Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
KNATTSPYRNA / MUTUMAL
UEFA óskar eftir
upplýsingum um
Marseille-málið
Brasil Bolf með Evrópubikarinn, eftir að Marseille vann AC Milan. Verður
það hlutverk Marseille að skila bikamum?
KNATTSPYRNA
Fjórir 1.
deildar-
leikmenn
íbann
Pórir leikmenn í 1. deildar-
keppninni voru úrskurðaðir
í leikbann á fundi Aganefndar
KSÍ í gær. Bjarki Stefánsson,
Val, fékk eins leiks bann vegna
brottreksturs í leik gegn FH og
þrír leikmenn fengu eins leiks
bann vegna fjögurra gulra
spjalda; Lárus Orri Sigurðsson,
Þór, Ólafur ámason, Víkingi og
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV.
Alls voru tuttugu og einn leik-
maður úrskurðaðir í eins ieiks
bann. Eins og áður voru þó
nokkrir leikmenn yngri fiokka á
listanum, en leikmenn í meistara-
flokki sem fengu bann, vom:
Guðjón Antoníusson, Tindastóli,
Jóhannes Jónsson, Þrótti R., An-
ton Ólafsson, Reyni S., Bjöm
Vilhelmsson, Víði, Nieoloc Mi-
roslav, Fjölni, Sigurjón Dag-
bjartsson, Haukum og Heiða Sig-
urbergsdóttir, Stjömunni.
FRJALSAR
Þrettáná
IMM-öldunga
rettán keppendur frá Islandi taka
þátt í Norðurlandamóti öldunga,
sem fer fram í Huddinge í Svíþjóð 2.-4.
júlí. Það eru Ámý Heiðarsdóttir, sem
keppir í langstökki og þrístökki, Lilja
Guðmundsdóttir, 800 og 1500 m hlaup,
Sigurður T. Sigurðsson, stangarstökk,
Sigurður P. Sigmundsson, 5000 og
10.000 m hlaup, Elías Sveinsson, kast-
greinar, Kristján Gissurarson, stangar-
stökk og 100 m hlaup, Trausti Svein-
bjömsson, 400 og 400 m grindahlaup,
Heigi Hólm 400 m hlaup, Bjöm Jóhanns-
son, sleggjukast, Jón H. Magnússon,
sleggjukast, Guðmundur Hallgrímsson,
100, 200 og 400 m hlaup, Þórður B. Sig-
urðsson, sleggjukast og Jóhann Jónsson,
langstökk og þrístökk.
KNATTSPYRNUSAMBAND
Evrópu, UEFA, hefur óskað eft-
ir upplýsingum frá franska
knattspyrnusambandinu um
Marseille-málið, en félagið hef-
ur verið ákært fyrir að hafa
mútað leikmönnum Valencien-
nes — til að tapa deildarleik
gegn Marseille, sexdögum fyr-
ir úrslitaleik Evrópukeppni
meistaraliða í Miinchen.
Marseille-málið hefur vakið
mikla athygli. í gáer komu
fram nýjar ásakanir á Marseille
fyrir mútur. Gennady Kostylev,
þjálfari CSKA Moskva, kom fram
í sviðsljósið og sagði að menn frá
Marseille hefðu haft samband við
leikmenn sína fyrir Evrópuleiki
gegn Marseille og boðið þeim pen-
inga fyrir að tapa leikjunum —
bæði í Marseille og Berlín, þar sem
CSKA Moskva lék heimaleik sinn.
Kostylev sagði í viðtali við rússn-
eska blaðið Sport-Express að marg-
ir leikmanna sinna hafi orðið veikir
eftir leikhlé í Marseille. „Margir
fóru út á völl með magaverk. Það
gerðist greinilega eitthvað óeðlilegt
í leikhléi — það hefur verið sett
eitthvað saman við te-ið sem við
fengum," sagði Kostylev.
UEFA ætlar einnig að fá upplýs-
ingar frá CSKA Moskva og sovéska
knattspyrnusambandinu, en það er
greinilegt að Marseille er komið í
vond mál.
