Morgunblaðið - 30.06.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
PALL OSKAR HJALMTYSSON • FÆDDUR 1970
Lenti í einelti
Grafísk hugmynd um það hvernig ungl-
ingur ég var er svona: Eg var
skikkanlega þybbinn, burstaklipptur með
kringlótt andlit. Eg mætti næstum því
*alltaf í sömu fötunum í skólann; það voru
brúnar flauelisbuxur, skyrta með kín-
akraga og brúnn trefíll. Ég sat alltaf einn
úti i horni í skólanum, ég sem sagt var
og er einfari. Það var ekki fyrr en ég var
kominn í níunda bekk
að ég fór að sitja með
einhverjum, þá eignað-
ist ég líka fyrstu vin-
konu mína. Það gerðist
á frekar heppilegum
tíma þegar ég var 15-16 ára og allt var
svo æðislega viðkvæmt. En ef það er eitt-
hvert eitt orð sem ég get notað um mig
sem ungling þá er það „nörd“. Ég hafði
áhuga á allt öðrum hlutum en hinir krakk-
, amir, ég þoldi ekki einu sinni tónlistina
sem þau hlustuðu á. Ég fílaði reyndar
Eurythmics en ekki til dæmis Wham! og
Duran Duran. Svo var auðvitað breikæðið,
ég reyndi ekki einu sinni að breika.
Einelti.
Ég var alltaf með sama fólkinu í bekk
og það var því alltaf sama fólkið sem
gerði í því að klappa mig niður. Og það
fékk það alveg, ég meina, það komst al-
veg upp með það. Ég lenti í einelti, þótt
ekki væri nema bara vegna þess að ég
spilaði ekki fótbolta, ég höndlaði það ekki.
Ég var frekar í brennó, teyjó eða sippó
og var meira að segja mjög klár í því.
^Þessi ár mín frá því að ég var tólf til sext-
*án ára vom lifandi helvíti og ég veit að
þetta eru verstu ár ævi minnar. Þó eitt-
hvað alvarlegt eigi eftir að henda mig í
framtíðinni, slys eða sjúkdómar eða eitt-
hvað svoleiðis, þá er ég miklu betur und-
ir það búinn, en ég var fyrir unglingsárin.
Ég á allavega eftir að taka áföllum áallt
annan hátt.
Umskiptin.
Ég dútlaði mikið og dundaði og það
hefur komið að góðum notum í því sem
ég hef tekið mér fyrir hendur seinna
meir. Þegar ég svo kláraði sam-
ræmdu prófin, með miklum
glans, fór ég í MH Þar kynnt-
ist ég stelpu sem heytir Bryn-
hildur Björnsdóttir og eftir það opnuðust
bara flóðgáttir af hreinni hamingju. Og
það var þá fyrst sem ég fattaði hvað ég
hafði verið bældur og vitlaus. Ef framinn
byijaði einhversstaðar þá var það í MH
Ég tók þátt í öllu félagslífi skólans og
fannst það ógeðslega gaman. Þar hlóð ég
upp þessari orku sem ég hef í dag.
Ferillinn.
Ég ætlaði ekki að verða söngvari. Þeg-
ar ég reyndi að syngja lög sem voru vin-
sæl þá gekk það ekki hjá mér og ég sá
fram á að ég yrði aldrei poppstjarna. Svo
fór ég að syngja lög frá sjötta áratugnum
og það kom flott út. Þá fattaði ég að ég
var á réttri hillu. En
það var Brynhildur
vinkona mín sem
skráði mig í söng-
keppni framhaldsskól-
anna, án þess að spyija
mig hvort ég vildi vera með. Mér gekk
ágætlega og þar kynntist ég líka Móeiði
Júníusdóttur og við settum af stað jassgr-
úppu og við urðum svo fræg að verða
húshljómsveit á Hótel Valhöll. Við vorum
svona eins og Fríða og dýrið, ég var Fríða.
Svo kom Rocky Horror og eftir síðustu
sýninguna á því hringdi einhver karl í mig
og bauð mér vinnu. Þannig byijaði þetta
að vinda upp á sig, fleiri tilboð, nokkur
blaðaviðtöl og svo er maður bara orðinn
frægur.
Að lokum.
Ég er mjög upptekinn af unglingsárum
mínum og það sem ég er að gera í dag
má að miklu leyti rekja til þess tíma.
Börn og unglingar geta verið svo grimm,
algjör skrímsli og mér finnst að þau þurfi
að taka meira tillit hvert til annars, ekki
stríða stráknum sem er með minnsta tipp-
ið og svoleiðis. Það er sannfæring mín að
allir sem eru „nörd“ á unglingsárum verða
annaðhvort fræg andlit í þjóðfélaginu eða
lögregluþjónar þegar þeir fullorðnast.
