Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
Meiri áhrif á stjórn landsins
eftir Ásdísi
Erlingsdóttur
Ekkert bendir til þess að á næsta
leiti sé í áætlun stjórnvalda að breyta
stjórnskipan landsins, fækka þing-
mönnum, gjörbreyta stjómarháttum
og minnka ríkisbáknið. Þjóðin virðist
sem hrámeti og ótiireidd vegna
þekkingarleysis hvað um er að vera
og löggjafinn Aiþingi virðist einnig
hafa takmarkaða þekkingu á eigin
starfssviði sem á að einskorðast við
það að vera löggjafarvald þjóðarinn-
ar. En eins og stjórnskipan landsins
hefur verið þá hafa ráðherrarnir,
framkvæmdavald Alþingis, haft af-
gerandi áhrif og ítök í lagagerðum
og samþykktum Alþingis vegna setu
þeirra á Alþingi og hafa þeir þar
af leiðandi verið bæði framkvæmda-
valdið og löggjafarvaldið í landinu.
En slíkt fyritkomulag veikir og dreg-
ur úr því ábyrgðarmikla grundvallar-
starfi löggjafans að semja og sam-
þykkja lögin m.a. fyrir stjórnsýslu-
og stjórnkerfið í landinu. Það er
ekkert vafamál að á Alþingi situr
þjóðkjörið fulltrúavald en það er
ekki á sama hátt þjóðkjörið fram-
kvæmdavald. En með breyttri stjórn-
skipan mundi þjóðkjörinn forseti ís-
lands ábyrgur í stjómarathöfnum
starfa sem framkvæmdavald Alþing-
is ásamt ráðherrum sínum sem ekki
sitja á Alþingi. En til þess að svo
megi vera þarf að breyta a.m.k. 2.
og 11. grein stjómarskrárinnar og
við það yrði 2. greinin orðuð þannig
í aðalatriðum: Alþingi fer með lög-
gjafarvaldið, forseti íslands ásamt
ráðherrum sínum fer með fram-
kvæmdavaldið. Dómendur fara með
dómsvaldið.
Að almenningur skilji!
í hlutverki framkvæmdavalds Al-
þingis gæti forseti íslands starfað
óskiptur að greiða veginn fyrir fólk-
ið í landinu til að það hafi meiri
áhrif á stjórn landsins m.a. til að
standa gegn lagafrumvörpum lög-
gjafans í veigamiklum málum. (26.
gr. stjórnarskrár). En forsendan fyr-
ir því að þjóðin geti haft meiri áhrif
í skjóli laga og réttar þá þarf stjórn-
arskráin að vera þannig orðuð að
almenningur skilji orðalag hennar.
En stjórnarskráin á ekki að innihalda
þær lagagreinar sem stjórnvöld snið-
ganga eða þora ekki að nýta í stjórn-
arathöfnum. Einnig þarf stjórnar-
skráin að vera það skýrt orðuð að
dómsvaldið eigi óhægara um vik að
túlka lögin að eigin geðþótta hveiju
sinni í staðinn fyrir að túlka þau
eftir skýrt orðuðum lagasetningum
stjórnarskrárinnar.
í friði að bjarga sér!
Nýlega heryði ég í sjónvarpsfrétt-
um viðtal við formann vélstjórafé-
lagsins, hr. Helga Laxdal, þar sem
hann stakk upp á því að Alþingi
skipaði nefnd til að rannsaka þá
staðhæfingu sjómanna að útgerðar-
menn reyndu að þvinga þá til kvóta-
kaupa sem mundu rýra kjör þeirra.
Helgi Laxdal virðist ekki hafa áttað
sig á því eins og fleiri að Alþingi
er löggjafinn en ekki rannsóknar-
eða kæruvaldið utan Alþingis. Þar
að auki vaknar sú spurning hvort
að til séu lög á Alþingi sem banna
útgerðarmönnum að nýta sér starfs-
krafta sína sér í hag hverju sinni?
