Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 29

Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993 29 Minning Lovísa Magnúsdótt ir, Patreksfirði Fædd 30. október 1913 Dáin 18. júní 1993 Fregnin um að hún amma í Ás- garði væri dáin kom okkur systkin- unum alls ekki á óvart. Við höfðum horft á það undanfarin fimm ár hvernig hún sneri á slynga „sláttu- manninn" er hann með nokkuð reglu- legu millibili reyndi að knýja dyra.. Á þessum tíma hafa margar gleði- og ánægjustundir komið upp í stórri fjölskyldu sem amma einsetti sér að taka þátt í og nánast undantekninga- laust tókst henni það. Hvort sem um var að ræða giftingar, skímir, af- mæli eða ferðalög var hún alltaf reiðubúin og má með sanni segja að þar hafi hugurinn borið hana meira en hálfa leið. Er skemmst að minn- ast er við fjölskyldan lögðum í 14 daga ferð til Þýskalands fyrir þremur árum. Þar var amma með í för í sinni fyrstu og einu utanlandsferð og allt- af til í langar og strangar dagsferð- ir, hvemig sem reynt var að draga úr henni og telja hana á nauðsyn þess að taka það rólega og hvíla sig. Hún var staðráðin í því að njóta alls þess sem slík ferð gæti boðið upp á. Þó svo að tómstundimar hafi ekki gefíst margar á hennar fyrri árum er þó til ótrúlega mikið af fallegum hannyrðum eftir hana á heimili henn- ar og afkomendanna. Að spila á spil var hennar lif og yndi og var það með ólíkindum hvað hún gat setið lengi fram eftir nóttu og spilað nán- ast alla undir borðið þó margfalt yngri væm, sér í lagi á kosningavöku þegar beðið var eftir tölum úr heima- byggðinni. Á seinni ámm er tóm- stundimar gáfust fleiri tók hún fram skáktölvuna hans afa og var skemmtilegt að horfa á hana sjötuga glíma við hana. Hangikjötsveislan á Þorláksmessu og jólaboðið á jóladag í Ásgarði fyr- ir alla fjölskylduna var fastur liður í lífi ömmu og afa alla tíð og mátti alls ekki falla niður. Það má einnig segja að rúgkökurnar og hveitikök- umar hennar ömmu hafi ekki ein- ungis verið ómissandi þáttur í lífi fjölskyidunnar heldur einnig á ís- landskynningum á Kielarviku í Þýskalandi. Amma var myndarleg kona með ákaflega sterkan persónuleika, vilja- sterk og trú sínum skoðunum. Hún hafði gott minni sem ekki brást henni fram að hinstu stund. Skopskyní hennar er kannski best lýst er hún var spurð að því hvemig henni fynd- ist að nafna hennar giftist þýskum manni, svaraði hún því til „er það ekki bara salt í súpuna." Amma fæddist í Innstu-Tungu í Tálknafirði 30. október 1913, og var níunda í röð sautján systkina en nú em eftir á lífi af þessum stóra systk- inahópi tvær systur, Ingibjörg búsett í Reykjavík og Rósa búsett á Bíldu- dal. Foreldrar hennar vora þau Guð- rún Guðmundsdóttir og Magnús Guðmundsson. Faðir hennar lést frá stóram barnahópi, var það því hlut- skipti systkinanna að fara snemma að vinna fyrir sér. Amma fór ung sem vinnukona að Amarstapa í Tálknafirði á heimili tilvonandi tengdaforeldra og eiginmanns Gísla Kristjáns Jónssonar, d. 27. janúar 1983, en þau giftust árið 1933 og bjuggu ásamt foreldrum afa fyrst á Amarstapa og síðan á Bakka í sömu sveit. Árið 1946 fluttist fjölskyldan til Patreksfjarðar þar sem amma og afi stofnuðu sitt eigið heimili og bjuggu lengst af í Ásgarði. Þau eign- uðust fimm böm: Magndísi Guðrúnu, d. 16. apríl 1993, hún bjó á Patreks- firði, Jón Óla og Erlu búsett í Reykja- vík, Svölu, sem býr í Mývatnssveit og Jón Bjöm á Patreksfírði, bama- bömin era orðin 24, tvö era látin, bamabarnabömin era einnig 24. Það er ekki ofsögum sagt um hana ömmu að meðan að kraftar leyfðu var dagsverkið hennar með ólíkind- um. Fyrir utan heimilishald vann hún við fiskvinnu fyrst eftir að fjölskyld- an fluttist til Patreksfjarðar en síðan við sjúkrahúsið þar, sem varð hennar helsti vinnustaður við þvotta. Öll vinnuaðstaða var afleit sem leiddi af sér mikinn og erfiðan burð hæða á milli. Þetta breyttist svo til muna með nýrri viðbyggingu við sjúkrahús- ið en því miður gat amma lítið notið þess þar sem hún varð að láta af störfum um það leyti. Það sama ár dó hann afi okkar. Eins og oft vill verða þegar iðju- söm manneskja sest niður eftir mikla og erfiða vinnu, kemur