Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
Hvalalýsi
meinhollt
DAGLEGUR skammtur af lýsi
úr hrefnuspiki gæti dregið úr
hættu á hjartasjúkdómum,
segir Bjarne Oesterud, pró-
•fessor í lífefnafræði við
Tromsö-háskóla. „Við höfum
tekið eftir heilnæmum áhrifum
sem eru mun meiri en af neyslu
þorskalýsis eða selalýsis,"
sagði Oesterud. Ef þeim rann-
sóknum sem gerðar hafa verið
á 134 einstaklingum, verður
fylgt eftir mætti setja hvala-
lýsi á markað árið 1994 sem
læknisfræðilega afurð sem
hindrar blóðtappamyndun.
Oesterud segir að lága tíðni
hjartasjúkdóma, giktar og sór-
íasis meðal Eskimóa megi
rekja til mikillar neyslu á
hvalalýsi.
Læknar and-
vígir kynvali
LÆKNAR á árlegri ráðstefnu
Breska læknasambandsins
greiddu í gær atkvæði gegn
því að hjónum yrði leyft að
velja hvors kyns böm þeirra
yrðu. Þar höfnuðu læknarnir
áliti forystusveitar sambands-
ins, sem hafði lýst því yfir að
enginn siðferðisvandi fylgdi
því að foreldrar fengju að ráða
kyni barna sinna. Kynvals-
þjónusta er nú þegar fáanleg
á læknamiðstöð í London, en
hefur sætt mikilli gagnrýni og
sögð geta haft hættuleg áhrif
á jafnvægi kynjanna, ekki
hvað síst í löndum þar sem
drengir eru í meiri metum en
stúlkur. Siðanefnd Breska
læknaráðsins hafði mælt með
því að læknar tækju kynvali
sem siðferðilega ásættanleg-
um þætti í fjölskylduáformum,
svo fremi sem gerðar væru
„viðeigandi varúðaráðstafan-
ir“.
Fiatfrömuður
skal tekinn
ÍTÖLSK yfirvöld gáfu í gær
út handtökutilskipun á hendur
Vittorio Ghidella, sem var
helsta drifijöðrin í endurskipu-
lagningu bílaframleiðslu FIAT
á síðasta áratug. Tilskipunin
kemur í kjölfar rannsóknar á
fyrirtæki sem var að hluta til
í eigu fyrirtækis sem Ghidella
veitti forstöðu. Þrír aðrir yfir-
menn þess fyrirtækis hafa ver-
ið handteknir. Þá hefur lög-
regla á Suður-Ítalíu handtekið
rúmlega 20 manns í aðgerðum
gegn skipulagðri glæpastarf-
semi, en á undanfömum átta
mánuðum hafa alls um 280
manns verið teknir höndum í
aðgerðum lögreglu.
Sara fær
200 milljónir
SARA Ferguson og dætumar
Beatrice og Eugenie fá 200
milljónir ÍSK til framfærslu
eftir skilnaðinn við Andrés
prins og mun upphæðin koma
úr vasa Bretadrottningar.
Blaðið The Daily Express
sagði að hertogaynjan hefði
þurft að sætta sig við 200
milljónir, „miklu minna en hún
hefði búist við“. Höfðu lög-
fræðingar hennar farið fram á
400 milljónir. Talið er að Sara
Ferguson fái 60-100 milljónir
í sinn hlut en 140 milljónir
v'erði settar í sjóð handa dætr-
unum þar til þær verði lögr-
áða. Niðurstaðan er talin til
marks um lélega samnings-
stöðu Söra í kjölfar sundlaug-
arævintýrsins með John Bry-
an.
Svisslendingar óttast einangrun innan Evrópu
Atkvæða-
EB áhug-alaust um
tvíhliða samuiuga
Brussel. Reuter.
SVISSNESKA stjórnin hefur skorað á Evrópubandalagið, EB,
að hefja strax viðræður um tvíhliða samning en eins og kunn-
ugt er höfnuðu svissneskir kjósendur aðild að Evrópska efna-
hagssvæðinu, EES, á síðasta ári. “Við viljum forðast, að fram
við okkur sé komið eins og eitthvert þriðja land með engin
tengsl við EB,“ sagði Jean-Pascal Delamuraz, efnahagsmála-
ráðherra Sviss, á fréttamannafundi í Brussel á mánudag.
