Morgunblaðið - 30.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
31
Minning
Inga Þórarinsson
Jakob var tekinn frá okkur allt
of fljótt. Við áttum svo margt eftir
að gera, spjalla og upplifa saman.
Hans verður sárt saknað en við sem
þekktum hann geymum í hjörtum
okkar minninguna um heilsteyptan
og góðan mann.
Jón Ingi Herbertsson.
Við sumarsólhvörf, fyrr í þessum
mánuði, þegar sólin fer hæst á
himni, lést vinur minn Jakob Löve
af völdum bifreiðaslyss. Fyrirvara-
laust var sár harmur kveðinn að
ættingjum og vinum við andláts-
fregnina.
Mig langar í þessum örfáum orð-
um að minnast Jakobs og lýsa þakk-
læti mínu fyrir hin góðu kynni okk-
ar og samfylgd. Aðrir munu trúlega
greina frá ætt hans og lífshlaupi.
Eg átti því láni að fagna að kynn-
ast Jakobi þegar Ómar sonur minn
kvæntist Þóru dóttur hans. Við þau
kynni og allar götur síðan skildist
mér æ betur hve góðan mann hann
hafði að geyma. Hann var ástríkur
fjölskyldufaðir, heiðarlegur og rétt-
sýnn. Góðrar ættar var hann, hafði
marga góða eðliskosti, skarpa
greind, réttlætiskennd og dreng-
lund. Mér munu ávallt verða minnis-
stæðir fundir okkar og samræður,
því þótt hann væri fremur alvöru-
gefinn var stutt í brosið og kímnina
og skemmtilegu tilsvörin. Samskipti
okkar voru hin ánægjulegustu og
það var einkar gaman og gagnlegt
að ræða við hann um hin óskyld-
ustu mál. Hann gat verið gagnrýn-
inn á ýmislegt sem miður fer í
mannlífinu og bar fyrir brjósti þá
sem halloka fóru í lífinu. Jakob
hafði fastmótaðar skoðanir varð-
andi þjóðfélagsöflin, stjómmálin,
andlegar hreyfingar og þjóðlífið al-
mennt. Hugur hans beindist að
réttlátu þjóðfélagi þar sem sérhver
maður ætti kost á að fá að njóta
sín, sér og sínum til gæfu og geng-
is. Jakob heitinn var persónuríkur,
kom mjög vel fyrir og bar með sér
virðuleik hins fágaða og hæverska
manns. Ég held að Jakob hafi verið
hamingjusamur maður, hann átti
afburða góða konu og mannvænleg
böm.
Nú er þessi mæti maður genginn
á fund Herra síns. Hans er sárt
saknað og þessi fáu kveðjuorð frá
okkur Helgu og Ómari eru til að
þakka honum fyrir hina góðu sam-
fylgd. Við biðjum Guð að blessa
hann og vottum Margréti, bömum
og ættingjum dýpstu samúð okkar.
Már Jóhannsson.
„Pabbi hans Kalla er dáinn!“
sagði Hrönn konan mín _við mig
eftir vinnu á mánudegi. Ég hafði
fengið fregnir af því að hann hefði
lent í alvarlegu slysi en vonaðist til
að allt færi vel. Við þessa sorglegu
frétt varð mér fyrst hugsað til
Margrétar, bamanna þeirra Jakobs
og hve mikil áhrif þetta ætti eftir
að hafa á líf þeirra.
Það er erfítt að trúa að Jakob
sé dáinn því að hann var sérstak-
lega hress og vel á sig kominn.
Hann hafði alltaf verið duglegur
að taka mig og Kalla með sér í
ýmsar ferðir og máttum við hafa
okkur alla við að fylgja honum eftir
í gönguferðum. Hann labbaði yfír-
leitt hraðar en við og blés varla úr
nös sem er meira en hægt var að
segja um okkur „unglingana".