STJÖRNUR 9G
S O F IS KAR
Baldvin: Mætti vera fjörugra skemmtanalíf á Akureyri
FRAMUNDAN
Hólmasel:
Kvöldvaka í Indjánagili við
Elliðaár 30. júní 1993.
Hittumst i Hólmaseli kl.
20.00. Allir fara saman niður
eftir annaðhvort á hjólum eða
á tveimur jafnfijótum!! Þar
hittum við unglinga frá félags-
miðstöðinni Arseli og sláum
upp hressilegri kvöldvöku með
gítarspili og söng. Einnig geta
þeir sem vilja komið með eitt-
hvað á grillið.
Tennistilkynning 14. júlí 1993
Við fáum tenniskennara í
heimsókn sem leyfir ungling-
unum að spreyta sig í tennis
og kennir þeim nokkur undir-
stöðuatriði. Vellimir verða
settir upp á planinu við Selja-
kirkju og hefst kynningin kl.
20.00. Spaðar og boltar verða
á staðnum.
Arsel:
Opið hús á mánudags- og
miðvikudagskvöldum kl.
20-23.
Fellahellir:
Opið hús á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum kl.
20-23.
Tónabær:
Opið hús á mánudags- og
fimmtudagskvöldum kl.
20-23.
Þróttheimar
Opið hús á þriðjudags- og
fimmtudagskvöldum kl.
20-23.
Siglingaklúbburinn:
Opið starf á mánudögum,
þriðjudögum og miðvikudög-
um kl. 17-19, fimmtúdögum
kl. 17-22 og laugardögum kl.
13-16. M.a. eru leigðir út ára-
Skemmtanalíf
á Akureyri
Baldvin Zophoníasson, 15
ára.
Það mættu vera fleiri
skemmtistaðir fyrir unglinga,
það er bara einn skemmtistaður
og það er lítið hægt að gera
hérna. Það vantar svona
skemmtistað sem er opinn leng-
ur fram á nótt svo maður þurfi
ekki alltaf að vera að fijósa í
bænum. Dynheimar bjóða bara
upp á böll og svo er kannski
einu sinni á ári einhver smá
skemmtun og stundum nám-
skeið á vetumar. Það þarf líka
fleiri staði eins og Billann og
Gilið þar sem fólk hittist og tal-
ar saman, þar sem engin tónlist
eða neitt slíkt truflar. Svona
yfir heildina fínnst mér skemmt-
analíf á Akureyri fyrir unglinga
frekar dauft.
STEYPA
Vonast til að
finna Excalibur
Strákur með röntgenaugu finnur fjársjóði
grafna í jörðu.
Steypan kemur frá vikuritinu The Sun. Þar
segir frá ótrúlegum röntgenaugum Marks
Smith sem greina fjársjóði sem grafnir eru
djúpt í jörðu. Hann hefur m.a. fundið 200
ára gamlan hníf, skeið frá 19. öld, 2.000
ára gamla smápeninga og útskorinn luktar-
krók, en slíkir krókar voru notaðir á bresk-
um skipum fyrir rúmum 100 árum.
Mark er 22 ára gamall iðnskólanemi frá
Colchester í Englandi og þessi einstaki
hæfileiki hefur vakið með honum von um
að finna sverð Arthúrs konungs, Excalibur.
Mark segist hafa búið yfir yfirnáttúruleg-
um gáfum frá barnsaldri, en röntgensjónin
er tiltölulega nýtilkomin. Þegar hann var
lítill lék hann sér við draugabörn, en honum
til mikilla vonbrigða yfirgáfu þessir framl-
iðnu leikfélagar hann þegar hann varð eldri.
„Ég varð mjög leiður, en ég held að þau
hafi gefið mér þennan hæfileika til að sjá
grafna hluti í skilnaðargjöf."
Safnarar og aðrir áhugasamir hafa
boðið Mark þúsundir dollara fyrir sumt
af því sem hann hefur fundið. Hingað til hefur hann
þó verið ófáanlegur að selja nokkuð, því hann er
hræddur um að missa hæfileikann ef hann fer að
græða á honum.
■■B
SAMVISKUSPURNINGIN
Bustar þú
tennurnar
á hveijum
degi?
Sveinar Gunnarsson
14ára
Nei, svona annan hvern dag, en
það fer samt eftir því hvað ég er
búinn að borða mikið nammi.