Mútur í Póllandi
Það er á fleiri stöðum sem óhreint
mjöl er í pokahorninu en í Mar-
seille. í Póllandi á Legia Varsjá á
hættu að missa meistaratitil sinn —
beðið er eftir seinni lyfjaprófi eins
leikmanns liðsins, Roman Zub. Leg-
ia ásamt þremur öðrum öðrum fé-
lögum var sektað um 1,9 millj. ísl.
kr. hvert á dögunum fyrir að hafa
leikið sér með úrslit síðasta keppnis-
daginn í pólsku 1. deildarkeppn-
inni. Legia og LKS Lodz kepptust
um meistaratitilin, en liðin voru jöfn
að stigum, en Legia hafði þremur
mörkum betra í markatölu. Félögin
fóru því út á völl til að vinna með
sem mestum mun. Legina vann
Wisla Krakow, 6:0, og LKS Lodz
vann Olimpia Poznan 7:1. Tölur
þessar þóttu afar einkennilegar og
þar sem ekki þótti full sannað um
mútur — hver hefði borgað hverj-
um, eða hveijir hefðu tekið við pen-
ingum, var ákveðið að sekta öll fjög-
ur félögin.
Það er ekki nýtt að grunur um
mútur séu í löndum A-Evrópu, en
lengi hefur verið grunað að úrslitum
hafi verið hagrætt og jafnvel að
leikmenn hafa fengið að skora mörk
að vild í keppninni um titilinn
markakóngur Evrópu. Mútumál og
svindl hafa einnig átt sér stað í
V-Evrópu og frægast er getrauna-
svindlið mikla á Ítalíu á árum áður.
OPNA
MOTIÐ
Golfklúbbur Reykjavíkur gengst fyrir opnu golfmóti í Grafarholti
fyrir alla kylfinga, 15 ára og eldri, dagana 3. og 4. júlí 1993.
Leikin veröur punktakeppni - Stableford - meö 7/8 forgjöf, tveir og tveir leika saman betri bolta.
Hámarksgefin forgjöf er 18.
Verðlaun verða kynnt í golfskálanum föstudaginn 2. júlí kl. 18.00, kaffiveitingar fyrir keppendur.
25 efstu sætin gefa verðlaun. Fjölmargar utanlandsferöir auk ýmissa nytsamlegra og fallegra hluta.
Þá eru aukaverölaun á öllum par 3 holum vallarins.
Þátttökugjald er kr. 4.500.- á mann. Tveir skrá sig saman í lið.
Skráning og pantanir á rástímum er í síma 682215.
ÚTÍLÍF
Glæsibæ. vrro 829P2
4 4
LA PRIMAVERA
RISTORANTE
ÚRVAL-ÚTSÝN
FLUOLEIDIR
Gon lAlh A/i liéuSlu ftljgi i
Bi
LACOSTE
RccboK
m\
Höföabakka 7, sfml 83366.
HUS VERSLUNARINNAR
HÓTEL ÖDK fe
SI\ZlfTH&
NORLAND
SIEMENS
EINKAUMBOO
japis:
AJORICA
HÓTELVALHÖLL
O/liJAHHRAUN IÚ • POötl íÓl^fll 220 l!Af'NARI;JÓR|)UH
FRODI
BÓKA f. BLAbMÍICAFA
SÆVAR KARL * SYNIR
TEPPABUÐIN
iSlyai
V I 1 ) I ■ V F. I l I I) A N
UCllfldlíiÍKVlWll
:<D(/WKíXU
mf-m m # umboðlö
Budweiser
Samvinnuteróir - Landsýn
AUSHlHSlfK II I? SIMAR JtOlt l 28899
VAK4
HELCAFELL
SÍ^K
■ ENN er ekki ljóst hvar nokkrir
af bestu knattspymumönnum
Þýskalands munu leika næsta vet-
ur. Lothar Matthaus er í einhvetju
ströggli við forráða-
Frá Jóni menn Bayern
Halldóri Mtinchen, állt er í
Garðarssyni í lausu lofti hjá Mar-
Þýskalandi seille í kjölfar frétta
um mútugreiðslur og þar með gæti
Rudi Völler farið hvert sem er og
AC-Milan er á höttunum eftir Stef-
an Effenberg, en félag hans Fior-
entina vill fá meiri pening fyrir hann
en AC-Milan hefur boðið til þessa.