Eg kynntist Kalla fyrir u.þ.b.
tuttugu ámm þegar við vomm sjö
eða átta ára og fór fljótlega að
vera fastur gestur á Laufásvegin-
um. Ekki leið á löngu þar til ég
fékk að koma með Jakobi og Kalla
í veiðiferðir og í þeim ferðum var
Jakob alltaf hjálplegur. Hann tók
það aldrei í mál að ég tæki þátt í
kostnaði vegna veiðileyfa, ferða
með Akraborginni o.s.frv., hann sá
um allt með bros á vör og leysti
öll vandamál .sem geta komið upp
hjá litlum strák sem gleymir stund-
um einhveiju heima. Þannig kom
ég oft heim úr veiðiferð með Jakobi
stoltur og rjóður í kinnum með fisk
í soðið og strax farinn að hlakka
til næstu ferðar.
Elsku Margrét, Kalli, Þorvarður
og Laufey, ég samhryggist ykkur
og öðrum aðstandendum innilega.
Hjalti.
Fædd 7. september 1918
Dáin 7. júní 1993
Hún var fastagestur í galleríinu,
kom svo að segja á hveija einustu
sýningu, jafnt þótt rok væri og
rigning, eins og svo oft var í vor.
Hún gekk við staf og var alltaf
með húfu á höfðinu eða klút bund-
inn undir kverk. Af andliti hennar
og einkum brosi stafaði birtu og
fas hennar aljt bar vott um fágun
og lítillæti.
Ég vissi í fyrstu engin deili á
þessari konu, en veitti því athygli
að hún skoðaði sýningarnar af ein-
lægum áhuga og þekkingu að því
er mér virtist. Enda kom það á
daginn síðar að hún hafði ekki ein-
ungis sótt málverkasýningar og
aðrar listsýningar í áratugi, heldur
hafði hún einnig sjálf fengist við
að mála. „Ef ég hengdi upp mynd-
ir eftir sjálfa mig, tók ég þær fljótt
niður aftur, af því að ég fann að
þær voru ekki nógu vel gerðar,“
sagði hún við mig nýlega. Eg þyk-
ist vita að þarna hafi komið fram
lítillæti hennar, en jafnframt kröfu-
hart listrænt mat. Hún gaf sér jafn-
an góðan tíma til að skoða sýning-
ar og lét gjaman viðurkenningar-
orð_ falla, ef henni líkaði vel.
Ég laðaðist fljótt að þessari konu
og gladdist ævinlega við komu
hennar. Við urðum fljótlega mál-
kunnugar, en ræddum aldrei per-
sónuleg mál utan eitt sinn í fyrra-
sumar að hún sagðist fylgjast með
mér og hugsa vel til mín í sam-
bandi við tiltekið málefni sem ég
átti aðild að og var málsvari fyrir
ásamt fleirum á opinberum vett-
vangi. Það var ekki fyrr en í síð-
asta skipti sem hún kom, rétt fyrir
nýliðna hvítasunnu, að tal okkar
snerist meira um persónulega hluti.
Hún sagði mér eitt og annað af
sjálfri sér, stiklaði á einstaka atriði
í lífi sínu með þjóðkunnum og virt-
um vísindamanni og hvað það hefði
breytt miklu fyrir sig þegar hann
féll frá. Hún sagði mér frá þýðing-
arstörfum sínum, hvað þau hefðu
veitt sér mikla ánægju, en jafn-
framt hvað það hefði verið gott að
hætta þegar hún ákvað það sjálf,
þótt verkefnin væru næg. Hún lét
orð falla um það hvað vináttan
skipti miklu máli og að gömul
tengsl rofnuðu ekki. Það var auð-
heyrt að samband hennar við börn
hennar tvö var henni afar dýr-
mætt. Ég sagði henni lítið eitt af
mínum högum og sýndi henni
myndir sem ég hef alltaf meðferðis
af börnum mínum og barnabörnum.
„Áttu ekki mynd af manninum þín-
um?“ spurði hún. Jú, reyndar,
nokkurra ára passamynd af honum
gat ég sýnt henni. „Ja-há, þetta
var garnan," sagði hún þá og brosti
sínu bjarta brosi.
Mér fannst að með því að veita
þessa litlu innsýn inn í persónulegt
líf hvor annarrar, breyttust kynni
okkar í vináttu. Eg sagði henni að
galleríinu yrði brátt lokað, a.m.k.
í bili, og að ég væri að hætta að
vinna þar. Við kvöddumst með
góðum óskum hvor annarri til
handa, en minntumst ekki á að við
myndum sjást aftur.
