökk út úr vélinni og j)ar til hún
stóð í Ijósum logum, „Eg var ekki
í neinni hættu held ég, en það var
dálítil gola þegar þetta gerðist
þannig að eldurinn magnaðist
sjálfsagt hraðar fyrir vikið,“ sagði
Hreiðar. „Það brann allt sem
brunnið gat mjög fljótt," sagði
Hreiðar en tvö slökkvitæki voru
notuð til að slökkva eldinn og var
heimafólk búið að því þegar
slökkviliðið kom á staðinn.
Bagalegt í upphafi heyskapar
Dráttarvélin er ónýt og sagði
Hreiðar það vissulega bagalegt í
upphafi heyskapar að missa hana.
„Þetta kemur sér illa, við vorum
rétt að byrja og vorum að fara
að hirða það fyrsta þegar þetta
gerðist. Heyskapurinn fór óvenju
seint af stað og því megum við
varla við þessum töfum.“
Álitið er að kviknað hafi í drátt-
arvélinni út frá rafmagni. Menn
frá Vfiinueftirliti ríkisins skoðuðu
vélina í gærmorgun, en Hreiðar
sagði að sjónir þeirra beindust
einkum að öryggi manna kringum
vélarnar.
Ævintýramaður
AUÐUNN Benediktsson útgerðarmaður á Kópa-
skeri ætlar að veiða ferðamenn, en hann er
búinn með rækjukvótann sinn.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Laxinn skorinn
BOÐIÐ er upp á reyktan lax á meðan siglt er
um Eyjafjörðinn.
verða kvöldsiglingar kl. 21. Hver
ferð tekur um eða rétt rúmlega
klukkustund og gefst fólki kostur
á að renna fyrir fisk, en einnig
er boðið upp á léttar veitingar,
sem Auðunn og hans fólk tekur
með sér að heiman. Ætlunin er
að bjóða upp á grillaða bleikju
og reyktan lax frá Silfurstjöm-
unni í Öxarfirði í siglingunum.
Báturinn tekur 10 til 14 manns
og er bæði hægt að panta fyrir-
fram hjá Ferðaskrifstofunni
Nonna á Akureyri eða kaupa
miða við landganginn áður en
lagt er af stað.
AUÐUNN Benediktsson útgerðarmaður á Kópaskeri hefur klár-
að rækjukvótann á bát sínum, Þingey ÞH, og til að sitja ekki
auðum höndum það sem eftir er kvótaársins hyggst hann nú
„reyna að veiða ferðamenn," eins og hann orðaði það, en hann
verður með bátinn við Torfunefsbryggju á Akureyri þar sem
fólki gefst kostur á siglingum um Eyjafjörð.
Enginn kvóti á ferðamenn
Auðunn sagðist vera þekktur
á heimaslóðum fyrir ævintýra-
mennsku af ýmsu tagi og kannski
mætti segja að þessi hugmynd
hans gæti flokkast undir eitthvað
slíkt, því vissulega væru margir
að róa á þessi sömu mið.
„Það er enginn kvóti á ferða-
menn, að minnsta kosti ekki enn-
þá,“ sagði Auðunn, en hann
kynnti Eyjafjarðarsiglinguna
blaðamönnum í vikunni. Farið er
frá Torfunefsbryggju, rétt við
miðbæ Akureyrar, alla daga og
eru þrjár ferðir í boði, sú fyrsta
kl. 10, þá kl. 12 á hádegi og loks