■ DORTMUND hefur í hyggju að
styrkja lið sitt fyrir næsta keppn-
istímabil í þýsku úrvalsdeildinni, og
sækist eftir tveimur landsliðsmönn-
um, hinum þýska Karl-Heinz Riedle
og hinum enska David Platt.
■ MAURIZIO Gaudino sem
keyptur var nýlega til Frankfurt frá
Stuttgart, hefur staðið sig vel í leikj-
unum tveimur sem hann hefur leikið
með nýja liðinu, og virðist styrkja
liðið mikið.
■ FRITZ Walter hefur í hyggju
að skipta um félag, segir að brátt
verði ekki pláss fyrir sig hjá Stuttg-
art. Hann hefur fengið tilboð frá lið-
um í neðri deildum en er ekki búinn
að ákveða hvort og þá hvert hann
fari.
■ THOMAS Berthold hefur verið
orðaður við Köln að undanfömu, en
barst nýlega tilboð frá Stuttgart sem
hann er að íhuga, en haft hefur ver-
ið eftir honum að hann hafi meiri
áhuga á því að fara til Kölnar.
■ ANDREAS Köpke var valinn
besti markmaðurinn í þýsku úrvals-
deildinni síðasta tímabil af þýska
tímaritinu Kicker. Hann var eini
markmaðurinn sem var í heimsklassa
að mati tímaritsins, en í öðru sæti
varð Stefan Klos hjá Dortmund og
Ulrich Stein hjá Franfurt var talinn
þriðji besti.
■ FYRSTI leikur Stuttgart á
næsta tímabili verður á útivelli gegn
meistumnum í Werder Bremen, en
liðin mættust einmitt í síðustu um-
ferð deildarinnar í vor.
■ RUNE Bratseth er besti aftasti
varnarmaðurinn í þýsku deildinni að
mati Kicker og Michael Schulz hjá
Dortmund er besti varnarmaðurinn.
Bratseth er í heimsklassa að mati
Kicker en Schulz aðeins í landsliðs-
klassa.
■ ÍTALSKI landsliðsmaðurinn
Gianfranco Zola, sem hefur leikið
með Napolí, gekk um helgina til liðs
við Parma.
■ MARSEILLE hefur keypti þijá
nýja leikmenn. Varnarmanninn Will-
iam Prunier og miðvallarspilarann
Daniel Dutuel frá Auxerre og mið-
vallarspilarann Fabrice Henry frá
Sochaux.
■ LANDSLIÐ Ecuador, sem hef-
ur komið skemmtilega á óvart í
keppninni um Ameríkubikarinn, leik-
ur undanúrslitaleik gegn Mexíkó í
dag. Leikmenn liðsins hafa leikið
mjög vel í fjórum sigurleikjum og
skorað þrettán mörk.
■ ÞJALFARI liðsins er Júgóslav-
inn Dusan Draskovic. Hann ákvað
að „loka“ sína leikmenn frá um-
heimnum og bannaði þeim að ræða
við fréttamenn. Leikmenn Mexíkó
eru ekki undir sama járnaganum —
þeir taka það rólega og brugðu sér
að versla á mánudaginn.
■ MARCIANO Vink, miðvallar-
spilari Ajax, hefur skrifað undir
þriggja ára samning við Genúa.
GOLF
Opið mót hjá GR
Golfklúbbi Reykjavlkur heldur opna
Essó-mótið f Grafarholti á morgun, fimmtu-
dag. Mótið er punktamót, Stableford 7/8
forgjöf. Ræst verður út frá kl. 9.00. Skrán-
ing fer fram í golfverslun Sigurðar Péturs-
sonar.
Opið mót á Húsavík
Um næstu helgi, 3. og 4. júlí, verður
haldið hið árlega opna Húsavíkurmót á
Katlavelli. Keppt verður í karla-, kvenna-
og unglingaflokkum með og án forgjafar.
36 holur. Skráning frá hádegi fimmtudag
til kl. 19 föstudag.