Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JUNI 1993
19
Þjóðræknisfélag-
ið heiðrar Maij-
orie Arnason
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG íslend-
inga veitti á föstudag Maijorie
Árnason, ekkju Ted Árnason fyrr-
verandi bæjarstjóra í Gimli í
Kanada, heiðursviðurkenningar-
skjal ásamt forsetapeningi, en hún
hefur unnið að þjóðræknismálum
um áratuga skeið. Marjorie Áma-
son hefur meðal annars skipulagt
og annast ferðir Vestur-Islend-
inga hingað til lands undanfarin
fimmtán ár, en að sögn Jóns Ás-
geirssonar formanns Þjóðræknis-
félagsins hefur verið ákveðið að
halda þjóðræknisþing hér á landi
á næsta ári.
Þing eðlisfræðinga
haldið á Laugarvatni
ÞING eðlisfræðinga og eðlisefnafræðinga frá ýmsum háskólum í Evr-
ópu stendur yfir að Laugarvatni dagana 30. júní-2. júlí. Þar koma
saman sérfræðingar og nemendur í doktorsnámi, meistaraprófsnámi
og háskólakennarar frá Kaupmannahafnarháskóla, Stokkhólmshá-
skola, haskolanum i Bergen, hásk
Háskóla Islands.
Vísindamenn þessir eiga það sam-
eiginlegt að leggja stund á rannsókn-
ir á áhrifum árekstra ljóseinda og/eða
efniseinda af ýmsu tagi. Þótt rann-
sóknir þessar séu á sviði grunnrann-
sókna og beinist öðru fremur að því
að öðlast dýpri skilning á eiginleikum
efnisins eða samverkan ljóss og efnis
almennt, þá tengjast öll verkefnin
beint eða óbeint tækniþróun eða ný-
sköpun af ýmsu tagi eins og ætíð
gildir um grunnrannsóknir í raunvís-
indum, segir í fréttatilkynningu.
Þinghald þetta er styrkt af NORFA
(„Nordiska forskarutbildningsaka-
dernin") sem starfrækt hefir verið á
vegum norræna ráðherraráðsins frá
1990 með það að markmiði að efla
samvinnu meðal fræðimanna og vís-
indamanna á Norðurlöndunum.
í Utrecht í Hollandi sem og
íslenskar rannsóknir kynntar
Framlag Háskóla íslands til þessa
norræna þings er kynning á rann-
sóknum á sviði eðlisefnafræði undir
stjórn Ágústs Kvarans prófessors við
Raunvísindastofnun Háskólans, sem
stundaðar hafa verið í samvinnu við
háskólastofnanfr bæði í Bretlandi,
Bandaríkjunum og Frakklandi um
nokkurt skeið. Meðal annars verður
greint frá nýlegum niðurstöðum og
túlkun mælinga á sundrun efnis með
háorkuleysigeislun sem nemendur í
rannsóknatengdu framhaldsnámi
hafa kannað hérlendis að undan-
förnu. Umræddar rannsóknir hafa
verið styrktar af Vísindasjóði og er-
lendum aðilum.
A
Islenskt kvöld í Norræna húsinu
Dagskrá fyrir norr-
æna ferðamenn
HEIMIR Pálsson cand.mag. heldur fyrirlestur fimmtudaginn 1. júlí á
sænsku um íslenska menningu og nefnist hann „Islándsk kultur genom
tiderna". Hann mun rekja sögu íslenskrar menningar í stórum dráttum.
Að loknum fyrirlestrinum verður
kvikmyndin „Utbrottet pá Hemön“
sýnd. Kaffihlé verður eftir fyrirlest-
urinn og í kaffistofu er hægt að fá
gómsætar veitingar m.a. ijóma-
pönnukökur. Kaffistofan er opin til
kl. 22 á fimmtudagskvöldum í sumar.
Fimmtudagskvöldið 8. júlí flallar
Kári Halldór (á sænsku) um efnið
„Islándsk teater i dag“.
Aðgangur er ókeypis að íslands-
kvöldi og eru allir velkomnir.
Norræna húsið hefur undanfarin
þijú sumur staðið að fyrirlestrum um
íslenskt samfélag fyrir norræna gesti
hússins. Á sunnudaginn 4. júlí kl.
16 flytur Einar Karl Haraldsson yfir-
lit á sænsku um gang þjóðmála á
íslandi. Allir eru velkomnir og gefst
fólki tækifæri á að koma með fyrir-
spurnir á meðan á yfirlitinu stendur.
Ljóð vikunnar að þessu sinni valdi
danski rithöfundurinn Bjari Reuter
sem fékk norrænu bamabókaverð-
launin að þessu sinnirHann kemur
og veitir þeim móttöku í Reykjavík
í þessari viku.