Reuter
Sexburum heilsast vel
HÚN Becki Dilley heldur hér á tveim af sexburanum sínum á gjörgæslu-
deild Kvennasjúkrahússins í Indianapolis í Bandaríkjunum. Öllum bömum-
um, sem komu í heiminn þann 25. maí síðastliðinn, heilsast vel og era í
hitakössum.
Delamuraz og Flavio Cotti,
utanríkisráðherra Sviss, ræddu þá
við nokkra úr framkvæmdastjóm
EB, þar á meðal við Jacques Del-
ors, forseta hennar, og Hans van
den- Broek, sem fer með utanríkis-
málin. “Þeir tóku okkur svo sem
ágætlega en minntu okkur á, að
margt annað væri brýnna en að
ræða við okkur,“ sagði Delamuraz.
Framkvæmdastjóm EB leggur
á það áherslu, að Svisslendingar
geti ekki fengið jafn hagstæð kjör
með tvíhliða samningi og þeir
hefðu fengið með EES og hún
hefur einnig tilkynnt, að viðræður
geti ekki hafíst fyrr en að lokinni
allsheijarúttekt á tvíhliða samn-
ingum EB.
Svisslendingar munu ekki njóta
þess markaðsaðgangs, sem EES-
samningurinn býður, en stjómin í
Bern er hins vegar farin að breyta
og aðlaga svissneska löggjöf EB-
löggjöfínni og hefur hvatt til samn-
inga um samgöngumál og rann-
sóknir. Delamuraz vildi ekki úti-
loka, að endurskoðaður EES-
samningur yrði lagður fyrir kjós-
endur en sagði, að það yrði ekki
gert fyrr en að loknum viðræðum
um EB-aðild Austurríkismanna,
Finna, Norðmanna og Svía. Cotti
utanríkisráðherra sagði, að hafnaði
EB tvíhliða samningum við Sviss,
myndi það gera Svisslendinga enn
fráhverfari EB og torvelda samn-
inga síðar.
greiðsla
um „útlend-
ingalög“
Rússar í Eistlandi
vilja sjálfstjórn
Moskvu. Reuter.
BORGARSTJÓRNIN í Narva,
iðnaðarborg í Eistlandi, hefur
boðað til almennrar atvæða-
greiðslu meðal íbúanna um ný
„útlendingalög“ sem voru sam-
þykkt á þingi landsins fyrir
skömmu. Yfirvöld í landinu hafa
sagt að slík atkvæðagreiðsla
gangi í berhögg við stjórnarskrá
landsins.
Níu af hveijum tíu íbúum Narva
eru rússneskir, og kommúnistar
hafa meirihluta í bæjarstjórninni.
Atkvæðagreiðslan á að fara fram
um miðjan næsta mánuð, en Rússar
telja að með nýju lögunum um stöðu
aðfluttra í Eistlandi sé freklega
gengið á þeirra hlut. Forseti borgar-
stjómar Narva neitaði því í gær að
markmiðið með atkvæðagreiðslunni
væri að slíta tengslin við Eistland.
„Við höfum ekki í hyggju að segja
okkur úr lögum við Eistland, en við
viljum sjálfstjórn," sagði hann.
Norðurlönd ræða aðgerðir
Eistnesk yfírvöld hafa lýst fyrir-
hugaða atkvæðagreiðslu ólöglega,
þar eð í stjórnarskrá landsins sé
kveðið á um að ekki megi skipta
því landsvæði sem Eistland er á.
Carl Bildt, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, sagði í gær að á fundi Norð-
urlandaráðs næstkomandi fímmtu-
dag yrðu ræddar aðgerðir til þess
að draga úr spennu milli Eistlands
og Rússlands.
Handtök-
ur í Suð-
ur-Afríku
Jóhannesarborg. Reuter.
LÖGREGLAN í Suður-Afríku
hefur nú handtekið 25 öfgafulla
hægrimenn, sem réðust í síðustu
viku inn í húsið þar sem viðræð-
urnar um lýðræðislegar umbæt-
ur hafa farið fram. Hægrimenn
krefjast síns eigin heimalands
áður en meirihlutastjórn
blökkumanna tekur völdin í
landinu.
