Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1993 Enn kært vegna sæl- gætisflugs LOFTFERÐAEFTIRLITIÐ hefur fengið skýrslu frá lög- reglunni í Vestmannaeyjum vegna listflugs yfir Eyjum á Shell-mótinu í síðustu viku svo og vegna flugvélar sem dreifði sælgæti til krakk- anna. Sagt er að báðar flug- vélarnar hafi flogið of lágt. Þetta er í annað sinn sem Loftferðaeftirlitið hefur af- skipti af karamelludreifingu með flugvél því að 17. júní sl. brotlenti lítil flugvél í Skagafirði í framhaldi af slíkri dreifingu. Lögreglan í Vestmannaeyj- um telur að reglur um listflug hafi verið þverbrotnar sökum þess- hve lágt flugmaðurinn flaug vél sinni svo og hafi flug- vélin með karamellumar brotið reglur um lágmarksflughæð yfír þéttbýli þegar hún dreifði gottinu. Hægði um of á Að sögn Grétars H. Óskars- sonar hjá Loftferðaeftirlitinu er skýrsla lögreglunnar í Vest- mannaeyjum nú til athugunar hjá embættinu og að öðru leyti lítið um málið að segja á þessu stigi. Hvað varðar karamellu- dreifinguna í Skagafirði liggur ljóst fyrir, að sögn Grétars, að flugmaðurinn hægði um of á vél sinni og náði ekki að keyra mótorinn upp aftur þannig að hann neyddist til að nauðlenda vélinni á næsta túni. Nokkrar skemmdir urðu á nefi vélarinn- ar en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar Verðið Verðið hækkar Sony varkr. ernúkr. um geisla- spilari 23.600 24.600 4,2% Geislaspilari hækkar um 1.000 krónur Vatn fossar úr hliðarhelli V estfj ar ðaganga og rennslið er enn óbreytt Morgunblaðið/Úlfar Fljót út úr berginu SÉRFRÆÐINGAR Vegagerðarinnar standa á urðinni éftir síðustu sprengingu og skoða aðstæður við hliðarganginn inni í Breiðadalsgöngun- um þar sem um 1400 lítrar af vatni fossa út úr berginu á sekúndu. Meira vatn í göngunum en sérfræðingar bjuggust við ísafirði. JARÐFRÆÐINGAR frá vegamálastjórn skoðuðu Iekann í Vestfjarðagöngum í gær. Þeir sögðust ekki hafa átt von á svona miklu magni úr einni holu. Vatnið kemur frá holu sem er í hólfi um þijá metra inn af göng- unum, þvert af borstefnunni í hæð sem er nálægt lofthæð þeirra. Vatnsmagn helst enn óbreytt og með sama hitastigi, 3,6 gi'áður. Jarðfræðingar vildu lítið segja um þetta mál í gær, en sögðu þá að það kæmi þeim á óvart hvað vatnsmagnið væri mikið. Almennt væri talið að svona gamalt berg væri tiltölulega þétt. Þeir töldu líklegt að beðið yrði um sinn í þeirri von að þetta íjaraði út. Þeir skoðuðu síðdegis vegsummerki á fjöllunum, fyrir ofan og umhverf- is borstaðinn, eftir því sem snjóalög leyfðu. I dag er von á tveimur jarðfræðingum frá Orku- stofnun, en annar þeirra er sérfræðingur í vatns- kerfum berglaga. Brotaberg í misgengi Rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að þarna er brotaberg í misgengi. Venjulega er það hálfur til einn metri á breidd, en þarna er það líklega yfir tveir metrar. Talið er að laust efni í brota- berginu hafi losnað við sprenginguna og vatns- flóðið myndað þann háhvelfda hliðarhelli sem vatnið brýst nú út úr. Vatnið þarna hefur verið 3,6 gráður frá því vatnsæðin opnaðist, en kólnað nokkuð ört frá vegamótunum, þar sem það var tæpar 10 gráður. Við stafninn í Botnshluta