þreytan yfir. Óefað hefur dvöl hennar á sumrin hjá Svölu frænku á Stöng hjálpað henni við að halda „elli kerlingu“ í skeflum. Hlakkaði hún alltaf mikið til á hveiju vori að komast þangað. Fyrir tveimur mánuðum er elsta dóttirin lést, slokknaði lífsviljinn hennar ömmu og óskaði hún þess heitast að fá að fylgja henni. Hún amma hefur fengið þá ósk uppfyllta og eins og svo oft áður bar viljinn hana alla leið. Elsku amma, við þökkum þér fyr- ir allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Far þú í Guðs friði. Lovísa, Hanna, Pétur, Gísli, Ágústa og Hlynur. Minning Hallgrímur Sigur- valdason, Eiðsstöðum Fæddur 6. apríl 1917 Dáinn 6. júní 1993 Hinn 12. júní var gerð frá Svína- vatnskirkju útför Hallgríms Sigur- valdasonar, bónda á Eiðsstöðum í Blöndudal. Með honum er góður maður genginn, sem ljúft er að minnast við ævilok. Kynni okkar Hallgríms eiga sér nokkra forsögu. Móðir mín hafði komið að Eiðsstöð- um ásamt Gunnari bróður mínum, sem var þá á barns aldri og unnið nokkur sumur hlutastarf hjá þeim bræðrum Hallgrími og Jósef. Þessi vera hennar og kynni leiddu til þess að bróðir minn átti þama vísa sum- arvist í samfellt sex sumur og talar það sínu máli. Þegar svo móður minni bættist annað bam og ég leit þetta líf var það sjálfsagt að ég bæri nafn Hallgríms, en hann og Jósef bróðir hans höfðu jafnan auðsýnt móður minni mikla um- hyggju og tekið henni sem einni af fjölskyldunni. Viðmótið varð ekki síðra þegar hún var orðin einstæð móðir. Strax og ég hafði aldur til var það fastur punktur í tilvem minni að fara til sumardvalar að Eiðsstöð- um eftir að skóla lauk og þá helst að komast það tímanlega að ég næði að hjálpa til við sauðburðinn. Hjá þeim bræðrum var gott að vera og þar var mér alltaf auðsýnd góð- mennska og kennt að leggja rækt við heilbrigt gildismat sem var gott veganesti út í lífið. Á Eiðsstöðum Iærði ég umgengni við dýr og að bera virðingu fyrir öllu lífi, sem voru einkunnarorð Hallgríms til borgarbarnsins, sem var í fyrsta skipti að kynnast störfum í sveit- inni. Þegar ég nú lít til baka er það með söknuði og þakklæti sem hug- urinn leitar heim að Eiðsstöðum þar sem lítill strákur var aufúsugestur á hveiju vori þegar sól fór að hækka á lofti og Blöndudalurinn að klæð- ast sumarskrúða sínum. Ég flyt kveðjur og þakklæti fyrir hönd móður minnar og bróður fyrir auðsýnda vináttu og trygglyndi. Við vottum eftirlifandi bróður og öðrum ættingjum samúð okkar. Að leiðarlokum kveðjum við Hall- grím hinstu kveðju en minningin um mætan mann lifir. Hallgrímur Jónsson. Dómari á glæpabraut Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Glæpamiðlarinn („Crimebrok- er“). Sýnd I Stjörnubíói. Leik- stjóri: Ian Barry. Aðalhlutverk: Jaqueline Bisset, Masaya Kato, Gary Day, John Bach, Gary Sweet. Glæpamiðlarinn með Jaqueline Bisset er með eindæmum viðvan- ingsleg spennumynd um dómara í Sydney í Ástralíu, sem Bisset leikur, er útdeilir refsingum á milli þess sem hún sjálf er á kafi í glæpum. Af hveiju þessi háæru- verðugi dómari er glæpamaður í tómstundum sínum er aldrei út- skýrt nema það er eins og vel- heppnað rán hafi áhrif á hana kynferðislega svo dauðyflinu eig- inmanni hennar brégður við. Þeg- ar hún er spurð að því beint af hveiju hún er í glæpum segir hún: Það er eins og að ríða á eld- ingu. Líklegra er þó að hún hafi feng- ið eldingu í hausinn. Og gott ef handritshöfundurinn hefur ekki fengið raflost. Söguþráðurinn tek- ur þvílíka kollhnísa að það er engu lagi líkt. Þetta gerist á einni viku: Dómarinn undirbýr tvö rán sem takast mjög vel, japanskur af- brotasérfræðingur að nafni Jin (borið fram Gin) kemst á spor hennar en í stað þess að handtaka hana sefur hann hjá henni og gerist félagi hennar í ránum. Þau fremja djarft bankarán saman og myrða einn mann, fyrrum sam- starfsmaður dómarans hverfur og lunkin lögreglukona. Jin og dóm- arinn undirbúa rán í listamiðstöð borgarinnar og ætla sér að flýja til Evrópu en dómarinn hættir að treysta Jin og dulbýr sig glæsilega til að fylgjast með honum á laun. í ljós kemur að Jin er ekki afbrot- asérfræðingur heldur geðsjúkl- ingur sem sloppið hefur úr fang- elsi í Japan; hann er