Morgunblaðið - 30.06.1993, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
21
■m-i * /» j • Reuter
Eros sl afmæli
STYTTAN af Eros, ástarguðinum gríska, sem stendur á Piccadilly Circus í London er eitt hundrað ára
um þessar mundir. Af því tilefni söng kór frá Aldenham skólanum í Elstree við styttuna í gær: Hann á afmæli
í dag.“ Höfundur styttunnar, myndhöggvarinn Sir Alfred Gilbert, var nemandi í þeim skóla.
BBC fjallar um fjöldamorð á Kúrdum
Aðferðirnar
minntu á hel-
för gyðinga
London. Reuter.
í FRÉTTAÞÆTTI í breska ríkissjónvarpinu, BBC, í byrjun
vikunnar var skýrt frá vitnisburði um útrýmingarherferð íra-
skra stjórnvalda á hendur Kúrdum í norðurhluta landsins.
Aðferðirnar hefðu minnt á helför gyðinga í seinni heimsstyij-
öldinni, Kúrdar hefðu verið drepnir í gasklefum, þeim smalað
í fangabúðir og stillt upp fyrir framan aftökusveitir.
Hassan al-Majeed, er lagt fyrir
iraska herinn að drepa sem flesta
Kúrda í loftárásum m.a. með efna-
vopnum.
Sláandi lýsingar
í þættinum var rætt við Kúrda
sem sagðist hafa sloppið er hann
og margir fleiri voru leiddir til
aftöku, bundnir saman í eina röð.
Annar viðmælandi lýsti tauga-
gasárás á þorp Kúrda. Sýnd voru
myndskeið sem tekin höfðu verið
með myndbandsupptökuvél þar
sem sjá mátti, að því er virtist, lík
barna á vörubílspalli sem höfðu
látið lífið í efnavopnaárás. I þætt-
inum var því haldið fram að allt
að 200.000 manns hefðu fallið í
útiýmingarherferð íraka.
I frétt Reuíers-fréttastofunnar
er minnt á að í skýrslu Sameinuðu
þjóðanna fyrr á þessu ári hafi ver-
ið staðhæft að írakar hafí myrt
tugþúsundir Kúrda seint á níunda
áratugnum.
í fréttaþættinum Newsnight var
sagt frá minnisblaði íraska varnar-
málaráðherrans um útrýmingar-
herferðina og rætt við sjónarvotta.
Fréttin kom frá fréttaritara BBC
í Norður-írak. í minnisblaðinu frá
varnarmálaráðherranum, Ali
Bandaríski risinn Alcoa minnkar álframleiðslu sína um fjórðung
Hæsta álverð í sex mánuði
London. Reuter.
ÁLVERÐ var hærra í gær á málmmarkaðnum
í London en það hefur verið síðasta misserið.
Var ástæðan fréttir um, að bandaríski álrisinn
Alcoa ætlaði að minnka framleiðsluna um
fjórðung. Fór það í 1.262 dollara tonnið en
álverð í fyrirframsamningum féll aftur í 1.238
dollara eða það sama og var.
Alcoa ætlar að minnka hráálsframleiðslu sína
um 268.000 tonn og segja upp 750 starfsmönnum
á næstu þremur vikum. Paul O’Neill, stjórnarfor-
maður fyrirtækisins, sagði, að ástæðan væri sú,
að engin aðferð hefði fundist „til að mæta efna-
hagslegum afleiðingum af hruni Sovétríkjanna"
en meginástæða fyrir verðlækkun á áli er mikið
framboð frá Sovétríkjunum fyrrverandi og efna-
hagslægðin í heiminum.
Sérfræðingar í álviðskiptum fagna ákvörðun
Alcoa en segja, að meira þurfi að koma til eigi
birgðir að minnka. Á þessu ári stefndi í, að offram-
boðið yrði um 350.000 tonn en með ákvörðun
Alcoa verður það líklega 220.000 tonn. Hugsan-
legt er talið, að álframboð frá austurblokkinni
fyrrverandi verði minna en ein milljón tonn, sem
spáð hafði verið, og ef það gengur eftir þykir
ekki útilokað, að markaðurinn komist í jafnvægi.
Rætist spár um, að heldur fari að rætast úr í
efnahagsmálunum, má búast við nokkurri verð-
hækkun á næsta ári en nokkur tími mun líða
áður en birgðir minnka að gagni.
Fulltrúar flestra aðildarríkja bank-
ans, sem eru 57 talsins, gagnrýndu
harðlega meðferð fjármuna bankans
á aðalfundi hans. Var ákveðið að
setja á laggirnar sérstaka nefnd end-
urskoðenda til að fara betur ofan í
kjölinn á þessum málum og á hún
að skila skýrslu þann 15. júlí nk. Er
búist við að þar verði sett fram mjög
hörð gagnrýni á stjórnun Attalis.
Hrokinn arfleifð
Elysée-áranna?
Blaðið Wall Street Journal segir
að hugsanlega hafi þeim fræjum sem
urðu Attali að falli þegar verið sáð
fyrir um áratug. Hann var þá helsti
ráðgjafi Fran^ois Mitterrands Frakk-
landsforseta og segir blaðið hann
hafa tileinkað sér hrokann sem sagð-
ur er einkenna hann, á þessum árum
sem hann starfaði í glæsilegum salar-
kynnum forsetahallarinnar, Elysée.
