Morgunblaðið - 30.06.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 1993
43
TENNIS / WIMBLEDONMOTIÐ
Navratilova
ogGrafá
réttrileið
STÚLKUR frá Tékkneska lýðveldinu héldu áfram að koma á óvart
á Wimbledonmótinu í gær. Jana IMovotna, sem er f áttunda sæti
á styrkleikalista mótsins, sigraði argentínsku stúlkuna Gabrielu
Sabatini, sem er fjórða á styrkleikalistanum, með tveimur hrinum
gegn engri í átta manna úrslitum í einliðaleik kvenna. Landa
hennar Helena Zukova, sem sigraði Aröntxu Sanchez-Vicario i
fjórðu umferð á mánudaginn, hafði lítið i spönsku stúlkuna Conc-
hitu Martinez að segja, og tapaði 2:0.
Steffi Graf og Martina Navrat-
ilova tryggðu sér líka sæti í
undanúrslitunum með auðveldum
sigrum á andstæðingum sínum.
Graf sigraði hina ungu Jennifer
Capriati 7-6 og 6-1. Navratilova
sigraði Natalíu Zverevu frá Hvíta-
Rússlandi og átti ekki í erfiðleikum
með það, sigraði 6-3 og 6-1. Navr-
atilova mætir Novotnu í undanúr-
slitunum og Graf hittir þar fyrir
Martinez, og ef úrslit verða eftir
bókinni ættu Graf og Navratilova
að mætast í úrslitunum.
Ekki nógu ákveðin í byrjun
Graf byijaði ekki vel á móti Capr-
iati og var með skýringar á reiðum
höndum. „Ég var ekki nógu ákveð-
in í byrjun og tapaði mörgum for-
handarboltum,“ sagði hún. Capriati
hefur aðeins einu sinni sigrað Graf
í þau níu skipti sem þær hafa leik-
ið saman, og það var sögulegur
leikur; úrslitaleikurinn á Ólympíu-
leikunum í Barcelona.
Jana Novotna kom mörgum á
óvart og ekki síst sjálfri sér þegar
hún sigraði Gabrielu Sabatini í
gær. Sabatini sagði eftir leikinn að
hún hefði leikið vel, en Novotna
hefði leikið mjög vel: „Uppgjafírnar
hennar voru góðar og hún sló vart
feilhögg."
Navratilova sjálfsöryggið upp-
málað
Navratilova var sjálfsöryggið
uppmálað bæði fyrir og eftir leikinn
við Zverevu og blés á allar þær
raddir sem segja að nú sé tími til
kominn fyrir hana að láta yngri
stúlkunum tennisvellina eftir. „Eg
hef aldrei leikið betur á ferlinum,"
sagði hún á blaðamannafundi í
gær. „Ég hef betri tækni, hreyfi
mig meira en þær flestar - það er
að vísu aðeins erfíðara að koma sér
í gang.“ Navratilova hefur níu sinn-
URSLIT
Tennis
Einliðaleikur kvenna á Wimbledon-mót-
inu, 8-manna úrslit.
1- Steffi Graf (Þýskalandi) vann 7-Jennifer
Capriati (Bandar.) 7-6 (7-3) 6-1.
8-Jana Novotna (Tékkn. lýðveldinu) vann
4- Gabriela Sabatini (Argentfnu) 6-4 6-3.
2- Martina Navratilova (Bandar.) vann Na-
talia Zvereva (Hvíta-Rússlandi) 6-3 6-1.
6-Conchita Martinez (Spáni) vann 15-
Helena Sukova (Tékkn. lýðveldinu) 6-1 6-4.
Tvíliðaleikur karla, fjórðungsúrslit:
Patrick Kuehnen (Þýskalandi)/Gary Muller
(S-Afríku) unnu Royce Deppe (S-Afr-
iku)/Mark Knowles (Hvita-Rússlandi) 6-2
6-4 7-6 (7-3).
1-Todd Woodbridge/Mark Woodforde (Ástr-
aliu) unnu Jeremy Bates (Bretlandi)/Byron
Black (Zimbabwe) 6-4 6-3 6-4.
