Morgunblaðið - 30.06.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
Minning
Jakob Löve
stórkaupmaður
Fæddur 9. febrúar 1927
Dáinn 21. júní 1993
Við sviplegt fráfall vinar míns
Jakobs Löve er mér efst í huga
samúð með þeim sem eiga á bak
að sjá kærum eiginmanni og ástrík-
um föður. Þeirra er missirinn mest-
ur og einnig hafa þeir mest að
þakka. Huggun þeirra sé að hafa
í ríkum mæli notið umhyggju hans
og kærleika.
Ég átti því láni að fagna að koma
oft á heimili Margrétar og Jakobs
og barna þeirra og njóta þar hlýju
og alúðar þeirra allra. Jakob var
góður heim að sækja og vildi gest-
um sínum vel gjöra í öllum hlutum.
En þó kynntist ég honum fyrst að
ráði er ég fékk að fylgja honum í
veiðiferðum út um land. Hann var
mikill unnandi náttúrunnar, sjóð-
fróður um jurtir og jarðfræði, dýr
á landi, í sjó og í lofti, í fjöru og í
lyngmó og óþreytandi að fræða
aðra um þessi hugðarefni sín. Eins
og allir góðir veiðimenn var hann
náttúrufræðingur, sem leit á veiðar
sem óaðskiljanlegan hluta af sam-
bandi mannsins við náttúruna.
Snemma vetrar fórum við saman
vestur á Mýrar, gistum hjá kunn-
ingjum í Hraunhreppnum og feng-
um leyfi til þess að ganga til ijúpna.
Saman þrömmuðum við í föl fyrstu
snjóa upp í Svarfhólsmúla og inn á
Gijótárdal. Grjótáin var að safna í
klakabrynju við Nautastreng og
hamramir voru svartir og birki-
kjarrið grátt með einstaka blettum
af grænu laufi sem lét ekki enn
undan fyrir útsynningshaglinu. Þótt
Jakob væri kappsamur við veiðar
gaf hann umhverfínu gaum og naut
hinnar tæru fegurðar þar sem
mætast hraun og gljúfrafossar,
gnæfandi fjöll og fram undan hall-
aði mýrunum mjúklega til sjávar.
Ferðimar í Hraunhreppinn urðu
fleiri, og Hítarvatn heillaði Jakob
eins og flesta sem þangað koma.
Mér er minnisstætt eitt sinn er við
á síðkvöldi í byijun ágúst gengum
innan frá Tjaldbrekku niður með
vatni. Öðmm megin Vatnshlíðar-
fjöllin með regluleg basaltslögin
hvert ofan á öðra, hinum megin
ólgandi hröngl móbergsfjallanna
með hvössum tindum og gapandi
giljum. Og á lognkyrra vatninu
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð Mlegir
salir og mjög
góð þjónusta.
llpplýsingar
ísúna22322
FLUGLEIÐIR
UÓTEL LOFTLEIBIR
sjnti himbrimaparið í tígulegri ró.
A slíkum stundum er öllum orðum
ofaukið.
En Jakob kom ekki aðeins við á
efri bæjunum í Hraunhreppnum.
Hjörseyjarferðirnar voru honum
ekki síður hugstæðar en dvölin uppi
vW fjöllin.
í þessum ferðum naut hann sín
ákaflega vel. Þar kom til áhugi
hans á náttúrafræði, athafnaþrá
hans og kapp. Hann var frábær
ferðafélagi, jafnlyndur, úrræðagóð-
ur, íjölfróður og léttur í máli.
Jakob Löve var hamingjumaður.
Ekki svo að skilja að líf hans hafí
alla tíð verið dans á rósum. Síður
en svo. Hann slapp ekki fremur en
aðrir við áföll í lífínu. Ungur varð
hann að treysta á sjálfan sig og
alla tíð var hann sjálfstæður í hugs-
un og athöfnum. En hamingja hans
var fjölskyldan sem hann unni svo
mjög. Heimilið glæsilegt við Lauf-
ásveginn var umgjörð um þá ham-
ingju sem hann naut meðal ástvina
sinna. Hjá þeim var hugurinn hveija
stund, og þeim vildi hann veita allt
það er best hann megnaði.