Þá hafi hann líka mótað með sér þá
skoðun að þar sem hann nyti þeirra
forréttinda að vera í fremstu röð fran-
skra pólitískra gáfumanna þyrfti
hann ekki að hafa áhyggjur af smá-
hlutum á borð við risnureikninga.
Þegar hann varð yfirmaður EBRD,
sem hann raunar átti frumkvæði að
að setja á laggirnar var eftirfarandi
viðhorf einkennandi fyrir hann: „Ég
er mikill hugsuður og þarf því ekki
að hafa áhyggjur af smáatriðum".
Þann 3. júní sl. hélt Attali til París-
ar og átti morgunverðarfund með
nokkrum efnahagssérfræðingum úr
hópi sjö helstu iðnríkja heims, sem
þar voru staddir vegna fundar á veg-
um OECD. Kynnti hann þeim hug-
myndir að nýju skipulagi bankans og
fólst meðal annars í þeim að Emest
Stern, sem nú er næstæðsti stjórn-
andi Alþjóðabankans, yrði fenginn til
starfa við bankann og yrði þar næst-
ur Attali að völdum.
Mörg aðildarríkjanna tóku vel í
þessar hugmyndir og vildu fram-
kvæma þær í snarhasti til að bæta
ímynd bankans. Var Attali greinilega
sannfærður um að hann nyti stuðn-
ings helstu iðnríkjanha sjö þegar
hann fór heim frá París.
Það flækti hins vegar málið að
Stern gerði þá kröfu að deildir bank-
ans yrðu sameinaðar ef hann ætti
að hefja þar störf. Þar með hefði
verið búið að gera Ron Freeman, sem
nú er næstæðsti stjórnandi EBRD,
nánast valdalausan. Freeman reiddist
mjög þegar hann frétti af þessu og
hótaði því að segja upp störfum ef
Stern yrði ráðinn. Þegar Ann Wibble,
fjármálaráðherra Svíþjóðar og stjórn-
arformaður EBRD, frétti af áformum
Attalis kallaði hún hann þegar í stað
til Stokkhólms. Á fundi sem þau áttu
föstudaginn 11. júní skipaði hún hon-
um að gera engar breytingar á skipu-
lagi bankans fyrr en skýrsla endur-
skoðendanna lægi fyrir. Áttali skeytti
engu um þessi tilmæli og á fundi í
bankastjóminni mánudaginn á eftir
lýsti hann því yfir að til stæði að
sameina hinar tvær deildir bankans.
Þáði þóknun fyrir fyrirlestur
Þegar hér var kpmið við sögu skipt-
ust starfsmenn bankans algjörlega í
tvær fylkingar, Freeman-fylkingTi og
Attali-fylkingu. Um miðja síðustu
viku virtust þó flestir vera komnir á
þá skoðun að Attali yrði undir í deil-
unni. Bankinn hefði aldrei getað end-
urheimt trúnaðartraust sitt meðan
hann væri enn við stjórn. Náðarhögg-
ið var svo fyrrgreind frétt Financial
Times. Þar kom fram að í maí 1992
hefði Attali haldið fyrirlestur í Japan
á vegum dagblaðsins Asahi Shimbun
og þegið 30 þúsund Bandaríkjadoll-
ara þóknun fyrir þrátt fyrir að það
bryti í bága við starfsreglur EBRD.
Þá hafði hann fengið flugmiðann tví-
vegis endurgreiddan. Attali flaug á
fyrsta farrými frá London til Tókýó
með British Airways og til baka til
Parísar á fyrsta farrými með Japan
Airlines. Kostar slíkur flugmiði um
700 þúsund krónur. Attali viður-
kenndi að miðinn hefði verið tví-
greiddur en sagði að um „gjald-
keramistök" hefði verið að ræða.
Á fundinum þar sem hann sagði
af sér þökkuðu fulltrúar Frakklands,
Belgíu og Ítalíu honum fyrir vel unn-
in störf. Attali sagðist líka ætla að
gegna störfum áfram þar til nýr yfir-
maður hefði verið fundinn. Baráttan
um hver eftirmaður Attalis verður
er þegar hafm. Meðal þeirra sem
verið hafa nefndir til sögunnar eru
Onno Ruding, fyrrum fjáimálaráð-
herra Hollands, Karl Otto Pöhl, fyrr-
um bankastjóri þýska seðlabankans,
og Jacques de Larosiére, bankastjóri
franska seðlabankans.
SKRIBAN
HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND
FRUMSÝND í HÁSKÓLABÍÓI
Bob Boyd (Anthony Edwords) er dularfullur jarðfræðingur sem missti
minnið i bilslysi. Það er ekki fyrr en hann er fenginn til smábæjarins
Fort Farrel til að rannsaka landsvæði í nágrenni stórrar stiflu,
að óþægilegir hlutir fara að rifjast upp.
Hvers vegna eru Matterson-feðgarnir, sem öllu ráða i bænum og hin
hættulega og tælandi dóttir Lucy, að reyna að fela fyrir Boyd leyndar-
málið á bak við dauða Trinavant fjölskydunnar? Boyd lætur ekki
segjast og er staðráðinn i að komast að hinu sanna um forfið sína.
ÍÞETTA 5KIPTI
VERÐUR SANNLEIKURINN
ANTHONY EDWARDS EKKIGRAFINN
TOM BURUNSON
JOANNA CASSIDY
■ ift nm LL0YD B0CHNER
LAWDsude
TOPP SPENNUMYND BYGGÐ Á BÓK
METSÖLUHÖFUNDARINS DESMOND BAGLEY.
HASKOLABIO