En grunntónninn í þessu máli er
sá að þjóðin á sameiginlega fiskinn
í sjónum en þjóðin á ekki sameigin-
iega fiskiskipin, þess vegna eru það
ólög að mínu mati þegar alþingis-
menn samþykktu að deila fiskveiði-
kvótanum á fiskiskipin.
Þar að auki eiga flestir útgerðar-
menn ekki fiskiskipin nema að nafn-
inu til, heldur eru það lánadrottnar
þeirra bankarnir sem eiga í raun
fiskiskipin. Það er samdóma álit að
það sé í verkahring löggjafans að
samþykkja hve mikið má veiða ár
hvert af veiðanlegum- fisktegundum
sjávarins hér við land. En síðan
ætti sérhver þegn landsins, félög og
fyrirtæki sem greiða kvótaleyfi að
fá að veiða hver sem betur getur
þar til að kvótaleyfi sérhverrar fisk-
tegundar er uppurið. Kjörorð lög-
gjafans á að vera: ?Látum fólkið í
landinu í friði að bjarga sér og hætt-
„En þó ættum við að
vita að í skjóli klámiðn-
aðarins þrífst mannfyr-
irlitningin ásamt nautn
ofbeldishneigðarinn-
ar.“
um miðstýringu.“ En að mínu mati
er miðstýringarárátta stjórnvalda
fyrst og fremst sprottin af kjör-
dæmapoti og vinagreiða á kostnað
þeirra mannréttinda, að allir sitji við
sama borð í lífsbaráttunni.
Alþingismenn fyrr og nú!
Þegar lætin urðu á Alþingi og í
fjölmiðlun vegna ákvarðanatöku hr.
Olafs G. Einarssonar menntamála-
ráðherra og sr. Heimis Steinssonar
útvarps- og sjónvarpsstjóra þá
Ieyfðu alþingismenn sér að eyða sín-
um dýrmæta tíma í langlokuumræð-
ur um löglega afgreitt mál frá hendi
þessara embættismanna. En um
sama leyti sýndi ríkissjónvarpið Stöð
1, franska mynd þar sem karlinn
var nakinn og konan einnig, sem
henti sér á rúmið og karlinn tók
undir sig stökk á konuna og setti
andlitið á kynfæri konunnar og virt-
ist vera þar drykklanga stund. Þetta
atriði frönsku myndarinnar er sýnis-
horn á því myndefni sem einnig er
valið til sýningar í sjónvarpi fyrir
almenning samt sem áður þó að
engin tæknileg vandkvæði séu á því
að klippa til myndefnið eftir þörfum.
Hver man ekki eftir uppreisnarhug
svonefndrar ?68 kynslóðar" gegn
mannsæmandi hegðun og líferni og
síðan rauðsokkanna og arftaka
þeirra sem hafa svifist einskis í nafni
siðskertra kvenréttinda. Hver ber
ábyrgðina? Það eru alþingismenn
fyrr og nú, þeir hafa ekki gert skyldu
sína að setja mörkin og þar af leið-
andi hefur klámstreymið fengið
óhindrað að ráðast að friðhelgi heim-
ilanna og tekist að veikla sjálfsvirð-
ingu og siðferðiskennd fólksins í
landinu sem bitnar fyrst og fremst
á börnum milli vita og unglingum.
En þó ættum við að vita að í skjóli
klámiðnaðarins þrífst mannfyrirlitn-
ingin ásamt nautn ofbeldishneigðar-
innar. Og ég mótmæli því að mínir
skattpeningar séu notaðir til að
styrkja þá kvikmyndasjóði sem síðan
nota þá ijármuni til að storka al-
menningi og fara út fyrir velsæmis-
mörkin í gerð myndefnisins.
Stjórnvöld vanrækja!
Það er mín skoðun að samfarir
og fara á snyrtinguna tilheyri frið-
helgi einkalífsins en ekki aimanna-
færi. Þess vegna er það ósómasam-
legt og ósiðlegt að skemmtiiðnaður-
inn sýni nakið fólk og kynin vera
að fá út úr samförum. Fólk sem
hefir klámþarfir á að geta sinnt
kenndum sínum t.d. hjá vídeóleigum
og bíóum eftir miðnætti og ef bíóeig-
endur bijóta af sér eiga þeir að missa
leyfið fyrst tímabundið. Klámblöðin
eiga ekki að vera það fyrsta sem
komið er auga á í verslunum, heldur
eiga þau að vera seld undir borði í
verslunum. Það er mín skoðun að
engin þjóð fái staðist í fullveldi sínu
þar sem stjórnvöld vanrækja að veita
aðhald til að hlúa að siðferðislegu
hlið mannlífsins á almannafæri.