hreinlega fjöldamorðingi með átta morð á samviskunni - sem auðvitað er engin. Og dómarinn, sem allan tímann hefur mætt stundvíslega í vinnuna, er næstur. Þegar við þennan ótrúlega söguþráð bætast samtöl sem eru hlægilega illa samin, óttalega óspennandi og vandræðaleg leik- stjórn Ian Barrys og svo leikur Bisset og félaga hættirðu að setja út á myndina en ferð á einhvern undarlegan hátt að njóta þess hvað hún er léleg. Geirlaug L Jóns- dóttir — Minning Fædd 24. júlí 1904 Dáin 16. júní 1993 Á haustdögum árið 1927 komu 12 stúlkur saman til náms við húsmæðradeild Kvennaskóla Reykjavíkur þar sem forstöðukon- an, frú Elísabet Jónasdóttir, tók á móti okkur. Þetta var líflegur og myndarlegur hópur og ein stúlkn- anna var Geirlaug Jónsdóttir frá Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði, sem mig langar til að minnast hér. Tíminn leið hratt, fimm mán- aða vera okkar var liðin fyrr en varði. Þarna var ljúft og gaman að vera og námið sóttist vel. Við vorum ungar og nutum lífsins, sóttum bíó og dansleiki, vinaboð til kunningja og vorum meira að segja á skautum á Tjörninni. Við kvöddumst þarna ósköp klökkar á tröppum skólans 1. mars. Geirlaug hafði áður verið útskrifuð úr bekkjum skólans. Um vorið giftist hún Þórði Pálmasyni, ungum Skagfirðingi, og fluttust þau þá til Víkurí Mýr- dal, þar sem hann hafði verið ráð- inn kaupfélagsstjóri. Oft lýsti hún fyrir okkur ferð sinni þangað þetta vor. Það var erfitt að fara yfir stórfljótin óbrúuð á hestum á þess- um árum. Árið 1931 flytjast þau hjón til Borgamess þar sem Þórður tók við stjóm Kaupfélags Borgfirðinga og stýrði því í tæp 40 ár. Forlögin réðu því að ég flyst til Borgamess 1933 og þótti okkur báðum vænt um að hittast aftur. í Borgarnesi störfuðum við í marga áratugi saman í Kvenfélagi Borgarness. Skallagrímsgarður er þá í mótun og Geirlaug frábær garðyrkjukona og má segja að garðurinn sé hennar verk. Hún var vakin og sofin yfír velferð hans og vexti. Fjáröflunarstarf Kvenfélagsins var mikið, því að málefnin voru mörg, m.a. stofnun Húsmæðra- skólans á Varmalandi og var Geir- laug um tíma formaður skóla- nefndar. Einnig voru málefni Dvalarheimilis aldraðra í Borgar- nesi ofarlega í huga. Haldnar vom samkomur, hlutaveltur, basarar og allt til stuðnings þessum mál- efnum og fleimm. Geirlaug hafði lært vefnað úti í Noregi og hélt hún námskeið í Borgarnesi og nutu margar ungar stúlkur kennslu hennar og á mörg- um heimilum prýða hin fögm verk hennar veggi. Verslanir í Reykja- vík seldu muni hennar allt fram á síðustu stund. Árið 1951 er bridsfélag stofnað í Borgarnesi og vom þau hjón, Þórður og Geirlaug, þar í forystu. Bridsfélagið fór margar keppnis- ferðir, til Akraness, Reykholts og jafnvel Reykjavíkur, en hafði ekki alltaf erindi sem erfiði. Gaman er að geta þess að átta konur í Borgarnesi stofnuðu með sér spilaklúbb, komu saman tvisv- ar í mánuði heima hver hjá ann- arri. Þarna var spilað eftir hefð- bundnum keppnisreglum. Var oft glatt á hjalla. Árið 1978 flytjast Geirlaug og Þórður til Reykjavíkur. Tíminn líð- ur, það rökkvar í lífi okkar. LíficT hefur fært okkur báðum sorg og - gleði. Heilsubrestur og ástvina- missir réðu því að nú hittumst við gamlar konur til vistar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar var fyrir ein skólasystir okkar frá skólaárunum forðum, Borghildur Hinriksdóttir frá Norðfirði. Nú áttum við þama margar góðar samvemstundir. Sátum oft og röbbuðum um gamla góða daga: Manstu þetta? Manstu hitt? Og svo var hlegið dátt. Við spiluðum brids og reyndum að vera glaðar og ungar í anda sem forðum. En nú er sú elsta okkar, Geirlaug Jónsdóttir frá Bæ, horfin, sú sem setti svip sinn á umhverfið hvar sem hún fór. Ef mál hefðu, myndu fallegu trén í Skallagrímsgarði senda fóstru sinni kveðju og þökk. Við Borghildur sendum dætmm henn- ar og aðstandendum öllum okkar innilegustu samúðarkveðju. Bless- uð sé minning hennar. Ólöf Sigvaldadóttir frá Borgarnesi. einstökum kjörum í rifstofur Frakklands. el frá kr. 34.281 rgi. 25.946 í til 18. ágúst. HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 624600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.