Jakob var fríður maður, snar í
hreyfíngum, ákveðinn í skoðunum
en jafnframt íhugull og athugull.
Ekki var honum tíðrætt um einka-
mál sin og kvartanir og víl vora
honum ijarri. Tryggur var hann
vinum sínum, hjálpsamur og ráð-
hollur. Hann bar merki þess að
hafa orðið að treysta á sjálfan sig
{ flestum hlutum.
Jakob Löve var hrifinn burt mitt
í önn dagsins. Of fljótt fór hann
þá för sem ekki verður aftur úr
snúið. Það var gott að eiga samleið
með honum, dýrmætt að eiga hann
að vini. Þökk fyrir samfylgdina.
Haraldur Ólafsson.
Umferðarslys. Árekstur tveggja
bíla, annar ökumanna alvarlega
slasaður og eftir fáeinar stundir er
hann látinn. Fréttir af þessu tagi
hafa verið óvenjutíðar að undan-
fömu, en það er ekki fyrr en svo
nærri er höggvið, að maður skynjar
tii fulls hvað það er að missa fyrir-
varalaust af sjónarsviðinu góðan
vin um langan aldur og mág, Jakob
Löve stórkaupmann.
Jakob fæddist á ísafírði sonur
Carls Löve (1876-1952) skipstjóra
þar og síðari konu hans Þóra G.
Jónsdóttur (1888-1972). Hann var
næsfyngstur sjö alsystkina, en þau
era Áskell, f. 1916, jurtaerfðafræð-
ingur og fyrram prófessor í Kanada
og Bandaríkjunum, og býr nú við
hrakandi heilsu í Bandaríkjunum;
Guðmundur, f. 1919, d. 1978, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins;
Þráinn, f. 1920, jarðvegsfræðingur,
fyrram konrektor Kennaraháskól-
ans; Jón, f. 1922, læknir og fyrram
prófessor I Bandaríkjunum; Leó, f.
1921, d. 1939; Jakob og Sigríður,
f. 1929, bókasafnsfræðingur og
bókavörður við Fósturskóla Islands.
Hálfsystkini Jakobs vora Davíð, f.
1903, d. 1974, sjómaður í Banda-
ríkjunum; Áslaug, f. 1905, d. 1984;
Soffía, f. 1907, búsett á ísafírði;
Þorsteinn, f. 1910, múrarameistari
í Reykjavík; Áskell, f. 1914, dó á
fyrsta ári; og Svanlaug, f. 1919,
d. \1987. Afkomendur þessara
systkina allra era afarfjölmennir.
Árið 1933 fluttust þau Carl og
Þóra til Reykjavíkur. Þar bjó þessi
stóra fjölskylda við þröngan kost í
lítilli íbúð á Bergþórugötunni, þegar
leiðir okkar lágu saman í barna-
skóla. Ungur byijaði Jakob að vinna
fyrir sér með blaðasölu og fór það
ekki framhjá a.m.k. sumum hinum
betur stæðu börnum, sem fengu
aura hjá pabba og mömmu til kaupa
á nauðþurftum til skólans, að Jakob
aflaði sjálfur þess íjár, sem hann
þurfti á að halda. Áskell, stóri bróð-
ir Jakobs, tók hann gjaman með
sér, þegar hann á menntaskólaáram
sinum fór um nágrenni Reykjavíkur
í leit að villtum jurtum. Þetta vakti
áhuga Jakobs á útilífí og íslenskri
náttúra, sem entist honum æ síðan
og böm hans fengu að njóta í ríkum
mæli í ferðum með föður sínum um
landið þegar fram liðu stundir.
Jakob stundaði nám í Samvinnu-
skólanum og fór að því loknu til
framhaldsnáms í Gautaborg þar
sem hann lagði fyrir sig viðskipta-
fræði. Eftir heimkomuna starfaði
hann fyrst við Heildverslun Ás-
björns Ólafssonar í Reykjavík, en
síðar um skeið við tollendurskoðun.