Undanfarið hafa margir lagt orð
í belg um það hér í blaðinu hvað
seinkaði því, að atvinnuhættir
landsmanna breyttust til batnaðar.
Stutt grein Guðmundar Jónssonar
„Forfeðravandi íslendinga" 28. maí
er yfirgripsmest til skýringar. Hver
sem vill taka til máls um þetta efni
ætti fyrst að lesa hana. Þó er það
eftirfarandi, sem ég býst ekki við
að hann geti stuttu rökum: „Vistar-
bandið hamlaði sannarlega vexti
sjávarútvegs og aukinni verkaskipt-
ingu.“ Ég hef sjálfur lagt mig eftir
þessu efni, eins og lesendum Skírn-
is og Sögu má vera kunnugt, og
ekki fundið slík rök. Vistarbandið
Ásdís Erlingsdóttir
Skyni gæddar verur (mannkynið)
vita hvað um er að vera og skynja
aðhald og sjálfsstjórn eigin tilfinn-
ingalífs en þær óskynigæddu (dýrin)
fara einungis eftir skrokkeðli sínu.
Ég álít að aldrei sé of oft vitnað í
þessi orð predikarans mikla Billy
Grahams er hann sagði í bók sinni
?Heimur í báli“: ?Ef hundurinn gæti
sagt, ég er hundur, þá væri hann
ekki hundur."
Höfundur er húsmóðir í Garðabæ.
kvað ekki á um, að vinnufólk gegndi
aðeins hefðbundnum búskapar-
störfum, enda hófst iðnrekstur í
Reykjavík um miðja 18. öld, á tím-
um vistarbands, en hann reyndist
ekki arðbær og lagðist af. Hins
vegar varð þilskipaútgerð varanleg
á Vestfjörðum á tímum vistar-
bands. Ég lýsi eftir rökum Guð-
mundar fyrir þeirri fullyrðingu, að
vistarbandið hafi hamlað vexti sjáv-
arútvegs og aukinni verkaskipt-
ingu.
Björn S. Stefánsson,
Vesturvallagötu 5,
Reykjavík.
Enn um vistarbandið
Nýr stigalisti FIDE
Kasparov o g Short strikaðir út
Skák
Margeir Pétursson
GARY Kasparov, heimsmeist-
ari í skák, og Nigel Short,
áskorandi hans, eru ekki á
nýjasta stigalista Alþjóða-
skáksambandsins FIDE sem
tekur gildi fyrsta júlí næst-
komandi. Með þessu er FIDE
að refsa þeim tveimur fyrir
að halda heimsmeistaraein-
vígi sitt í London á eigin veg-
um. Anatólí Karpov er því
hæstur á listanum, en hann
teflir senn einvígi við Jan
Timman um „FIDE heims-
meistaratitilinn“. Ekki er það
þó til að auka veg þess einvíg-
is að Timman er aðeins í 34.
sæti á nýja listanum. Veruleg-
ar breytingar eru ekki á röð
íslendinga á listanum, en Jó-
hann Hjartarson lækkar úr
25. sæti á heimslistanum niður
í 41.—50. sæti vegna slæms
árangurs á stórmótinu í
Miinehen um daginn.
Sú ákvörðun FIDE að strika
þá Kasparov og Short út er þegar
orðin afar umdeild á meðal stór-
meistara, en margir telja að sam-
bandið hafi farið algeru offari í
refsiaðgerðum sínum. Að svipta
skákmenn stigum sínum jafngildir
því að taka af þeim atvinnurétt-
indi, þar sem stigin skipta sköpum
um það hvaða mót standa þeim
til boða.