Tvíliða leikur kvenna, fjórðungsúrslit:
5- Mary Joe Femandez/Zina Garrison-Jack-
son (Bandar.) unnu 4-Lori McNeil (Banda-
r.)/Rennae Stubbs (Ástralíu) 7-5 7-6 (7-4)
6- Pam Shriver (Bandar.J/Elizabeth Smylie
(Ástralíu) unnu 3-Arantxa Sanchez Vicario
(Spáni)/Helena Sukova (Tékkn. lýðveldinu)
6-3 6-4.
1-Gigi Fernandez (BandarJ/Natalia
Zvereva (H-Rússlandi) unnu 8-Jill Hether-
ington (Kanada)/Kathy Rinaldi (Bandar.)
6-1 6-2.
Knattspyrna
NM-mót U-16 stúlkna
Noregur - ísland...................8:0
um unnið sigur á Wimbledon og
virðist vera í góðu formi til að
bæta tíunda titlinum við. Hún sagði
líka í gær: „Því nær sem ég er titl-
inu þeim mun betur líður mér.“
Reuter
Gleði og sorg
Jana Novota frá Tékkneska lýðvelding fagnaði geysilega
eftir að hún var búinn að leggja Argentínustúikuna Gabri-
ellu Sabatini að velli á Wimbledonmótinu í gær, 6:4 og 6:3.
Þar með var Novota búin að tryggja sér rétt í undanúrslit-
um — þar sem hún keppir við Martina Navratilovu, sem er
talin líkleg til að vinna sinn tíunda Wimbledontitil.
KNATTSPYRNA
Glæsimark Jóns Þóris
Breiðablik sigraði ÍR 0:1 á
heimavelli IR-inga í gærkvöldi
í fýrsta leik 7. umferðar 2. deildar
í knattspyrnu, í nokkuð daufum en
jöfnum leik. Jón Þórir Jónsson skor-
■■■■■■ aði eina mark leiks-
Stefán ins strax á 5. mín-
Eiríksson útu, án efa eitt fal-
skrífar legasta markið í
deildakeppninni í sumar. Kristófer
Sigurgeirsson gaf inn í teiginn frá
vinstri, hægra megin í teignum lyfti
Jón Þórir sér upp og tók boltann
viðstöðulaust með bakfallsspyrnu í
hornið nær. Fátt markvert gerðist
FRJALSAR
Tæplega tólf
ára met slegið
Kvennasveit Ármanns setti nýtt
íslandsmet í 4x200 metra
hlaupi á þriðjudagsmóti HSK sem
haldið var á Varmárvelli í Mos-
fellsbæ í gær. Sveitin hljóp á einni
mínútu 43,72 sek., en gamla metið
átti kvennasveit IR og var það tæp-
lega tólf ára gamalt, sett í septem-
ber 1981.
Sveit Ármanns skipuðu þær Geir-
laug Geirlaugsdóttir, Guðrún Arn-
ardóttir, Sólveig Björnsdóttir og
Svanhildur Kristjónsdóttir.
í leiknum eftir það, liðin fengu sinn
hvom skammtinn af dauðafærum
sem þau ekki nýttu. Heldur lá á
Blikum í síðari hálfleik, en þétt
vörn þeirra bjargaði þeim alltaf.
Kristófer Sigurgeirsson var
langbestur Blika, en Úlfar Óttars-
son stóð sig vel í vöminni og batt
hana saman. Kristján Halldórsson
stóð upp úr jöfnu liði ÍR.
Amór gerði tvö
Amór Guðjohnsen gerði sín
fyrstu mörk fyrir Hácken í
fjórtánda og síðasta leik liðsins fyr-
■■■■■■I ir sumarfrí i gær-
Sverrir völdi. Hácken vann
Guðmundsson þá góðan sigur á
skrífar frá Malmö 4:2 á heima-
Svíþjóð ve]jj efyr ag staðan
hafði verið 1:2 í leikhléi.
Á fyrstu mínútu síðari hálfleiks
skallaði Amór í netið og langþráð
fyrsta mark hans var staðreynd.
Skömmu síðar bætti hann öðm
marki við með góðu skoti úr víta-
teig. Auk þess að gera tvö mörk
átti Amór mjög góðan Ieik og var
því ánægður eftir leikinn.