Ævistarf hans var þó við eigið inn-
flutningsfyrirtæki, sem hann starf-
rækti til dauðadags.
Jakob var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Helga Guðbrandsdóttir,
dóttir Guðbrands Magnússonar for-
stjóra Áfengisverslunarinnar og
konu hans Matthildar Kjartansdótt-
ur. Þau eignuðust tvær dætur,
Matthildi og Þóra. Matthildur, f.
30. apríl 1949, fluttist til Noregs
og giftist Norðmanni, Rolf Billing-
ton. Synir þeirra era André Hall-
vard, f. 16. jan. 1968, og Snorre
Jakob, f. 19. febr. 1973. Þau Matt-
hildur skildu. Þóra, f. 9. apríl 1953,
giftist Ómari Mássyni, húsasmið,
og eiga þau þijár dætur, Sigrúnu
Helgu, f. 2. ág. 1972, sem á tvo
syni, Má Jóhann Arnarsson, f. 7.
jan. 1990, og Einar Ágúst Erlends-
son, f. 10. nóv. 1992, sambýlismað-
ur hennar er Erlendur Einarsson;
Inger Töra, f. 16. júli 1977, og
Þórhildi, f. 25. okt. 1978. Þær
Matthildur og Þóra hafa báðar fetað
í fótspor föður síns og fengist við
verslun og innflutning.
Síðari kona Jakobs er Margrét
Jónsdóttir, f. 19. júní 1937, MA í
félagsfræði, kennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík og stundakenn-
ari við Háskóla íslands, dóttir séra
Jóns Þorvarðssonar fyrram prests
í Vík í Mýrdal og síðar í Háteigs-
söfnuði í Reykjavík og konu hans
Laufeyjar Eiríksdóttur, sem nú er
nýlátin. Böm Jakobs og Margrétar
era Laufey Elísabet, f. 11. jan.
1965, stjórnmálafræðingur, gift
Jóni Inga Herbertssyni, stjórnmála-
fræðingi og starfsmanni Sameinuðu
þjóðanna í New York, Karl Jakob,
f. 20. júní 1966, rafmagnsverk-
fræðinemi, og Þorvarður Jón, f. 25.
júní 1974, menntaskólanemi.
Öll þessi böm eru hin mannvæn-
legustu.
Nú söknum við vinar í stað, en
sárastur er söknuður Margrétar og
bamanna, sem svo snögglega hafa
verið svipt ástríkum eiginmanni og
föður. Við hjónin biðjum þeim Guðs
blessunar í þeirri vissu, að minning-
in um vammlausan dreng verði
harminum yfírsterkari, þegar fram
líða stundir.
Jón Steingrímsson.
Fregnin um skyndilegan dauða
Jakobs Löve í bílslysi kom eins og
þrama úr heiðskíra lofti. Hann var
við góða heilsu og hefði að öllu
eðlilegu átt mörg góð ár eftir. Þetta
era erfiðir tímar fyrir Margréti syst-
ur okkar og börn að sjá á bak eigin-
manni og föður svo fyrirvaralaust.
Aðeins era liðnir tæpir þrír mánuð-
ir frá láti móður okkar systkina,
Laufeyjar Eiríksdóttur. Aðdragandi
að dauða hennar var talsverð þol-
raun fyrir Margréti, sem alla tíð
lagði sig fram til að gera henni líf-
ið sem bærilegast, en mjög var
kært með þeim mæðgum.
Kynni okkar Jakobs hófust er
hann kvæntist Margréti systur okk-
ar Sigurgeirs fyrir tæpum þrjátíu
áram. Var strax ljóst að þar fór
mannkostamaður, greindur, vel að
sér og hógvær. Aldrei féll nokkur
skuggi á samskipti hans og fjöl-
skyldna okkar bræðra. Hjónaband
þeirra Margrétar var farsælt og
hann rækti fjölskyldu sína með
mestu prýði og samskiptin við böm-
in voru náin og hlý. Þá sýndi hann
foreldram okkar nærgætni og virð-
ingu en faðir okkar Jón Þorvarðsson
lifír tæplega 87 ára gamall.