Þá vekur þetta spurningar um
það hvemig Kasparov verður
reiknaður þegar hann teflir. Ef
sama gildir um hann og aðra
stigalausa skákmenn reiknast
hann með stigin 2.100 og myndi
það hafa í för með sér verulega
stigahjöðnun á toppnum.
Stigakerfi dr. Elo, sem lést í
fyrra, er alþjóðleg viðmiðun í
skákheiminum og hefur stöðugt
verið að festa sig í sessi. Þessi
aðgerð FIDE mun hafa það í för
með sér að traustið á stigunum
rýrnar.
Heimslistinn:
Það ber að taka fram að hefði
Kasparov verið reiknaður væri
hann líklega með 2.815 stig og
langefstur. Short væri hins vegar
væntanlega í níunda sæti með
2.665 stig.
1.7.93 1.1.92.
1. Karpov, Rússl. 2.760 2.725
2. Anand, Indlandi 2.725 2.710
3. Kramnik, Rússl. 2.710 2.685
4. ívantsjúk, Úkra. 2.710 2.720
5. Shirov, Lettlandi 2.685 2.670
6. Salov, Rússlandi 2.685 2.655
7. Gelfand, Hv Rússl. 2.670 2.690
8. Bareev, Rússlandi 2.670 2.670
9. Ki. Georgiev, Búlg. 2.660 2.660
10. Epishin, Rússl. 2.655 2.620
11. Topalov, Búlgarfu 2.650 2.635
12. Khalifman, Rússl. 2.645 2.630
13. Kamsky, USA 2.645 2.655
14. Smirin, Israel 2.640 2.590
15. Kaidanov, Rússl. 2.640 2.620
16. Tiyjakov, Russl. 2.635 2.575
17. Malanjuk, Úkr. 2.635 2.600
18. Gulko, Bandaríkj. 2.635 2.625
19. Beljavskí, Úkratnu 2.635 2.610
20. Jusupov, Þýskal. 2.630 2.645
21. Dolmatov, Rússl. 2.630 2.615
22. Adams, Englandi 2.630 2.630
23. Azmaparasvili, Geo 2.630 2.655
24. Júdit Polgar, Ung. 2.630 2.595
25. Hodgson, Englandi 2.625 2.565
26. Illescas, Spáni 2.625 2.615
27. Kortsnoj, Sviss 2.625 2.605
28. P. Nikolic, Bosníu 2.625 2.630
29. Andersson, Svíþjóð 2.625 2.625
30. Dautov, Rússl. 2.625 2.625
31. Benjamin, Bandar. 2.620 2.585
32. Lautier, Frakkl. 2.620 2.645
33. Ehlvest, Eistlandi 2.620 2.625
34. Timman, Hollandi 2.620 2.635
35. Chernin, Ungveijal 2.615 2.600
36. Vaganjan, Armeníu 2.615 2.615
37. Romanishin, Úkr. 2.615 2.590
38. Ribli, Ungverjal. 2.610 2.620
39. I. Sokolov, Bosníu 2.610 2.640
40. Agdestein, Noregi 2.610 2.630
41. Jermolinsky, Band. 2.605 2.615
42. Lutz, Þýskalandi 2.605 2.550
43. Vyzmanavin, Rússl. 2.605 2.620
44. Gurevich, M, Beig. 2.605 2.610
45. Júdasín, Israel 2.605 2.610
46. Hiibner, Þýskalandi 2.605 2.620
47. Granda, Perú 2.605 2.590
48. Speelman, Englandi 2.605 2.595
49. Jóhann Hjartarson 2.605 2.625
50. Polugajevskí, Rúss 2.605 2.630
Alls hafa nú 53 skákmenn
2.600 stig eða meira, sem er fjölg-
un um þijá frá síðasta lista. At-
hygli vekur að fjórir lítt þekktir
skákmenn eru komnir alla leið upp
í 14.—17. sætið á listanum, án
þess þó að hafa sannað getu sína
á stórmótum. Júdit Polgar er
fyrsta konan til að rjúfa 2.600
stiga múrinn og það gerir hún
með glæsibrag. Vladímir Kramnik
sem er nýorðinn 18 ára er níundi
maðurinn til að ná 2.700 stigum
síðan útreikningar hófust. Gamla
brýnið Viktor Kortsnoj, 62ja ára;
hækkar umtalsvert.