Hann sagðist ekki hafa haft
áhyggjur af markaleysinu, hann
hefði leikið vel og því aðeins tíma-
spursmál hvenær mörkin kæmu.
Gunnar Gíslason var varamaður og
kom inná í síðari hálfleik.
Hlynur Stefánsson félagar í
Örebro töpuðu 1:4 fyrir Halmstad
og Degerfors, lið Einars Páls Tóm
assonar, tapaði 2:4 heima fyrir
Brage, neðsta liði deildarinnar.
FOLK
BRAGI Bergmann, milliríkja-
dómari í knattspyrnu, hefur verið
tilnefndur til að dæma leik Dan-
merkur og Litháen í heimsmeist-
arakeppninni í Kaupmannahöfn
25. ágúst. Línuverðir verða þeir
Gísli Björgvinsson og Sæmundur
Víglundsson, en varadómari Guð-
mundur Stefán Maríasson.
■ HRAFNHILDUR GunnlaugS'
dóttir skoraði þijú mörk fyrir KR
gegn Stjörnunni, en ekki tvö eins
og var sagt í blaðinu í gær. Kristr-
ún Heimisdóttir skoraði ekki í
leiknum.
■ SNÆVAR Hreinsson hefur
gengið til liðs við Víking, en hann
hefur leikið með Val og Völsungi.
■ MIÐAR á svörtu ganga kaup-
um og sölum á Wimbledon. Þýsk-
ur framkvæmdastjóri keypti 35
miða á aðalvöllinn fyrir 3,-94 millj.
ísl. kr, en þegar hann mætti til leiks
kom í ljós að miðarnir voru ógildir.
Verð á einum miða er 3.492 kr.,
þannig að rétt verð fyrir miðana
var rúmar 122 þús. kr.
■ MIKIÐ er um falsaða og ógildá
miða í umferð. Fimm bandarískir
tennisáhugamenn keyptu jafn-
marga miða á 242 þús. kr., en þeir
voru einnig ógildir.
GOLF / EM
Islenska
landslið-
ið aldrei
verið
sterkara
w
Islenska landsliðið í golfi mun
hefja keppni á Evrópumóti
landsliða í Marianské Lazne í
Tékkneska lýðveldinu í dag.
Fyrstu tvo dagana er spilaður
höggleikur og ráða úrslit í hon-
um niðurröðun þjóðanna í A, B
eða C-riðii. Markmið íslenska
liðsins er að lenda ekki neðar en
í B-riðli, en hingað til hefur ís-
lenska liðið leikið í C-riðli.
íslenska landsliðið er yngsta
sex manna landslið sem ísland
hefur sent í Evrópukeppni. Með-
alaldur leikmanna iiðsins er 22,3
ár. Úlfar Jónsson er elsti leik-
maður liðsins, 25 ára. Liðið er
einnig það forgjafarlægsta sem
ísland hefur átt, en meðalforg-
jöfín er undir núlli, eða +0,2.
Forgjöf einstakra leikmenna:
ÚlfarJónsson........ +3,0
Siguijón Axnarsson.. +1,0
Þorsteinn Hallgrímsson. 0,00
Þórður Ólafsson..... 0,00
Björgvin Sigurbergsson. -1,0
BjömKnútsson........ -2,0
Ikvöld
1. deild karla:
KR-völlur: KR-Valur........kl. 20
2. deild karla:
ísafjörður: BÍ - Þróttur R.kl. 20
Neskaupst.: Þróttur-UMFG....kl. 20
Sauðárkr.: Tindast. - Stjarnan..kl. 20
Ólafsfjörður: Leiftur - KA.kl. 20
S' Getraunadeildi
m
Miðvikudagur 30. júní - KR-vöilur kl. 20.00:
Tæknivalsleikur
KR - VALUR
KR-ingar! Fjölmennum í nýju stúkuna og styðjum okkar menn.
KR-klúbburinn hittist fyrir leik. Léttar veitingar.
Skráning í knattspyrnuskóla KR alla virka daga í síma 27181.
Tæknival
llll FORMPRENT
Hverlisgotu 78, simar 25960 - 25566
SKEIFAN 17 Piilbél/8294
12H REYKJAVÍK
SlMI: 91 - 681665 FAX: 91-680664