Eins og áður segir var Jakob
fróður um margt og glöggur. Hann
var í eðli sínu glaðsinna og gaman-
samur. Náttúra landsins var honum
kær og var gaman að vera ferðafé-
lagi hans um byggðir og óbyggðir
landsins. Störf sín að viðskiptum
og verslun ræddi hann fremur lítið
en hann hefur áreiðanlega verið
heill í samskiptum við viðskipta-
menn sína.
Nú hefur líf hans skyndilega
endað. Hans er sárt saknað af eigin-
konu, bömum, systkinum, frænd-
fólki, tengdafólki og vinum en
minningin um hann mun lifa meðal
okkar.
Ólafur Jónsson.
Við sunnanverðan Laufásveginn
gefur að líta einhveija fallegustu
götumynd í Reykjavík.
Stór og sterkleg tré hafa þar
vaxið upp af rótum sínum í fallegum
görðum virðulegra húsa og það er
líkt og íbúarnir hafí bundist sam-
tökum um að gera umhverfíð að
samfelldum skrúðgarði.
Jafnt á vetri sem sumri er fallegt
við Laufásveginn. Það er fallegt að
sjá sterkar tijágreinarnar svigna
undan jafnföllnum vetrarsnjó og
mynda ævintýragöng skammdegis-
ins. Það er líka heillandi þegar græn
laufþekja sumarsins lætur vegfar-
andann eitt andartak gleyma því
að hann sé staddur við nyrstu mörk
laufskóga.
Friður og ró, gróðursæld og fu-
glasöngur, virðuleiki og fegurð -
allt þetta við sunnanverðan Laufás-
veginn.
Og Jakob.
Jakob, yngsta föðurbróður minn
og fjölskyldu hans var einnig að
finna við þessa fallegu götu. Nátt-
úrabamið og náttúruunnandann
Jakob sem var svo ungur í hugsun
og hreyfíngum að hann hefði eins
getað verið bróðir og föðurbróðir.
Þarna hafði hann sjálfur fest ræt-
ur, þama hafði hann ræktað garð-
inn sinn og þarna hafði hann búið
fjölskyldunni öragga framtíð, börn-
unum sínum bernskuheimili,
ógleymanlegar bemskuslóðir. Allt
með persónulegum blæ þeirra hjón-
anna. Smekkvísi án pijáls eða
íburðar og umfram allt með rólegu
og virðulegu yfirbragði.
Úr fallegu umhverfí heimaslóða
reikar hugurinn um liðinn tíma.
Fyrstu minningamar era um útivist
og náttúraskoðun. Enginn var
fundvísari á hreiður og enginn þol-
inmóðari að útskýra. Bamgóður
eins og svo algengt er í fjölskyld-
unni, yfirvegaður og hlýr. Svo vænt
þótti mér um þennan föðurbróður
minn, að stundum öfundaði ég
Hildu af að eiga hann að pabba.
Þó átti ég sjálfur besta pabba í
heimi og stundum vildi hún víst líka
skipta.
Áuk þeirra tengsla sem íslenskar
fjölskyldur bindast og eiga ugglaust
rætur að rekja til tíma stórijöl-
t
Elskuleg móðir mín og frænka,
GUNNÞÓRA GÍSLADÓTTIR,
Kleppsvegi 132,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 29. júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Hafliði Þór Olsen,
Hulda Sigurðardóttir.
skyldnanna áttum við Jakob sam-
starf fyrir fáum áram. Þar sannaði
hann mér á nýjum vettvangi hvaða
mannkostum hann var búinn. Lip-
urð, yfiryegun og bjartsýni var
stíllinn. Áreiðanleiki og orðheldni.
En þótt hann gerði viðskipti að lífs-
starfi sínu, missti hann aldrei sjónar
á því semimestu skipti: Lífínu sjálfu.
Ef til vill var það þess vegna sem
aldrei varð úr honum það sem kall-
að er viðskiptajöfur, auðlegð sá
hann miklu meiri sjálfum sér nær.