íslendingar á listanum
Reiknaðar skákir frá síðasta
lista eru í sviga fyrir aftan nýju
stigin:
1. Jóhann Hjartars. 2.605 (25) 2.625
2. Margeir Péturs. 2.560 (46) 2.560
3. Jón L. Árnason 2.530 (24) 2.535
4. Helgi Ólafsson 2.530(21) 2.515
5. Hannes H. Stefánss. 2.500(35) 2.495
6. Karl Þorsteins 2.495(17) 2.480
7. Þröstur Þórhallsson 2.440 (18) 2.430
8. Héðinn Steingrss. 2.420 (10) 2.420
9. Björgvin Jónsson 2.405 (10) 2.400
10. Helgi Áss Grétars. 2.365 (4) 2.370
Næstir koma: Jón Garðar Viðars-
son 2.325, Róbert Harðarson 2.320,
Halldór Grétar Einarsson 2.320, Jó-
hannes Ágústsson 2.315, Andri Áss
Grétarsson 2.310, Þorsteinn Þor-
steinsson 2.300, Haukur Angantýs-
son, Tómas Björnsson og Gylfi Þór-
hallsson 2.295, Sævar Bjarnason,
Þröstur Árnason, Sigurður Daði Sig-
fússon og Lárus Jóhannesson 2.290,
Arnþór Einarsson 2.285, Ágúst Sindri
Karlsson og Benedikt Jónasson 2.280,
Guðmundur Gíslason, Davíð Ólafsson,
Ásgeir Þór Árnason og Helgi Ólafs-
son, eldri 2.270 o.s.frv.
Það eru nú 48 íslendingar á list-
anum, jafnmargir og síðast. Að
landskeppninni við Frakka frá-
taldri eru það nærri því eingöngu
atvinnumennirnir fimm sem tefla
reiknaðar skákir.
Röðunin á íslenska listann er
næstum óbreytt, nema hvað Helgi
Ólafsson nær Jóni L. Árnasyni að
stigum vegna góðrar frammistöðu
sinnar á Saint Martin í vor.
Helgarskákmót 3ja taflfélaga
Um síðustu mánaðamót geng-
ust Taflfélag Kópavogs, Taflfélag-
ið Hellir og Skákfélag Hafnar-
fjarðar fyrir helgarmóti í atskák
sem fram fór í húsnæði TK að
Hamraborg 5. Þessi helgarmót
sem fara fram á föstudagskvöldi
og laugardegi eru greinilega búin
að vinna sér fastan sess í skáklíf-
inu. Þátttakan fer vaxandi og
mótin verða sífellt öflugri.
Hannes Hlífar Stefánsson, ný-
bakaður stórmeistari, vann alla sjö
andstæðinga sína á þessu síðasta
helgaratskákmóti. Úrslit urðu
þessi:
1. Hannes H. Stefánsson 7 v.
2. -3. Andri Áss Grétarsson og
Sigurður Daði Sigfússon 5*/z v.
4. Kári Elísson 5 v.
5. -10. Helgi Áss Grétarsson, Björn
Freyr Björnsson, Halldór Grétar
Einarsson, Tómas Björnsson,
Sævar Bjarnason og Ágúst Sindri
Karlsson^ 4 Ú2 v.
11.-14. Ólafur B. Þórsson, Krist-
ján Eðvarðsson, Héðinn Stein-
grímsson og Sigurbjörn Bjömsson
4 v.
Unglingaverðlaun hlutu þeir
Jón Viktor Gunnarsson og Björn
Þorfinnsson sem fengu þijá vinn-
inga hvor.
Árangur lyftingakappans Kára
Elíssonar kemur mest á óvart því
hann hefur lítið sinnt skákinni
undanfarin misseri. Vonandi verð-
ur þess ekki langt að bíða að þessi
þijú öflugu taflfélög standi fyrir
næsta móti.