Mig grunaði þó ekki að þú vær-
ir á förum og það snart mig undar-
lega þegar ég heyrði tilkynningu
um lát þitt, en ég held að þú hafir
verið tilbúin, Inga. Ég kynntist þér
aðeins innan veggja FIM-salarins
í Garðastrætinu, en ég þakka fyrir
þau kynni og bið Guð að blessa þig
á leið þinni til hins eilífa ljóss og
þína nánustu á þeirra vegferð.
Þorbjörg Daníelsdóttir.
t
Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
LÁRA AGÚSTSDÓTTIR,
lést 29. júní á elliheimilinu Grund.
Fyrir hönd vandamanna,
Ágúst Sverrisson.
t
Ástkær eiginkona mín,
GUÐRÍÐUR HALLSTEINSDÓTTIR,
Langholtsvegi 36,
lést á heimili sínu þann 29. júnf.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Stefán Valdimarsson.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
EINAR EINARSSON
fyrrv. djákni,
til heimilis á Heiðarbrún 20,
Hveragerði,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands fimmtudaginn 17. júní sl.
Jaröarförin hefur fariö fram.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Súsanna Vilhjálmsdóttir,
Gunnar Einarsson,
Grétar Einarsson.
+
Hjartkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORKELL ÓLAFSSON,
Stórholti 37,
verður jarösunginn frá Fossvogskapellu á morgun, fimmtudaginn
1. júlí, kl. 13.30.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Sigríður Unnur Ottósdóttir,
Svanhvft Gróa Ingólfsdóttir, Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
Eðvarð Ingólfsson, Svanhildur M. Ólafsdóttir,
Jón Steinar Ingólfsson, Berglind H. Ólafsdóttir,
Dóra Ingólfsdóttir, Svavar Ingvason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR PÁLL
BÖÐVARSSON
tjónaeftirlitsmaður,
Grýtubakka 6,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 1. júlf kl. 13.30.
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stóra-Nýjabæ,
■ Krýsuvik,
Langeyrarvegi 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 1. júlí kl. 13.30.
Róbert Bjarnason,
Kristján Róbertsson, Steinunn Eirfksdóttir,
Bjarni Sævar Róbertsson, Nanna G. Ásmundsdóttir,
Sveinbjörn H. Sveinbjörnsson,
Sigurborg Róbertsdóttir, Magnús Guðbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR
ÞORSTEINSSON,
Ránargötu 1a,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.00.
Guðlaug Sveinsdóttir,
Aðalheiður Gunnlaugsdóttir, Guðbjartur Guðbjartsson,
Guðrún Alexandersdóttir, Gísli Guðjónsson,
Anna Ragna Alexandersdóttir, JimmyTan,
Sveindfs Alexandersdóttir, Guðmundur Óskarsson
og barnabörn.
+
Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og bróður,
GUNNARS MARINÓS HANSEN,
Vesturbergi 78,
Reykjavík.
Unnur Sólveig Vilbergsdóttir,
Vilborg Gunnarsdóttir og systkini.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúö og
hlýhug við frófall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
fööur og afa,
SIGURBJÖRNS BJARNASONAR,
Hamarsstfg 26,
Akureyri.
Axelfna Stefánsdóttir,
Viðar Sigurbjörnsson, Þorbjörg Sigurfinnsdóttir,
Birgir Þór Sigurbjörnsson, Kristfn Haraldsdóttir,
Margrét Sigurbjörnsdóttir, Hjörtur Gfslason,
Steinunn Sigurbjörnsdóttir, Tómas Hansson,
Stefán Geir Sigurbjörnsson
og barnabörn.
+
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem sýnduö okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móöur okk-
ar, tengdamóður, ömmu, systur og dóttur,
VALBORGAR SIGURJÓNSDÓTTUR.
Heimir Kristinsson,
Sindri Már Heimisson, Matthildur Aradóttir,
Sindri Rafn Sindrason,
Sigrún Vilborg Heimisdóttir, Þórhallur Kristjánsson,
Sigurlaug Elsa Heimisdóttir,
Einar Sigurjónsson,
Aðalbjörg Sigurjónsdóttir,
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir,
Elsa Höjgaard.