ganganna er vatnið stöðugt um 250 lítrar á sekúndu og 10-12 gráðu heitt. Þar dreifist rennslið úr mörgum smáholum á um 20 metra svæði og rennur bæði úr veggj- um og lofti. Þar væri hægt að bora áfram ef hægt væri að hemja vatnselginn frá gatnamótun- um og út í Tungudal við Isafjörð. Vatnið ekki rannsakað Engar rannsóknir hafa enn farið fram á gæð- um vatnsins, en Björn Harðarson hjá vegagerð- inni segir að það sé jafn gott til drykkjar og annað vatn sem þarna renni. Ekki er vitað til að bæjaryfirvöld á ísafirði hafi blandað sér í málið, en haldi jafnrennslið áfram rennur þarna sem samsvarar um tveggja ára neysluþörf ísfirðinga í hveijum mánuði. - Úlfar Aukin þjónusta við 6-9 ára nemendur í grunnskólum Reykjavíkur JAPANSKUR geislaspilari frá Sony, sem áður kostaði 23.600 krónur, kostar nú 24.600 krónur eftir gengisfellingu og er það rúm- Iega 4% hækkun. í dag Dularfull veiki Dularfull veiki hrjáir marga handa- ríska hermenn sem sendir voru í stríðið fyrir botni Persaflóa 1991 21 Bláa lóniö Viðbygging við baðhúsið i Bláa lóninu hefur verið tekin ínotkun 26 Klukkan Póstur og sími hefur tekið í notkun nýja talklukku 33 Leiðarí Útihátíðir og sjálfsvirðing ungs fólks 32 Boðið upp á heilsdagsvistun í HAUST verður nemendum boðið upp á heilsdagsvistun í nær öllum grunnskólum Reykjavíkur og er talið að foreldrar um 20-30% nemenda á aldrinum sex til níu ára muni nýta sér þessa þjónustu. Gert er ráð fyrir að bömin eigi kost á vistun frá kl. 7.45 að morgni fram til kl. 17.15. Börn á aldrinum tíu til tólf ára munu eiga kost á tveggja tíma vistun eða fram til kl. 15. Kostnaður er 110 krónur á tímann, en ekki yfir 6.000 krónur á mánuði og er veittur systk- inaafsláttur. Ætlast er til að reksturinn standi undir sér að mestu. Úr verinu ► Grásleppuvertíðin hrein hörmung - Hampiðjan á út- hafskarfamiðunum - Togara- skýrslan - Loðnukvótinn - SH á sjávarafurðasýningu í Tokyo Myndosögur ► Drátthagi blýanturinn - Pennavinir - Brandarar - Skemmtilegar þrautir - Ljóð — Saga - Myndir ungra listamanna - Myndasögur Síðastliðinn vetur var gerð til- raun með heilsdagsskóla í nokkrum grunnskólum borgarinnar og gafst vel að sögn Viktors Guðlaugssonar, skólastjóra í Árbæjarskóla, en hann hefur séð um allan undirbúning. „Með þessu er verið að bjóða léngda viðveru eða heilsdagsskóla fyrir alla nemendur," sagði hann. Auk hefð- bundinnar kennslu verður boðið upp á félagsstarf, tómstundastarf, að- stoð við heimanám, útivist, leiki og hvíld. Auk þess verður ýmsum sér- skólum, t.d. tónlistarskólum og dansskólum, boðin aðstaða í skólun- um en greiða verður sérstaklega fyrir þá kennslu sem þessir einka- skólar inna af hendi. Jákvæð viðbrögð „Flest ef ekki öll börnin byija daginn að morgni með hefðbundinni kennslu en síðan tekur viðveran við um hádegið," sagði Viktor. „Við sækjumst eftir uppeldismenntuðu fólki til að vinna með börnunum eða fólki með reynslu.“ Hann sagði að viðbrögð skólastjóra hefðu yfirleitt verið jákvæð en aðstaða skólanna væri nokkuð misjöfn. Mikill vilji væri í skólamálaráði til að bæta úr aðstöðunni þar sem hún er rýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.