Fyrir honum var ekkert svo bratt
að hann teldi ókleift.
Oft komu mér þá í huga orð
skáldsins - sem reyndar orti svo
fallega um Laufásveginn -, að eig-
inlega væri ekkert bratt, aðeins
mismunandi flatt.
Jakob var hamingjusamur í
einkalífinu. Fjölskyldan í fyrirrúmi
og börnin fengu þá fyrirmynd sem
best varð á kosið. Yngri sonurinn
er svo ungur enn að hann á eftir
heilt ár til þess að ljúka stúdents-
prófínu sem aðeins verður fyrsti
áfanginn að þeirri framtíð sem fað-
ir hans hafði óskað honum. Hin
börnin hvert á sínum stað, öll búin
að marka stefnuna. Ættboginn tek-
inn að stækka og margfaldast. All-
ir sóttu eitthvað til hans, hann var
sem skjólið sterka, þessi fíngerði
og ljúfí maður.
En óvænt og skyndilega, á nýju
sumri, daginn sem sólar nýtur
lengst allra daga á árinu, taka for-
lögin óvægið í taumana. Sterkasti
stofninn úr fjölskyldulundinum að
Laufásvegi 73 er fallinn.
Eftir stöndum við öll og söknum,
grátum, leitum huggunar í minn-
ingunni og köllum hann fram í
hugum okkar.
Og mér fínnst hann segja glað-
lega en þó alvöragefínn í senn:
„Hva! Þetta er nú einu sinni það
sem fylgir lífínu. Eða haldið þið að
mér hefði fallið að verða gamal-
menni?“
Síðan hefði hann stappað í okkur
stálinu, bent okkur á að ekki tjóaði
að fást um orðinn hlut, heldur ætt-
um við að snúa okkur að framtíð-
inni.
Það verðum við líka að gera.
Elsku Margrét, krakkarnir og öll
fjölskyldan. Við skulum halda
áfram að rækta garðinn okkar, við
skulum gera það af kostgæfni, við
skulum fara að því góða fordæmi
sem við höfum. Því lífið heldur
áfram, nýr gróður brosir við okkur
á Laufásveginum sem annars stað-
ar og við eigum alltaf það sem aldr-
ei verður frá okkur tekið í góðum
minningum um mætan og raungóð-
an mann.
Leó E. Löve.
Ég mun alltaf minnast með þakk-
læti hversu hlýjar viðtökur ég fékk
hjá Jakobi og Margréti þegar ég
fór að venja komur mínar á heimili
þeirra hjóna fyrir rúmum fimm
árum. Mér var tekið með opnum
örmum og fannst mér ég fljótt hluti
þessarar líflegu og nánu fjölskyldu.
Hlýja og velvilji Jakobs í minn garð
var mér, tilvonandi tengdasyninum,
mikilvæg. Jakob var einstaklega
jákvæður maður og ljúfur í um-
gengni, brosið og glampinn í augun-
um vora aldrei langt undan. Hann
leit ávallt á björtu hliðar lífsins og
var ekki að þyrla upp moldviðri út
af smámálum.
Seint mun ég gleyma þeim stund-
um sem við áttum saman við mat-
borðið á Laufásveginum. Undan-
tekningarlaust vora það gleðistund-
ir þar sem umræðurnar snerast
gjarnan um atburði líðandi stundar
eða sögur og minningar frá liðnum
áram. Það var setið lengi og oft
var mikið hlegið. Jakobs verður
sárt saknað við það borð.
Ekki gleymi ég heldur hversu
hjálplegur hann var okkur Lauf-
eyju. Alltaf var hann boðinn og
búinn að aðstoða og rétta hjálpar-
hönd. Það þótti honum sjálfsagt,
sama hvernig stóð á. Það var sann-
arlega gott, og mikið öryggi í því
fólgið að eiga Jakob að. Eg veit að
Laufey mun líka minnast þeirra
góðu stunda sem þau feðginin áttu
saman í gönguferðum sínum um
hlíðar Esju. Áhugann á útiveru áttu
þau sameiginlegan og kom Laufey
alltaf endurnærð úr þeim ferðum.