(Fréttatilkynning)
Kristín B. Hilmarsdóttir fótaaðgerðafræðingur á stofu sinni.
■ FÓTAAÐGERÐASTOFA stofan er opin öllum. í Félagsmið-
Krístínar er flutt frá Furugrund stöðinni er einnig boðið upp á hár-
3 í Félagsmiðstöð aldraðra, snyrtiþjónustu fyrir dömur og herra
Fannborg 8, Kópavogi. Kristín og er sú starfsemi rekin af Heiðu
veitir ellilífeyrisþegum afslátt, en Hrönn Hreiðarsdóttur.
Nýr sendiherra Bret-
lands á Islandi skipaður
NÝSKIPAÐUR sendiherra Bretlands á íslandi, Michael Hone,
kom til landsins 28. júní. Hann hefur verið starfandi landstjóri
á St. Helena, eyju undir breskri stjórn í sunnanverðu Atlants-
hafi, sl. þrjú ár, segir í frétt frá breska sendiráðinu.
Ennfremur segir: „Michael
Hone er víðfömll og reyndur
starfsmaður bresku utanríkis-
þjónustunnar og hefur unnið í
Karabíska hafinu, Afríku,_ Mið-
Austurlöndum, Evrópu og Ástral-
íu. Og mörg þau svæði sem hann
hefur ekki ferðast um í utanríkis-
þjónustunni hefur hann heimsótt
meðan hann sinnti sínu fyrra
starfi í konunglega sjóhernum.
Michael Hone er kvæntur
Elizabeth Balmer, lækni, og eiga
þau tvö börn, Barnaby níu ára
og Rebecca sem er fjögurra ára.
Fjölskyldan hlakkar mikið til að
koma til íslands, skoða landið og
kynnast fólkinu. Hone fjölskyldan
er mikið útivistarfólk og eiga þau
sér þá ósk að geta eytt eins mikl-
um tíma og mögulegt er í göngu-
ferðir hér. Einnig mála hjónin
vatnslitamyndir og hafa mikinn
áhuga á náttúrufræði og forn-
leifafræði.
Aðalmarkmið sitt sem sendi-
herra bretadrottningar á íslandi
telur Michael Hone vera að við-
halda nánum og aldargömlum
tengslum Bretlands og Islands,
verkefni sem öll fjölskyldan mun
hjálpast að við að leysa.“
(Fréttatilkynning)
Michael Hone, .nýskipaður
sendiherra Bretlands á íslandi.
Agóði af barnabók gef-
inn Krabbameinsfélag’inu
KRABBAMEINSFÉLAGI íslands voru nýlega færðar að gjöf 150
þúsund krónur sem er ágóði af sölu barnabókarinnar Freyjusög-
um sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Höfundur Freyju-
sagna var Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal sem lést fyrir
rúmum tveimur árum en hún hefði orðið 65 ára þann 30. júní
1993.
Kristín eða „Lalla“ eins og hún
var ætíð köklluð, fæddist í Hítard-
al í Mýrarsýslu árið 1928. Lang-
yngst og eina systirin í hópi 10
bræðra. Kristín hlaut það uppeldi
og þá menntun sem ungum stúlk-
um í sveit stóð til boða á fyrri
hluta aldarinnar. Um 1950 hélt
hún til Englands til leiklistarnáms.
Þar giftist hún og bjó allt til ævi-
loka, fyrst í London og nágrenni
og síðar í Norwich þar sem hún
lést hinn 15. júní 1991, tæpra 63
ára að aldri.
Áður en Kristín lést hafði hún
gengið frá fimmtán frumsömdum
söguköflum af kettinum Freyju,
en kettir og önnur dýr voru jafnan
í miklum metum á heimili hennar.
Sögurnar eru af því tagi sem for-
eldrar segja börnum sínum eftir
að þau eru komin upp í rúm á
kvöldin. Ragnheiður Steindórs-
dóttir, leikkona, las sögurnar í
útvarp fyrir fáeinum árum.
Börn Kristínar og eiginmaður,
sem öll búa í Englandi, höfðu for-
göngu um að gefa bókina Freyju-
sögur til að heiðra minningu henn-
ar. Að hennar ósk er Krabba-
mein.sfélaginu færður sá ágóði
sem af sölunni hlýst.
Kristín Finnbogadóttir frá Hít-
ardal.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
í 1.FL.B.1985
Hinn 10. júlí 1993 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í l.fl.B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. júlí nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 5.000,- kr. skírteini = kr» 538,30
" " 10.000,-kr. " = kr. 1.076,60
" " 100.000,-kr. " = kr.10.766,00
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. janúar 1993 til 10. júlí 1993 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006
hinn 1. janúar 1985 til 3282 hinn 1. júlí 1993.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr.17 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 12. júlí 1993.
Reykjavík, 30. júní 1993.
SEÐLABANKI ÍSLANDS