Hægrimennirnir, sem eru félag-
ar í Alþýðufylkingu Búa og And-
spymuhreyfingu Búa, réðust til
atlögu á föstudag í síðustu viku
og veifuðu fánum með merki
flokksins en það minnir um margt
á hakakrossinn. Leiðtogi fylking-
arinnar, Eugene Terre Blanche,
var ekki meðal þeirra handteknu
og kvaðst lögreglan ekki vita hver
hlutur hans í aðgerðunum hefði
verið.
Kröfum hafnað
Afríska þjóðarráðið hefur kraf-
ist þess að hann verði handtekinn
þegar í stað, en Alþýðufylkingin
hótar hefndum verði það gert.
Nelson Mandela, forseti ráðsins,
sagði um helgina, að blökkumenn
féllust aldrei á sérstakt ríki hvítra
manna í Suður-Afríku. Til greina
kæmi þó, að þeir fengju takmark-
aða sjálfstjóm í sumum héruðum.
Aðildarríki EBRD misstu þolinmæðina í garð Attalis
Tvígreiddur flugmiði
til Tókýó fyllti mælinn
Fall Attalis
BRUÐL við stjórnun Evrópubankans og dálæti á að Hjúga með einka-
þotum voru meðal þess sem varð Jacques Attali að falli.
AFSÖGN Jacques Attalis, yfir-
manns Endurreisnar- og þróunar-
banka Evrópu (EBRD), var að
mati flestra óhjákvæmileg í ljósi
þess hvernig mál höfðu atvikast.
Attali hafði legið undir harðri
gagnrýni allt frá því að bresk dag-
blöð hófu að fjalla um bruðl við
uppbyggingu og rekstur bankans
skömmu fyrir aðalfund hans í
aprílmánuði. Mörg aðildarríkja
bankans báru ekki Iengur traust
til yfirmannsins. Það var því tákn-
rænt, að sama dag og Attali skýrði
stjórn EBRD frá ákvörðun sinni
greindi breska blaðið Financial
Times frá því að Attali hefði feng-
ið flugmiða á fyrsta farrými til
Tókýó tvígreiddan.
Skýringin sem Attali gaf á afsögn
sinni var að hin óvægna fjölmiðlaum-
fjöllun væri farin að skaða bankann.
Til að vemda stofnunina, sem hann
á síðasta aðalfundi kallaði „bamið“
sitt væri því farsælast að hann léti
af störfum.
Gagnrýnin á bankann hófst þann
13. april sl. þegar greint var frá því
að á fyrstu tveimur starfsámm sínum
hefði bankinn, sem settur var á lagg-
irnar til að aðstoða ríki Austur-Evr-
ópu, eytt rúmlega 20 milljörðum
króna í sjálfan sig, sem var mun
hærri upphæð en hann hafði lánað
út. Þar af hefði kostnaður við að
gera höfuðstöðvar bankans glæsileg-
ar numið á sjötta milljarð króna. Fór
það sérstaklega í taugamar á mörg-
um að tekin hafði verið ákvörðun um
að skipta um marmara í anddyri
bankans. Það var upphaflega þakið
breskum marmara„ sem þótti ekki
nógu fínn. Var því keyptur ítalskur
Carrara-marmari í staðinn þó svo að
breytingin kostaði um 75 milljónir
króna. Þá kom í Ijós að Attali hafði
mikið dálæti á að fljúga með einka-
þotum og bauð þá gjaman blaða-
mönnum með til að bæta ímynd bank-
ans. Voru þeir, líkt og Attali, keyrðir
í glæsibifreiðum að sérstökum út-
gangi á Heathrow-flugvelli þar sem
þota frá franska flugfélaginu Air
Entreprise, sem yfirmaður EBRD
skipti ávallt við, beið fullhlaðin ljúf-
fengum frönskum mat og eðalvínum,
líklega til að lina þær þjáningar sem
eru samfara þvl fyrir fagurkera að
ferðast um austurhluta Evrópu.
Alls greiddi EBRD hátt í áttatíu
milljónir króna fyrir 26 slíkar ferðir
Attalis í fyrra. Voru margar ferðanna
til staða þangað sem hefðbundin flug-
félög fljúga reglulega.